Dagur - 08.05.1990, Side 5
Þriðjudagur 8. maí 1990 - DAGUR - 5
Nokkrar gildar ástæður
- fyrir áhuga erlendra aðila
á að Qárfesta í orkufrekum iðnaði hér á landi
I skrifum gegn staðsetningu
álvers í Eyjafirði hafa komið
fram þær hugmyndir að erlendir
aðilar sækist eftir að reisa hér
álbræðslu af tveimur ástæðum
einkum: Annars vegar af því að
hér sé að fá ódýra orku. hins veg-
ar af því að hér þurfi ekki að
kosta til dýrum mengunarvörn-
um. Full ástæða er til að gera sér
grein fyrir því hvers vegna talið
ér hagstætt að fjárfesta í orku-
frekum iðnaði á Islandi, og þá
sérstaklega í áliðnaði. Hinsvegar
hygg ég að fullyrðingarnar tvær,
sem nefndar eru hér að framan,
þurfi að skoða nánar.
Eftir því sent ég hef komist
næst liggja allmargar ástæður því
til grundvallar, að fé liggur á
lausu til fjárfestingar í áliðnaði á
Islandi. Tengjast þær í senn sér-
stökum íslenskum aðstæðum,
markaðsmálum í Evrópu, frarn-
tíðarhorfum áliönaðarins í heim-
inum og þróun orkuntála.
Framtíðarhorfur málmsins
Til eru fjölmargar spár um þróun
eftirspurnar eftir áli. Þeim mun
vera það öllum sameiginlegt, að
þær gera ráð fyrir vaxandi eftir-
spurn. Reiknað er með því að
næstu áratugina veröi eftirspurn
verulcga umfrant framboð. Að
sjálfsögðu haldast þessar spár í
hendur við aímcnnt notagildi
málmsins og þess þá einnig hve
hráefnið er víða að fmna og það
tiltölulega auöunnið. Notagildi
álsins er mikið og vörur úr áli
fjölbreytilegar. Málmurinn geng-
ur til framleiðslufyrirtækja. scm
framleiða vörur eins og álpappír.
umbúðir, búsáhöld, prófíla, bíl-
vélar og burðarviki flugvcla, svó
eitthvað sé nefnt.
Stöðug orka
Áliðnaðurinn hefur að sjálfsögðu
áhuga á ódýrri orku. En veröið á
orkunni cr langt frá því að vera
eina atriðið, sem máli skiptir.
Stöðugt framboð skiptir megin-
máli. Framboð á.olíu er. eins og
allir vita, háð miklum sveiflum.
Stjórnmálaástandið við Persaflóa
og í Austurlöndum nær getur
með litlum fyrirvara teflt í voða
hagsmunum þeiira, sem verða að
treysta á olíuna. Kjarnaorkán er
dalandi orkugjafi, vegna óttans
við mengunarslys. Pað, sem ís-
land býður orkufrekum iðnaði,
er því fyrst og fremst stöðugt og
öruggt framboð á orku.
Að því er verðið varðar, þá er
víða í heiminum seld ódýrari
orka en hér stendur til boða. Pá
er þó einungis um að ræða orku \
frá eldri orkuverum. Ef hægt er 5
að reikna með því að íslendingar
geti boðið 19-20 mills fyrir orku
frá nýjum verum, eru það aðeins
fáir staðir í heiminum, sem geta
boðið betur, og flestir munu þcir
ekki geta boðið upp á þatin
stöðugleika, sem áliðnaðurinn
sækist eftir.
Stöðugleiki
Paö kann að hljóma ankannalega
í eyrum íslendinga, en stjórn-
málalegur stöðugleiki og efna-
hagslegur eru meðal þess, sem
gerir það fýsilegt fyrir erlenda
aðila að fjárfesta í áliðnaði á ís-
landi. Með öðrum orðunt er það
talið í hæsta máta ólíklegt að
stjórnarbyltingar verði gerðar
hér á landi ellegar að rnikiö
umrót komist á samfélagið. Þótt
efnahagur íslendinga sé sveiflu-
kenndur er það þó almennt
viðurkennd staðreynd að þjóð-
félagið er stöndugt á alþjóðlegan
mælikvarða og traustvekjandi..
Tómas Ingi Olricli.
Nálægð við
mikilvægt markaðssvæði
Landfræðileg staðsetning íslands
skiptir miklu máli. Nálægðin við
Evrópumarkaðinn og stöðugar
og öruggar samgöngur við þetta
mikilvæga markaðssvæði gcrir
landið að fýsilegum kosti. í Evr-
ópu er mikill úrvinnsluiðnaður
fyrir ál. Öll þau fyrirtæki, sém nú
eiga í viðræðum við íslendinga,
eiga úrvinnslufyrirtæki víða um
Evrópu, Svíarnir í Vestur-
Þýskalandi, Luxentbourg og
Svíþjóð, Hollendingarnir í Holl-
andi og Belgíu og Bandaríkja-
mennirnir í Bretlandi, Frakk-
■landi og Þýskalandi.
Orkuskortur í Evrópu
Evrópa er mjög mikilvægt
úryinnslu- og markaðssvið fyrir
áliðnaðinn. Það háir liins vegar
áliðnaðinum í Evrópu að mcgin-
landið hefur rnjög takmarkaða
möguleika til að auka orkufram-
leiöslu sína á samkeppnishæfu
verði. Vatnsorkan er svo til geng-
in til þurrðar, olía og gas er að
mestu leyti innflutt orka í Vestur-
Evrópu og háð talsverðum verð-
sveiflum og kjarnorkan er víða
litin hornauga. Af þessum sökum
verður augljóst að ísland hefur
sérstöðu meðal Evrópuríkja, þar
eð því fer fjarri að virkjunar-
möguleikar séu fullnýttir hér á
landi.
Innan tollmúra EB
Mestur hluti Vestur-Evrópu,
Evrópubandalagið, er girtur toll-
um gagnvart ríkjum, sent standa
utan bandalagsins. íslendingar
liafa hins vegar gert fríverslunar-
samning við Evrópubandalagið,
sem tryggir þeim tollfrjálsan inn-
flutning til bandalagsins. Það
frelsi gildir um ál. Þessi staða ger-
ir fjárfestingu í áliðnaði á íslandi
fýsilegan kost fyrir þá. sem
standa utan tollamúra Evrópu-
bandalagsins, eins og Banda-
ríkjamenn t.d. Þegar fríverslun-
arsamningurinn og virkjunar-
möguleikarnir fara saman eru
kostirnir augljósir.
Mengunarlöggj öfín
Er erlendir aðilar, sem vilja fjár-
festa í áliönaði, liafa hins vegar
hug á að finna sér land, þar sem
ekki þarf að vanda til mengunar-
varna, þá er ísland ekki staður-
inn. Sannleikurinn er sá, að
óvíða, éf þá nokkurs staöar, eru
kröfur um mengunarvarnir eins
strangar og þær, sem hér gilda
nú. Þetta er eitt af þeim grund-
vallaratriðum, sem erlendir aðil-
ar, sem hér hafa hug á að fjár-
festa í áliönaði, verða að Iiala í
huga.
Stofnkostnaður í áliðnaði er
mikill. Þaö fé, sem fáanlegt er til
framkvæmda, kemur víða að. Á
því fé fylgir krafa unt ávöxtun af
hálfu áliönaöarins. Miklum
stofnkostnaði verður að fylgja
rekstraröryggi til langs tíma.
Góöar mengunarvarnir eru hlúti
af því rekstraröryggi, ekki aðeins
vegna þess að þeirra er krafist
með löggjöf, heldur og vegna
hins að álfyrirtæki á mikið undir
því að njóta velvildar í því
umhverfi. þar sem það starfar.
Fé á lausu
Hér hafa veriö raktar nokkrar
ástæður fyrir því að hagkvæmt
þykir að verja te til uppbyggingar
áliönaðar á íslandi. Rétt er að
hafa það í huga aö þeir fjármun-
ir, sem fáanlegir eru í slíka upp-
byggingu, eru ekki á lausu til
hvaða nota sem er. Það er því
misskilningur, sem kontið hefur
fram hjá flciri en einum sem um
efnið hefur fjallað, að einhverjir
tilteknir fjármunir, að upphæð
álíka miklir og sem.því nemur ;tö
reisa hér álver og virkja þá orku
sem nauðsynleg er, séu til út-
hlutunar til hvaða atvinnuupp-
byggingar sem mönnum dettur í
hug að nefna hverju sinni.
Tómas Ingi Olrich.
Ilöfumliir er menntaskólakennari á
Akureyri.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtök til tryggingar eftirtöldum
gjöldum álögðum eða áföllnum 1990 á Akureyri,
Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu.
Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/
1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr.
laga nr. 90/1987 fyrir 1., 2. og 3. greiðslutímabil
1990 með eindögum 15. febrúar, 15. mars og 15.
apríl 1990.
Einnig tekur úrskurðurinn til skipulagsgjalds af
nýbyggingum, vinnueftirlitsgjalds, þinggjaldahækk-
ana, dráttarvaxta og kostnaðar.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
4. maí 1990.
FUNDUR
með umhverfisráðherra
Júlíus Sóines
heldur fund um
umhverfis-og
atvinnumál
í Skjólbrekku í
Mývatnssveit
miðvikudaginn
9. maí kl. 20.30.
Eftir framsöguerindi umhverfisráðherra flytja eftirtaldir
sérfræðingar stutt framsöguerindi:
Gísli Már Gíslason prófessor
Grétar M. Guðbergsson jarðfræðingur og
Jón Gunnar Ottósson forstöðumaður.
Á eftir verða almennar umræður.
Fundarstjóri verður Jón Líndal Pétursson sveitarstjóri.
LEIKFANGADEILD