Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 1
Akureyri, þriðjudagur 12. júní 1990 109. tölublað 73. árgangur LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Laxá í Aðaldal gefur tóninn fyrir sumarið: Nítján punda lax strax á öðrum degi „Mér sýnist að byrjunin lofi góðu. Hér fengust 18 fiskar í gær og á vaktinni í morgun fengust 12. Jú, ætli við verðum ekki að kalla þetta ágæta byrjun,“ sagði Gunnar Láms- son, einn úr byrjunarhollinu í Laxá í Aðaldal en áin var formlega opnuð í fyrradag. Stóru laxarnir létu ekki á sér standa því strax í gærmorgun var landað 19 punda laxi úr Kistu- kvísl að austan. Ekki segir Gunn- ar að löndunarmennirnir hafi lát- ið mikið yfir baráttunni við fisk- inn en að vonum voru þeir ánægðir með byrjunina. Ágæt byrjun í flestum laxveiði- ám er veiðimönnum ánægju- efni. „Jú, auðvitað finnst öllum þetta lofa góðu og menn eru bjartsýnir á veiðitímabilið fram- undan ef ekkert kemur óvænt inn í. En hafa verður í huga að til beggja vona getur brugðið og aðstæður geta gjörbreyst á skömmum tíma. Sem stendur er Laxáin vel á sig komin og ekki í líkingu við það sem hún varð þegar á leið síðasta sumar, hvað sem kann að gerast á næstu vikum,“ sagði Gunnar. JÓH Maxím Gorkí og Kazak- stan koma á morgun: Mikið fjör á 40 ára aftnæli Pálmholts Dagheimilið Pálmholt á Akureyri, hvar margur pottormurinn og mörg stúlkan hafa verið vistuð meðan mamma og pabbi voru að vinna, er 40 ára. Kvenfélagið Hlíf á Akureyri hóf rekstur barnaheimilis á Pálmholti ofan Akureyrar fýrir fjörutíu árum, en árið 1971 gaf kvenfélagið Akureyrarbæ barnaheimilið og hefur hann rekið það síðan. Á dag- heimilinu, eins og það er nú kallað, eru 34 börn á aldrinum tveggja til sex ára í tveimur blönduðum deildum. í hádeginu í gær grilluðu krakkarnir pylsur fyrir foreldra sína og tóku lagið og síðdegis í gær litu forráðamenn Akur- eyrarbæjar inn í afmæliskaffi sem þar var veitt. Landeigendur byrjuðu að vanda á fyrstu vaktinni í Laxá en á seinni vaktinni á sunnudag tóku aðkomnir veiðimenn við. Gunn- ar segist vera í fyrsta sinn í opn- unarholli í Laxá í Aðaldal og því sé ekki að neita að nokkur spenna liggi í loftinu þegar rennt er fyrir lax eftir langan vetur. Orkuverð á íslandi 1989: Raforkuverö til heimilisnota lægst hjá Rafveitu Akureyrar Yerð á raforku til heimilisnota var í árslok 1989 lægst hjá Raf- veitu Akureyrar, eða 6,11 krónur á kílóvattstund. Reyk- víkingar bjuggu við næsthag- stæðasta raforkuverðið (6,28 kr/kWh) og þá komu Akur- nesingar (6,39). Hæsta raf- orkuverðið var hins vegar frá Rafmagnsveitum ríkisins (8,10) og á Reyðarfírði (8,09). Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu frá Orkustofnun um orkuverð á íslandi 1989. Ef við Miklar hafnarframkvæmdir á Dalvík: Vamargarður við Dalvíkur- höfii byggður í sumar í sumar eru fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Dalvíkurhöfn fyr- ir um 26 milljónir króna vegna byggingu nýs varnargarðs eða grjótgarðs norðan núverandi norðurgarðs hafnarinnar, sem auka mun til muna athafna- svæði við höfnina. Ákveðið var að ganga til samn- inga við heimamenn um þessar framkvæmdir, og munu Jarðverk hf. og Bifreiðastöð Dalvíkur vinna verkið samkvæmt tilboði sem hljóðar upp á 25,795 milljón- ir króna, sem eru 84,57% af kostnaðaráætlun Hafnamála- stofnunar. Ekki verður unnið í sumar við uppfyllingu að lokinni grjótgarðsvinnunni, en að henni lokinni eykst athafnasvæði við höfnina um 15.000 m\ Grjótnám vegna þessara fram- kvæmda er fyrirhugað í landi Sauðaness norðan Dalvíkur, en þessa dagana er unnið að því að ræsa landið vegna mikillar bleytu þar svo hægt verði að koma vinnutækjum á staðinn. Af hálfu bæjaryfiryfirvalda er nú unnið að deiliskipulagi vegna þessa nýja svæðis að tillögu hafnarnefndar, og er gert ráð fyrir að hægt verði að leggja það fyrir Bæjarstjórn Dalvíkur seinna í sumar eða haust til umræðu og afgreiðslu. Eimskip hefur nú þegar lagt fram umsókn um ca. 2.000 m2 lóð á hinni nýju uppfyllingu þar sem fyrirtækið hyggst reisa vöru- skemmu, en Skipadeild Sam- bandsins hefur fengið húsnæði þrotabús Fóðurstöðvarinnar til umráða, og að sögn Kristjáns Ólafssonar forstöðumanns Skipa- afgreiðslu Sambandsins kemst afgreiðslan í það húsnæði eftir um mánaðartíma að öllu forfaila- lausu. Umrætt húsnæði er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. GG lítum á aðra kaupstaði á Norður- landi þá var raforkuverð til heimilisnota 7,20 kr/kWh á Siglufirði, 7,39 kr. á Húsavík og 7,81 kr. á Sauðárkróki. Raforkuverð til húshitunar var hins vegar lægst í Hveragerði en það var einnig hagstætt á Siglu- firði 1,76 kr/kWh. Akureyringar og Húsvíkingar eru þarna í hærri kantinum. Rafmagn til húshitun- ar kostaði 2.31 kr/kWh á Akur- eyri og 2,39 kr. á Húsavík. Iðnaðurinn býr við hagstætt raforkuverð á Akureyri sam- kvæmt þessari skýrslu. Miðað er við stórar vélar, 2500 stunda nýtingartíma og ekki er tekið til- lit til fastagjalds sem er hjá flest- um veitum eða mismunandi ákvæða um ákvörðun afltopps. Verðið í árslok 1989 var 4,88 kr/ kWh á Akureyri og var það að- eins lægra í Reykjavík og á Akra- nesi. Verðið var á hinn bóginn hátt á Siglufirði, Húsavík og Sauðárkróki eða 6,41-6,54 kr. í skýrslunni er einnig getið um verð á öðrum orkugjöfum og þar er skrá yfir verð á húshitunar- orku. Hitaveita Húsavíkur er þar lægst á blaði og verðið er einnig hagstætt á Dalvík, Ólafsfirði og Sauðárkróki en á Akureyri er verð á húshitunarorku í hærri kantinum. SS Rútur í startholum Það má búast við að verði líf og fjör á Akureyri á morgun, en fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins eru væntanleg inn á Pollinn. Bæði skipin eru skráð í Sovétríkjunum og heita Max- ím Gorkí og Kazakstan. Um borð í því síðarnefnda eru 450 manns en Gunnar M. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfísbíla Akureyrar, hafði ekki fengið endanlega tölu um fjölda farþega í Maxím Gorkí þegar Dagur hafði tal af hon- um í gær. Skipin eru væntanleg til Akur- eyrar eftir hádegi á morgun með um klukkustundar millibili. Þau hafa stuttan stans á Akureyri, en tíminn er hins vegar vel nýttur og er fólki m.a. boðið upp á skoðun- arferðir austur í Mývatnssveit. Gunnar og hans fólk höfðu nóg að gera í gær við að skipuleggja rútuferðir austur fyrir farþega skipanna. Gunnar sagði fjarri því að rútufloti Sérleyfisbíla Akur- eyrar annaði eftirspurn á slíkum álagstímum. „Ég er með bíla alls staðar af Norðurlandi og einn- ig nokkra bíla að sunnan,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta við- ráðanlegt á þessum tíma árs, en á álagstímum í júlí væri erfiðara að koma slíkum stórflutningum í kring. óþh Norðlensk tjaldstæði: Allt iðjagrænt í Ásbyrgi - Vaglaskógur opnaður um næstu helgi Straumur ferðamanna á helstu tjaldstæði norðan heiða er víð- ast hvar hafínn eða í þann veg- inn að hefjast. Sem kunnugt er kom Norræna í fyrsta sinn til landsins í síðustu viku og þessa dagana eru útlendir „túrhest- ar“ að dreifast um landið. Þá er landinn í startholunum með sínar „græjur“ og eltir sólina uppi. Eins og veðrið hefur ver- ið að undanförnu hafa Norð- lendingar ekki þurft að leita Iangt yfír skammt í þeim elt- ingaleik. Dagur fór á stúfana á helstu tjaldstæði og innti eftir gangi mála. Tjaldstæði í Vaglaskógi verða opnuð um næstu helgi en að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógar- varðar, hefur mikil bleyta tafið fyrir. Hins vegar var verslunin í Vaglaskógi opnuð um síðustu helgi og nokkur fjöldi fólks hefur kom- ið við í skóginum og skoðað aðstæður. Tjaldstæðin í Ásbyrgi voru opnuð í byrjun júní og hefur ver- ið töluverð umferð ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra. Gróðurinn í Ásbyrgi tók vel við sér eftir veturinn og allt orðið iðjagrænt að sögn landvarða. Tjaldstæðin í Vesturdal verða þó eitthvað seinna á ferðinni. Landverðir í Reynihlíð, sem hafa Dimmuborgir m.a. á sinni könnu, létu vel af sér. Ástand gróðurs er vel í meðallagi og tjaldstæðin í góðu ástandi. Þeir forráðamenn tjaldstæða sem blaðið hafði samband við voru yfirleitt mjög ánægðir með aðsókn síðasta sumars og áttu von á öðru eins í sumar, svo framarlega sem sólin héldi sig á norðlægum slóðum. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.