Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. apríl 1990 - DAGUR - 3 Litli og stóri í samstuði Einn af vorboðunum á Akureyri er ötull götusópari, sem keppist þessa dagana viö að sópa breiðstræti bæjarins. Hann getur lent í umferðaróhöppuin eins og önnur ökutæki og það henti einmitt á niótum Gránufélagsgötu og Gler- árgötu í gær. Betur fór þó en á horfðist og skcmmdir urðu óv ulegar á bílunum. Mynd: Kl Leiklist: Leikararmðlun komið á fót Fclag íslenskra leikara hefur koniið á fót leikaraniiölun. sem er ný þjónusta hér á landi. I höfuðstóðvuni félagsins að Lindargötu 6 í Reyk javík hefur verið koinið upp skrá sem geymir nöfn félaga í Félagi íslenskra lcikara og Félagi leik- stjóra á íslandi. Þeir sem eru á skrá leikara- miðlunarinnar eru tilbúnir til að vinna tímabundið eöa í lengri tíma að ákveðnu verkefni. Þetta er gert til að auðvelda bæði þeim sem leita þessara starfskrafta og Ifélgum FÍL og FLÍ að nýta tím- ann sem best. „I félögunum eru leikarar, leikstjórar, leikmyndateiknarar, dansarar og söngvarar. Fólk sem hefur margvíslega reynslu og menntun að baki. Ef þig vantar t.d. upplestur, skemmtidagskrá. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins: Bágborið atvinnuástand á Norðurlandi - atvinnuleysi á Húsavík meira en í mun fjölmennari kaupstöðum Atvinnuástandið á landinu í marsmánuði síðastliðnum var svipað og í febrúar þcgar á heildina er litið. Samtals voru skráðir rúmlega 62 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í marsmánuði og var skipt- ing milli kynja sem næst jöfn. Þetta jafngildir því að 2.900 manns hafí að ineðaltali verið á atvinnuleysisskrá sem svarar til 2.3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Meðaltal marsmánaðar sl. fímni ár nem- ur hins vegar 1,1% af mann- afla. Atvinnuleysi er sein fyrr mest á Norðurlandi. Á Norðurlandi vestra mældist það 4,5% í mars, 4,3% á Norðurlandi vestra og 3,8% á Austurlandi. Á Norður- landi vestra voru 237 atvinnu- Hvammstangi: Áburðarverksmiðjaii í V-Húnavatnssýslu? - „vel staðsett hér,“ segir Þórður Skúlason Hvammstangabúar hafa sýnt því mikinn áhuga að fá Áburð- arverksmiöju ríkisins í Vestur- Húnavatnssýslu ef af flutningi hennar verður. Stjórn átaks- verkefnis í atvinnumálum í V- Húnavatnssýslu kom saman í gær til að ræða máliö. Að sögn Þórðar Skúlasonar sveitar- stjóra á Hvannnstanga mælir margt með því að verksmiðjan verði staðsett í V-Húnavatns- sýslu. Háskólinn á Akureyri: Fundur um gæðastjórnim Gæðastjórnunarfélag Norður- lands, sem stofnað var skömmu fyrir síðustu áramót, boðar til fundar undir yfír- skriftinni „Á leiðinni heim“, í dag, miðvikudaginn 25. maí. Fundurinn verður haldinn í stofu 16 í Háskólanum á Akur- eyri og hefst kl. 17.15. Allir sem láta sig gæðamál einhverju skipta eru hvattir til að mæta. Á fundinum verður félagið kynnt og hugað að framtíð þess. Einnig verða stutt erindi um gæðakostnað og hugtök í gæða- stjórnun. Að lokum verða um- ræður um hagnýtingu gæða- stjórnunar í fyrirtækjum, en áhugi er fyrir því að fyrirtæki geti samnýtt þekkingu á þessu sviði. SS „Hafnarskilyrði eru víða mjög góð hér t.d. í Miðfirði. Svæðið er utan jarðskjálfta- og eldvirkni- svæða. Samgöngur eru góðar til allra átta og það er skynsamlegt að verksmiðjan sé staðsett mið- svæðis á landinu," sagði Þórður. Með tilkomu Blönduvirkjunar væri mjög stutt að sækja rafmagn til verksmiðjunnar. Samdráttur í atvinnulífi og fólksflótti hefur verið vaxandi í Vestur-Húna- vatnssýslu undanfarin ár. Sam- starfshópur um elfingu atvinnu- lífs í V-Húnavatnssýslu telur að með staðsetningu Áburðarverk- smiðjunnar í sýslunni væri liugs- anlegt að snúa þróuninni við. „Allt bendir til þess að af flutn- ingi verksmiðjunnar verði. Við teljum að hún væri vel staðsett í Vestur-Húnavatnssýslu," sagði Þórður að lokum. kg lausir í mars á móti 258 í febrúar. Á Norðurlandi eystra uröu engar brcytingar milli mánaða, 539 atvinnulausir. Lítum þá á fjölda atvinnu- lausra i einstökum sveitarfélög- um á Norðurlandi. Svigatölur tákna febrúar: Sauðárkrókur 59 (74), Siglufjörður 52 (59), Blöndu- ós 32 (32), Skagaströnd 12 (17), Hofsós 16(14), Hvammstangi 14 (18) , Lýtingsstaðahreppur 21 (19) , Ólafsfjörður II (10), Dal- vík 28 (40), Akureyri 330 (311), Húsavík 137 (127), Kópasker 13 (6), Raufarhöfn 4 (11), Þórshöfn 4 (6) og Grýtubakkahreppur 9 (15). Atvinnuleysi á Akureyri og Llúsavík hlýtur að teljast sláandi. Til samanburðar má nefna að á Húsavík eru helmingi fleiri atvinnulausir en í Keflavík og 37 fleiri en í Hafnarfirði. Þar er líka töluverð aukning milli mánaða, svo og á Akureyri og Kópaskeri. Á Sauðárkróki, Dalvík og Rauf- arhöfn minnkar atvinnuleysi hins vegar milli mánaða. 1 yfirliti frá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að langtíma atvinnu- leysi fer vaxandi. Fjöldi atvinnu- leysisdaga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er nálcga sami og á öllu árinu 1988, auk þess sem at- vinnuleysistímabil einstaklinga virðist hafa lengst að undan- förnu. SS framsagnarkennslu, söngdag- skrá, dansatriði. leikstjórn, kennslu í leikrænni tjáningu, leikmynd, jólasveina, trúðaleik, kynni eða þul, þá er atvinnumiðl- un leikara reiðubúin til aðstoð- ar," segir í tilkynningu frá sam- starfshópi um leikaramiðlun. SS Sauðárkrókur: K.S. tryggir sér byggingarlóðir - fyrirhugað að reisa bifreiðaverkstæði Kaupfélag Skagfírðinga hefur verið úthlutað þremur lóðum við Borgarflöt Sauðárkróki. Kaupfélagið fyrirhugar bygg- ingu húsnæðis undir bifreiða- verkstæði, smurstöð og aðra tengda þjónustu. Nýlega kcypti KS á nauðungaruppoði húseign að Borgarflöt 27 og er fyrirhugað að þar verði raf- magnsverkstæði til húsa. Astæðan fyrir að Kaupfélagið er að tryggja sér þessar lóðir nú er að núverandi húsnæði þar sem bifreiðaþjónusta KS er til húsa verður rifið á næstu árum. í bæjarskipulagi er gert ráð fyr- ir að þar rísi íbúðarhúsnæði. Sauðárkróksbær hefur nú þegar keypt þær húseignir Kaupfélags- ins. Ekki verður þó ráðist í bygg- ingar á þeim lóðum sem KS hefur fengið úthlutað fyrr en aö nokkr- um árum liðnum. kg Gatnagerð í Giljahverfi: Verkval með lægsta tilboðið Tilboð í gatnagerð í 1. áfanga Giljahverfís á Akureyri voru opnuð á skrifstofu bæjarverk- fræðings í gær. Lægsta tilboðið kom frá Verkvali hf. Segja má að um tímamótaút- boð sé að ræða hjá Akureyrarbæ, því það er nýmæli að gatnagerð á vegum bæjarins sé boðin út. Hingað til hefur Akureyrarbær unnið slík verk með tækjum og starfsmönnum sfn um. Fjögur tilboð bárust. Möl og sandur hf. bauö í verkiö fyrir 22,4 milljónir króna, Ýtan hf. kr. 25 milljónir, Haildór Baldursson 24,9 milljónir og Verkval hf. 19,2 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 21,4 milljónir, vcrkinu á að skila um mánaða- mótin júní-júlí. EHB Óhappið í Áburðarverksmiðjunni í umijöllun ríkisstjórnar: Mikilvægt að viðhalda áburðar- framleiðslu í landinu „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að viðhalda áburðarfram- leiðslu í landinu með þeim störfum sem þar skapast og til- heyrandi verðmætasköpun, enda sé um þjóðhagslega hag- kvæma starfsemi að ræða. Sanitímis lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna til viðræðna við Ferðamannaiðnaðurinn: Nýtt íyrirtæki í Reykjavík Nýtt fyrirtæki í Reykjavík hef- ur hafíð störf í ferðamannaiðn- aðinum. Nafn fyrirtækisins er Napco og sér um leigu á íbúð- um til ferðamanna. Að sögn annars eiganda fyrir- tækisins, Sigurðar Magnússonar, er vörumerki fyrirtækisins Arn- fjörð. „Napco hefur 10-20 íbúðir til leigu í Reykjavík í nriðbæjar- kjarnanum. Leiguverð þeirra er svipað og leiga hótelherbergis. Símapantanir er hægt að gera í síma 996000, en það er grænt númer þ.e. sé hringt í númerið reiknast þaö sem innanbæjar væri," sagði Sigurður. Fyrirtækið sér einnig um pant- anir hótelherbergja og er albúið að veita landsbyggðarfólkinu skjóta og góða þjónustu. ój Reykjavíkurborg um franitíð verksmiðjunnar í Gufunesi, sbr. samþykkt borgarráðas frá 17. apríl s.l.“ Þetta er liluti ylirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem fjallaði á fundi sínum fyrir liclgi um óhappið sein varð í Áburðarverksmiðjunni um páskana. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ýtarlegri rannsókn á orsökum óhappsins sem varð á páskadag ljúki hið fyrsta. Ríkisstjórnin mun sjá til þess að lokið verði svo fljótt sem auðið er yfirstandandi öryggisgreiningu í verksmiðjunni og í beinu framhadli af því veröi gert heildaráhættumat með aðstoð viðurkenndra erlendra sérfræðinga. Þá verði einnig aflað upplýsinga um staðsetningu, öryggisbúnað og rekstur ammolníaksgreyma og sambæri- legra verksmiðja erlendis. Loks fólk ríkisstjórnin land- búnaðarráðherra og félagsmála- ráðherra að sjá til þess að rekstri verksmiðjuunnar þannig að fyllsta gætt. veröi hagað örygitis verði JÓH Protabú Rafns hf.: Norðlendingar sýna áhuga Ahugi útgerðarmanna á Norð- urlandi fyrir skipum Rafns hf. í Sandgerði er töluverður. Mjög mörg tilboð hafa liorist í eignir þrotabús Rafns hf. í Sand- gerði, að sögn Símonar Ólafsson- ar, bústjóra þrotabúsins. Aðspurður sagði Símon: „Nokkur tilboð hafa borist í skip félagsins af Norðurlandi, en að svo komnu máli er ekki hægt að birta nöfn þcirra. Margir óska nafnleyndar á þessu stigi málsins og eins erum við að fara yfir til- boðin. Þetta kemur allt í ljós fljótlega." ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.