Dagur - 18.04.1990, Side 6

Dagur - 18.04.1990, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. apríl 1990 leiklist Leikfélag Akureyrar sýnir Fátækt fólk: Barátta sem engan enda tekur Leikfélag Akureyrar: Fátækl fólk Hófundur: Böðvar Guöimindsson (eftir endurininningabókuni Lryggva Kiniissonar, Fátækt fólk og Baráttan uni brauðiö) Leikstjóri: Þráinn Karlsson Leikinynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist og áhrifshljóö: Þorgríinur Páll l'orgrímsson Nýtt íslenskt lcikrit. Fátækt fólk, var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar miðvikudaginn II. apríl sl. Ný verk úr smiðju íslenskra leikskálda vekja ætíð sérstaka eftirvæntingu og óhætt er að segja að Eyfirðingar hafi beðið með tilhlökkun eftir því að sjá endurminningabækur Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk og Bar- áttan um brauðið, á sviði Sam- komuhússins. Það var Böðvar Guðmundsson sem réðist í það vandasama verk að smíða leik- gerð sagnanna. Upphaflega stóð til að verk Böðvars yrði jóla- leikrit LA fyrir tveimur árum, ef ég man rétt, en núverandi leikhússtjóri. Sigurður Hróars- son, tók loks af skarið og Fátækt fólk er komið á svið með stuðn- ingi verkalýðshreyfingarinnar. Fátækt fólk er epískt leikverk, það segir sögu, eins og jarðvegur- inn bendir til. Við sjáum fyrst Tryggva Emilsson sem ungan smala og niðursetning á Drafla- stöðum í Sölvadal. Hann er tötr- um klæddur, svangur og óham- ingjusamur. Lausamaður (sögu- maður) huggar smalann unga og kippir honurn síðan út úr hinni eiginlegu atburðarás. Þeir standa til hliðar við sviðið og lausamað- urinn (Árni Tryggvason) segir smalanum (Ingvari Má Gísla- syni) frá æviskeiði Tryggva Emilssonar, sem þó er aldrei nefndur á nafn. aðeins auð- kenndur sem Smali l, Smali 2 og Verkamaðurinn, eftir því sem árin líða. Þannig er formið í stór- um dráttum. Lausamaöurinn seg- ir yngstu gerö Tryggva sögu þess síðarnefnda og myndir úr lífi hans birtast Ijóslifandi á sviöinu. Á unglingsárum er Tryggvi kominn í Öxnadalinn með föður sínum og ráðskonu, cn móðir hans dó af barnsförum er Tryggvi var að verða sex ára og systkinin dreiföust víða. Tryggvi lýsir upp- vaxtarárum sínum, harðindum og hörmungum af mikilli snilld í bókinni Fátækt fólk, en í leikrit- inu er að sjálfsögðu aðeins stikl- að á stóru. Þessar stuttu mann- lífsmyndir veröa þó býsna áhrifa- ríkar á sviðinu, ekki síst með hjálp haganlegrar leikmyndar og viðeigandi áhrifshljóöa. Maöur gæti sem best trúað því að fólkið á sviðinu væri hungrað og skjálf- andi af kulda. Fyrstu atriði leikritsins taka mið af bókinni Fátækt fólk en önnur bókin, Baráttan um brauð- ið, er fyrirferðarmeiri. Tryggvi kvænist og þau hjónin eignast börn. Fjölskyldan býr á nokkrum stöðum í Skagafirði og Eyjafirði, þau flytja í Glæsibæjarhreppinn og síðan til Akureyrar, en barátt- an um brauðið heldur áfram þótt kotbúskapur sé að baki. Stéttar- vitund Tryggva vex og verkalýðs- málin eiga brátt hug hans allan, en berklarnir höfðu ieikið hann grátt. Kreppan skellur á og kjör alþýðunnar fara hríðversnandi. Nú er ekki barist við óblíð nátt- úruöfl heldur auðvaldssinna og ranglæti. Það er bæði áhrifaríkt og lær- dómsríkt að fylgjast með upp- hafsárum verkalýðsbaráttu á Akureyri. Við fylgjumst með Krossanesdeilunni, Novuslagn- um og kröfugöngu l. maí. Við sjáum gegndarlausa vinnuþrælk- un, skilningsleysi og spillingu yfirmanna og bæjarstjórnar og fyllumst samúð mcð verkafólk- inu. Reiði þess er réttlát og sigur- inn kærkominn. í þessum hluta verksins eru mörg afar fjölmenn atriði, vel útfærð og alltrúverðug. Menn trúðu á kommúnismann á þessum árum, upp úr 1930, og sú spurning kann að vakna hvort Fátækt fólk sé ekki aðeins of seint á ferðinni, nú þegar kommúnismi Austur-Evrópu er hruninn. Það væri mikil blekking að svara slíkri spurningu játandi Verkamenn ræða málin og leiðtogi þeirra (t.v.) hvetur til aðgerða. Frá vinstri: Jón Stefán Kristjánsson, Árni Valur Viggósson, Friðþjófur í. Sigurðsson, Hlynur Hallsson og Sigurþór Albert Heiinisson (Tryggvi Gmilsson). Myncl: kl Staöan í Yiáltteils. Kvöldstund með Pálma Gunnarssyni og gestum Aukasýning 18. apríl (Síðasta vetrardag) c > ^Sýningar 21.. og 28. apríl < % irður og dansleikur ir í símá 96-22770 'a^völdye 19.30 3500 því barátta alþýðunnar fyrir frelsi og gegn kúgun og göfugar hug- sjónir Marx og félaga eiga ekkcrt skylt við útfærslu kommúnismans í Austur-Evrópu þar sem einræði og ánauð tóku völdin. Þar voru hörmuleg mistök gerð en krafan um bætl kjör, réttlátari skiptingu auðsins og mannsæmandi líf cr enn í dag hávær í vestrænum heirni kapítalismans. Fátækt fólk er, eins og lausamaðurinn segir undir lok verksins, „saga um bar- áttu sem engan enda tekur." Þetta er gott að hafa í huga og einnig það að ekki er lengri tími liðinn frá sögsviði verksins en svo að söguhetjan, Tryggvi Emils- son. er enn sprelllifandi og hann heiðraði frumsýningargesti með nærveru sinni. Það er dálítið erfitt að leggja dóm á leikgerð Böðvars með hliðsjón af frumsýningunni því hún var því miður ákaflega göll- uð og hefðu nokkrar æfingar til viðbótar fyrir sýninguna komið sér vel. Ég geri engum greiða með því að hengja tiltekna leikara fyrir það að muna ekki textann sinn, en svo rammt kvað að þessu aö pínlegt var að horfa á. Þetta smitaði út frá sér og fyrri hluti sýningarinnar var mjög brokkgengur svo ekki sé meira sagt. En sem betur fer slípaðist þetta stóra og flókna gangvirki og seinni hlutinn komst vel til skila. Leikgerö Böðvars einkennist af nafnleysinu. Persónur bera ekki nöfn. aðeins starfsheiti, en þeir sem lesiö háfa bækur Tryggva vita hverjir þarna eru á ferð. Ég tel þetta vel til fundið enda er lcikritið þjóðarsaga, ekki saga einstaklinga. Málefni og markmið cru sett ofar eigin hag og Böðvar gerir ekki neina hetju úr persónu Tryggva. Verkamað- urinn er þátttakandi í þessum þjóðfélagslegu hræringum, ekki miðdepill. Ég tel að Böðvar hafi sloppiö vel frá þessu vandasama verki. í minningabókum Tryggva er lítið um samtöl en Böðvar býr þau til og nær vel hugblæ og inn- taki. Á hinn bóginn saknaði ég húmorsins, sem löngum hefur veriö sterkasta höfundareinkenni Böövars. Þráinn Karlsson, leikstjóri, var Böðvari innan handar við loka- gerð handritsins og sjálfsagt hef- ur stefna hans í uppfærslunni ver- ið skýr frá upphafi. Hann hefur líka góða reynslu af því að setja upp verk Böðvars og það er Ijóst að Þráinn, Böðvar og Tryggvi eru skoðanabræður að mörgu lcyti og þegar þeir taka höndum saman verður útkoman beittur boðskap- ur, stundum dulinn en oftar berskjaldaður. Fátækt fólk er raunsætt og rammíslenskt verk, dálítið „gamaldags" og sveipað natúral- isma. Þannig sýnir leikmyndin okkurHraundrangaí Öxnadal og kindur jarma. Leikmynd Sigur- jóns er mikiö listaverk, smíðin haganleg og möguleikar sviösins nýttir til fullnustu. Hún hefur mikil áhrif á heildarsvipinn og trúverðugleika verksins. Lýsing, tónlist og áhrifshljóð komu líka vel út, svo og litla lúðrasveitirr. Mikill fjöldi leikenda tekur þátt í uppfærslunni og sannfær- andi þóttu mcr t.a.m. Ingvar Gíslason, Björn Karlsson, Sigur- þór Albert Heimisson, Árni Val- ur Viggósson, Jón Stefán Krist- jánsson, Hannes Örn Blandon og Kristján Pétur. Ingvar vakti sér- staka athygli fyrir stórleik í lilut- verki smalans unga. Mörgum kunnuglegum andlitum bregður fyrir og gaman er að sjá ýmsa góðborgara á sviöi, t.d. sýna Aðalsteinn Óskarsson og Jökull Guðmundsson ágæt tilþrif. Fátækt fólk er stórvirki á marg- an hátt og holl áminning, áhrifa- ríkur fróðleikur um upphaf bar- áttu sem ekki er lokið. Verkið mun eflaust vekja verðskuldaða athygli. Jarðvegurinn er frjór í Eyjafirði og meðal allra þeirra sem lesiö liafa endurminninga- bækur hugsjónamannsins Tryggva Emilssonar. en Fátækt fólk er líka sjálfstætt verk scm á fullt erindi til nútímamannsins. Stcfán Þór Sæmundsson mmmm Kvenfélagið Hlíf: Veislukaffi á Hótel KEA Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heldur sitt árlega veislukaffi á Hótel KEA á sumardaginn fyrsta. Auk glæsilegra veitinga má nefna happdrætti með góð- um vinningum, en allur ágóði af þessari skemmtun rennur til barnadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Sem kunnugt er hefur Kven- félagið Hlíf gefið barnadeild FSA flest þau tæki sem þar er að finna og félagið heldur ótrautt áfram við að safna fé til styrktar deild- inni. Veislukaffiö hefst kl. 13.00 á morgun, sumardaginn fyrsta, og er fólk hvatt til að mæta, gæða sér á veitingum og leggja góðu málefni lið. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.