Dagur


Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 12

Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990 matarkrókur Ódýr og góður mánudagsmatur - frá Ruth Sörensen Það er Ruth Sörensen, mat- ráðskona á Heilsugœslu- stöðinni á Akureyri, sem leggur til uppskriftirnar í Matarkrókinn að þessu sinni. Hún segir um upp- skriftirnar, að þarna sé á ferðinni mánudagsmatur, ódýr og góður en hún býður upp á grœnkálsjafning með eggjum og brúnuðum kart- öflum og kökur með kaff- inu. Ruth hefur séð um að metta starfsmenn heilsugæslustöðvar- innar undanfarin fimm ár en að vísu segir hún að eldhúsið bjóði ekki ennþá upp á að heitur mat- ur sé á boðstólum en starfs- menn geta keypt sér smurt brauð, jógúrt og fleira þess háttar í síðasta Matarkrók var Konný Kristjánsdóttir með rétti sem nefndir voru helgarréttir og í framhaldi af því fannst Ruth tilvalið að kalla sínar uppskriftir mánudagsmat. En lítum nú á uppskriftirnar. Grœn kálsjafn ingur með eggjum og brúnuðum kartöflum 4-5 egg soðin í 7-8 mín. 75 g smjörlíki 70 g hveiti 5 dl mjólk salt aromat örlítill sykur ca. 300 g frosið grœnkál. Ef notað er nýtt grænkál, þá eru u.þ.b. 6-7 stilkar soðnir í nokkr- ar mínútur og saxaðir smátt. Kálið er sett út í jafninginn sem á að vera fremur þykkur. Jafningurinn er borinn fram með brúnuðum kartöflum og eggjunum sem skorin eru langs- um í tvennt. Eggjunum er rað- að ofan á jafninginn. Kökur með kaffinu 250 g hveiti 250 g smjörlíki 1 dl súrmjólk. Allt sett saman í skál og hnoðað. Síðan er deigið sett í ísskáp og kælt í um klukku- stund. Flatt út frekar þunnt og kringlóttar kökur skornar út og þeim raðað þétt á ofnplötuna. Kökurnar eru penslaðar með vatni og svolitlu af sykri stráð yfir. Bakað við mikinn hita (250-270 gráður). Tvær og tvær kökur eru síðan lagðar saman með smjörkremi á milli. Smjörkrem 40 g smjör 70 g flórsykur vanilludropar. Þeytt vel saman. Ruth bauð blaðamönnum upp á kökur og kaffi þegar þeir komu í heimsókn og óhætt er að fullyrða að kökurnar hafi bragðast með miklum ágætum. Henni eru færðar alúðarþakkir fyrir sitt framlag og hún tilnefn- ir Helenu Francis Edwardsdótt- ur, kennara og starfsmann í gestamóttöku Hótel Stefaníu, sem kokk í næsta Matarkrók. -vs Við gefum smáfuglunum mat, en börnin þurfa meira. Þá er ég ekki að tala um gerviþarfir heldur mikilvæg hugtök sem hampað er á tyllidögum en sjaldnast breytt eftir. Gluggað í heimsmynd barnsins Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Meðan karlar og jafnvel konur sitja sem fastast við sjónvarpið og góna á iðandi fætur sparka í bolta og leggi er ekki úr vegi að huga dálítið að börnunum, þessum smágerðu vinum okkar, eins og stundum er sagt um fuglana. Við gefum fuglunum mat í mestu vetrar- hörkunum en foreldrar gera sér vonandi grein fyrir því að börnin þurfa meira. Þá á ég ekki við veraldleg gæði, fínni og dýrari föt, meira af leik- föngum eða aðkeypta afþrey- ingu. Nei, ég er aðeins að tala um hugtök á borð við ástúð, hlýju, athygli, örvun og sann- girni, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru hugtök sem fyrir- menn viðhafa á hátíðlegum stundum en fæstir skilja eða gefa sér tíma til að breyta eftir þessum hugtökum. Nú er ég sjálfsagt farinn að hljóma eins og prestur, upp- eldisfræðingur eða marxisti sem deilir hart á firringu nú- tímaþjóðfélagsins, hlutgerv- inguna og lífsgæðakapphlaup- ið. Boðskapur áðurnefndra hópa er nefnilega mjög áþekk- ur þegar kemur að manninum, hinum umbúðalausa einstakl- ingi í þjóðfélagi auðhyggjunn- ar. Það er ósköp gott til þess að vita hve margir skilja í raun vanda þjóðfélagsins og geta bent á leiðir til úrbóta. En því miður er kirkjusókn léleg, uppeldisfræðingar lítt áberandi og marxismi bannorð. Ríkj- andi viðhorf eru önnur og þess vegna finnst okkur í lagi að vera sem minnst með börnum okkar og kaupa þau þess á milli, kaupa handa þeim lífs- fyllingu, kaupa handa þeim andlegan, félagslegan og lík- amlegan þroska. Þegar ég var ungur (byrjar hann nú að væla um löngu liðna tíð) þurfti ég ekki merki- lega hluti til að una við og tjá mig í gegnum leik (þá voru ekki til þessi dýru leikföng, ekkert sjónvarp og engar aug- lýsingar, sauðurinn þinn). Ég átti leggi, skeljar, fáeina bíla og gauðrifinn bangsa og bjó sjálfur til leikföng, t.d. úr spýtnadrasli. Ég gat leitað til foreldra, afa og ömmu eða langafa þegar mig vantaði ástúð, leiðbeiningu eða félags- skap. Þá var sólarhringurinn lengri en nú (ertu alveg að fara yfir um maður?), a.m.k. gaf fólk sér meiri tíma til samveru og voru börnin ekki undanskil- in. Þau voru ekki einangruð og hlekkjuð í gerviheimi mynd- banda, tölvuleikja og óhugn- anlega fullkominna leikfanga (ætlarðu aldrei að skilja að tímarnir hafa breyst?). Þess má geta að það er kon- an mín sem á þessar setningar innan sviga. Hún segir að ég sé algjör tímaskekkja, enda hef ég ekki getað tileinkað mér þá list að græða peninga og njóta gerviþarfanna og veldur þetta henni sárum vonbrigðum. Mér er alveg sama þótt nágranninn eigi flottari bíl, leðursófasett, fullkomin rafmagnstæki og ferðist til útlanda. Það er hans mál og snertir mig ekkert. Ég trúi því ekki að hamingjan sé föl fyrir peninga, hún hlýtur að koma innan frá, búa í manni sjálfum. Þó gera ytri aðstæður það að verkum að ég verð að gera vissar kröfur. Ég vil búa í tryggu húsnæði, ekki endilega eignast það og alls ekki með því að veðsetja líf mitt næstu 20 árin. Ég vil fá örugga vinnu og mannsæmandi laun fyrir framlag mitt, enda þarf ég að geta keypt mat og nauðsynleg- ustu flíicur. Ég vil eiga aðgang að menntun og heilbrigðis- þjónustu fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil fá tíma til að sinna fjölskyldunni, tómstund- ir fyrir sjálfan mig án þess að þurfa að kaupa þær (af hverju flytur þú ekki til Svíþjóðar fyrst þetta er svona ómögulegt hér?). Enn einu sinni er ég kominn út á hálan ís. Ég ætlaði að skrifa gamansaman pistil um kolvitlausa krakka og foreldra sem rífast fyrir framan sjón- varpið. Þess í stað er hér kom- in hugvekja, tímaskekkja sem enginn nennir að lesa. Það er best að fara bara að horfa á leikinn í sjónvarpinu ef maður fær þá frið fyrir barninu! Hallfreður Örgumleiðason:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.