Dagur - 27.04.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 27. apríl 1990
2. áfangi Giljahverfis:
Lóð undir raðhús
á þessu ári
Útlit er fyrir að í vor verði
hægt að úthluta lóð undir eitt
raðhús í 2. áfanga Giljahverf-
is á Akureyri.
Á funcii Skipulagsnefndar
Akureyrar 4. apríl er bókaö að
arkitektarnir Páll Tómasson og
Gísli Kristinsson hafi komið á
fundinn og kynnt frumdrög að
2. áfanga deiliskipulags Gilja-
hverfis.
Freyr Ófeigsson, formaður
skipulagsnefndar, sagði á síð-
asta bæjarstjörnarfundi aö hægt
yrði aö úthluta einni lclö undir
raðhús í hverfishluta þcssum,
án þess að til frekari gatnagerð
ar þyrfti að koma á þessu ári. í
Giljahverfi verður hægt að velja
milli lóða fyrir einnar og tveggja
hæða raðhúsaíbúðir, auk lóða
fyrir 15 til 20 einbýlishús. EHB
Húsavík:
Fiiran tilboð í
skólabyggingiraa
Fimm tilboð bárust í 1
áfanga viðbyggingar við
grunnskólann á Húsavík. Um
er að ræða jarðvinnu auk
uppsteypu á kjallarn og
hljóðaði kostnaðaráætlun
upp á 10.855.331 kr. Tilboðin
voru opnuð á þriðjudag, og
i’ékst heimild til að hirta þau
með fyrirvara, þar sem ekki
var lokið við að fara yfir þau í
gær.
Trésmiðjan Rein í Reykja
hverfi var meö lægsta tilboðið
10.514.183 kr. en Fjalar hf.
Húsavík bauö 10.590.055 kr.
Naustavör hf. og Eggcrt og Jón-
as buðu 11.437.966 kr. í verkið,
tilboð Norðurvíkur hf. nam
.672.850 kr. og tilboö frá
Trésmiðjunni Borg er 11.975.457
kr.
Verkinu á að vera lokið 15.
sept. nk. í síðari áföngum verða
byggðar tvær hæðir ofan á
grunninn. IM
Illugastaðir í Hálshreppi:
d
fréttir
H-
Við bíðum sumars með sól og yl“
- segir Jón Óskarsson, forstöðumaður
Að Illugastöðum í Hálshreppi
eru 31 orlofshús sem eru mjög
vinsæl til sumardvalar. Einnig
hafa húsin verið leigð yfír
vetrarmánuðina en þó
mun
minna mæli. Dagur hafði sam-
band við Jón Oskarsson for-
stöðumann og spurðist fyrir
um notkunina í vetur og útlitið
fyrir sumarið.
Virðisauki af snjómokstri:
Reglugerðar er að
vænta í næstu viku
Gert er ráð fyrir að í næstu
viku verði sett reglugerð um
endurgreiðslur á virðisauka-
skatti til sveitarfélaga. Fjár-
málaráðherra lýsti því yfir í
umræðum á Alþingi 5. apríl sl.
að reglugerðin yrði gefín út
fyrir páska, en hún hefur ekki
enn litið dagsins Ijós.
Samkvæmt heimildum Dags
hefur ágreiningur um ýmis atriði
reglugerðarinnar milli ráðuneyt-
isins og sveitarfélaganna tafið
útgáfu hennar, en þó mun vera
eining um þann kafla er lýtur að
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
af snjómokstri. Reglugerðin gerir
ráð fyrir að ríkið endurgreiði
hann að fullu frá og með síðustu
áramótum.
Af skiljanlegum ástæðum hafa
sveitarfélög á Norðurlandi borg-
að hlutfallslega mest í ríkiskass-
ann í formi virðisaukaskatts af
snjómokstri. Setning reglugerð-
arinnar verður þeim því kærkom-
in. óþh
„í vetur höfðum við 12 hús til
útleigu. Aðsókn í húsin var mjög
lítil. Erfiður og grimmur vetur
með ófærð á vegum varð þess
valdandi. Yfir páskana var hér
fólk í húsunum tólf og pestarnir í
Háls-, Laufás- og Staðarfells-
prestakalli nýttu sér húsin fyrir
þau börn sem ferma á nú í vor.
Að öðru leyti voru húsin ónot-
uð,“ sagði Jón.
Hann sagði ennfremur að sum-
ardvalargestirnir kæmu í júní og
að mikið væri bókað í sumar,
fram í september.
„Á staðnum er sundlaug sem
var upphituð með rafmagni, en
nú ineð olíu. Rafmagnsstrengur-
inn þoldi ekki álagið. Hér um
slóðir er gott rjúpnaveiðiland og
Fyrsta uppboð á eignum þrotabús Mánavarar:
Landsbankinn bauð
500 þúsund í húsið
Landsbankinn bauö 500 þús-
und í hús skipasmíöastöövar-
innar Mánavarar á Skaga-
strönd á fyrsta uppboöi, sem
haldið var sl. miðvikudag.
Norðurland:
Ölafur Ragnar efhir
til fimda um helgina
Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, efnir til
þriggja funda á Norðurlandi
um helgina. Fyrsti fundurinn
verður kl. 16 á Sauðárkróki á
morgun, laugardag, en hinir
tveir verða báðir á sunnudag,
sá fyrri kl. 14 í Víkurröst á
Dalvík og sá seinni kl. 20.30 í
Alþýðuhúsinu á Akureyri.
í fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu segir að tilgang-
ur fundahalda fjármálaráðherra
sé að veita upplýsingar um stööu
ríkisfjármála og almennra efna-
hagsmála, nú þegar erfiðlcika-
tímabil undanfarinna missera sé
að baki. Einnig fjalli ráðherra um
ný viðhorf í íslenskum þjóðmál-
um og helstu verkefni næstu ára.
Fjármálaráðherra mun svara
fyrirspurnum fundargesta um
hagþróun, efnahagsmál, ríkis-
fjármál. atvinnumál og ný við-
horf í íslenskum þjóðmálum.
óþh
Tekin verður afstaða til til-
boðsins fyrir annað og síðara
uppboðið sem verður væntan-
lega 23. maí nk.
Að sögn Sverris Friðrikssonar,
fulltrúa sýslumanns á Blönduósi,
er eftir að taka afstöðu til tilboða
í stóra úretanvél í eigu þrotabús-
ins. Um er að ræða stóra og
öfluga vél sem samkvæmt mats-
verði kostar 6,5 milljónir króna.
Sverrir sagöi að nokkrir aðilar
hefðu spurst fyrir um vélina, en
ekkert væri Ijóst með sölu á
henni. óþh
upplagt hefði verið að nýta húsin
fyrir veiðimenn. Þetta var reynt,
en gafst illa vegna mjög slæmrar
umgengni og var aflagt. Nú bíð-
um við sumars með sól og yl, en
þá iðar hér allt af lífi,“ sagði Jón
Óskarsson að lokum. ój
EyjaQörður:
Fjórir nýir
ríkisborgarar
Frumvarp til laga um veitingu
ríkisborgararéttar var tekið til
annarrar umræðu í efri deild
Alþingis 10. apríl sl. og er þar
lagt til að 43 útlendingar fái
ríkisborgararétt. Þar af eru
fjórir búsettir í Eyjafírði.
Þessir fjórir sem fá íslenskan
ríkisborgararétt og búa í Eyja-
firðinum eru Dorota Manczyk,
tónlistarkennari á Akureyri,
Waclaw Lazarz, tónlistarkennari
á Akureyri, en þau eru bæði frá
Póllandi. Michael John Ryan frá
Englandi, sjómaður í Önguls-
staðahreppi, og Wolfgang Sahr
frá Vestur-Þýskalandi, íþrótta-
kennari á Akureyri.
í 2. grein frumvarpsins segir:
„Nú fær maður, sem heitir
erlendu nafni íslenskt ríkisfang
með lögum, og skulu þá börn
hans, fædd síðan, heita íslensk-
um nöfnum samkvæmt lögum um
mannanöfn, en hann skal, þá er
hann hlýtur íslenskt ríkisfang,
taka sér íslenskt eiginnafn -
ásamt því sent hann ber fyrir - er
börn hans taka sem kenningar-
nafn. Honum skal þó heimilt, ef
hann kýs heldur, að breyta svo
eiginnafni sínu að það fullnægi
kröfum laga um mannanöfn.“ SS
Blönduós:
I’rír listar komnir fram
LHMIMUHLlD
Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12
Opid virka
daga kl. 9-20,
laugardaga
kl. 10-20.
Listar til bæjarstjórnarkosn-
inga á Blönduósi eru komnir
fram. Þrír listar eru eins og í
seinustu kosningum. Það eru
H-listi vinstrimanna og
óháðra, D-listi sjálfstæðis-
flokks og K-listi Framboð fé-
lagshyggjufólks. Hér birtast
listarnir og er röð frambjóð-
enda eftirfarandi.
H-listi
H-listi vinstrimanna og óháðra:
Vilhjálmur Pálmason múrara-
meistari, Sigrún Zophoníasdóttir
skrifstofumaður, Pétur Arnar
Pétursson fulltrúi, Guðmundur
Ingþórsson verkstjóri, Hilm-
ar Kristjánsson bæjarfulltrúi,
Zophonías Zophoníasson at-
vinnurekandi, Ásrún Ólafsdóttir
bæjarfulltrúi, Kári Smárason
framkvæmdastjóri, Sigríður
Bjarkadóttir skrifstofumaður.
D-listi
D-listi Sjálfstæðiflokks: Óskar
Húnfjörð framkvæmdastjóri,
Páll Elíasson sjómaður, Einar
Flygenring fjármálastjóri, Svan-
fríður Blöndal skrifstofumaður,
Hjörleifur Júlíusson frám-
kvæmdastjóri, Hermann Arason
iðnnemi, Sigurlaug Hermanns-
dóttir bankamaður, Guðrún
Paulsdóttir skrifstofumaður,
Guðmundur Guðmundsson versl-
unarmaður, Ragnheiður Þor-
steinsdóttir húsmóðir, Eggert
ísberg framkvæmdastjóri, Albert
Stefánsson sjúkraliði, Ólafur
Þorsteinsson vélstjóri, Jón Sig-
urðsson ráðunautur.
K-listi
K-Iisti Framboð félagshyggju-
fólks: Guðmundur Theodórsson
mjólkurfræðingur, Unnur Krist-
jánsdóttir iðnráðgjafi, Grétar
Guðmundsson trésmiður, Stefán
Berndsen deildarstjóri, Hörður
Ríkharðsson æskulýðsfulltrúi,
Þórhildur Þorleifsdóttir kennari,
Ásgeir Blöndal skipstjóri, Baldur
Reynisson trésmiður, Ásta
Rögnvaldsdóttir bókavörður,
Sigríöur Grímsdóttir starfs-
stúlka, Ragnhildur Húnboga-
dóttir gjaldkeri, Ragnar Guð-
jónsson nemi, Vignir Einarsson
kennari og Kristín Mogensen
kennari. kg
Bílaleiga Flugleiða:
ir um forstöðu-
mannsstarfið
Unisóknarfrestur uni stööu
forstöðumanns fyrir Bílaleigu
Fluglciða á Akureyri er runn-
inn út. Rösklega 30 umsóknir
bárust.
Að sögn Gísla Jónssonar, hjá
Ferðaskrifstofu Akureyrar, verð-
ur ráðið í starfið eftir næstu helgi.
Viðkomandi mun hefja störf
■ fljótlega enda er ætlunin að bíla-
leigan opni um miðjan maímán-
uð. Sem kunnugt er verður leigan
til húsa gegnt Akureyrarflugvelli,
þar sem áður var bílaleigan Örn
en hún er nú til húsa við Hvanna-
velli á Akureyri. JÓH