Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990 belg um álver Orðí Einu sinni enn hefur Eyjafjarðar- hérað verið á dagskrá í sambandi við byggingu álvers og er nú talað um tröllvaxnara fyrirtæki en nokkru sinni fyrr. Rætt er nú um iðjuver með 200.000 t ársfram- leiðslu, sem er þriðjungi stærra en hugmyndir voru um á önd- verðum áratugnum, en málið hefur legið í þagnargildi síðan 1985 að svonefnd staðarvals- nefnd um iðnrekstur var lögð niður. Margt er nú afbrigðilegt við umræðuna og um málatilbúnað allan og margt vekur furðu. í fyrsta lagi er það hvernig málið ber nú að. Pað var nefnilega nýstofnuð Héraðsnefnd Eyja- fjarðarsýslu - arftaki sýslunefnd- ar skv. breytingu á lögum - sem ríður á vaðið á sl. ári og vekur drauginn upp. Maður skyldi þó ætla að eitt og annað hefði staðið nefnd þessari nær að vinna umbjóðendum sínum að gagni en það að hafa frumkvæði að upp- byggingu á mengandi stóriðju sem fyrst og fremst kemur niður á gróðri og búpeningi. Héraðs- nefndin er eingöngu skipuð full- trúum dreifbýlissveitarfélaga, þar sem aðaluppistaðan í atvinnu- lífinu er búvöruframleiðsla. í öðru lagi heyrist nú varla í umræðunni minnst á rnengun. í blaðinu Degi voru, hinn 15. des. sl. 14 aðilar spurðir álits á Álveri við Eyjafjörð. Voru það alþingis- menn og fulltrúar sveitarfélaga. Aðeins þrír þessara aðila lýstu sig andvíga byggingu álvers og þá m.a. vegna mengunarhættu. Hin- ir ellefu minntust ekki á þá hættu og settu engin skilyrði í þá veru fyrir afstöðu sinni til málsins. I þriðja lagi lýsti svo framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar því yfir í Degi fyrir skömmu að Eyfirðingar þyrftu ekki að gera meiri kröfur til mengunarvarna, en gerðar yrðu í hrauninu sunnan við Hafnafjörð, þar sem úrkoma er veruleg meiri, loftdreifing meiri og umhverfið allt opnara og land- búnaður stundaður í 30 km fjarlægð, hið næsta! I allri þessari umræðu hefur mest verið rætt um ákveðinn stað fyrir álver hér í firðinum, þ.e. svonefnt Dysnes skammt norðan Hörgárósa. Pað þarf enga undr- un að vekja þótt bændur þar í nálægð og á mesta hættusvæðinu, hvað mengun umhverfisins varðar, láti í ljósi álit sitt á mál- inu en, taki því ekki með þegj- andi þögninni. Á öndverðum áratugnum sem er að líða, var hér í gangi rann- sókn á dreifingu eiturefna frá hugsanlegu álveri við Dysnes. Rannsókn þessi var gerð af norsku fyrirtæki - Norsk institut for luftforskning - skst. NILU, og skilaði það verkinu af sér árið 1985 í formi dreifingarspár um loftmengun. Skv. spánni voru svo gerðir útreikningar á dreifingu flúors, tjöru og brennisteinssýr- ings og einnig gerði Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins skýrslu, byggða á spánni, að beiðni Stað- arvalsnefndar. Skýrsla þessi kom út 1985 og nefnist: „Ahrif loft- mengunar frá álveri við Dysnes í Eyjafirði á gróður og búpening.“ Skýrslan er opinbert plagg og á að vera öllum aðgengileg. Gert var ráð fyrir 130.000 t ársfram- leiðslu. Niðustöður þessara rann- sókna voru í stórum dráttum, eftirfarandi: Miðað við besta hreinsibúnað og þá jafnframt dýrustu mengun- arvarnir slapp 1 kg af flúor út í umhverfið fyrir hvert framleitt tonn af áli. Mengunin vex því í réttu hlutfalli við aukið fram- leiðslumagn. í umræðunni nú hefur ekkert komið fram um full- komnari hreinsibúnað eða minni umhverfismengun hvað tlúor áhrærir. Þannig að mengunar- hætta sú, sem talað var um fyrir fimm árum er enn í fullu gildi og því meiri sem hugsanlegt iðjuver nú er stærra en þá var ráð fyrir gert. Samkvæmt þessum forsendum yrði mengun á gróðri það mikil næst álverinu eða í tveggja til þriggja km. fjarlægð, að um alls- herjar gróðurfarsbreytingu yrði að ræða, er fram líða stundir, vegna mismunandi þols hinna ýmsu jurtategunda. Á næsta svæði þar fyrir utan, sem tak- markað er af 5 km til suðurs og 10 km til norðurs og um 3 km austur - vestur og miðað við lægsta styrk mengunarefna í lofti; þ.e. alfullkomnasta hreinsibúnað, gæti flúormengun farið yfir þau viðmiðunarmörk sem sett eru með hliðsjón af skemmdum á gróðri og skaða á grasbítum. Við meiri styrk mengunarefna, þ.e. lélegri varnir eða við bilun á hreinsibúnaði, sem alltaf getur hent, gætu þessi umhverfisstærð- armörk tvöfaldast. Af þessu má nokkurn veginn sjá og afmarka það svæði, þar sem hefðbundin búvöruframleiðsla mundi falla niður í nálægð hugsanlegs álvers við Dysnes, þótt þau mörk verið að sjálfsögðu aldrei dregin nákvæmlega með reglustiku. Pað mundi verða innan ramma sem afmarkast annars vegar að sunn- an af línu milli Glæsibæjar við Eyjafjörð og Möðruvalla í Hörg- árdal og hins vegar að norðan einhvers staðar utan við miðja Árskógsströnd. Einhver hluti Svalbarðsstrandar lenti og innan þessara marka. Innan rammans gætu því lent 20-30 bújarðir og eru þá ekki taldar með jarðir næst álverinu sem yrðu óhæfar til búvöruframleiðslu mjög fljótt eða strax. Allt er þetta að sjálf- sögðu miðað við 130.000 t álver en stækkun þess í 200.000 t, eins og nú er rætt um, myndi auðvitað færa þessi mörk út. Pá er í spánni gert ráð fyrir óvissu í dreifingu eiturefna þar sem Moldhaugaháls skiptir aðaldalnum. Á þetta við í norðanátt - hafgolu - og færi þá eftír því hve misvísunin yrði mikil hvort loftmengunina bæri inn með Eyjafirði eða fram Hörgár- dal. Bygging álvers við Dysnes myndi stuðla að mikilli búsetu- röskun í héraðinu og upp kæmu í því sambandi ýmis félagsleg vandamál, sem sjálfsagt yrðu leyst en þó með verulegum kostnaði. Mengunin yrði aftur á móti óbætanleg eins og sagan á veginn! Flestir slasast í umferðinni á sumrin. Þá er enn meiri þörf á að halda athyglinni vakandi en ella. Látum ekki of hraðan akstur eða kæruleysi spilla sumarleyfinu. Tökum aldrei áhættu! ||UMFEHOAR sýnir. Bændur í Eyjafirði byggja afkomu sína að mestu á mjólk- urframleiðslu enda er um fimmt- ungur af landsframleiðslunni hér. Sú framleiðsla yrði mjög í hættu. Nautgripir og sauðfé eru afar við- kvæm fyrir eitrun af völdum flúors, einkum þó mjólkurkýr og ungviði í vexti. Eiturverkanir koma, að sjálfsögðu, ekki fram strax og þar ræður miklu stærð iðjuveranna, svo og hreinsibún- aðurinn og traustleiki hans, sem aldrei getúr orðið algjör, auk þess sem hann er mjög dýr og því verulegur kostnaðarauki, sem framkvæmda-aðilar munu í lengstu lög reyna að koma sér hjá. Sé miðað við lágmarksmeng- un hvað flúor viðkemur, sem er eins og fram hefur komið, 1 kg flúor fyrir hvert framleitt tonn af áli, gæti það svæði, sem tiltölu- lega fljótt yrði í mengunarhættu, orðið um 50-80 ferkílómetrar að stærð. Landsstærðin segirþó ekki alla sögu. Veðrátta héraðsins býður hættunni heim umfram flestar aðrar byggðir landsins. Eyjafjörður er þekktur fyrir stað- virði og veðursæld. Skv. heimild- Ævisaga sonar í haust kemur út hjá Bókaút- gáfunni Reykholti hf. Ævisaga Hermanns Jónassonar, skrifuð af Indriða G. Þorsteinssyni rit- höfundi og ritstjóra, en hann hefur unnið að undirbúningi og ritun hennar um árabil. Ólafur Elímundarson sagn- fræðingur hefur verið honum til aðstoðar við öflun heimilda. Hermann Jónasson fæddist á jóladag árið 1896 að Syðri- Brekkum í Skagafirði og ólst þar upp. Hann var Glímukóngur ís- lands árið 1921. Laganámi lauk hann árið 1924 og hóf eftir það störf sem fulltrúi við bæjarfógeta- embættið í Reykjavík. Eftir það Stefán Halldórsson. um frá veðurstofunni mælist logn hér 13% á ári eða í nær 50 daga og í slíkum tilvikum yrði mengun í mestum mæli næst verinu. Pá er óvíða þurrviðrasamara, en þar sem úrkoma er mikil, binst eitthvað af flúornum í jarðvegi og verður skaðlaus. Hér eru ríkj- andi tvær vindáttir, þ.e. norður- suður, með mjög óverulegum frávikum til austurs eða vesturs. Allt ber að sama brunni og meng- un gæti hér orðið meiri og meng- átti hann heimili í Reykjavík, ásamt konu sinni Vigdísi Stein- grímsdóttur og börnum þeirra. Hann varð lögreglustjóri i Reykjavík árið 1929, og tók sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Framsóknarflokkinn ári síðar. Pingmaður Strandamanna varð hann árið 1934, en áður en þing kom sarnan hafði verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu undir for- sæti Hermanns. Hermann var þingmaður Strandamanna og síð- ar Vestfjarðakjördæmis í samtals 33 ár og ráðherra í 14 ár, síðast í vinstri stjórninni 1956-58. Her- mann var formaður Framsóknar- flokksins í 18 ár, frá 1944 til 1962. Hann lést í janúar 1976. að svæði stærra vegna þessara sérkenna í veðurfari. Ég hef nú velt upp þeim hætt- um er steðja mundu að öðrum aðalatvinnuvegi héraðsins ef af byggingu tröllvaxins álvers yrði og byggt á viðurkenndum stað- reyndum. Að lokum er rétt að hugleiða hvers vegna erlendir aðilar myndu vilja byggja álver hér á landi. Áreiðanlega ekki af góð- gerðarstarfsemi. Peir munu vilja hafa eitthvað fyrir sinn snúð og er vitanlega ekki láandi. Þeir munu fyrst og fremst sækjast eftir tvennu. Annars vegar ódýrri orku og hins vegar mengunar- vörnum í lágmarki vegna þess hve þær eru dýrar, og í heima- löndum þeirra munu settar mjög strangar reglur um varnir við mengun í sambandi við byggingu iðjuvera. Þeir munu verða harðir í samningum hvað þetta snertir og þykjast áreiðanlega hafa sterka vígstöðu, þar sem íslenskir forráðamenn, bæði stjórnvöld og forráðamenn í héraði, eru nánast á hnjánum fyrir þeim svo ekki sé meira sagt. Ég skora á eyfirska bændur og samtök þeirra að halda vöku sinni og vera vel á verði gagnvart þessu máli. Stefán Halldórsson. Höfundur er bóndi á Hlöðum og lirepp- stjóri Giæsibæjarhrepps. í ævisögunni verður fjallað um æsku og uppvöxt Hermanns, vini hans og samferðamenn. íþrótta- þátttaka hans mun og fá sitt rúm, svo og störf hans setn lögreglu- stjóri. Þá munu stjórnmálastörf hans að sjálfsögðu taka mikið rúm í bókinni. Ekki er að efa að ýmislegt mun koma fram í þessari bók sem fáir muna lengur en mun þykja for- vitnilegt og lærdómsríkt fyrir nútímann. Er bókin unnin í nánu samstarfi við börn Hermanns, þau Pálínu Hermannsdóttur og Steingrím Hermannsson, forsæt- isráðherra. í bókinni verða einn- ig margar áhugaverðar ljósmynd- ir. Frá undirritun samkomulagsins við afkomendur Hermanns Jónassonar. Standandi frá vinstri: Ólafur Elímundarson sagnfræðingur, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, tengdasonur Hermanns. Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Sæmundsson bókaútgefandi frá Reykholti hf., Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Pálína Hermannsdóttir. Ljósmynd: Kópta. Reykholt hf.: Hermanns Jónas- gefin út í haust

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.