Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. apríl 1990 - DAGUR - 9
Nemendur í myndlistartíma hjá Sólveigu Baldursdóttur. Myndm ehb
- Hvernig finnst þér að starfa
með þessum nemendum?
„Það er yfirleitt mjög gaman
og gefandi. Þau taka framförum í
tónlistinni, hægt og rólega eins og
við er að búast, t.d. að þekkja
takt í lpgum. Þau lifa sig mikið
inn í tónlistina ög þykir öllum
mjög gaman að syngja. Þegar ég
er búinn að fara með þau í gegn-
um æfingar í takti og rytma er
sungið af hjartans list.“
- Hvað um fleiri verk en
Stormdag?
„Við útsettum á okkar hátt
Álafareiðina, eða Stóð ég úti í
tunglsljósi, og það verk munum
við einnig flytja í Dynheimum.
Það er bæði sungið og leikið á
hljóðfæri.“
Listiðkun er mikilvægur
þáttur í náminu
Magni Hjálmarsson, forstöðu-
maður Starfsdeildanna að
Löngumýri 9 og 15, segir um
Opnu dagana í Dynheimum að
undirbúningur að sýningunni hafi
byrjað strax eftir áramótin. Að
Löngumýri eru starfandi tvær
deildir, eldri og yngri deild, og
taka báðar deildirnar þátt í Opnu
dögunum, þó eru nemendur í
yngri deild eða unglingadeild í
meirihluta. Þeir nemendur eldri
deildar sem hafa tekið þátt í
myndlistarnámskeiðinu eiga verk
á sýningunni.
„Nemendur hafa málað mynd-
ir í allan vetur, og tónlistartím-
arnir hafa einnig staðið yfir í
vetur. Ákvörðun var tekin um
það um áramótin að ástæða væri
til að halda sýningu á verkum
nemenda og tónlistarflutningi.
Tíu nemendur taka þátt í sýning-
unni á Opnu dögunum.
Undirbúningurinn hefur geng-
ið vel. Þessa dagana erum við að
koma okkur fyrir í Dynheimum,
og æfa tónlistaruppákomuna á
staðnum. Kristján Pétur sér um
þann þátt með nemendum, en
hann er þekktur fyrir ýmsar slík-
ar uppákomur hér í bæ. Sólveig
Baldursdóttir hefur með mynd-
listarþáttinn að gera, eins og
fram kemur hér á undan. Þau
hafa bæði unnið mjög gott starf
með nemendum hér.“
- Hvernig hefur þér fundist
þessi undirbúningsvinna falla
nemendum í geð?
„Mjög vel, tel ég, því listiðkun
í tónlist og myndlist er afar mikil-
vægur þáttur í starfi eins og þessu
til tjáningar. í ljós kemur að
nemendur eru mjög sáttir við
þetta og ánægðir. Listiðkun þjón-
ar markmiðum skólans vel, og ég
tel að hér sé í raun um merkilegri
námsþátt að ræða en oft hefur
verið talið. í Löngumýri eru
kenndar margar aðrar greinar en
þessar tvær, tónlist og myndlist,
urðu fyrir valinu á Opnu dögun-
um í Dynheimum.
Við stefnum að því að komast í
heimsókn til skóla í Randers,
vinabæ Akureyrar í Danmörku,
og munum við að líkindum
dvelja þar í tíu daga. Nemendur
skólans í Randers munu síðan
koma til Akureyrar næsta haust,
í heimsókn til okkar. Þetta eru
því eins konar nemendaskipti.
Það hittist svo á að sérskólar
Danmerkur halda árlegt fþrótta-
mót um sama leyti og við erum á
ferðinni, og hefur okkur verið
boðið að vera með. Við stefnum
að því að reyna það.“
- Hlakka nemendurnir í
Löngumýri ekki til ferðarinnar?
„Jú, þeir gera það, og um leið
er þetta hvatning til þeirra um að
standa sig vel, þegar markmið er
til að keppa að. Nemendur í
Löngumýri hafa einu sinni áður
farið í ferðalag út fyrir landstein-
ana, þá fyrir þremur árum til
Svíþjóðar og Danmerkur, en
annars höfum við farið í ferðalag
á hverju vori.“
Framtíðarhorfur Starfs-
deildanna í Löngumýri
Magni Hjálmarsson hefur unnið
að gerð námsvísis fyrir Starfs-
deildirnar, og veitti menntamála-
ráðuneytið styrk til þess úr Þró-
unarsjóði grunnskóla. Verkefni
þetta flokkast því undir þróunar-
verkefni, og ber það yfirskriftina
„Réttur til náms - námsvísir.“
í inngangi námsvísisins segir
að hann sé lýsing á framhalds-
námi í sérdeild, sem fella megi að
áfangakerfi Verkmenntaskólans
á Akureyri. Sérdeildin í Löngu-
mýri 15 tók til starfa árið 1985, en
tveimur árum síðar í Löngumýri
9. Boðið er upp á nám fyrir tvo
hópa, unglinga á aldrinum 16 til
20 ára, einkum af verklegu og
listrænu tagi sem framhald af
grunnskólanámi, og er um að
ræða samfellt nám í einn eða tvo
vetur. Þá er boðið upp á nám í
eldri deild, sem byggist á einstök-
um námskeiðum, einnig fyrst og
fremst af verklegu og listrænu
tagi, tvær annir á vetri. Unnt er
að velja milli námskeiða, en sam-
an geta námskeið myndað nokk-
urn veginn samfellt nám, eins og
segir í námsvfsinum.
Sérstakur bakhópur hefur fjall-
að um framtíðarfyrirkomulag
Starfsdeildanna, en undanfarin
tvö ár hefur kennslukostnaður að
mestu verið greiddur af sér-
kennslukvóta framhaldsskól-
anna, vegna þess að nemendur
eru komnir af grunnskólastigi.
í nýjum lögum um framhalds-
skóla er kveðið á um aukinn rétt
einstaklinga til framhaldsnáms,
og með það í huga hefur athyglin
beinst að þvf hvernig megi tengja
námstilboð Löngumýrardeild-
anna við framhaldsskólann.
Námsvísirinn, sem hér er rætt
um, ætti að auðvelda framhalds-
skólanum að sinna þessu nýja
verkefni sem lögin ætla honum.
Gerðar hafa verið tillögur um
að Verkmenntaskólinn á Akur-
eyri yfirtaki rekstur og stjórn
Starfsdeildanna, en deildirnar
verði vísir að sérstöku sviði sem
ennþá er ónafngreint innan
VMA. Hér er um svið að ræða
fyrir nemendur sem hafa sérstak-
ar þarfir sem ekki er mætt í öðr-
um deildum framhaldsskóla.
Þá er gert ráð fyrir samkomu-
lagi við Akureyrarbæ um yfir-
töku VMA á þeim eignum sem
það hefur lagt stofnuninni til. Að
lokum segir í þessum tillögum að
óskað sé eftir því að gert sé ráð
fyrir rekstri deildanna innan
VMA á næsta skólaári, kennara-
stöður verði auglýstar með öðr-
um stöðum hjá VMA og að sam-
ið verði við Fræðsluskrifstofu um
ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu.
EHB
Raðhús við Hlíðarlund
Einu íbúðirnar sem eru í byggingu
á Brekkunni á Akureyri árið 1990
Bæði 3ja og 4ra herbergja íbúðir.
Upplýsingar á skrifstofu SS-Byggis hf. við Viðjulund.