Dagur - 24.04.1990, Side 9
Þriðjudagur 24. apríl 1990 - DAGUR - 9
Mviul: Kl.
Börkur Þórðarson sigraöi í stökki drengja 11 ára og yngri.
„Mér hefur bara
gengið vel“
- segir Albert Arason frá Ólafsfirði
„Mér hcfur bara gengið vel á
þessum ieikunt. Eg keppti líka
í fyrradag og vann þá,“ sagði
Albert Arason frá Olafsfirði
eftir að hafa sigrað í 2,5 km
göngu 11-12 ára drengja á
laugardaginn eftir harða
keppni við Hafliða H. Hafliða-
son frá Siglutlrði.
„Ég er búinn að æfa og keppa á
„Átti ekki
von á
*
sign
- segir Guðbjörg
Friðriksdóttir
„Þetta er í þriðja sinn sem ég
keppi á Andrésar leikunum.
Það hefur gengið ágætlega, ég
lenti í 2. sæti í fyrra og 3. sæti
í göngunni með hefðbundnu
aðferðinni í gær,“ sagði Guð-
björg Friðriksdóttir frá Siglu-
firði, en hún lenti í 1.-2. sæti í
2. km göngu 11-12 ára stúlkna
með frjálsri aðferð á laugar-
daginn.
„Petta var mjög erfið keppni
og ég tók mikið á. Ég átti alls
ekki von á sigri," sagði Guð-
björg. Hún hefur æft göngu í 3 ár
og tekið þátt í Andrésar Andar
leikunum í öll skiptin. Hún var í
hópi 64 keppenda sem komu á
leikana frá Siglufirði. „Petta er
búið að vera æðislega skemmti-
legt mót," sagði Guðbjörg Frið-
riksdóttir að lokum.
Mvnd: KL
gönguskíðum í 6-7 ár. Ég held aö
þetta sé í 6. skiptiö sem ég keppi
á Andrésar Andar leikunum og
það hefur alltaf gengið vel."
Albert sagði að mótið hcfði
verið mjög skemmtilegt og að-
staðan í Hlíðarfjalli til skíða-
göngu væri góð. „Hún er betri en
heima, þetta er allt miklu stærra
hérna," sagði Albert Arason.
Mynd: Kl.
Veðurguðimir réðu ríkjum
á skíðalandsmótinu
- norrænni tvíkeppni frestað og fer hún fram í Ólafsfirði
Skíðalandsmót íslands fór
fram í Reykjavík um helgina.
E.t.v. er réttara að segja að
niótið hafi átt að fara fram því
veðrið setti heldur betur strik í
reikninginn. Sleppa varð allri
keppni tvo daga, föstudag og
laugardag, og varð það til þess
að fella varð niður keppni í
samhliðasvigi karla og kvenna
og keppni í norrænni tvíkeppni
var frestað um óákveðinn tínia
en htin mun fara fram á Olafs-
firði. Öðrum liðum tókst með
harmkvælum að Ijúka, ýmist á
sunnudeginum eða mánudeg-
inum að undanskilinni göngu
kvenna sem varð að atlýsa
vegna ónógrar þátttöku.
Veður var með afbrigðum
leiðinlegt allan tímann ef fimmtu-
dagurinn er undanskilinn. Þarvið
bættist aö færi var leiðinlegt allan
tímann og því ekki aö undra þótt
mótið komi ekki til með að lifa í
minningunni sem vel heppnaö.
A sunnudaginn var keppt í
svigi karla og kvenna, 15 km
göngu karla og 10 km göngu
pilta. Örnólfur Valdimarsson frá
Reykjavík og Ásta Halldórsdótt-
ir frá ísafirði urðu hlutskörpust í
sviginu, Sigurgcir Svavarsson í
göngu karla og Gísli Valsson frá
Siglufirði í göngu pilta.
Á mánudeginum lauk síðan
mótinu nteð 3x10 km göngu karla
og sigraði þar A-sveit Akureyrar
eftir gríðarlega spennandi keppni
viö A-svcit Ólafsfiröinga. Sig-
urgeir Svavarsson gekk síðasta
hlutann fyrir Ólafsfjörð og haföi
hann 45 sekúndna forskot á
I Iauk Eiríksson sem lauk keppn-
inni fyrir Akureyri. Haukur náði
með frábærum spretti aö tryggja
Akureyringum sigur og kom
hann 15 sckúndum á undan Sig-
urgeiri í mark.
Úrslit á sunnudag og mánudag
uröu þessi:
Svig karla
1. Ornólfur Valdimarsson, R
1:42.62
2. Valdimar Valdemarsson, A 1:43.62
3. Haukur Arnórsson, R 1:43.91
4. Arnþór l>. Gunnarsson, í 1:44.74
5. Vilhelm Þorsteinsson, A 1:44.76
„Þetta er alltaf
jafn skemmtilegt“
- segir Jóhann Þórhallsson frá Akureyri
„Ég veit það ekki. Jú, alveg
eins,“ sagði Jóhann Þórhalls-
son frá Akureyri, aðspurður
hvort hann hefði átt von á sigr-
uni á leikunum. Hann var þá
rétt búinn að sigra í svigi 9 ára
eftir æsispennandi keppni við
Brynjar Þór Bragason frá
Reykjavík sem hafði besta tím-
ann eftir fyrri ferð. Jóhann
sigraði einnig í stórsvigi og
stökki með núklum yfirburð-
um.
Jóhann hefur verið mjög sigur-
sæll allt frá því hann byrjaði að
æfa skíði og sagðist halda aö
hann hefði unnið til verölauna á
öllum mótum sem hann hefði
tekið þátt í. Hann hefur tekið
þátt í nokkrum Andrésar Andar
leikum og unnið annað hvort
svigið eða stórsvigið í öll skiptin
og í fyrra vann hann báðar grein-
. ar.
„Ég hef æft skíði á fullu í 4 ár.
Ég æfi þrisvar í viku og fcr á
hverjum degi á skíði. Þctta er
alltaf jafn skemmtilegt og ég held
örugglega áfram," sagöi Jóhann
Þórhallsson.
Svig kvenna
1. Asta Halldórsdóttir. í 1:44.(I5
2. Guðriin H. Kristjánsd., A 1:47.15
3. María Magnúsdóttir. A 1:49.61
4. Þórdís Hjörleifsdóttir. R 1:54.16
5. Þórunn Pálsdóttir. í 1:54.97
15 kni ganga karla, H
1. Siguraeir Svavarsson. Ó 59.45
2. Haukur Eiríksson. A I:(I0.47
3. Rógnvaldur Ingþórsson. A 1:01.15
4. Ólafur Björnsson. O 1:04.15
5. Sigurður Aðalsteinsson. A 1:06.55
10 kin ganga pilta, H
I. Gísli Valsson. S
43.06
2. Sigurður Sverrisson. S 43.17
3. Kristján Ó. Ólafsson. A 43.18
4. Krisján Hauksson. Ó 43.23
5. Guömundur Óskarsson. Ó 43.49
3x15 km boðganga karla
1. A-sveit Akureyrar 1:47.14
(Rögnvaldur lngþórsson. Kristján
Ó. Ólafsson, Haukur Eiríksson)
2. A-sveit Ólafsfjarðar 1:47.34
(Sigurgeir Svavarsson. Kristján
Hauksson. Ólafur Björnsson)
3. Sveit Siglufjarðar 1:56.56
(Sigurður Sverrisson. Ólafur
Valsson. Gísli Valsson).
HB/JHB
„Ég ætlaði mér
sigur í sviginu“
- segir Guðrún H. Kristjánsdóttir
„Mér tókst að mestu það sem
ég ætlaði mér. Ég var öhcppin
í sviginu, datt í fyrri fcrðinni en
hélt samt áfrain. Því var ekki
iim annað að ræða en keyra
síðari ferðina af öryggi og það
gekk upp,“ sagði Guðrún H.
Kristjánsdottir frá Akureyri.
Hún var Islandsmeistari í stór-
svigi, önntir í svigi og bikar-
meistari mn hclgina.
„Ég ætlaði mér sigur í sviginu
en þuð tóksl ekki. E:g er samt
nokkiiö ánægð með áiangurinn.
Æfingar síðustu tveggja ára eru
að skila sér en það er spurnmg
með framhítldið. Ég er ekki viss
tim að ég hitldi áfram af sama
krafti."
Gtiðrún sagði að veðrið hefði
sett leiðinlegiin svip ;í mótið.
„Það er náttúrlega komið fram í
apríl og það sást á færinu. Þaö
var frekar leiðinlegt. blautt og
þungt," sitgði Guðrún H. Krist-
jánsdóttir. HB/JHB
Mvml: 11»
Muul: HH
Mynd: JHB
„Sleppi ekki hendi
af bikarnum“
- segir Valdimar Valdimarsson
„Ég stefndi að því að vinna
stórsvigið og komast á pall í
sviginu auk þess sem ég ætlaði
mér sigur í bikarkeppninni.
Þetta gekk eftir og því er ég
ánægður. Ég ákvað að taka
ekki áhættu í sviginu og kcyra
þetta frekar af öryggi,“ sagði
Valdimar Valdimarsson frá
Akureyri en Valdimar varð um
helgina íslandsmeistari í stór-
svigi karla, bikarmeistari í
alpagreinum og í öðru sæti í
svigi karla.
„Ég ætla ekkert aö gefa eftir og
stefni að því að vinna þrefalt og
jafnvel fjórfalt á næsta ári. Ég
ætla ekki íiö sleppa hendinni af
bikarnum. Framkvæmdin á mót-
inu var sæmileg en það er varla
hægt að segja meira um hana.
Aðstaðan er þokkaleg en engan
veginn sambærileg miðað við þaö
sem maður þekkir að norðan."
Aðspuröur um hverju hann
þakkaði þennan árangur nefndi
Valdimar góðan þjálfara, for-
eldra sína og síðast en ekki síst
sjálfan sig. „Maður verður að
treysta á sjálfan sig. annars nær
maður aldrei árangri," sagði
Valdimar Valdintarsson.
HB/JHB