Dagur - 08.05.1990, Síða 16

Dagur - 08.05.1990, Síða 16
„Bjöllubras“ í blíðviðri. Mynd: KL Skuldbreytingar hjá loðdýrabændum: Mál 30 verst settu bændanna til sérstakrar meðferðar Sigluprður: Nýtt íyTÍrtæki stofnað í dag eftir gjaldþrot Veiðarfæra hf. Nýtt fyrirtæki, Neta- og veið- arfæragerðin hf., verður stofn- að á Siglufírði í dag. Að hluta- félaginu standa nokkrir aðilar í sjávarútvegi á Siglufírði. Það tekur á leigu eignir þrotabús Veiðarfæra hf. á Siglufírði sem úrskurðað hefur verið gjald- þrota. Ósk um gjaldþrot Veiðarfæra hf. var lögð fram sl. fimmtudag og hefur bæjarfógetaembættið á Siglufirði fallist á beiðnina. Aðilar í sjávarútvegi á staðn- um hafa nú tekið höndum saman um að halda áfram rekstri fyrir- tækisins undir öðru nafni og munu í því skyni taka eignir þrotabúsins á leigu. Að hlutafé- laginu standa Þormóður rammi, Drafnar hf., Siglfirðingur hf., Vélaverkstæði Jóns og Ellerts og Stefanía Sigurbjörnsdóttir. Stef- anía verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þessir aðilar eru ótengdir fyrrverandi eigendum Veiðarfæra hf. Samkvæmt heimildum Dags lenti Veiðarfæri hf. í miklum fjárhagserfiðleikum vegna dýrrar byggingar yfir starfsemina sem fyrirtækið réðist í fyrir tveim árum. Þá tapaði fyrirtækið háum upphæðum á gjaldþroti Sigló. óþh Akureyri: Tekiim á 127 Ökumaður var tekinn á 127 km hraða um helgina fyrir sunnan Akureyri, en í allt tók lögreglan á Akureyri 11 fyrir of hraðan akstur um helgina. Að sögn lögreglu eru öku- mennu þungir á inngjöfinni þessa dagana í takt við hækkandi sól. Lögreglan á Akureyri fylgist vel með hraða og tók 11 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur, bæði innanbæjar sem utan. Ökumenn sem stöðvaðir voru utan bæjarmarkanna fóru yfir hundraðið en ökumenn sem voru stöðvaðir innanbæjar óku á 80-90 km hraða. óþh „Aðgerðirnar sem nú verður gripið til hjá einstökum bænd- um eru mjög mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins en hér er um að ræða þá bændur sem verst eru settir og Framleiðni- sjóður landbúnaðarins réð ekki við,“ sagði Arni Vil- hjálmsson, lögfræðingur, sem ásamt Guðjóni Eyjólfssyni, endurskoðanda, vinnur að framkvæmd endurskipulagn- ingar á fjárhag hinna verst settu loðdýrabænda í landinu. Um er að ræða skuldbreytingu á lausaskuldum loðdýrabænda sem í sumum tilfellum eru mjög miklar. „Málin eru eins misjöfn og bændurnjr eru margir. Við förum ofan í skuldastöðu hvers og eins og greinum skuldirnar í sundur. í framhaldi af því gerum við ákveðnar tillögur sem lagðar eru fyrir kröfuhafa. Þessar tillögur geta ýmist hljóðað upp á að öllu verði skuldbreytt þannig að kröfuhafar fái allt sitt greitt eða að kröfuhafar verði að gefa eftir hluta af skuldum áður en til skuldbreytinga getur komið. Þeg- ar samþykki allra kröfuhafa hef- ur fengist verður gefið út skuldabréf með ríkisábyrgð sem nær til 60% af lausaskuldunum en 40% eru til 8 ára án annarra trygginga en bóndi getur látið í té með eignum sínum,“ segir Árni. Árni segir að skilyrði verði ekki sett bændum fyrir þessum aðgerðum en hart verði lagt að þeim að minnka bú sín þannig að bændur geti stundað vinnu ann- ars staðar. Vinnu þeirra Árna og Guðjóns miðar vel. Fyrir helgina áttu þeir fund með forsvarsmönnum ýmissa fjármálastofnana í landinu og í gær var fyrsti fundurinn með kröfuhöfum. Búið er að fara í kjölinn á fjárhag einstakra bænda. Aðspurður segir Árni að þessi 30 bú dreifist á alla landshluta en flest eru þó á Suðurlandi, í Skagafirði og í Eyjafirði. JÓH Þorsteinn Sveinsson, stjórnarmaður í Álafossi hf.: Aðalskrifstofan fer ekki suður Þorsteinn Sveinsson, stjórnar- maður í Álafossi hf., segir að á fundi í stjórn fyrirtækisins á föstudag hafi verið samþykkt að standa í öllum meginatrið- um við þá stefnu, að aðalskrif- stofa Álafoss verði á Akureyri. Nokkur umræða hefur undan- farið verið um skrifstofuna á Akureyri, en sá orðrómur hefur gengið að flytja ætti hana til Mos- fellsbæjar. I frétt í Morgunblað- inu, sem birtist fyrir helgina, er haft eftir Ólafi Ólafssyni, for- stjóra Álafoss, að fjárhags- og bókhaldsdeildir myndu flytjast frá Akureyri, og hugsanlega einnig aðsetur forstjóra. Ástæðurnar, sem Ólafur til- greinir, eru að ekki hafi reynst unnt að fá starfsmenn í stöður fjármálastjóra og aðalbókara, til starfa á Akureyri. „Það kemur ekki til greina að flytja aðalskrifstofuna suður," segir Þorsteinn Sveinsson. „Á Akureyri vinna 190 manns hjá Álafossi, og 150 í Mosfellsbæ. Fyrirtækið hefur vantað bókara, og ekki getað fengið hann á Akureyri. Það er e.t.v. vegna urntals um fyrirtækið sem þetta hefur ekki gengið vel, enda ekki nema von. En Álafoss þarf að hafa aðalbókara, og úr þessu verður hann sjálfsagt í Mosfells- bæ, því lengi hefur verið leitað eftir manni til starfa á Akureyri, án árangurs. Þetta er nú það sem við landsbyggðarmenn verðum að bíta í. En ég ítreka, að það er alls ekki rétt að verið sé að flytja 'aðalskrifstofuna suður. Þar verð- ur engin breyting á. Menn voru alveg sammáia um að gera sem minnstar breytingar á því sam- komulagi sem gert var um stað- setningu skrifstofunnar. Ef menn vilja ígrunda þessi mál nánar segi ég að það er stór- kostlegt sem bæði samvinnu- menn og hið opinbera er búið að gera til að halda þessu fyrirtæki gangandi," Sveinsson. segir Þorsteinn EHB Sjúkrahús Skagfirðinga: Erfiðlega gengur að fá afleysingafólk - þrátt fyrir að húsnæðis- fríðindi séu í boði Sjúkrahús Skagfírðinga Sauð- árkróki hefur undanfarið aug- lýst eftir starfsfólki til sumar- afícysinga. Mest er vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa við sjúkrahúsið en einnig vant- ar í fleiri greinar. Reynt er að fá aðkomufólk til starfa og leggur sjúkrahúsið til íbúðir handa starfsfólki. „Við höfum þurft að auglýsa eftir aðkomufólki í þessi störf undanfarin sumur. Við eigum húsnæði handa starfsfólki í sumar- afleysingum en samt er erfitt að fá fólk til starfa út á land. Ég á ekki von á að þetta verði vanda- mál en fólk virðist frekar vilja starfa fyrir sunnan,“ sagði Sæ- mundur Hermannsson fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Skag- firðinga. Ekki er óalgengt að erfiðlega gangi að fá faglært fólk til starfa við heilbrigðisþjónustu út á landi þrátt fyrir að boðin séu ýmis fríðindi svo sem húsnæði. kg Þórsarar með tónleikahald: Kim Larsen í Skemmuna - föstudagskvöldið 25. maí nk. Nú er Ijóst að danski stór- popparinn Kim Larsen mun koma til Akureyrar síðar í þessum mánuði og halda tón- leika. Það eru aðalstjórn og körfuknattleiksdeild Þórs sem standa að komu kappans hingað og verða tónleikarnir í íþróttaskemmunni föstudags- kvöldiö 25. maí. Jafnframt er Ijóst að gamla brýnið Johnny Cash kemur ekki. Eins og við höfum greint frá hugðist körfuknattleiksdeild Þórs fá sveitasöngvarann Johnny Cash til að halda tón- leika á Akureyri og voru þeir hugsaðir sem fjáröflun fyrir deildina. Að sögn Kjartans Bragasonar, formanns körfu- knattleiksdeildarinnar, kom síðan í ljós aö fáir Akureyringar virtust vita hver Johnny Cash er og áhugi því lítiil fyrir komu hans. Þá var ákveðið að hætta við að fá gamla manninn til Akureyrar. Mikill áhugi virðist hins vegar vera fyrir Kim Larsen og tónlist hans. Kjartan sagði að nú væri verið að ganga frá síðustu lausu endunum í samningum við um- boðsmenn Larsens og það væri fastákveðið að tónleikarnir yrðu eftir þrjár vikur, eða nánar tiltekið í Skemmunni föstudag- inn 25. maí. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.