Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. júní 1990 - DAGUR - 7 fþróttahátíð f.SÍ.: Ávarp Sveins Björnssonar, forseta íþróttasambands íslands Íþróttahátíð íþróttasambands íslands sem fram fer á tíu ára fresti, hófst á Akureyri s.l. vetur og heldur áfram í Reykjavík 28. júní til 1. júlí, er ómæld stærsti íþróttaviðburður íslenskrar æsku hverju sinni. Höfuðmarkmið allrar íþrótta- iðkunar er að ávinna sér betri heilsu og aukna vellíðan og lífs- gleði, að ógleymdri þeirri ánægju sem samvistir við góða íþróttafé- laga veita. Pessi gleðilega þróun á sér án efa margar orsakir, en vafalaust vega þar þyngst auknar frístund- ir, fjölbreyttari möguleikar til iðkunar íþrótta og ekki síst vax- andi skilningur á gildi íþrótta, líkamsræktar og útivistar. Þegar framangreind markmið ráða ferðinni, hefur það verið nefnt „trimm“ eða „að trimma“. Eðli málsins samkvæmt er það og á að vera stærsti hópurinn, sem þannig stundar íþróttir. Sá hópur er einnig stór, einkum meðal yngra fólks, sem ánægju hefur af því að sækjast eftir sem mestri fullkomnun í íþrótt sinni og meta hæfni sína við aðra, sem eftir sama merki sækjast. Þetta eru hinar svokölluðu keppnisíþróttir. Þær laða til sín mikinn fjölda æskufólks og skapa því holl og góð tómstundastörf og ekki má gleyma því, að einmitt við þessar íþróttaiðkanir lærir fjöldi fólks að meta gildi líkamsræktar og er líklegra en aðrir til að halda áfram að stunda íþróttir eftir að keppnisferli lýkur. Nú þegar viðamikil og glæsileg íþróttahátíð er að hefjast, er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra mörgu manna og kvenna, sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd Íþróttahátíðar Í.S.I. 1990. Íþróttahátíð þessi er sú stærsta, sem haldin hefur verið hérlendis fram til þessa og hafa margir lagt hönd á plóginn til þess að gera hana að eftirsóttu marki til eflingar íþróttum og sýna þar með hið mikla íþrótta- starf, sem unnið er í landinu. Öll þau félög, sambönd, ráð og nefndir er starfa að velferð íþróttahreyfingarinnar hafa lagt sig fram í því að öll framkvæmd íþróttahátíðarinnar muni fara eins vel fram og hægt er. Allar þær vinnustundir sem fóru í undirbúning og framkvæmd, verða aldrei metnar til fjár. Starfið sýnir þá fórnfýsi og áhuga fyrir íþróttum, sem þeim er nauðsynlegur, og skal öllu starfsliði því sem greip í undir- búning, ásamt því sem lagði nótt við dag til þess að íþróttahátíð Í.S.Í. 1990 mætti takast, þakkað- ur stuðningur við íþróttir. Með hátíð þessari, vill íþrótta- samband íslands sameina alla íþróttahreyfinguna til stórra sam- stilltra átaka, sem vekur eftirtekt allrar þjóðarinnar. Verið öll hjartanlega velkom- in. Sveinn Björnsson forseti Í.S.Í. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Stuöningsfjölskyldur óskast Við leitum að fjölskyldum sem hefðu áhuga á að taka að sér að fóstra fatlað barn, nokkra sólar- hringa í mánuði. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Svæðis- stjórnar, Stórholti 1, og í síma 26960 kl. 9-16 virka daga. Íþróttahátíð ÍSÍ: Viðbót við grein Hermanns Sigtr. í samantekt Hermanns Sig- tryggssonar í Degi í gær um Íþróttahátíð íþróttasambands íslands féllu niður nokkur atriði sem vert er að leiðrétta. Fyrst er til að taka að í grein- inni er greint frá smáþjóðamóti Blaksambands íslands og var get- ið um þrjár erlendar þátttöku- þjóðir, Luxemborg, Færeyjar og San Marinó. Þarna gleymdist nafn fjórðu erlendu þátttöku- þjóðarinnar, Monaco. 1 öðru lagi er vert að geta þess að Borðtennissamband íslands fær tvo heimsfræga Japana til að sýna listir sínar við borðtennis- borðið. í þriðja lagi láðist að geta þriðju þjóðarinnar í landskeppni í frjálsum íþróttum. Auk íslands og írlands mæta Skotar til leiks. í fjórða lagi fær glímusam- bandið fjölda þátttakenda frá Frakklandi, Englandi og Skot- landi til keppni í axlatökum. - en þú leggur þau samt léttilega Reykjalundur hefur framleitt vatnsrör í 35 ár og þau elstu eru enn eins og ný. Þegar við bætist að lagning röranna er sérstaklega einföld er Ijóst að rörin eru afar hagkvæmur kostur, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Framleiðum rör frá 0 20 mm upp í 0 400 mm og útvegum allt upp í 0 1600 mm. Allar grennri gerðir fást í helstu bygginga- vöruverslunum um land allt og sölumenn okkar á Reykjalundi eru ávallt reiðubúnir til þjónustu. Rörin frá Reykjaiundi - rör sem duga. REYKJALUNDUR Söludeild • Sími 666 200 „Stærsti íþróttavið- burður íslenskrar æsku“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.