Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. júní 1990 - DAGUR - 15 Vesturós l ; Ljósavatn Vatnsdalsvatn Torfastaóavatn . i Langavatn Vatnsholts- vdtn Svinadalsvötn Langavatn Ellióavatn ' Seltjorn Þingvallavatn Víkurflóó Hciöarvatn veiði 24. júní Veiðidagur Qölskyldunnar á morgun Á morgun er Veiðidagur fjöl- skyldunnar og þá býðst almenn- ingi ókeypis veiði í mörgum vötnum landins. Á meðfylgj- andi korti sést hvar boðið verð- ur upp á veiði að þessu sinni en þetta er í sjötta sinn sem efnt er til sérstaks veiðidags fyrir alla fjölskylduna. JÓH Heiðarbær í Reykjahverfi: Sundlaug, tjaldstæði og gott atlæti Þegar fólk er á ferðalagi um sveitir Iandsins í sumarfríi, er alltaf kærkomið að rekast á sundlaug, hvar hægt er að skola af sér ferðarykið og fá sér sundsprett. Að Heiðarbæ í Reykjahverfi í S.-Þingeyjarsýslu er sundlaug, sem opin er kl. 14.00 til 22.00 alla virka daga og um helgar frá kl. 13.00 til 22.00. Á staðnum er m.a. boðið upp á ís, gos og sælgæti, heitar og kald- ar samlokur ásamt sérstöku sveitakaffi á sunnudögum. Á staðnum er hægt að fá tjaldstæði og svefnpokapláss í sal og góð aðstaða er fyrir fatlaða. í ná- grenninu er‘hestaleiga og einnig hópferðaþjónusta, þannig að ferðamaðurinn á vísan samastað í Reykjahverfi. ój Jónsmessugleði KA-heimi]isins Árleg Jónsmessugleði KA-heim- ilisins á Akureyri verður í kvöld. Gleðin hefst kl. 20.30 þegar kveikt verður á grillinu en ætlun- in er að bregða úrvalskjöti á grillið. Þegar allir verða orðnir mettir hefjast skemmtiatriði og síðan verður sungið fram eftir kvöldi. Miðaverði á þessa skemmtun er stillt í hóf en ætlast er til þess að gestir láti skrá sig fyrirfram í KA-heimilinu. Skagajgörður: Bílvelta hjá Melstað - engin alvarleg meiðsli BOvelta varð skammt frá Mel- stað í Skagafirði sl. fímmtu- dag. Tvær stúlkur sem voru í bflnum slösuðust lítið, önnur slasaðist á hendi og báðar kvörtuðu um eymsl í hálsi. Bfllinn, sem var af gerðinni Daihatsu Charade, er mikið skemmdur. Stúlkurnar sem eru úr Kópa- vogi voru í samfloti við foreldra sína sem voru í bíl á undan með barn annarrar með sér. Ætlunin var að fara til Siglufjarðar. Veltan varð með þeim hætti að Daihatsuinn mætti öðrum bíl og við það missti stúlkan, sem var 17 Gísli Ólafsson fyrrverandi yfirlög- regluþjónn Hjarðarlundi 11, Akur- eyri, er 80 ára í dag laugardaginn 23. júní. Hann verður að heiman. ára, stjórn á bílnum í lausamöl með þeim aíleiðingum að hann valt á veginum og endaði á hjól- unum aítur. Ástæðan er hvorki talinn hraðakstur né gáleysi við mætingu heldur einungis reynslu- leysi ökumanns. Talið er að stúlkurnar hafi báð- ar verið í bílbeltum og hafi það bjargað því að þær slösuðust ekki meira. SBG Sónata fyrir einleiksfiðlu Nýlega er út komin sónata fyrir sólófiðíu eftir Hallgrím Helga- son. Mun þetta vera fyrsta tón- verk þeirrar tegundar, sem prent- að er hérlendis. Sónatan er tileinkuð kanadíska fiðluleikaranum Howard Leyton- Brown, sem oft hefur leikið hana á konsertum, m.a. við Ann Arbor háskólann í Michigan, er hann hlaut doktorsgráðu við músikdeildina þar, og að hans ósk var verkið upphaflega samið. Hann hefur einnig annast fingra- setningu og boganotkun eöa fra- seringu. Björn Ólafsson spilaði verkið sömuleiðis og gerði því mjög góð skil í ágætum flutningi, þar að auki danski fiðluleikarinn Bprge Hilfred. Aðalútsala er hjá forlaginu Erni og Örlygi, Síðumúla 11, en þar eru auk þess fyrirliggjandi um 70 önnur verk höfundar. . dagskrá fjölmiðla Jónsmessuþáttur Ungmennafélagsins í Sjónvarpinu kl. 17.50 á sunnudag er helgaður ormum og marflóm, sem eru lystug kvikindi eins og sjá má á þessari mynd. Sjónvarpið Laugardagur 23. júní 14.45 HM í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítaiíu. 16 liða úrslit. 17.00 íþróttaþátturinn. 18.00 Skytturnar þrjár (11). 18.20 Bleiki pardusinn. 18.40 Táknmálsfréttir. 18.45 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítalíu. 16 liða úrslit. 20.50 Fréttir. 21.20 Lottó. 21.25 Fólkið í landinu. En ég er bara kerling. Sigrún Stefánsdóttir ræðir við Unni Guð- jónsdóttur dansara og danshöfund með meiru, sem búið hefur í Svíþjóð í nærri þrjá áratugi. 21.50 Hjónalíf (5). (A Fine Romance.) 22.20 Á villigötum. (Inspector Morse: Driven to Distraction.) Ný bresk sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk: John Thaw og Kevin What- ely. Ung kona finnst myrt og aðstæður minna um margt á morð sem var framið mánuði áður. , 00.05 Júlía og Júlía. (Julia and Julia.) Ítölsk/amerísk bíómynd frá árinu 1987. Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Gabriel Byrne, Sting og Gabriele Ferzette. Myndin segir frá konu sem á erfitt með að gera upp á milli eiginmannsins og við- haldsins. 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 24. júní 14.45 HM í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítalíu. 16 liða úrslit. 16.55 Norrænir kórar: Danmörk. (Musik í möbelhuset.) Tritonuskórinn danski flytur verk eftir John Höybye við ljóð eftir Grethe Riis- bjerg Thomsen ásamt djasstríói. 17.25 Sunnudagshugvekja. 17.35 Baugalína (10). (Cirkeline.) 17.50 Ungmennafélagið (10). 18.15 Litli bróðir. (Minste mann - Hvem er det?) Það skiptir máli hvar í systkinaröðinni börn alast upp. 18.40 Táknmálsfréttir. 18.45 HM í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítalíu. 16 liða úrslit. 20.50 Fréttir. 21.20 Hernámsárin. Fimmti þáttur: Orrustan á Atlantshafi. 22.10 Á fertugsaldri (2). 22.55 Kærleiksþel. (Ömheten.) Sænsk sjónvarpsmynd frá árinu 1989. Benjamin og Rasmus hafa búið saman um nokkra hríð, þegar foreldrar Rasmus- ar koma óvænt í heimsókn til þess að halda upp á 25 ára afmæli hans, en gjafir og húrrahróp geta ekki dulið hversu erfitt foreldrarnir eiga með að sætta sig við lífs- hætti Rasmusar og samband þeirra Benjamins. Þetta leiðir til óhjákvæmilegra árekstra, sérstaklega þegar kemur í ljós að Benjamín er alvarlega veikur. Aðalhlutverk: Gerhard Hoberstorfer, Kenneth Söderman, Yvonne Lombard og Máns Westfelt. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrórlok. Sjónvarpið Mánudagur 25. júní 12.25 Bretadrottning kemur. Bein útsending frá komu Eiísabetar Bretadrottningar til Reykiavíkur. 14.45 HM í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítalíu. 16 liða úrslit. 17.50 Tumi. (Dommel). 18.15 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies.) 18.40 Táknmálsfréttir. 18.45 HM í knattspyrnu. Bein útsending frá Ítalíu. 16 liða úrslit. 20.50 Fróttir og veður. 21.20 Ljóðið mitt (5). Að þessu sinni velur sér ljóð Pétur Gunn- arsson rithöfundur. 21.30 Roseanne. Lokaþáttur. 21.55 Glæsivagninn. (La belle Anglaise.) Sjötti og síðasti þáttur. Dýrmætt sumarleyfi. 22.50 Stutt og hrokkið. (The Short and Curlies.) Bresk stuttmynd frá árinu 1987. Aðalhlutverk: Alison Steadman, Syl- vestra le Touzel, David Thewlis og Wendy Nottingham. 23.05 Útvarpsfréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 23. júní 09.00 Morgunstund. 10.30 Túni og Tella. 10.35 Glóálfarnir. 10.45 Júlli og töfraljósið. 10.55 Perla. 11.20 Svarta stjarnan. 11.45 Klemens og Klementína. 12.00 Smithsonian. (Smithsonian World.) 12.55 Heil og sæl. Ógnarsmá ógn. 13.25 Sögur fró Hollywood. (Tales From Hollywood Hills.) 14.25 Veröld - Sagan í sjónvarpi. (The World - A Television History.) 15.00 Eftir loforðið. (After the Promise.) Mjög áhrifarík mynd byggð á sannsögu- legri bók eftir Sebastian Milito. Aðalhlutverk: Mark Harmon og Diana Scarwid. 16.45 Glys. (Gloss.) 18.00 Popp og kók. 18.30 Bílaíþróttir. 19.19 19.19. 20.00 Sóra Dowling. (Father Dowling.) 20.50 Stöngin inn. íslensk knattspyrna, íslenskir knatt- spyrnumenn og Knattspyrnusamband íslands sýnt frá öðru sjónarhorni en fólk á að venjast. 21.20 Kvikmynd vikunnar. Ógætni.# (Indiscreet.) Lesley-Ann Down leikur fræga leikkonu, Anne Kingston, sem er frekar seinheppin í karlamálum. Aðalhlutverk: Robert Wagner og Lesley- Ann Down. 22.55 Síðasti tangó í París.# (Last Tango in Paris.) Maður og kona hittast fyrir tilviljun í mannlausri íbúð einn vetrarmorgun í París. Eftir að hafa skoðað íbúðina sitt í hvoru lagi dragast þau hvort að öðru og ástríðurnar blossa upp. Aðalhlutverk: Marlon Brando og Maria Scheider. 01.00 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) 01.45 Þokan. (The Fog.) Mögnuð draugamynd. Aðalhlutverk: Adrienne Barbeau, Jamie Lee Curtis, Hal Holbrook og Janet Leigh. Stranglega bönnuð börnum. 03.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 24. júní 09.00 í bangsalandi. 09.20 Popparnir. 09.30 Tao Tao. 09.55 Vélmennin. 10.05 Krakkasport. 10.20 Þrumukettirnir. 10.45 Töfraferðin. 11.10 Draugabanar. 11.35 Lassý. 12.00 Popp og kók. 12.35 Viðskipti í Evrópu. 13.00 Djöfullegt ráðabrugg Dr. Fu Manchu. (Fiendish Plot of Dr. Fu Manchu.) Gamanleikarinn góðkunni, Peter Sellers, fer á kostum í hlutverki Fu og fimm öðrum. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Helen Mirren, Steve Franken og Simon Willi- ams. 15.00 Cary Grant. (The Leading Man.) Ævi hans og lífshlaup rakið í máli og myndum. 16.00 íþróttir. 19.19 19.19. 20.00 í fréttum er þetta helst. (Capital News.) 20.50 Straumar. í þessum þætti verður menningarmið- stöðin Hafnarborg í Hafnarfirði heimsótt. 21.10 Stuttmynd. Sérdeilis rómantískur afi er kominn í heimsókn til fjölskyldu sonar síns. Afinn gerir sér upp elliglöp til þess að hitta gamla unnustu sína en sonarsonur hans sér í gegnum þetta og ákveður að koma í veg fyrir að afa takist fyrirætlanir sínar. 21.40 Björtu hliðarnar. Léttur þáttur um björtu hliðarnar á öllu milli himins og jarðar. 22.10 Brotthvarf úr Eden.# (Eden’s Lost.) Fyrsti þáttur af þremur í nýrri ástralskri framhaldsmynd. Myndin fjallar um tuttugu ára tímabil í lífi St. James fjölskyldunnar í kringum heimsstyrjöldina síðari. Aðalhlutverk: Julia Blake, Linda Cropper, Victoria Longley, Arthur Dignam, Patrick Quinn og Edward Wiley. 23.00 Blessuð byggðarstefnan. (Ghostdancing.) Frjósamt landbúnaðarhérað er við það að leggjast i eyði en hugrökk ekkja, Sara, er staðráðin í að snúa þeirri þróun við áður en það verður um seinan. Aðalhlutverk: Bo Hopkins, Bruce Davison og Dorothy McGuire. 00.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 25. júní 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Kátur og hjólakrílin. 17.40 Hetjur himingeimsins. 18.05 Steini og Olli. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.30 Dallas. 21.20 Opni glugginn. 21.35 Svona er óstin. (That’s Love.) Fjórði þáttur af sjö. 22.00 Brotthvarf úr Eden. (Eden’s Lost.) Annar hluti af þremur. 22.50 Fjalakötturinn. Blái engillinn. (Der Blaue Engel.) í myndinni segir frá virtum prófessor í enskum bókmenntum sem heillast ger- samlega af Lólu. Líf hans verður aldrei samt aftur. Aðalhlutverk: Marlene Dietrich, Emil Jannings, Hans Albers, Curt Gerron, Rosa Valetti, Eduard von Winterstein og Karl Huszar-Puffy. 00.35 Dagskrálok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.