Dagur - 08.05.1990, Page 7
Þriðjudagur 8. maí 1990 - DAGUR - 7
Evrópumótið í kraftlyftingum:
Helgi krækti í brons
- lyfti samtals 317,5 kg
Skíði:
Sjóður til minningar
um Jónas Sigurbjömsson
Helgi Jónsson frá Akureyri
krækti í bronsverðlaun á
Evrópumótinu í kraftlyftingum
sem fram fór í Valsheimilinu
að Hlíðarenda um helgina.
Kolbeinn Pálsson var endur-
kjörinn formaður Körfuknatt-
leikssambands íslands á árs-
þingi sambandsins sem haldið
var á Akureyri um helgina. Á
þinginu kom fram að sam-
bandið var rekið með 1,5 millj-
óna kr. tapi á síðasta ári og er
það annað árið í röð sem sam-
bandið er rekið með tapi. Fjár-
hagsáætlun næsta árs hljóðar
upp á rúmar 20 milljónir kr.
Aðrir í stjórn voru kosnir Ein-
ar Bollason, Kristinn Stefánsson
og Guðmundur Þorsteinsson.
Fyrir voru í stjórninni Kristinn
Albertsson, Gunnar Porvarðar- .
Sigurður Matthíasson, spjót-
kastari úr UMSE, náði um
helgina lágmarkinu fyrir næstu
Ólympíuleika sem fram fara í
Barcelona á Spáni 1992.
Sigurður keppti þá á móti í
Bandaríkjunum og kastaði
79,52 metra.
Sigurður hefur verið á mikilli
Helgi, sem keppti í 52 kg
flokki, lyfti 115 kg í hné-
beygju, 72,5 kg í bekkpressu
og 130 kg í réttstöðulyftu, eða
samtals 317,5 kg. Kári Elíson
son og Jón Pór Hannesson.
Lítið var um stórmál á þinginu
að þessu sinni. Mikið var þó unn-
ið að ýmsum lagabreytingum en
fæstar þeirra teljast verulega
fréttnæmar. Meðal tillagna sem
komu fram var ein sem kvað á
um breytt fyrirkomulag á úrslita-
keppni Úrvalsdeildar en hún var
felld.
Þingið nú var merkilegt fyrir
þær sakir að þetta var í fyrsta
sinn í 30 ár sem það er haldið
utan Reykjavíkur. Snæfellingar
frá Stykkishólmi buðust um helg-
ina til að halda þingið á næsta ári
og verður það að öllum líkindum
samþykkt.
uppleið í spjótkastinu og má
segja að hann hafi byrjað að
blómstra á síðasta ári en þá náði
hann mjög góðum árangri á
alþjóðavettvangi eins og menn
muna. Virðist hann í góðu formi
þessa dagana og verður fróðlegt
að fylgjast með hvað hann gerir í
sumar.
keppti í 75 kg flokki og gerði
ógilt í hnébeygjunni og var þar
með úr leik og Flosi Jónsson,
sem keppti í 100 kg flokki, var
langt frá sínu besta.
Dómararnir á mótinu voru afar
strangir og fengu þeir Kári Elíson
og Skúli Óskarsson báðir að
kenna á því í 75 kg flokknum.
Kári byrjaði á því að lyfta 232,5
kg í hnébeygju og lyfti því létti-
lega þrisvar sinnum en dómar-
arnir dæmdu allar lyfturnar ógild-
ar.
Flosi byrjaði á að lyfta 260 kg í
hnébeygjunni en mistókst að
lyfta 280 kg. Hann lyfti síðan 150
kg í bekkpressu og 260 kg í rétt-
stöðulyftu, samtals 670 kg en það
er Iangt frá hans besta árangri.
Alls hlutu íslendingar 5 verð-
laun á mótinu. Jón Gunnarsson
náði bestum árangri íslensku
keppendanna. Hann keppti í 90
kg flokki og lyfti samtals 817,5 kg
sem er hans besti árangur til
þessa. Hann lenti í öðru sæti.
Hjalti Árnason hafnaði í 3. sæti í
+ 125 kg flokki, lyfti samtals 895
kg. Guðni Sigurjónsson vann
brons í 110 kg flokki með því að
lyfta samtals 800 kg og Magnús
Ver Magnússon vann einnig
brons með því að lyfta samtals
880 kg.
Mótið heppnaðist vel og voru
erlendu keppendurnir ánægðir
með framkvæmdina.
Handknattleikur:
Erlingur
áfiram með
KA-Iiðið
Erlingur Kristjánsson hefur
verið ráðinn þjálfari 1. deildar
liðs KA í handknattleik á
næsta keppnistímabili. Erling-
ur þjálfaði og lék með liðinu í
vetur sem kunnugt er en hann
segir ekki ákveðið hvort hann
muni leika áfram eða snúa sér
alfarið að þjálfuninni.
Erlingur sagði í samtali við
Dag að hann hefði verið tiltölu-
lega sáttur við 5. sætið sem liðið
hafnaði í á sl. nýliðnu keppnis-
tímabili en það hefði mátt fá
fleiri stig. „Eftir á að hyggja er
maður ekki alveg sáttur. Það er
erfitt að nefna einhverja sérstaka
stigatölu en við vorum að tapa
óþarflega mörgum stigum, sér-
staklega á heimavelli."
Aðspurður um leik liðsins
sagði Erlingur hann hafa verið
hálfgloppóttan. „Við spiluðum
fáa heila góða leiki en svo komu
ágætir kaflar á milli. Þeir hefðu
þó að skaðlausu mátt vera fleiri.
Sóknarleikurinn var svolítið laus
í reipunum, það vantaði aga í
leik liðsins,“ sagði Erlingur Krist-
jánsson.
Á uppskeruhátíð Skíðaráðs og
Foreldraráðs um hclgina var
upplýst að stofnaður hefur ver-
ið sjóður til minningar um Jón-
as Sigurbjörnsson sem lést á
síöasta ári, langt fyrir aldur
frain. Stofnfé sjóðsins er 350
þúsund krónur og er tilgangur
hans að efla skíðaíþróttina á
Akureyri.
Stjórn sjóðsins hefur verið
kjörin og hana skipa Brynjólfur
Tryggvason fulltrúi Skíðaráðs,
Guðmundur Sigurbjörnsson,
fulltrúi ættingja Jónasar heitins.
Árni Óðinsson og Margrét
Baldvinsdóttir sem fulltrúar
skíðamanna og Þorsteinn Vil-
helmsson sem fulltrúi Samherja
hf. og ísbergs hf. Fyrsta verk
stjórnarinnar verður væntanlega
að semja reglugerð sem sjóður-
inn mun starfa eftir.
Næstu vikur gefst fólki og fyrir-
tæ'kjum tækifæri á að gerast
stofnfélagar með því að hafa
samband við einhvern nefndar-
mann eða leggja fé inn á reikning
í Landsbanka íslands en númer
hans verður væntanlega auglýst
fljótlega.
Körfuknattleikur:
Sturla þjálfar og
leikur með Þór
- Kennard kemur ekki aftur
Sturla Örlygsson mun þjálfa
og leika með Úrvalsdeildar-
liði Þórs í körfuknattleik á
næsta keppnistímabili. Ekki
mun vera búið að skrifa undir
samning en Dagur hefur þetta
eftir áreiðanlegum heim-
ildum. Sturla lék með Tinda-
stóli í vetur en áður hefur
hann leikiö með Njarðvík
auk þess sem hann þjálfaði og
lék með ÍR-ingum einn vetur.
Frétt þessi hefur ekki fengist
staðfest þar sem ekki hefur
náðst í Sturlu og Kjartan Braga-
son, formaður körfuknattleiks-
deildar Þórs, neitaði að segja
annað en þetta: „Það verður
sterkt lið á Akureyri næsta
vetur.“
Þórsarar ætla sér stóra hluti á
næsta vetri og að sögn tfðinda-
manns Dags stendur til að bæta
fleiri mönnurn við. Ljóst er að
Dan Kennard mun ekki leika
áfram með liðinu en verið er að
ræða viö aðra útlendinga og má
búast við niðurstöðu úr þeim
málum á næstunni. Þá munu
fleiri leikmenn vera inni í
myndinni hjá Þórsurum en ekk-
ert hefur verið ákveðið.
Ársþing KKÍ:
Tap á rekstrmum
annað árið í röð
Kolbeinn Pálsson í ræðustól í upphafi þingsins á laugardag. Mynd: kl
Spjótkast:
Sigurður náði
OL-lágmarkinu
- kastaði 79,52 metra