Dagur - 27.04.1990, Page 5
Föstudagur 27. apríl 1990 - DAGUR - 5
fréffir
í-
Islandsmót fatlaðra hefst í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld:
150 íþróttamenn frá 11
félögum mæta til leiks
Islandsmót fatlaðra í boccia,
borðtennis, bogfimi og lyfting-
um hefst í íþróttahöllinni á
Akureyri í dag og stendur til
sunnudags. Mikill fjöldi
íþróttamanna tekur þátt í mót-
inu. Til mótsins eru skráöir 150
íþróttamenn frá 11 íþróttafé-
lögum víðs vegar af landinu.
Meö hópunum koma um 50
fararstjórar.
Lionsklúbburinn Hængur á
Akureyri sér um framkvæmd
mótsins, en klúbburinn hefur á
undanförnum árum staðið fyrir
fjölmennum íþróttamótum fyrir
fatlaða, að sögn Haraldar Árna-
sonar formanns mótsnefndar.
„Þetta er í tólfta sinn senr hald-
in eru íslandsmót í ofangreindum
íþróttagreinum, en fyrstu
Islandsmótin voru haldin á Akur-
eyri árið 1979,“ sagði Haraldur.
Ár hvert hafa Hængsfélagar
staðið fyrir íþróttamóti fatlaðra,
Hængsmótinu, en það er stærsta
verkefni þeirra Hængsfélaga ár
hvert. I ár fellur Hængsmótið inn
í íslandsmótið og þetta er í annað
skiptið sem Hængsfélagar sjá um
íslandsmót.
Mótssetning verður í íþrótta-
höllinni kl. 19.45 í kvöld og
keppni hefst þar strax á eftir. Á
morgun laugardag hefst keppni
kl. 9.30 og keppni lýkur þann
daginn með bogfimi kl. 17.30.
Á sunnudaginn 29. apríl hefst
keppni í opnum flokki karla og
kvenna í borðtennis kl. 9.00 og
síðasta grein mótsins er sveita-
keppni í boccia, úrslit, kl. 16.00.
Lokahóf hefst síðan á Hótel
KEA kl. 19.00 og þar fer m.a.
fram verðlaunaafhending.
„Það er von okkar félaga í Lions-
klúbbnum Hæng, að mót þetta
megi fara sem best fram og öllum
til sóma. Jafnframt viljum við
þakka öllum þeim sem hafa veitt
okkur stuðning við undirbúning
mótsins og látið okkur eftir aug-
lýsingar í mótsskrá, en með því
er mótið fjármagnað," sagði Har-
aldur að lokunr. ój
Soroptimistar með landsfund:
Konur streyma til Akureyrar
Konur munu streyma til Akur-
eyrar um helgina því lands-
fundur Soroptimistasambands
Islands hefst í Alþýðuhúsinu á
laugardaginn. Búist er við um
150 konum frá öllum lands-
hlutum. Feröaskrifstofan
Nonni hefur skipulagt komu
kvennanna og munu þær gista
á Hótel Norðurlandi, Hótel
Stefaníu og gistiheimilum. En
hvers lags fyrirbæri eru Sor-
optimistaklúbbar?
Helena Dejak hjá Ferðaskrif-
stofunni Nonna er félagi í Sor-
optimistaklúbbi Akureyrar, sem
stofnaður var árið 1982. Hún
sagði að fyrsti Soroptimista-
klúbbur á íslandi hefði verið
stofnaður 1960 en upphaf þessar-
ar hreyfingar má rekja allt aftur
til ársins 1869. Þetta er alþjóðleg-
ur félagsskapur.
Að sögn Helenu eru markmið
Soroptimista eftirfarandi: 1. Að
gera miklar kröfur til siðgæðis í
athafnalífi. 2. Að vinna að mann-
réttindum og einkum að því að
auka réttindi konunnar. 3. Að
efla vináttu og einingu meðal
Soroptimista allra landa. 4. Að
auka hjálpsemi og skilning meðal
manna. 5. Að stuðla að auknum
skilningi og vináttu á alþjóða
vettvangi.
„Margir virðast ekki vita hvað
Soroptimistar eru, en í stuttu
máli sagt þá erum við að reyna að
búa okkur betri heirn til að lifa í.
Eru ekki allir að stefna að því?
Þetta eru mannræktarsamtök og
verkefni okkar á Akureyri hafa
mikið tengst öldruðum," sagði
Helena.
í Soroptimistaklúbbi Akureyr-
ar eru um 26 konur. Þær hafa
m.a. fært öldruðum og öryrkjum
bækur, en þessi heimsendingar-
jrjónusta er sameiginlegt verkefni
klúbbsins og Amtsbókasafnsins.
Þá liafa þær gefið Seli tækjabún-
að, keypt öryggishnappa og gefið
öldruðum og gefið FSA sónar-
tæki, svo eitthvað sé nefnt. Fé til
þessara gjafa safna konurnar
nt.a. með því að selja kerti og
servíettur fyrir jól, kökur og
fleira. SS
Bygging dýraspítala á Akureyri:
Fjársöfnun hefst í dag
I dag hefja dýravinir á Eyja-
Ijarðarsvæöinu fjársöfnun til
byggingar dýraspítala á Akur-
eyri. Aöstandendur söfnunar-
innar segja þörfina fyrir slíkt
sjúkrahús á Norðurlandi
brýna, þar sem engin slík að-
staða er fyrir hendi. Þeir sein
þurfa á þjónustu dýraspítala að
halda fyrir dýr sín þurfa því að
leita suður yfir heiðar, með
ærnum tilkostnaði og fyrir-
höfn.
Aðstandendur söfnunarinnar
hafa stofnað höfuðbók í Búnað-
arbanka íslands á Akureyri og
eru áhugamenn um málefnið
hvattir til að láta fé af hendi
rakna. Reikningsnúmerið er
íbúðir aldraðra við Víðilund:
Frestad var uppsetningu
sjálhirks opnunarbúnaðar
Dagur hafði samband við
Bjarna Reykjalín, arkitekt,
vegna aðgengis fatlaðra að
fjölbýlishúsum aldraðra við
Víöilund. Bjarni segir að
vegna kostnaðar hafi verið
ákveðið að fresta uppsetningu
á rafdrifnuni opnunarbúnaði
við hurðirnar.
Bjarni Reykjalín segir að
vegna umræðna um þessi mál í
Bæjarstjórn Akureyrar vilji hann
benda á að við hönnun húsanna
hafi verið gcrt ráð fyrir rafdrifn-
um opnunarbúnaði á anddyris-
og forstofuhurðum, til að auð-
vclda aðgcngi fatlaðra. Af kostn-
aðarástæðum hafi síðan verið
ákveðið, í samráði við bygginga-
nefnd húsanna, að fresta upp-
setningu búnaðarins þar til þörf
krefði og lcita þá eftir styrk frá
Tryggingastofnun ríkisins til að
fjármagna hann. Að öðrum kosti
hefðu íbúarnir sjálfir þurft að
greiða búnaðinn, sem kæmi inn í
stofnkostnað.
í máli Bjarna kom ennfremur
fram að í rafmagnshönnun hafi
verið gert ráð fyrir slíkum bún-
aði, og væru allar lagnir til
staðar.
„Varðandi hurðapumpur á
innihurðum vil ég taka fram að
óvenju strangar eldvarnakröfur
cru gerðar í umræddum húsum,
og þar af leiðandi eru hurða-
pumpur í öllum anddyrishurðum,
en gert er ráð fyrir sjálfvirkúm
opnunarbúnaði að öllum þessum
hurðum. Teikningar voru á sín-
um tíma kynntar í ferlinefnd, og
fengu þær góða umsögn,“ segir
Bjarni Reykjalín, arkitekt. EHB
0303-26-2119. Búnaðarbankinn
mun gefa gíróseðla til söfnunar-
innar og liggja þeir frammi í póst-
húsum, bönkum og sparisjóðum
á svæðinu.
Ábyrgðarmenn söfnunarinnar
eru Þorsteinn Jónasson, Rósa
Júlíusdóttir og Fanney Gunnars-
dóttir á Akureyri og Margrét
Magnúsdóttir á Dalvtk.
Aætlað er að söfnunin standi
yfir í einn tnánuð.
Stjórnarformaður SH á aðalfundi:
Útvegsmenn eru réttmætir
handhafar kvótans
Aðalfundur Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna fyrir árið
1989 hófst á Hótel Sögu í gær
og lýkur í kvöld. Fram kom á
fundinum að á síðasta ári
nam heildarverðmæti útflutn-
ings SH alls 14,8 inilljörðum
króna fyrir 96 þúsund tonn af
fiski. „Magnaukning SH milli
ára er 21% en 42% aukning í
krónutölu miðað við 1988. Af
einstökum félagsaðilum inn-
an SH var inest framleitt hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa
hf., eða 9.400 tonn að verö-
mæti 1.480 millj. króna mið-
að við útborgunarverð,“
sagði Jón Ingvason, stjórn-
arformaður SH in.a. í ræðu
sinni á fundinum í gær.
Að undanförnu hafa verið
reifaðar hugmyndir um að gera
SH að hlutafélagi, svo og SÍF og
Sjávarafurðadeild Sambands-
ins. Einnig er rætt um að þessir
aðilar taki upp formlegt sam-
band sín á tnilli, en slíkar við-
ræður eru á hyrjunarstigi. Um
það að breyta SH í hlutafélag
sagði Jón:
„Af og til hefur verið um það
rætt hvort núverandi félagsform
sé það heppilegasta. Ekki skal
það fullyrt hér hvort rétt sé eða
skynsamlegt að breyta Sölumið-
stöðinni t.d. í hlutafélag. Þaö
eru ótal fletir á því máli og best
að slá engu föstu í þeim efnum
fyrr en nákvæm skoðun og mat
liggur fyrir."
Friðriki Pálssyni, forstjóra
SH, var tíðrætt um sameiningu
íslenskra útflutningsfyrirtækja í
ræðu sinni. „Við ættum að
steypa öllum stórum fyrirtækj-
um saman í eitt, fylkja okkur
bak við eitt ÍCELANDIC vöru-
rnerki og freista þcss að ná
undirtökum á öllum þeim
mörkuðum sem við sjáum ástæðu
til að hasla okkur völl," sagði
Friðrik.
Umdeilt kvótafrumvarp bar
einnig á góma í ræðum Jóns og
Friðriks. Jón sagði aö útvegs-
menn væru réttmætir handhafar
kvótans. „Fiskur verður ekki
sóttur f sjó nema með skipum.
Því hlýtur að vera nærtækast að
tengja handhöfn veiðileyfa við
þá sem skipin eiga," sagði Jón.
Friðrik vildi ekki blanda sér um
of í umræðuna um kvótafrum-
varpið, en honum fannst þó
margt benda til þess að það sem
átti að ná fram meö kvótanum
hafi ekki náðst. -bjb
Iisti fijálslyndra á DaJvík
Listi frjálslyndra við hæjar-
stjórnarkosningarnar á Dal-
vík 26. maí nk., sein væntan-
lcga hlýtur listabókstalinn F,
liefur veriö birtur. Hann
skipa:
1. Haukur Snorrason, skrif-
stofumaður, 2. Snorri Snorra-
son, skipstjóri, 3. Ósk Finns-
dóttir, húsmóöir, 4. Siguröur
Haraldsson, skipstjóri. 5.
Sigurvin Jónsson, verkamaður,
6. Anton Gunnlaugsson, útgerð-
armaður, 7. Ósk Sigríður Jóns-
dóttir, nemi, 8. Guðbjörg
Stefánsdóttir, húsmóðir, 9.
Anton Ingvason, sjómaöur, 10.
Svcrrir Sigurðsson, múrari, 11.
Aðalbjörg Snorradóttir, skrif-
stofumaður, 12. Magnús Jóns-
son, verkstjóri, 13. Viöar Valdi-
marsson, matreiðslumaður og
14. Jóhann Gunnarsson. fisk-
eftirlitsmaður. óþh
Fóðurstöðin á Dalvík:
Úrskurðuð gjaldþrota
Fóöurstöðiii á Dalvík hefur
verið úrskurðuð gjaldþrota.
Sýslumannsembættið í Eyja-
fjarðarsýslu samþykkti beiðni
stjórnar Fóðurstöðvarinnar um
gjaldþiotaskipti. Gunnar Sól-
ncs hrl. hefur verið skipaður
bústjóri þrotabús Fóðurstöðv-
arinnar. óþh