Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. júní 1990 - DAGUR - 3 i fréttir r- Rannsóknastofa Ræktunarfélags Norðurlands: Fagnaði 25 ára starfsaftnæli í gær Rannsóknastofa Ræktunarfé- lags Norðurlands átti 25 ára afmæli í gær en félagið sjálft var stofnað 11 júní árið 1903. Meginverkefni rannsóknastof- unnar hefur verið að efna- greina jarðveg og hey frá norð- lenskum bændum og á seinni árum hefur stofan einnig efna- greint loðdýrafóður og fiska- fóður. Tilgangur með stofnun Ræktunarfélags Norðurlands var á sínum tíma að vinna að rannsóknum, leiðbeiningum, fræðslu og öðru sem Iýtur að framförum í landbúnaði á Norðurlandi. Búnaðarsam- böndin á Norðurlandi standa að ræktunarfélaginu og vinn- ur það að ýmsum verkefnum sem búnaðarsamböndin telja best að þau leysi sameiginlega. Rannsóknastofan hefur einnig selt aðilum úr öðrum landshlut- um þjónustu sína. Eftir niður- stöðum efnagreininganna hafa svo ráðunautar leiðbeint bænd- um um áburð á tún og fóðrun á búfé þannig að sem mest hag- kvæmni verði í búskapnum. A síðustu árum hafa verið efna- greind árlega um 1500 heysýni, 1000 jarðvegssýni, 600 fiskafóð- ursýni og 200 loðdýrafóðursýni. Auk þessa berast rannsóknastof- unni ýmsar beiðnir um aðrar mælingar. A þessu ári er Ræktunarfélagið að bæta við þá þjónustu sem það hefur veitt. Verið er að taka í notkun tölvubúnað til teikninga á kortum af túnum og öðrum landsvæðum eftir loftmyndum. Er þetta þjónusta sem ýmsir fleiri Sauðárkrókur: 400 í „sjávarmessu“ 99 Sjómannadagshelgin fór vel fram á Sauðárkróki og var þó ýmislegt öðruvísi en vanalega. Ber þar hæst messuna um borð í Skagfirðingi SK 4 úti á miðj- um Skagafirði. Hin hefð- bundna dagskrá sem vanalega er í sundlauginni var síðan á íþróttasvæðinu vegna þess að verið var að mála sundlaugina. Það var ekki bara sjómanna- dagur á Sauðárkróki, heldur sjómannadagar. A laugardaginn var dagskrá við höfnina og var þar keppt í kappróðri og flot- gallasundi. Skemmtu þeir fáu sem á horfðu sér konunglega enda mikið fjör í keppnisfólki. Sérstaklega var gaman að kapp- róðrinum, en þar flugu ýmsar glósur á báða bóga þegar stýri- menn bátanna virtust villast af leið. Sögðu menn þá suma aldrei komast á miðin því þeir dóluðu alltaf uppi við fjörusteinana. Um kvöldið var síðan dansleikur í Bifröst sem ekki var ýkja fjöl- mennur, enda fóru flestir skemmtanaglaðir Skagfirðingar á dansleik Stjórnarinnar í Mið- garði á föstudagskvöldið, en þar voru um 700 manns. Á sunnudaginn, hinn eiginlega sjómannadag, hófst dagskráin með því að Skagfirðingur sigldi út á miðjan fjörð með messugesti innanborðs. Voru það um 400 manns sem sóttu þessa óvanalegu messu. Úti á firði messaði síðan sr. Hjálmar Jónsson og Sigurður Agnarsson, bátsmaður, flutti hugvekju. Kór sjómannskvenna söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Mikið var af börnum í förinni og virtust þau una sér vel um borð og ef- laust einhver dreymt um að vera orðin sjómenn. Blíðviðri var hið mesta og fjörðurinn nær spegil- sléttur svo veltingur var enginn. Eftir hádegi var síðan dagskrá á íþróttasvæðinu þar sem byrjað var á að veita verðlaun fyrir kappróðurinn og flotgallasundið. Síðan var keppt í reiptogi og belgjahlaupi, auk þess sem sjó- menn reyndu með sér í netabæt- ingu. Að öllu þessu loknu settist fólk síðan að kaffidrykkju í Bifröst. Slysavarnadeildin Skagfirðinga- sveit skipulagði og stjórnaði öllu sem fram fór og kaffisalan var á - hennar vegum. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki var þetta góð helgi, þó að nokkrir væru síöðvaðir á of mikl- um hraða og einn tekinn fyrir ölvunarakstur auk þess sem nokkrir gistu fangageymslur sök- um ölvunar. SBG Myndlistarsýningar á Króknum: Höfuðlausar verur vöktu mMa athygli Listahátíð er hafin suður í Reykjavík, en á Sauðárkróki var lítil listahátíð um hvíta- sunnuhelgina. Þeir Guðbjartur Gunnarsson og Sigurlaugur Elíasson, myndlistarmenn, héldu sýningar á verkum sín- um og var aðsókn á þær nokk- uð góð. Guðbjartur Gunnarsson var með sína sýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á henni voru um 40 myndir, hreinar grafíkmyndir, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Guðbjartur hefur tekið þátt í samsýningum Félags íslenskra myndlistar- manna og einnig haldið nokkrar einkasýningar áður. Sýningin hjá Sigurlaugi Elías- syni var aftur á móti á svokölluðu Gránulofti og á henni voru 36 grafíkmyndir, aðallega tréristur. Þetta var 5. einkasýning hans. Það var dálítið einkennandi fyrir myndirnar hjá Sigurlaugi, að á þeim var mikið af höfuðlausum verum. Dagur spurði hann um myndirnar almennt og hverju þetta sætti með höfuðleysið. „Ég mála mikið af draugum og þá ekki einungis draugum fortíðar heldur draugum þrítíðar. Þessar myndir mínar eru því einskonar þjóðsögur, en ekki myndir við gamlar þjóðsögur. Myndirnar eru unnar á síðustu árum, þótt ég hafi nú ekki haft neitt sérstaklega mikinn tíma til að sinna þessu, en að mínu rnati er best að vinna í myndlist nær stanslaust til að sem bestur árangur náist. Þetta höfuðleysi hefur nú verið þerna hjá mér um nokkurt skeið óg er þannig tilkomið að það er nú þetta sem skilur að draug og mann. Draugurinn nýtur þeirra forréttinda að geta tekið ofan hausinn þó svo að ansi margir menn virðist nú laumast til þess Iíka,“ sagði Sigurlaugur. SBG en bændur gætu hugsanlega nýtt sér. Rannsóknastofan var fyrst í húsakynnum Sjafnar við Kaup- vangsstræti. síðar í Glerárgötu 36 og nú að Búgarði við Óseyri 2 á Akureyri. Að jafnaði hafa unnið á stofunni 3 starfsmenn og ein- kennist starfsmannahaldið af litl- um mannabreytingum. Stofan hefur lagt megináherslu á nákvæmni í mælingum og skjót viðbrögð þannig að efnagreining- arnar komi sem fyrst og best að notum. „Verður áfram reynt að leggja megináherslu á þetta sanrhliða því að auka fjölbreytni þjónstunnar," segir í frétt frá rannsóknastofunni. JÓH F-50 skrúfiiþotur leysa gömlu Fokkerana af hólmi Stjórn Flugleiða hf. hefur ákveðið að endurnýja innan- landsflugflota félagsins með Fokker F-50 skúfuþotuin inn- an tveggja ára. Jafnframt var ákveðið að gera innanlands- flugið að sjálfstæðri rekstrar- einingu innan þróunarsviðs félagsins. Fokker F-27 skúfuþoturnar hafa þjónað farþegum innan- lands um 25 ára skeið. Þær hafa reynst vel, og vegna tæknilegra yfirburða og góðrar reynslu Flugleiða af Fokker verksmiðj- ununr í Eindhoven í Hollandi var ákvcðið að ganga til samn- inga um F-50 vélarnar. Á næstu tveimur árum munu þrjár F-50 vélar taka við eldri skrúfuþotunum. Auk þess var Sigurði Helgasyni, forstjóra, falið að láta kanna arðsemi fyrir fjórðu skrúfuþotuna. Vélarnar eru keyptar með kaupleigu- samningi til 10 ára, en að þeirn tíma liðnuni verður félaginu gert kleift að kaupa þær á föstu verði. Breytingar á skipulagi innan- landsflugsins voru tilkynntar um leið og kaupin á F-50 vélun- um voru ákveðin. Tap hefur verið á innanlandsfluginu og er ætlunin að snúa dæminu við með því að gera þá deild félags- ins að sjálfstæðri rekstrarein- ingu. EHB BEINT FLUG /yA // Akiireyri-Zu rich Beint flug m..............kr. 22.500 Flug og bílifciku m.v. 4..kr. 28.970 Flug og hóleifviku frá....kr. 39.400 Helgar hoji@.-8. júlí frá.kr. 31.300 */) Ferðaskrifstofan NONNI TRAVEL v/Ráðhústorg Sími 27922 Frá Akureyri: 5/7, 9/7, 16,7, 23/7, 30/7. Frá Zurich: 8/7, 15/7, 22/7, 29/7, 5/8, 12/8. + brottför 13/8, koma 18/8 til Reykjavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.