Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 12. júní 1990 H rossaeigend u r í Saurbæjarhreppi! Hreppsnefnd Saurbæjarhrepps hefur ákveðið að ekki sé heimilt að sleppa hrossum á afrétt og ógirt lönd fyrr en 12. júní. Oddvitinn. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar^Sf 96-24222 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Aðalbraut 46, Raufarhöfn (neðri hæð), þingl. eigandi Albert Leonardsson, mánudaginn 18. júní, '90, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru. Gunnar Sólnes hrl. og Trygginga- stofnun ríksins. Brekknakot 1, Svalbarðshreppi, þingl. eigandi Jósep Leósson, mánudaginn 18. júrií, ’90, kl. 13.10. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Brúnagerði, Hálshreppi, þingl. eig- andi Sigurpáll Jónsson, mánu- daginn 18. júní, ’90, kl. 13.20. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Höfn II, Svalbarðsstr.hreppi, eig- andi Soffía Friðriksdóttir, mánudag- inn 18. júní, ’90, kl. 13.50. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Eggert B. Ólafsson hdl. Höfðabrekka 25, Húsavík, þingl. eigandi Gunnar B. Salómonsson, mánudaginn 18. júní, ’90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ari ísberg hdl. og Húsavíkurkaup- staður. Laugarholt 3 d, Húsavík, þingl. eig- andi Guðmundur Guðmundsson o.fl., mánudaginn 18. júní, kl. 14.20. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Fjár- heimtan h.f. Laugatún 25, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Hlöðver Steingrímsson, mánudaginn 18. júní, ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er. Veðdeild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Akurgerði 7, Kópaskeri, þingl. eig- andi Ástráður Berthelsen, mánu- daginn 18. júní, ’90, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki og Jón Ingólfsson hdl. Bliki ÞH-50, þingl. eigandi Njörður h.f., mánudaginn 18. júní, ’90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Eyrarvegur 2, neðri hæð, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, mánudaginn 18. júní, '90, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Félagsheimilið Hnitbjörg, Raufar- höfn, þingl. eigandi Félagsheimili Raufarhafnar, mánudaginn 18. júní, '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Vátryggingafélag íslands h.f. Höfðabrekka 27, Húsavík, þingl. eigandi Samúel Samúelsson, mánudaginn 18. júni, '90, kl. 15.20. Uppboðsbeiðendur eru: Óskar Magnússon hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Keldunes 2, Kelduneshreppi, þingl. eigandi Sturla Sigtryggsson, mánu- daginn 18. júní, '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, mánudaginn 18. júnf, ’90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Jón Eiríksson hdl. Skútahraun 2 a, Reykjahlíð, þingl. eigandi Sæþór Kristjánsson, mánu- daginn 18. júní, '90, kl. 10.50. Uppboðsbeiðandi er: Grétar Haraldsson hrl. Sveinbjarnargerði 2 c, Svalb.str., þingl. eigandi Jónas Halldórsson, mánudaginn 18. júní, '90, kl. 15.50. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Búnaðarbanki íslands og Ásgeir Thoroddsen hdl. Tunga, Svalb.str.hreppi, þingl. eig- andi Ester Laxdal, mánudaginn 18. júní, '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs, Búnað- arbanki íslands, innheimtustofnun sveitarfélag og‘ innheimtumaður ríkissjóðs. Ægir Jóhannsson ÞH-212, þingl. eigandi Njörður h.f., mánudaginn 18. júní, '90, kl. 15.10. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Ægissíða 14, Grenivík (Laugaland), þingl. eigandi Sigurveig Þórlaugs- dóttir, mánudaginn 18. júní, ’90, kl. 15.40. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Tryggingastofnun ríksins og Ásgeir Thoroddsen hdl. Ásgata 8, Raufarhöfn, þingl. eigandi Linda Guðmundsdóttir, mánudag- inn 18. júní, ’90, kl. 10.40. Uppboðsbeiðendur eru. Tryggingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Minning: a Bryndís Halldóra Steindórsdóttir Fædd 24. júlí 1972 - Dáin 3. júní 1990 Það er ekki ofsögum sagt, að akstur er dauðans alvara. Sunnu- daginn 3. júní lét Dísa frænka mín lífið í hörmulegu bílslysi. Hún fæddist á Akureyri. For- eldrar hennar eru Ingibjörg Björg- vinsdóttir og Steindór Haralds- son, systir hennar er Aðalheiður Marta. Snemma kom í ljós, að hún var heyrnarskert. Með hjálp heyrn- artækja gat hún heyrt tal, ef það var skýrt, en það dugði ekki til að hún gæti fylgst nægilega vel með í venjulegum skóla. Því var það að hún var send í nám við Heyrn- leysingjaskólann í Reykjavík. I fyrstu leit út fyrir að það væri til skamms tíma, en svo fór að hún lauk þar grunnskólanáminu. Það var fyrirkvíðanlegt fyrir foreldr- ana að senda hana frá sér á haust- in, barnunga, en það var þó bót í máli, að hún naut afskaplega góðrar umönnunar syðra. Þótt hún væri altalandi, lærði hún líka táknmál og gat þannig túlkað fyr- ir heyrnarlausa vini sína. Dísa var alltaf hress í viðmóti og gamansöni. Hún var líka feiki- lega rösk. Það rak ég mig á, þeg- ar hún hjálpaði mér í jólahrein- gerningum hjá afa hennar. Ég setti henni fyrir hvert verkið af öðru, alltaf kom hún eftir örskamma stund og spurði, hvað hún ætti að gera næst. Síðastliðinn vetur stundaði hún nám við fjölbrautaskóla í Reykjavík. Eftir skólalok fór hún í vikulangt ferðalag til Danmerk- ur með Heyrnleysingjaskólanum. Til landsins kom hún föstudaginn 1. júní og daginn eftir heim til Skagastrandar. Má nærri geta hvílík spenna hcfur fylgt því að koma heim eftir langan aðskilnað og viðburðaríkt ferðalag, hitta vininn sinn, hann Sigga, foreldr- ana og Heiðu systur, segja ferða- söguna og skoða nýja húsnæðið, sem fjölskyldan hafði flutt í, meðan hún var erlendis. Einnig þurfti hún að heimsækja litlu tví- burana í Víðidalnum og færa þeim gjafirnar, sem hún keypti handa þeim í Danmörku. Eftir tæpan sólarhring á heima- slóðum var alltof stuttri ævi hennar lokið. Við verðum nauð- ug að kveðja hana, sem við tím- um engan veginn að missa. Hennar verður sárt saknað. Magga. Á íjórða hundrað félagsmenn í BamaheiU Samtökin BARNAHEILL hófu starfsemi sína með framhalds- stofnfundi þann 8. febrúar síðast- liðinn, en upphaflegur stofnfund- ur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október 1989. í byrjun voru samtökin nefnd Hjálpum börnum. Fyrsti félagi samtakanna er Vigdís Finnboga- dóttir, forseti, en hún hefur stutt starfið með ráðum og dáðum. Samtökin hafa það á stefnu- skrá sinni að styðja réttindi og Þessa dagana er sýningarbáturinn R/Y SIMSON ECHO frá SIM- RAD verksmiðjunum í Noregi í hringferð um landið til að kynna það nýjasta í fiskileitartækjum frá SIMRAD. Um borð í bátnum eru meðal annars ITI þráðlaust veiðarfæra- kerfi, SR 240 sónartæki, EQ 100 dýptarmælir, FS 3300 höfuðlínu- sónar, EK 500 rannsóknarmælir o.fl. Þessi merkilega fleyta verður á velferð barna á allan hátt, eða eins og stendur í lögum BARNAHEILLA: 4. grein: Tilgangur samtakanna er að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Samtökin vinna að öllu, sem getur orðið til hagsbóta börnum, hvað varðar þroska, menntun, heilbrigði og félagslega aðstöðu, Húsavík á morgun, miðvikudag- inn 13. júní, kl. 18-21 og aftur á fimmtudaginn 14. júní kl. 8-11. Frá Húsavík fer hún til Siglu- fjarðar á fimmtudaginn og verður þar til sýnis kl. 17-20. A föstu- dag, 15. júní, verður SIMRAD- báturinn til sýnis kl. 10-13 og sama dag á Dalvík kl. 15-18. A Akureyri verður hann laugardag- inn 16. júní kl. 10-18 og yfirferð um Norðurland lýkur á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, á Sauðár- króki kl. 17-20. óþh bæði á íslandi og í öðrum löndum. Samtökin munu leggja höfuð- áherslu á velferð og rétt barna hér á landi og skulu ávallt hafa það að leiðarljósi að undirbúa börn undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Til að stuðla að framgangi þeirra verkefna, sem samtökin vinna að, beita þau sér fyrir hvers konar fjáröflun. Jafnframt styðja þau rann- sóknir, forvarnir, menntun og útgáfustarfsemi er geta stuðlað að bættum kjörum barna hér á landi. Eitt af verkefnum samtakanna er að stuðla að því að íslendingar taki á sig aukna ábyrgð á velferð barna í öðrum löndum. 9. grein: Samtökin BARNAHEILL taka þátt í alþjóðlegu samstarfi Save the Children Alliance og vinna með hliðstæðum samtök- um á Norðulöndum. 10. grein: Samtökin stuðla að því að koma upp félagsdeildum í byggð- arlögum landsins og styður starf- semi þeirra á allan mögulegan máta. Félagsmenn eru í dag hátt í fjórða hundrað, þeir sem óska eftir félagsaðild eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu BARNAHEILLA. Til fjáröflunar hafa samtökin gefið út heillaóskakort. Kortin eru hönnuð með merki samtak- anna í bláum lit með gyllingu. Það er von okkar að fólk sem á stóra merkisdaga muni láta boð út ganga til fjölskyldu og vina, þar sem gefendur eru beðnir að láta félagið njóta framlags í stað gjafa eða blóma. Tilhögun á sölu kortanna er með svipuðum hætti og sala minningarkorta fer fram hjá mörgum félögum í dag og eru þau til sölu hjá flestum umboðs- mönnum Happdrættis Háskóla íslands um land allt, einnig er hægt að hafa beint samband við skrifstofu Barnaheilla í Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 91- 680545. Norðurland: Norsk SIMRAD- fleyta í heimsókn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.