Dagur - 18.04.1990, Side 4

Dagur - 18.04.1990, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gjöf sem bera mun ávöxt um ókomna tíð Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, varð sextug á páskadag. Hinum ástsæla þjóð- höfðingja okkar var margvíslegur sómi sýnd- ur á afmælisdaginn, svo sem vera ber. Sú gjöf til frú Vigdísar sem kemur til með að lifa lengst í manna minnum og bera mestan ávöxt er vafalaust sérstakur sjóður sem stofnaður hefur verið til heiðurs forsetanum. Undirbúningur að sjóðsstofnuninni hefur staðið í nokkrar vikur og hafa margir lagt hönd á plóginn. Peninga í sjóðinn hefur verið aflað með því að safna áskrifendum að Yrkju, sérstöku afmælisriti til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur. Allur ágóði af útgáfunni verður lagður í þennan sjóð, sem að ósk for- setans sjálfs verður færður íslenskri æsku til þess að hún rækti land sitt. Þessi sjóður er því jafnframt gjöf forsetans til landsins. Stefnt er að því að sjóðurinn verði svo öflugur að hann geti um ókomin ár staðið straum af kaupum á trjáplöntum handa öllum grunnskólabörnum í landinu á hverju vori. Að lokinni níu ára grunnskólagöngu ætti hver unglingur að upplifa það að sjá ungar plöntur, er hann gróðursetti við upphaf náms, vera öflug tré og hann hefði fylgst með vexti þeirra og þroska. Það er vel til fundið að heiðra frú Vigdísi Finnbogadóttur með þessum hætti á sex- tugsafmæli hennar. Á gifturíkum embættis- ferli hennar hefur landið og þjóðin, menning okkar og umhverfi, verið henni ofarlega í huga. Ekki síst hefur hún látið landgræðslu- málin til sín taka og hvatt þjóðina til dáða á þeim vettvangi. Frú Vigdís hefur hvatt okkur til að elska og virða landið okkar og sýna þá ást og þá virðingu í verki með því að græða það upp og gera það enn fegurrra og búsæld- arlegra en það er. Sjóðurinn sem æska lands- ins hlýtur að gjöf frá forseta vorum og þjóð- inni allri markar viss þáttaskil í uppgræðslu- starfinu. Hann gæti hæglega orðið tákn nýrra tíma í umgengni okkar við landið og markað upphaf nýrrar og samfelldrar sigurgöngu á sviði landgræðslu og skógræktar. Sú hvatning sem í sjóðsstofnuninni felst og sú hugmynd að láta æsku landsins gróður- setja plöntur ár hvert og fylgjast með vexti þeirra og viðgangi, er dæmigerð fyrir lífsvið- horf frú Vigdísar Finnbogadóttur. Hún hefur nú, með dyggum stuðningi almennings, fært landinu varanlega gjöf sem bera mun ávöxt um ókomna tíð. BB. Stelpnabekkir og strákabekkir - eða - strákabekkir með stelpum í skólanum er lagður grunnur að fram- tíð fólks. Börn og unglingar hljóta þar menntun, sem á að koma þeim til manns. í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun má skólinn alls ekki staðna, hann verður að fylgjst með þróuninni og helst að vera á undan þegar um já- kvæða þróun er að ræða. En hvað er jákvæð þróun og hver metur það? Konur og karlar hafí jafna möguleika Meðal þeirra markmiða sem stefnt er að í okkar þjóðfélagi, og sem fólk flest er að verða sammála um að sé jákvæð þróun. er að konur og karlar standi jafnt að vígi hvað varðar áhrif, laun og kjör og aðra umbun fyrir unnin verk. Lengi vel hefur verið litið svo á að ef konur vildu ná sama rétti og karlar þyrftu þær að aðlaga sig að þeirra aðstæðum. Þannig hafa aðstæður karla verið viðmiðunin, hið eðlilega og eftir- sóknarverða, fyrir bæði kynin. A allra síðustu árum hefur sú skoðun rutt sér til rúms að bæði konur og karlar eigi að hafa sama rétt, jafnvel þótt aðstæöur séu mismunandi. Einnig hefur vaxið skilningur á því að til að ná jafnri stöðu. jafnrétti og jöfnum áhrifum kynjanna þurfi að beita aðgerðum og jafnvel svokölluðum tímabundnum forréttindum til handa konum. Eitt af því sem hefur sýnt árangur í því sam- bandi er svokölluð kvennakennsla og aðskilnaður kynjanna tímabundið og/ eða staðbundið I skólum (sem og víða annars staðar). Það er gert til að bæði kynin geti unnið rneð og áttað sig á sín- um sérstöku eiginleikum, notið sín, án samanburðar við og tillits til hins kynsins. Strákar fá meiri athygli en stelpur Strákar I skólum eru mun athafnasam- ari en stelpur. Ótal rannsóknir á Norðurlöndunum og víðar sýna að strákar ná athygli kennaranna mun bet- ur en stelpur. Kennarinn hefur orðið mestan hluta tímans eða u.þ.b. % Valgerður H. Bjarnadóttir. kennslustundarinnar. Þann tíma beinir hún/hann athyglinni mun meira að strákunum en stelpunum. Meðfylgj- andi mynd sýnir tímaskiptingu í dæmi- gerðri kennslustund, í meðalbekk með u.þ.b. 20 krökkum af báðuni kynjuni í nokkuö jöfnum hlutföllum. Þar sést glöggt hve virkni stelpnanna er lítil, þær tala (eru virkar) aðeins um M hluta tímans. Anne-Mette Kruse er kennari og stundar rannsóknir við danska kennaraháskólann. Hún hefurgert ótal rannsóknir á samskiptum og stöðu kynjanna í skólum. I einni dæmigerðri kennslustund í 7. bekk í dönskum skóla, kom í Ijós að strákarnir (10 strákar) tóku til máls 61 sinni, þar af 10 sinnum án þess að vera spurðir. En stelpurnar (10 stelpur) 21 sinni og alltaf sem viöbrögð við spurningu kennarans. Vissulega er þetta misjafnt eftir bekkj- um og svolítið misjafnt eftir fögum og aldri. Það má einnig finna mismun milli landa, en ekki verulegan. Alison nokkur Kelly hefur tekið saman niðurstöður 81 rannsóknar (að- allega breskra og bandarískra) og þær sýna allar að stelpur eru minna virkar en strákar, og fá minni athygli (bæði neikvæða og jákvæða), sérstaklega í eldri aldurshópum og í raungreinum. Hennar úttekt sýnir að karlkennarar mismuni meira en kvenkennarar, en aðrar rannsóknir (norrænar) sýna sömu hlutföll hjá kennurum af báðum kynjum. Kennarar sem hafa sótt nám- skeið um stöðu kynja í skólum mis- muna minna en aðrir. Þegar strákar eru viömiðunin lenda stelpurnar á skjön Til að þessi hlutföll breytist stelpunum í hag þurfa þær að vera verulega miklu fleiri en strákarnir, og séu strákarnir í yfirgnæfandi meirihluta getur vont versnað. Þannig má fullyrða að skólinn veiti strákum meiri og e.t.v. betri þjón- ustu en stelpum. Venjulegur bekkur er því í raun strákabekkur, þó stelpur séu til staðar. Því til stuðnings má einnig nefna að hingað til hefur kennsla í ótal greinum, s.s. sögu, eðlisfræði, stærð- fræði o.fl. greinum verið miðuð nær eingöngu við stráka, þar sem viðfangs- efnin í þessum greinum eru tekin úr „heimi“ karla, en ekki kvenna. Stelpnakennsla/ strákakennsla Tilraunir með að breyta þessum áhersl- um. þ.e. breyta innihaldi námsgreina og breyta kennsluaðferðum þannig að meira tillit sé tekið til þarfa og áhuga- sviðs stelpna hafa gefið góðan árangur. Námsárangur beggja kynja hefur batn- að og áhugi aukist. Meðal þess sem reynt hefur verið er að skipta í bckki og hópa eftir kynjum, þannig að stelpur og strákar séu út af fyrir sig uni tíma, ýmist í einstökum fögum eða bekkjum. Anne-Mette Kruse hefur rannsakað árangur bæöi af breyttu innihaldi kennslunnar og skiptingar eftir kynjum. Hefinar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður BRYT-verk- efnisins en á vegum Brjótum múrana - BRYT hafa bæði í Svíþjóð, Danmörku ög Finnlandi verið gerðar tilraunir með kvennakennslu og kvennabekki. í stuttu máli má fullyrða að bæði Örfá orð uin álver Ég hef oft og einatt furðað mig á því hversu fjölmennur hópur ey- firskra íbúa er áfjáður í að álver rísi við Eyjafjörð. Hafa þeir hug- leitt eftirfarandi? 1. Hvað gerist meðan á byggingu álvers stendur? 2. Hvað gerist á næstu 10 árum eftir að álver hefur verið gang- stett? 3. Hvað gerist til lengri tíma litið? I. Meðan á byggingu álvers stendur verður atvinnuleysi úr sögunni hjá flestum starfshópum á svæðinu sem getur talist til hins góða ásamt tímabundinni veru- legri fólksfjölgun. Á móti kemur að vinnuafl sogast frá ýmsum atvinnu- og starfsgreinuni sem ekki hafa fjárhagslegt bolniagn að bjóða það sama og í boði verður við byggingu álvers. Hluti þessara manna fær svo e.t.v. föst störf hjá verksmiðjunni til fram- búðar. Fólksfjölgun umfram það sem yrði hvort sem álver rísi hér eða ekki yrði því ekki nema brot af þeim starfsfjölda sem verk- smiðjan þarf endanlega. Undir þennan lið má nefna þá óæski- legu efnahagslegu kollsteypu sem af þessu leiðir og gildir þá einu hvar álver er reist. 2. Áður en 10 ár eru liðin frá gangsetningu álvers má ætla að landbúnaður verði úr sögunni bæði í Arnarnes- og Árskógs- hreppi og að hluta til í Glæsibæj- arhreppi vegna langvarandi út- blástursmengunar jafnvel þó um vothreinsun verði að ræða. Ál- furstarnir yrðu að sjálfsögðu skikkaðir til að setja upp slíkan búnað við eyfirskar aðstæður en í staðinn má ætla að þeir krefjist lægra raforkuverðs en nokkru sinni eða annarra samsvarandi fríðinda og hver verður þá hinn efnahagslegi ávinningur þegar við þurfum svo að sökkva okkur ennþá dýpra í fen erlendra skulda. Nei stjórnmálamenn flýt- ið ykkur hægt. Auðlegð okkar í fallvötnunum hleypur ekki frá okkur þó að hún renni að vísu til sjávar. Innan tíðar getum við með nú óþekktum aðferðum flutt út raforku á margföldu því verði sem væntanlegir álframleiðendur sættast á að greiða. 3. Til lengri tíma litið, eykst mengunin í þessum langa, mjóa lirði þegar saman fer mengun frá 200 þús. tonna álveri og útblástur biíreiðanna. Ég hrekk oft við, þó ekki hafi verið nema eins dags stilla að sjá mengunarslæðuna sem umlykur Akureyri þegar horft er frá Moldhaugnahálsin- um. Þess vegna held ég að mikil fólksfjölgun hér á svæðinu sé ekki æskileg að sinni. Ekki fyrr en búið er að draga verulega úr þeirri mengun sem fyrir er. Þá geturn viö viðhaldið og aukið á þá ímynd sem erlendir ferða- menn hafa uni hreint og ómeng- að ísland. Þessi ímynd er margra milljarða virði en hún glatast fljótt ef við látuni þessa ferða- menn sjá og heyra að við tökum þátt í að draga úr mengun í Aust- ur-Evrópu, en köllum svo á sama tíma yfir okkur 200 þús. tonna álver og staðsetjum það svo í þokkabót á versta stað á landinu bæði landfræði- og veðurfarslega séð. Nei, byggjum heldur upp stóriðju í matvælaframleiðslu eins og Árni Steinar hefur bent á. Framleiðum tilbúna rétti úr sjáv- arfangi og landbúnaðarvörum. Tökuni dilkana beint af fjalli og færum til slátrunar án viðkomu á ræktuðu landi og framleiðum „hágæðavöru" til útflutnings. Þegar við höfum skapað þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.