Dagur


Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 6

Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJORI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkrðki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RiKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hallgrímskirkjuturnamir tuttugu og þrír Nú sem ávallt fyrr virðist Dag- blaðið/Vísir líta á það sem sitt meginhlutverk að kveða innlend- an landbúnað í kútinn. Undan- farna daga hefur blaðið hamast við að kynna lesendum sínum útreikninga blaðsins á því hvað landbúnaðarkerfið kosti þjóðina. DV heldur því blákalt fram að innan landbúnaðarkerfisins verði engin verðmætasköpun til og að núverandi landbúnaðarstefna skerði kaupmátt almennings um 17,2 milljarða króna á ári, eða um 275 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í land- inu! „Reiknimeistarar" DV hafa meira að segja fundið það út að ef þessari upphæð væri skipt í þúsund króna seðla og þeim staflað upp, næði staflinn 1.720 metra upp í loftið. „Það er á við rúma 23 Hallgrímskirkjuturna, “ segir DV. Allar þessar fullyrðing- ar DV eru út í hött, nema ef vera skyldi sú að 17,2 milljarðar í upp- stöfluðum þúsund króna seðlum séu jafnháir Hallgrímskirkjuturn- inum tuttugu og þrisvar sinnum. Hins vegar er vandséð hvert gagn er af þeirri vitneskju. Síðustu árásir DV á bænda- stéttina eru þær alvarlegustu sem nokkur starfsstétt hefur mátt sæta af hálfu fjölmiðils hér á landi frá upphafi. Með því að leggja saman öll útgjöld ríkisins vegna landbúnaðarkerfisins á einu ári og bæta við 12.000 millj- ónum króna, sem blaðið segir að séu útgjöld almennings vegna innflutningsbanns á landbúnað- arafurðum (!), fær DV út 17,2 milljarðana sína. Flestir sjá hversu sérkennilegir þessir útreikningar eru. Fyrir það fyrsta er fáránlegt að halda því fram að innflutningsbann á land- búnaðarvörum kosti neytendur 12 milljarða króna. Að líkindum er það rétt að landbúnaðarafurð- ir keyptar í útlöndum séu eitt- hvað ódýrari en innlendar í augnablikinu en á það hefur margoft verið bent að engin trygging er fyrir því að svo verði næstu árin. í annan stað stand- ast erlendar landbúnaðarafurðir engan veginn gæðasamanburð við íslenskar í mörgum tilfellum og beinn verðsamanburður er því ekki raunhæfur. í þriðja lagi er í öllum útreikningum DV og annarra innflutningspostula gert ráð fyrir því að heildsalar, smá- salar og aðrir dreifingaraðilar sætti sig við mun lægri álagningu í krónum talið þegar um erlendar landbúnaðarafurðir er að ræða en ekki íslenskar. Þetta er afar einkennilegt í ljósi þess að kaup- menn kvarta nú þegar undan allt of lágri álagningu á landbúnað- arafurðum. Þyngst vegur þó í þessu sambandi að ef innflutn- ingur á landbúnaðarafurðum verður gefinn frjáls, jafngildir það ákvörðun um að leggja inn- lendan landbúnað niður. Það hefði aftur á móti í för með sér að 12-14 þúsund manns þyrftu að leita sér að nýju starfi. Sú upphæð sem DV áætlar að ríkið greiði til landbúnaðar ár hvert er einnig út í hött. Blaðið tínir til öll útgjöld ríkisins vegna landbúnaðarins en „gleymir" af augljósum ástæðum að telja þær tekjur á móti sem ríkið hefur af sölu landbúnaðarafurða. Þannig er það staðreynd að niðurgreiðsl- ur vega þyngst í útgjöldum ríkis- ins en virðisaukaskattur á land- búnaðarvörur, sem færist á tekjuhliðina, er álíka há upphæð. Af þessu má ljóst vera að títt- nefndir útreikningar DV eru ekki aðeins rangir, þeir eru fáránlegir. Þar skakkar talsvert mörgum Hallgrímskirkjuturnum! Það er vissulega umhugsunarvert hversu langt innflutningspostul- arnir leyfa sér að ganga í ofsókn- um sínum í garð bændastéttar- innar og innlends landbúnaðar í heild. BB. ri til umhugsunar Er pólitíkin í hættu? Sú staða er nú komin upp að ríkisstjórninni er nauðugur einn kostur, að láta umsamdar breytingar á launakerfi háskóla- menntaðara ríkisstarfsmanna ekki koma til framkvæmda á þeim tíma sem sagt er til um í kjarasamningi. í fyrstu grein þess samnings er sleginn sá varnagli að raski þær breytingar sem koma eiga til framkvæmda á samningstímanum heildar- mynd launastefnu í landinu sé heimilt að fresta þeim. Ríkis- stjórnin metur aðstæður í þjóðmálum á þann veg að verulegar launabreytingar til handa háskólamenntuðum í ríkisþjónustu muni raska því jafnvægi sem náðist á vinnumarkaðinum á síð- astliðnum vetri og þar með þeim stöðugleika sem myndast hefur í efnahagslífi þjóðarinnar og kemur til með að breyta íslensku efnahagslífi í framtíðinni ef engin slys verða sem ýta verðbólguskriðunni af stað á nýjan leik. Þessi staða er því ákaflega neyðarleg. Annars vegar á ríkisstjórnin kost á að fresta ákvæðum kjarasamningsins samkvæmt ákvæðum í fyrstu málsgrein hans, þótt með því sé verið að ganga á rétt viðsemjendans, eða taka áhættuna af því að efnahagslíf þjóð- arinnar fari úr böndunum á nýjan leik. Stofnana-, þrýstihópa- og fyrirtækjavald Ljóst er að átök eru framundan á milli ríkisvaldsins og starfsmanna þess vegna stöðunnar sem upp er komin. Það leiðir hugann að þeim breytingum sem nú virðast eiga sér stað í stjórnmálum hins vestræna heims og miða að því að auka hlutverk fyrirtækja, ópólitískra stofnana og þrýstihópa á kostnað lýðræðislega kjörinna þjóðþinga og ríkisstjórna. Akveðin hætta er fólgin í þessari þróun. Ríkisstjórnir hafa yfirumsjón með flestum sviðum þjóðlífsins. Þær bera einnig fjölþætta ábyrgð og sækja styrk til valds sem þær hafa öðlast samkvæmt stjórnarskrá í almennum lýðræðislegum kosning- um. Fyrirtæki, stofnanir og þrýstihópar sækja styrk sinn og áhrif til þeirra hlutverka sem þau gegna á hversu þröngu sviði sem starfsemi þeirra fer fram. Oft hefur verið bent á aðstæður í Svíþjóð, einu af forysturíkjum velferðar í heiminum. Á sama tíma og áhrif opinberra stofnana hafa aukist í skjóli krafna þrýstihópa um aukna umönnun þegnanna hefur eign- arhald á sænsku atvinnulífi verið á höndum tiltölulegra fárra fjölskyldna. Margt bendir til að svipuð þróun sé að eiga sér stað hérlendis. Fyrirtæki sameinast og eigendur stórra rek- strareininga kaupa hlutabréf í fyrirtækjum keppinauta og mynda þannig samtryggingu. Þetta hefur verið að gerast á sama tíma og þrýstihópar hafa knúið á um aukin umsvif til einkaneyslu. Þannig virðist sem kröfur almennings um aukna hlutdeild í þjóðarkökunni verði til þess að eignarréttur og völd færist í auknum mæli á hendur þeirra sem raunverulega eiga stærstan hluta atvinnulífsins fyrir. Baráttan um brauðið - frá stjórnmálum til stofnana Hlutverk stjórnmálanna fer minnkandi af þeim sökum. Almenningur skynjar þessa þróun. Það kemur fram í minnk- andi pólitískum áhuga og kom glögglega fram í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum sem fram fóru í maí síðastliðnum. Aðeins um 80 af hundraði kjósenda greiddu atkvæði á lands- vísu og á Akureyri, þar sem nú reynir á að nýju atvinnulífi verði komið á fót, sá aðeins um 71% atkvæðisbærra manna ástæðu til þess að hafa áhrif á hverjir færu með völd í bæjar- stjórn næstu fjögur árin. Góðæristímar undanfarinna tveggja áratuga með tilheyrandi neyslukapphlaupi hafa einnig orðið til þess að fólk tengir lífsbaráttu sína síður við stjórnmál en áður var. Þegar lægðir verða í verðmætasköpun og atvinna og tekjur dragast saman, eins og orðið hefur á síðustu tveimur árum, reyna menn að finna einhvern sökudólg en leita hans nú síður á sviði stjórnmálanna. Baráttan um brauðið er frem- ur háð á vettvangi fyrirtækja, stofnana og á vegum þrýstihópa en hinnar eiginlegu stjórnmálabaráttu. Pólitískir sigrar - framkvæmdasigrar í þessu sambandi vekur einnig athygli að stærstu sigrar í undangengnum kosningum eru persónulegir sigrar tveggja manna. Annars vegar sigur Davíðs Oddssonar, borgarstjóra í Reykjavík og hins vegar sigur Guðmundar Árna Stefánsson- ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Davíð Oddsson hefur stýrt Reykjavíkurborg á tímum hagsældar. Verslun og viðskiptalíf hefuraukist og borgin haft verulegt framkvæmdafé sem gert hefur kleift að leysa úr mörgum ver.kefnum. Þótt framkvæmd- ir-á vegum borgarinnar verði að teljast misjafnlega brýnar þá líkar fólki athafnasemi á borð við þá sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir undir forustu Davíðs Oddsso’nar. Sigur Sjálfstæðisflokksins í nágrannabyggðum Reykjavíkur tengist sigri Davíðs með beinum hætti. Þessi sveitarfélög eru byggð út úr Reykjavík að mestu Ieyti. íbúar þeirra eru margir fæddir þar og uppaldir eða afkomendur fólks sem ól aldur Eftir Þórö Ingimarsson. sinn að meira eða minna leyti innan borgarmarkanna. Þetta fólk lítur gjarnan á byggðina sem eina heild þótt sveitarfélög- in heiti ýmsum nöfnum og það kýs sama flokk til bæjarstjórn- ar og það hefði gert í Reykjavík. Sömu lögmál gilda um kosn- inguna í Hafnarfirði þótt flokksforinginn á þeim bæ sé í öðr- um stjórnmálaflokki og afstaða hans til sitjandi ríkisstjórnar með öfugum formerkjum. Hafnarfjörður er efnaður bær. Hann er eina sveitarfélagið á landinu fyrir utan Skilamann- ahrepp við neðanverðan Borgarfjörð sem hefur stóriðju inn- ari sinna vébanda. í Hafnarfirði er mikil útgerð og er Hafnar- fjarðarhöfn önnur tekjuhæsta höfn landsins á eftir Reykjavík. Framkvæmdasemi hefur einkennt Hafnarfjarðarbæ að undan- förnu eins og Reykjavík. Frá alþingi - til annarra - en hvert? Þótt varasamt sé að draga of ákveðnar ályktanir af niðurstöð- um bæjar- og sveitarstjórnakosninga þegar meta á pólitískt landslag fyrir alþingiskosningar þá er ljóst að áhrifa stofnana, fyrirtækja og þrýstihópa er farið að gæta þar í verulegum mæli. Enn er í fersku minni stórsigur Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins undir slagorðinu „samningana í gildi“ þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði af- numið ákvæði um vísitölubætur úr gildandi kjarasamningum til að draga úr verðbólgu. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með framboð til alþingiskosninga á undanförnum árum í nafni afmarkaðra málefna og jafnvel þrýstihópa. Þótt flest þessi framboð hafi ekki náð að festast í sessi sem varanlegir þingflokkar hafa áhrif þeirra orðið talsverð á stjórn landsins. í því sambandi nægir að nefna öfl, sem til urðu fyrir síðustu alþingiskosningar. Það er því til umhugsunar hvort pólitíkin er í hættu. Hvort áhrif eru að færast frá alþingi og ríkisstjórnum til stofnana, fyrirtækja og þrýstihópa. Það er einnig til umhugsunar hvort hin pólitíska deyfð sem nú ríkir stafi að einhverju leyti af því að kjósendur telji þessa valdhafa hætta að skipta því máli sem þeir gerðu. Á meðan íbúar Austur-Evrópu fagna nýfengnu stjórnmálafrelsi og ganga glaðbeittir að kjörborði virðumst við vera orðin hirðulaus um þær stofnanir þjóðfélagsins sem frelsi okkar og lýðræði grundvallast þó alfarið á. Það er enn- fremur til umhugsunar hverjir taka við raunverulegum áhrif- um ef þær stofnanir sem nú eiga að sinna því hlutverki glata því að verulegu leyti.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.