Dagur


Dagur - 12.06.1990, Qupperneq 7

Dagur - 12.06.1990, Qupperneq 7
Þriðjudagur 12. júní 1990 - DAGUR - 7 Opna Gautaborgarmótið í júdó: Freyr Gauti með brons - var hársbreidd frá úrslitaglímunni Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaður úr KA, hafnaði í þriðja sæti á Opna Gautaborg- armótinu í júdó, 14-18 ára, sem fram fór fyrir skömmu. Þessi árangur Freys Gauta verður að teljast frábær þar sem landslið 14 þjóða mættu til leiks, þ.á m. frá öllum Norður- löndunum, Bandaríkjunum, Póllandi, Hollandi, Ítalíu, Skotlandi o.fl. Keppendur á mótinu voru alls 360 talsins, þar af 40 í -78 kg flokknum sem Freyr Gauti keppti í. Sæv- ar Sigursteinsson, KA, tók einnig þátt í mótinu og komst hann í aðra umferð þrátt fyrir að hann gengi ekki heill til skógar. Freyr Gauti sat hjá í fyrstu umferð en fékk sænskan mót- Herja í annarri umferð. Sá var engin fyrirstaða fyrir Frey Gauta og þegar tæp mínúta var liðin af glímunni lá sá sænski á bakinu eftir mjög snoturt kast hjá Frey Gauta. í næstu umferð var það síðan Finni sem lenti í íslend- ingnum og kastaði Freyr Gauti honum eftir aðeins hálfrar mín- útu glímu. Var mál manna að þetta hafi verið eitt af fallegustu köstum mótsins. Nú var komið að undanúrslit- um og þar mætti Freyr Gauti hol- lenskum júdómanni sem hafði unnið þetta mót árið áður. Sú glíma var mjög snörp frá upphafi og náði hvorugur keppenda að skora stig en þó var Freyr Gauti mun nær því. Það voru hins vegar dómararnir sem réðu úrslitum í þessari glímu en þeir gáfu öllum að óvörum, og ekki hvað síst hol- lenska liðinu, Frey Gauta refsi- stig er þeir töldu hann hafa sótt út fyrir völlinn. Hollendingurinn glímdi því til úrslita í flokknum og vann þá glímu auðveldlega og var í mótslok valinn besti júdó- Handknattleikur: Þórsarar í 1. deild? - róttækar breytingar á keppnisfyrir- komulagi íslandsmótsins samþykktar á ársþingi HSÍ og keppa í Miklar og róttækar breyting- ar voru samþykktar á keppn- isfyrirkomulaginu á íslands- mótinu í handknattleik á árs- þingi Handknattleikssam- bands íslands sem lauk í Reykjavík á laugardags- kvöldið. Samþykkt var með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða að fjölga liðum úr 10 í 12 í 1, deild karla og munu því fjögur lið úr 2. deild leika um tvö sæti í deildinni á tíma- bilinu 10.-20. ágúst. Eitt af þessum liðum er Þór frá Akureyri og er því hugsanlegt að tvö Akureyrarlið leiki í 1. deildinni næsta vetur. Hin liðin eru Grótta, HK og Haukar. Auk þess sem liðunum í 1. deild verður fjölgað verður keppnisfyrirkomulaginu breytt alinokkuð. Fyrst verður leikin tvöföld umferð. Það lið sem verður efst að þeim loknum öðl- ast keppnisrétt í IHF-keppninni og fer í úrslitakeppni með 4 stig. Liðið sem verður í 2. sæti fer í úrslitakeppnina með 2 stig og lið númer þrjú með 1 stig. Sex efstu liðin leika til úrslita um meistaratitilinn. Hinn sex leika um áframhaldandi sæti 11. deild en tvö þeirra falla í 2. deild. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér að hvert lið leikur 32 leiki í stað 18 áður. Nokkrar breytingar verða einnig á 2. deildinni. 10 lið verða í deildinni, sex efstu spila um 1. deildarsæti en fjögur neðstu um áframhaldandi veru í deildinni. Þá hverfa b-liðin úr deildakeppninni sérstöku móti. Fleiri breytingar voru gerðar á þinginu. M.a. verður leikjum í 1. deild kvenna fjölgað og þar leikin fjórföld umferð. Jón Hjaltalín Magnússon var endurkjörinn formaður HSÍ. Með honum í framkvæmda- stjórn verða Gunnar Gunnars- son, varaformaður, Helga Magnúsdóttir, gjaldkeri, og Björn Jóþannesson, meðstjórn- andi. í sambandsstjórn sitja 16 menn, 4 iandshlutafulltrúar og einn fulltrúi frá hverju 1. deild- arfélagi. Jóhann Jóhannsson og félagar í Þór eygja nú möguleika á að spila í 1. deild næsta vetur. maður mótsins úr hópi gullverð- launahafa. Freyr Gauti glímdi hins vegar um bronsverðlaunin og vann þá glímu á sannfærandi hátt. Um árangur Freys Gauta þarf vart að fara mörgum orðum. Hann vann til bronsverðlauna á þessu geysisterka móti og var mjög nærri úrslitaglímu sem hann hefði mjög sennilega unnið. Þetta hlýtur að teljast framúr- skarandi árangur og þegar hafður er í huga árangur hans á nýaf- stöðnu Norðurlandamóti þar sem hann vann silfurverðlaun í opn- um flokki og brons í -78 kg flokki verður ekki annað sagt en að sú skoðun margra, að Freyr Gauti sé einn efnilegasti júdómaður Norðurlanda, eigi fullan rétt á sér. Sævar Sigursteinsson keppti í -60 kg flokki á mótinu. Hann lenti í umferðarslysi tveimur vik- um fyrir mótið og meiðslin háðu honum þegar í hina erfiðu keppni kom. Hann komst þó í aðra umferð eftir að hafa sigrað Pól- verja í fyrstu umferð. Hann tap- aði síðan fyrir Vestur-Þjóðverja í annarri umferð eftir harða bar- áttu. Freyr Gauti hefur sýnt að undanförnu að hann er með efnilegustu júdó- mönnum Norðurlanda. Körfubolti: Valur bestur á „Króknum“ Uppskeruhátíð körfuknatt- leiksdcildar UMF. Tindastóls var haldin nýverið. Það bar helst til tíðinda að í fyrsta sinn frá 1976 átti Tindastóll einn flokk íslandsmeistara, stúlkna- flokkinn. Körfuknattleiksmað- ur Tindastóls 1990 var valinn Valur Ingimundarsson. Ekki voru margir körfuknatt- leiksmenn mættir til að fagna liðnu keppnistímabili. Fólk farið í sumarfrí og margir krakkar í sumarbúðum á Hólum. Þó var þarna nær allur stúlknaflokkur- inn sem vann íslandsmeistaratit- ilinn 1990 og var klappað sérstak- lega fyrir þeim þar sem Tinda- stóll hefur ekki átt íslandsmeist- ara í körfuknattleik síðan 1976. Veittar voru viðurkenningar í öllum flokkum fyrir besta leik- manninn, mestu framfarir og besta ástundun. í stúlknaflokkn- um hlaut Selma Barðdal Reynis- dóttir viðurkenningu sem besti leikmaðurinn, en Kristín Magn- úsdóttir fyrir mestar framfarir og besta ástundun. Hjá meistara- flokki karla var besti leikmaður- inn Sturla Örlygsson og Pétur Vopni Sigurðsson tók mestum framförum. Besta ástundun var hjá Kristni Baldvinssyni og Valur Ingimundarson var með hæsta stigaskorun, flestar 3ja stiga körf- ur og auk þess vítakóngur liðsins. Það kom engum á óvart að Sverr- ir Sverrisson var mesti boltaþjóf- ur liðsins á keppnistímabilinu. Nokkrir bikarar voru veittir. Afmælisbikar KKÍ hlaut Kristín 9) Jónsdóttir fyrir að vera besti varnarmaður stúlknaflokks. Framfarabikar yngri flokka féll í hlut Halldórs Halldórssonar í 7. flokki. Besti yngri flokkur keppnistímabilsins var að sjálfsögðu stúlknaflokkurinn sem Valur Ingimundarson þjálfaði. Valur hlaut síðan minningarbikarinn um Helga Rafn Traustason kaup- félagsstjóra sem veittur er körfu- knattleiksmanni tímabilsins. Val- ur hlaut hann einnig í fyrra og mun því halda áfram að pússa gripinn. Að endingu var öllum boðið upp á pizzur og gos og ekki er gott að segja hver hefði átt að hljóta viðurkenningu fyrir besta ástundun í þeim efnum. SBG Valur Ingimundarson, leikmaður ársins hjá „$tólunum“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.