Dagur - 18.04.1990, Page 8

Dagur - 18.04.1990, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 18. apríl 1990 i íþróttir r- Knattspyrna: Esso-mót KA1990 Dagana 5.-7. júlí nk. verður haldið 4. Esso-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. flokk með þátttöku a, b og hugsanlega c-liða. Um leið verður haldið innan- hússinót í „handí“ með útsláttarfyrir- komulagi. Esso-mótið verður að þessu sinni liður í Íþróttahátíð ISÍ sem haldin verður í sumar. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum/hvorum flokki í knattspyrnunni, en það ræðst af fjölda liða í c-flokki hvort veitt verða verðlaun fyrir þann flokk. Einnig verða veitt verðlaun fyrir sigur í bandímótinu Eins og sjá má veröur mótið haldið frá fimmtudegi til laugardags að þessu sinni og er það vegna úrslitaleiks í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu á Italíu, en hann verður sýndur beint í Sjónvarpinu sunnu- daginn 8. júlí. Pátttakendur þyrftu því að koma á miðvikudagskvöld því keppni mun hefjast á fimmtudagsmorgni. Pátttöku skal tilkynna fyrir 15. maí til Sveins Brynjólfssonar í hs. 96-25885, vs. 96-25606, Magnúsar Magnússonar í vs. 96- 22543, hs. 96-26260 eða Gunnars Kárason- ar í vs. 96-21866, hs. 96-22052. Undirbúnmgur 20. Lands- móts UMFÍ í Mum gangi 20. landsmót UMFÍ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 12.-15. júlí í sumar. Þetta verður tvímælalaust langstærsti íþróttaviðburður á íslandi í ár. Vernd- ari Landsmótsins að þessu sinni er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Það er UMSK sem heldur Landsmótið í samvinnu við Mosfellsbæ og verður ekkert til sparað til að gera mótið sem glæsilegast. Öll aðstaða til keppni í Mosfellsbæ er mjög góð og má þar m.a. nefna nýjan og glæsilegan íþróttavöll. Gert er ráð fyrir allt að 3000 keppendum á Landsmótinu sem er mikil aukning frá síðasta móti. Keppt verður í 73 greinum sent eru jafn margar greinar og keppendur voru á 4. Landsmótinu sem haldið var í Haukadal fyrir fimmtíu árum. Keppt verð- ur í nokkrunt nýjum greinum á mótinu, t.d. fimleikum kvenna, golfi og hesta- íþróttum. í apríl ntun fara fram forkeppni að skólahlaupi en þar geta um 800 nemendur í aldurshópunum 11-14 ára unn- ið sér rétt til að taka þátt í úrslitum þessa hlaups á Landsmótinu. Merki 20. Landsmótsins teiknaði Ragn- ar Lár og er það samansett úr Kistufelli sem gnæfir yfir Mosfellsbæ og að hluta til úr merki UMSK. Tákn mótsins er fugl sem Halldór Baldursson teiknaði. Dreift hefur verið 15000 endurskins- merkjum með boðskap um hvað heilbrigð- ur lífsstíll er í alla grunnskóla landsins. Límmiðum með tákni mótsins hefur verið dreift unt allt land. Hugmyndasamkeppni um nafn á táknið fór fram í öllum skólum landsins og verður niðurstaðan birt fljót- lega. Dansleikir verða haldnir í tengslum við Landsmótið og jafnvel rokkhátíð. Sýndur verður leikur í ruðningsfótbolta (amerísk- um fótbolta) en hann er stundaður af mikl- um krafti innan UMSK. Setningarhátíð mótsins verður föstudag- inn 13. júlí og verður þar mikið um dýrðir. Verið er að athuga með að hafa sérstaka spjótkastkeppni sent stæði á milli þriggja þekktra erlendra spjótkastara og þriggja íslenskra. _____ Skíðaganga: Akureyrarmót í sól og blíðu Akureyrarmótíð í skíðagöngu fór fram í Hlíðarfjalli á skírdag. 36 þátttakendur mættu til leiks og kepptu þeir í 10 flokkum. Gengið var með hefðbundinni aðferð í miklu blíðskaparveðri og tókst gang- an í alla staði vel. Helstu úrslit urðu þessi: Piltar 8 ára og yngri, 1,0 km: 1. Björn Harðarson, KA 6.35 2. Hannes Ardal, Þór 6.41 3. Geir Egilsson. KA 6.54 4. Finnbogi Jónasson, KA 8.11 5. Páll Ingvarsson, KA 8.25 Stúlkur 9-10 ára, 1,0 km: 1. Arna Pálsdóttir, KA 5.58 2. Kristín Haraldsdóttir, KA 6.10 Piltar 9-10 ára, 2,0 knt: 1. Helgi Jóhannesson, Þór 10.39 2. Baldur Ingvarsson, KA 11.16 3. Grétar Kristinsson, KA 11.22 4. Anton Þórarinsson, KA 12.13 5. Arnar Sigurðsson, KA 14.19 Stúlkur 11-12 ára, 2,0 km: I. Harpa Pálsdóttir. KA 12.35 2. Erna Jónasdóttir, KA 13.01 Piltar 11-12 ára, 2,5 km: 1. Stefán Kristinsson, KA 8.53 2. Gísli Harðarson, KA 9.19 3. Þóroddur Ingvarsson, KA 9.22 4. Sigurbjörn Gunnarss., KA 11.20 Konur, 5,0 km: 1. Sólveig H. Valgeirsd., KA 24.37 2. Stefanía Arnórsdóttir 31.00 Karlar 15-16 ára, 7,5 km: 1. Kristján Ólafsson, KA 24.32 2. Kári Jóhannesson, KA 25.27 3. Stcingrímur Þorgeirss., KA 26.49 Karlar 20-34 áraj 10,0 km: 1. Haukur Eiríksson, Þór 29.57 2. Rögnvaldur Ingþórsson, Þór 30.06 3. Ingþór Eiríksson. Þór 36.01 4. Jóhannes Kárason, KA 38.20 Karlar 35-45 ára, 10,0 km: 1. Ingþór Bjarnason, Þór 34.44 2. Sigurður Bjarklind. KA 36.07 3. Teitur Jónsson, TBA 39.23 4. Kristinn Eyjólfsson. KA 43.00 5. Jón Björnsson 46.17 Karlar 50 ára og eldri, 10,0 km: 1. Þorlákur Sigurðsson 40.13 2. Rúnar Sigmundsson, KA 41.55 Knattspyrna: •64 Gassi“ hættur sem aðstoðarmaður Kostics hjá Þór 55 Gunnar Gunnarsson er hættur sem aöstoðarmaður Luca Kostics, þjálfara 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu. Astæðan er persónulegur ágreiningur milli þeirra tveggja. Gunnar hafði einnig verið ráðinn þjálf- ari 2. Ilokks Þórs og eru ein- hverjar líkur á að hann haldi því áfram. „Það var ákveðinn ágreiningur á milli þeirra tveggja sem ekki var hægt að leysa á annan hátt. Þetta er leiðindamál sem aldrei hefði þurft að koma upp. Ágrein- ingurinn snérist ekki um hvernig ætti að gera hlutina heldur kom í ljós að þeir áttu ekki nægilega vel saman," sagði Benedikt Guð- mundsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar Þórs. Andrésar Andar leikamir settir í dag Andrésar Andar lcikarnir verða settir á Akureyri í dag. Hér er um að ræða lang stærsta skíöamót sem fram fer á Islandi en þátttakendur nú verða um 742 talsins og koma þeir frá 14 stöðum á landinu. Dagskráin í dag hefst með far- arstjórafundi t' Lundarskóla kl. 18. Kl. 20.30 leggur skrúðganga af stað frá Lundarskóla og verður gengið niður í íþróttahöll. Er áætlað að hún komi þangað kl. 20.55. Kl. 21.00 verður andakt í umsjá séra Péturs Þórarinssonar og Jón Arnjsórsson, fulltrúi Skipadeildar SIS flytur ávarp. Þá mun Jensína Magnúsdóttir setja mótið. Kl. 21.30 verður kveiktur mótseldur og setningarathöfninni lýkur svo með flugeldasýningu kl. 21.45. Þetta cr í 15. sinn sem Andrés- ar Andar leikarnir fara fram á Akureyri en þeir urðu fyrst að veruleika árið 1976 eftir að Leif- ur Tómasson hafði hreyft þessari hugntynd árið 1973. Þetta varð strax árviss viðburður og hafa leikarnir notið sívaxandi hylli alla tíð síðan. Að sögn Gísla Lórenzsonar, sem átt hefur sæti í framkvæmda- nefnd leikanna frá upphafi, er til- gangurinn með þeim tvíþættur. „I fyrsta lagi er þetta leikur fyrir börnin eins og nafnið bendir til. En við erum líka að búa til skíða- fólk framtíðarinnar. Það hefur líka sýnt sig í gegnum árin að þeir sem hafa staðið á verðlaunapalli á leikunum eru okkar besta skíðafólk í dag," sagði Gísli Lór- enzson. Dagskrá leikanna verður birt í blaðinu á ntorgun. Mvnd: Kl. Sólveig H. Valgeirsdóttir sigraði í 5 km göngu kvenna. Skíði: Kristinn og Guðrún best í tveggja brauta keppni kristinn Björnsson frá Ólafs- firði og Guðrún H. Kristjáns- dóttir frá Akureyri sigruðu í tveggjabrautakeppni Flugleiða sem fram fór í Hlíöarfjalli um helgina. Um helgina fór einnig fram Flugleiðatrimm á göngu- skíöuin, með og án tímatöku. Gengnar voru tvær vegalengd- ir og varð Haukur Eiríksson frá Akureyri sigurvegari í 10 km göngunni og Þóroddur Ingv- arsson, einnig frá Akureyri, sigraði í 5 km göngu. Tveggjabrautakeppni Konur: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A 2. María Magnúsdóttir, A 3. Hjördís Þórhallsdóttir A Karlar: 1. Kristinn Björnsson, Ó 2. Vilhclm Þorsteinsson, A 3. Jóhannes Baldursson, A Flugleiðatrimm 10 kin: 1. Haukur Eiríksson, A 2. Sigurður Aðalsteinsson, A 3. Árni Antonsson, A 5 kni: 1. Þóroddur Ingvarsson, A 2. Helgi Jóhannesson, A 3. Baldur Ingvarsson, A Á SKÍÐI MEÐ Kristinn Björnsson og Vilhelm Þorsteinsson kepptu til úrslita í tveggja brauta keppninni. Hér sést hvar Vilhelm, t.h., fer meö andlitið í stöngina og tapar á því tíma. Mynd: kl

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.