Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. júní 1990 - DAGUR - 13 Húsbréf Einföld og örugg leið til að eignast ibúð Er orðið tímabært að kaupa íbúð? /Etlir þú að fá fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu, byrjar þú á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar. Fyrst þarftu þó að hafa undirbúið kaupin vandlega, t.d. með reglubundnum sparnaði. Þegar þú hefur fengið umsögnina í hendur, þurfa ekki að líða nema nokkrar vikur þar til afgreiðslu er lokið og kaupsamningur undirritaður. í húsbréfakerfinu áttu kost á háu langtímaláni á einum stað. Það getur sparað þér fyrirhöfn og kostnað af öðrum lántökum og auðveldað þér að hafa yfirsýn yfir skuldir þínar. Umsögn ráðgjafastöðvar eykur á öryggi þitt, því hún á að fyrirbyggja hugsanlega greiðsluerfiðleika þína. Þú getur ekki gert kauptilboð í húsbréfakerfinu án þess að hafa fengið umsögnina í hendur. Hafðu auk þess í huga að íbúðarkaup nú á dögum eru varla framkvæmanleg nema a.m.k. 15-20% kaupverðs sé eigið fé. Eigið fé getur til dæmis verið bíll, sem þú ætlar að selja, sparnaður, eða annað sem ekki er lánsfé. Leitaðu nánari upplýsinga hjá fasteignasölum og í Húsnæðisstofnun. KYNNINGARMYNDBÖND Kynningarmyndbönd um húsbréfakerfið liggja frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðisstofnun. Þau eru einnig m.a. væntanieg á sveitastjórnarskrifstofur og myndbandaleigur um land allt. iSa mnxmwxuw m<m mmjt HUSBRgtfaO 4, i 1 SAMEINAÐA/SÍA fí Úengin hús t ri JJJ ÁNHITA IIJÍ ARABIA Hreinlætistæki OGEItt DRAUPNISGÖTU 2 SÍMI (96)22360 Verslið við fagmann. AKUREYRI cR] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 SUNNUHLÍÐ: Til sölu fallegt einbýlishús á tveim hæðum. Laust eftir samkomulagi. TJARNARLUNDUR: 4-5 herb. íbúð á fjórðu hæð í fjöl- býlishúsi. Góð eign á góðum stað. TJARNARLUNDUR: 4 herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlis- húsi. Laus eftir samkomulagi. SUMARBÚSTAÐUR: Til sölu sumarbústaður ca. 13 km frá Akureyri. Til afhendingar strax. TIL SÖLU: Til sölu grunnur undir iðnaðarhús- næði. Uppsteyptir sökklar, stál- grind fylgir. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerargötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 > F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. Borgarbíó sýnir: Haltur leiðir blindan (See No Evil Hear No Evil). Leikstjóri: Arthur Hillcr. Aðalhlutverk: Gene Wilder og Richard Pryor. Tri-Star Pictures 1989. Wilder er heyrnarlaus, Pryor sjónlaus. Hugmyndin er sniðug og úrvinnslan eftir því vandasöm. Sá heyrnarlausi afgreiðir í búð er hann á en hinn blindi er atvinnu- laus í augnablikinu. Strax í upp- hafi myndar ber fundum þeirra saman án þess þó að hvorugur þeirra átti sig á því. Annar rífur sig ofan í rassgat við ókurteisan bílstjóra en hinn, sá blindi, tekur köpuryrðin til sín og gerir sitt besta til að hjóla í dónann. En dóninn snýr í hann baki og verð- ur því aldrei var við dólgslætin. Alla myndina í gegn er þessi fremur óvenjulega tegund af „misskilningsfyndni“ aldrei fjarri. Wilder heyrir ekki eða heyrir rangt. Pryor sér ekki og anar á. Pað gefur augaleið að hér er hægur vandi að ofgera, sér- staklega eftir að þeir tveir eru orðnir vinnufélagar og flækjast inn í dularfullt morðmál. En það mega aðstandendur myndarinnar eiga að þeim tekst að feta einstig- ið af stakri sniild. Fyrir vikið verður Haltur leiðir blindan aldrei verulega vitlaus og léttari nóturnar eru aldrei hamraðar af alefli með hjárænulegum ærsla- gangi. Þeir Richard Pryor og ekki síður Gene Wilder eiga stóran þátt í því hversu vel fyndnin kemst til skila. Wilder er hreint frábær í hlut- verki hins heyrnarlausa. Richard Pryor og Gene Wilder í svartholinu. kvikmyndarýni wj, Umsjón: Jón Hjaltason Haltur leiðir blindan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.