Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. apríl 1990 Námstefna barnahjúkrunarfræðinga á Akureyri: Heilbrigðisþjónusta bama - forgangsverkefhi eða ekki? Dagana 23.-25. mars sl. var haldin námstefna á Akureyri, ætluð barnahjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðingum sem vinna með börn. Nám- stefnuna sóttu um 20 hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítala Hringsins, Barna- og unglingageð- deild Landspítalans við Dalbraut, Barnadeild Landakotsspítala, Barnadeild FSA, Kópavogs- hæli, Heilsugæslustöðinni á Akureyri og Heima- hlynningu barna í Reykjavík. Dagskrá námstefnunnar var fjölþætt. Byrjað var á að heim- sækja Vistheimilið Sólborg og kynnti Sigrún Sveinbjörnsdóttir forstöðumaður starfsemina þar. Þá var farið á Heilsugæslustöðina á Akureyri, hún skoðuð og starfsemin þar kynnt af Konny Kristjánsdóttur hjúkrunarfor- stjóra. Starfsemi ungbarnaeftir- lits kynnti Guðfinna Nývarðs- dóttir hjúkrunarfræðingur og loks fjallaði Jóna Fjalldal um könnun sem gerð var á brjósta- gjöf barna fædd árið 1985. Barnadeild FSA í bráðabirgðahúsnæði Laugardaginn 24. mars var Barnadeild FSA skoðuð og rakin saga hennar frá árinu 1961. Það voru Baldur Jónsson yfirlæknir og Valgeröur Valgarðsdóttir deildarstjóri sem það gerðu. Fyrstu árin var deildin rckin í samvinnu við B-deild, hafði þrjú herbergi til afnota, en varð sjáíf- stæð deild 1976 með rúm áætluð fyrir 10 börn á aldrinum 0-14 ára. Á Barnadeild FSA eru börn hvorki flokkuð eftir aldri, kyni né sjúkdómsflokkum og eru öll börn lögð þangað inn. Arið 1976 var áætlað að deildin yrði til bráða- birgða í því húsnæði sem nú er nýtt sem barnadeild við afar erfið skilyrði, að mati starfsfólks. I máli þeirra Baldurs og Val- gerðar kom fram að fjöldi sjúkl- inga sem leggjast inn á Barna- deild FSA á ári er um 700. Nýtingin hefur verið mjög góð og Ganila leikherbergið. Þar hafa niörg börn leikið sér gegnuni árin Myndir: KL hefur fjöldi sjúklinga farið í allt að 18 börn á dag. Flestir sjúkling- ar koma frá Akureyri og næsta nágrenni, en auk þess koma þeir úr Húnavatns-, Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum. Þá kom sömuleiðis fram að mikil breyting hefur orðið á viðveru foreldra en nú er þeim heimilt að dvelja hjá barni sínu allan sólar- hringinn eftir þörfum. Ómetanlegur stuðningur kvenfelagsins Hlífar Mjög brýnt þykir að fá bætta aðstöðu fyrir börnin og foreldra þeirra, en þá þykir öllu vinnu- aðstaða sömuleiðis mjög léleg svo sem varðandi hreinlætisað- stöðu og einangrun. Gjörgæsla ungbarna er á Barnadeild FSA, hún er í mjög litlu húsnæði en tækjakostur er allur fullkominn. Því má aðallega þakka kvenfé- laginu Hlíf, sem gefið hefur deildinni mestan útbúnað allt frá árinu 1973. Þá hefur minningar- sjóður Hlífar líka gefið góðar gjafir og ekki má gleyma „hluta- veltubörnunum" því þó framlag hvers og eins sé oft ekki stórt, safnast þegar saman kemur og það þarf ekki stórar upphæðir til að fjárfesta í ýmsum leikföngum á barnadeild. Flestir eru sammála um að ný barnadeild á FSA er orðin mjög brýn. Deildin er of lítil sem m.a. veldur því að ekki er hægt að ein- angra sjúklinga nægilega vel þeg- ar það á við. Þá vantar bæði bað og snyrtingar, en ein snyrting er á deildinni sem bæði er fyrir starfsfólk, sjúklinga og aðstand- endur. Þá er aðstöðu fyrir starfs- Foreldrar hlúa aö barni sínu á vökustofu. Hjúkrun bama - Valgerður Valgarðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Barnadeild FSA Hvað er hjúkrun? Er einhver munur á hjúkrun fullorðinna og hjúkrun barna? Valgerður Val- garðsdóttir hjúkrunarfræðingur er deildarstjóri á Barnadeild FSA og hefur hún svarað ofangreind- um spurningum á eftirfarandi hátt. „Fyrir 25 árum var spurning- unni hvað er hjúkrun svarað svo í tímariti HFÍ: - Maðurinn allur, líkami hans og sálarlíf er vettvangur hjúkrun- arstarfsins. - Hjúkrunarstarfið er fólgið í starfi handar og sálar. - Starfið krefst þess að mann- gildið sé virt. - Það virðir rétt mannsins til þess að hafa eigin lífsskoðun sem getur gefið lífi hans tilgang og takmark. - Það viðurkennir einnig rétt hins sjúka á fullkominni um- hyggju, bæði líkamlegri og andlegri. - Hjúkrunarstarfið gerir þær kröfur að á sérhvern sjúkling sé litið sem meðbróður, sem þarfnast samúðar og nærgætni. - Það hefur heilsuvernd á sínum vegum sem og fræðslu í heil- brigðisháttum. - Hjúkrun er læknandi máttur. Þeir sem hjúkra, hafa með framkomu sinni gangvart sjúklingum og kunnáttu í starl'i, bein áhrif á bataveg sjúklingsins. Svo mörg voru þau orð sem ég tel enn í fullu gildi þrátt fyrir aldarfjórðung. En hvert er þá hlutverk hjúkrunarfræðings á barnadeild árið 1990. Börnin á barnadeild FSA eru frá 0-14 ára gömul. Þar eru þau ekki flokkuð eftir aldri, þroska, sjúkdómum eða öðru - þar eru jafnt 700 gramma fyrirburar, sem og unglingar með félagsleg vandamál. Þar eru börn sem fara í aðgerðir á stofu með börnum með asthma, krampa, þvagfæra- sýkingu svo eitthvað sé nefnt - þar er ekki kynskipting. Þess má geta að þetta er eina barnadeild landsins sem spannar öll svið hjúkrunar - auk þess eina barnadeiíd landsbyggðarinnar, svo svæðið er stórt og margir fjarri heimilum sínum. Þar sem starfssviðið er svo breytt gefur það auga leið að hjúkrunarfræð- ingurinn þarf að kunna skil á þörfum hvers einstaklings, miðað við aldur, greind og þroska, hann þarf einnig góða kunnáttu til mannlegra samskipta, samtals- tækni og kennsluþátta. Hjúkrunarfræðingur þarf að vera vel að sér faglega, þekkja flest svið hjúkrunar og tel ég það vera ástæðu þess hve hjúkrun barna er áhugavert, skemmtilegt, gefandi en jafnframt krefjandf starf. Mikill tími hjúkrunar á barna-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.