Dagur


Dagur - 24.04.1990, Qupperneq 15

Dagur - 24.04.1990, Qupperneq 15
Þriðjudagur 24. apríl 1990 - DAGUR - 15 myndasögur dags ÁRLAND ANDRES ÖND Á meöan Linda fundar meö Palagi, röltir Matty um sirkuslóðina... r Þú virðist ein- # Ófriður í auglýsingum íslendingar státa sig af því að hér á landi sé tiltölulega friðsælt og við séum bless- unarlega iausir við allt hern- aðarbrölt. Þetta er rétt svo langt sem það nær en gildir ekki þegar auglýsingamark- aðurinn er annars vegar. Þar standa samkeppnisaðil- ar í stöðugu stríði hver á annars kostnað. Meðal þeirra fyrstu sem beittu þessari sérstöku baráttu- aðferð voru Sjónvarpið og Stöð 2. Stöð 2 auglýsti fimmtudagsdagskrá sína og Sjónvarpsins hlið við hlið meðan Sjónvarpið var ekki með útsendingar á fimmtu- dögum. Sjónvarpið svaraði fyrir sig með því að auglýsa „óbrenglaða mynd af tilver- unni“ og smíða slagorðið: „Sjónvarpið - ekkert rugl!“ # Kalt stríð Ísframleiðendurnír, Kjörís og Emmess, beita sömu aðferð þegar þeir )}essa dagana berjast um hylli ísunnenda. Framleiðendur Kjöriss hófu kalda stríðið með þvi að auglýsa að dýrafitan (smjörið/rjóminn) í Emmess-ísnum væri óæski- leg fyrir vaxtarlagið og nefndu því til stuðnings að af neyslu hennar hafi íslendingar hlotið auknefn- ið mörlandar. Engin dýrafita sé hins vegar í ísnum frá Kjörís, heldur einungis jurtafita. Framleiðendur, Emmess-íssins voru fljótir að svara fyrir sig með því að birta myndir af tveimur bílum, Austin mini og Rolls Royce, og spyrja hvorn bíl- inn neytandinn myndi velja, byðust þeir á sama verði. í auglýsingunni er gefið í skyn að „ísinn með íburðin- um“, þ.e. Emmess-ísinn sé sambærilegur við Rollsinn á meðan Kjörísinn sé eins og Austin mini. Þó sé verðlagið svipað... # Mælirinn fullur Þegar hér var komið sögu þótti forráðamönnum Kjör- iss mælirinn fullur og kærðu Emmess fyrir að brjóta lög um eðlilega og sanngjarna viðskiptahætti. Þessari nýju stefnu, sem hið kalda stríð ísframleiðend- anna hefur tekið, má einna helst líkja við það þegar þjóð í „alvöru“ stríði klagar andstæöinginn fyrir að brjóta mannréttindasátt- mála Sameinuöu þjóðanna og beita ólögmætum meðöl- um í hernaðaraðgerðum sínum. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa stríðs á næstu dög- um og vikum, enda hafa erj- urnar þann augljósa kost að þær eru ekki mannskæðar heldur miklu fremur til þess fallnar að skemmta mör- landanum... dagskrá fjölmiðla h Sjónvarpið Þridjudagur 24. apríl 17.50 Geddan. (Gáddan) Finnsk barnamynd. - 18.05 Veturseta á Svalbarda. (Fra polarnatt til midnattsol) Norsk barnamynd um fjölskyldu sem dvelst á skútu við Svalbarða. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (92). 19.20 Barði Hamar. 19.50 Teiknimynd um félagana Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Söngvakeppni sjónvarpstöðva Evr- ópu 1990. Kynning á lögum frá Tyrklandi, Hollandi, Luxembúrg og Bretlandi. (Evróvision). 20.50 Lýðræði i ýmsum löndum (4). (Struggle for Democracy). Harðstjórn meirihlutans. Kanadisk þáttaröð i 10 þáttum. Meðal efnis: Fjallað er um ástandið i ír- landi og fylgst með frumbyggjum Ástral- iu. 21.50 Skuggsjá. Kvikmyndaþáttur i umsjá Hilmars Odds- sonar. 22.05 Með I.R.A á hælunum. (Final Run). Fyrsti þáttur af fjórum. Breskur sakamálamyndaflokkur. Bankamaður situr inni fyrir tölvusvik. Við nánari yfirheyrsjur kemur i ljós að hann er i raun stórlax og mikilvægur upplýsinga- miðill fyrir lögregluna. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Útskúfaö úr sælurikinu. Fréttalið Sjónvarpsins var nýlega á ferð i Rúmeníu. Þessi þáttur er afrakstur þeirr- ar ferðar Meginviðfangsefni hans er mannfjölgunarstefnn Ceauséscus og skelfilegar afleiðingar hennar. Unisjón: Árni Svævarr. Endursýning frá 5. april 1990. 23.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 24. april 15.20 Harður heimur. (Medium Cool.) Myndin gerist á siðari hluta sjöunda ára- tugarins og fjallar um tvo félaga sem starfa sem fréttamenn. Aðalhlutverk: Robert Forster, Verna Bloom, Peter Bonerz og Marianna Hill. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Einherjinn. (Lone Ranger.) 18.15 Dýralif í Afriku. (Animals of Africa.) 18.40 Bylmingur. 19.19 19:19. 20.30 A la Carte. Að þessu sinni matreiðir meistarakokkur- inn okkar, hann Skúli Hansen, saltfisk- ragú i karrýsósu i forrétt og innbakaðan lax með fersku melónusalati i aðalrétt. 21.05 Vid erum sjö. (We Are Seven.) Lokaþáttur. 22.00 Hunter. 22.50 Tiska. (Videofashion.) 23.20 Dagur sjakalans. (The Day of tfae Jackal.) Mögnuð spen íumynd. Harðsvíraður náungi, sem starfar undir dulnefninu Jc ckal, er fenginn til þess að ráða De Gaul e hershöfðingja áf dögum. Hann er talinn einn sá besti á sinu sviði, þ.e. hann drepur fynr peninga og undir- býr áform sin af mikilli nákvæmni Frönsk yfirvöld eiga því erfitt með að rekja spor hans. Aðalhlutverk: Edward Fox, Michel Lons- dale, Alan Badel, Eric Porter og Cyril Cusack. Stranglega bönnuð börnum. 01.35 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 24. april 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsáriö. - Baldur Már Arngrímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatiminn: „Krakkarnir við Laugaveginn" eftir Ingibjörgu Þorbergs. Höfundur les (7). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Forsjárdeilur. Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri) 13.30 Miödegissagan: „Spaðadrottning" eftir Helle Stangerup. Sverrir Hólmarsson les eigin þýðingu (15). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við Hauk Heiðar Ingólfsson lækni, sem velur eftir- lætislögin sín. (Einmg útvarpað aðfaranótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 „Rímur i neonljósum**. Umsjón: Friðrik Rafnsson. (Endurtekinn frá fimmtudagskvöldi). 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Kodály og Sibe- lius. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Tónskáldatimi. 21.00 Tilraunafélagið. Umsjón: Þórannn Eyfjörð. (Endurtekinn þáttur úr þáttaröðinni „í dagsins önn" frá 22. mars). 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða" eftir Karl Bjarnhof. Arnhildur Jónsdóttir les (18). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Kristin" eftir Kaj Nissen. Edda Heiðrún Backmann leikur. (Einmg útvarpaö nk. fimmtudag kl.15.03). 23.15 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 24. april 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Molar og mannlifsskot i bland við góða tónlist. Þarfaþingiö kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gtinnars- dóttir og Sigurður Þór Salvarsson - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmal dagsins á sjötta timanuin. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu, simi 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriöur Arnardóttir. 20.30 Gullskifan. Að þessu sinni „The Good son" með Nick Cave. 21.00 Rokk og nýbylgja. 22.07 „Blitt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn til Einars Kárasonar i kvöldspjall. 00.10 í háttinn. Ólafur Þórðarson leikur miðnæturlög. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Áfram ísland. 02.00 Fréttir. 02.05 Miðdegislögun. 03.00 „Blitt og létt..." 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri, færö og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur. 06.00 Fréttir af veöri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Norrænir tónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 24. april 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 24. april 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur heim úr vinnunni með ljúfri tónlist. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.