Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990
fréftir
Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar hf. haldinn sl. föstudag:
Umræða um breytta starfsemi Iðnþróunarfélagsins
Starfsemi Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar hf. kann að breyt-
ast á næstunni frá því sem nú
er. Á aðalfundi félagsins sl.
föstudag urðu nokkrar um-
ræður um starfsemi þess og
hvort æskilegt væri að brcyta
henni.
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Dalvík, uppiýsti á
aðalfundi Iðnþróunarfélagsins
að af hálfu Dalvíkurbæjar væri
kallað á breytingar á starfsemi
félagsins, þó að þær væru á þessu
stigi ekki nákvæmlega skil-
greindar. í máli Bjarna Kr.
Grímssonar, bæjarstjóra í
Ólafsfirði, kom fram að mikið
hefði vcrið rætt um þessi mál í
stjórn Iðnþróunarfclagsins, en
þeim væri ekki lokið.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður bæjarráðs Akureyrar-
bæjar, sagði að í málefnasamn-
ingi meirihlutans á Akureyri
væri kveðið á um að þcssi mál
yrðu skoðuð og væri stjórnar-
mönnum Akureyrarbæjar falið
að koma því í verk.
Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri IFE hf.,
sagöi að félagið þyrfti að vera
sveigjanlegt og hafa tök á að
brcgðast við brcyttum aðstæð-
um. Kallaði hann á hugmyndir
manna um breytingar. Vildi
hann fá að vita hvað menn teldu
eðlilega skiptingu á áherslu
milli nýjunga og varnarstarfs.
Einnig hvaö ætti að gera í upp-
lýsingum til almennings.
Sigfús Jónsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Akureyri og frá-
farandi stjórnarformaður IFE
hf., flutti skýrslu stjórnar. í
máli hans kom fram að á síðasta
ári hefðu verið nokkuð breyttar
áherslur í starfsemi Iðnþróunar-
félagsins.’ Þannig hefði veriö
lögð meiri áhersla á að vinna
forvarnarstarf viö starfandi
fyrirtæki frekar en vinn að
nýsköpun. Til að nýsköpun gæti
gengið, þyrftu að vera fyrir
athafnamenn og frumkvöðlar
sem Iðnþróunarfélagið gæti
aðstoðað. Sigfús sagði ekki
hlutverk félagsins aö fram-
kvæma nýjungarnar heldur
þyrftu að vera til fyrirtæki og
einstaklingar sem gætu tekið á
málinu.
Niðurstaða efnahagsreikn-
ings IFE fyrir síðasta ár var
13.508.865 kr. Niðurstöðutala
rekstrar er tap upp á 5.319.232
kr., sem fært er til jöfnunar á
eigin fé.
Á fundinum var samþykkt
eftirfarandi tillaga fráfarandi
stjórnar til breytinga á 4. grein
samþykkta félagsins: „Hlutafé
félagsins má vera allt að 22
milljónir króna og skiptist í
hluti að fjárhæð kr. 1.000, eða
margfeldi af þeirri upphæð. Eitt
atkvæði fylgir hverjum hlut aö
fjárhæð 1.000. Tillaga er gerð
um að hlutafé félagsins megi
vera allt að 26 milljónir króna,
að öðru leyti verði 4. grein
óbreytt.“
Á síðasta ári tók IFE hf. þátt
í stofnun tveggja fyrirtækja á
Akureyri, Ferðaskrifstofunnar
Nonna hf. og Dettifoss hf. -
gæludýrafóðurs. Þá fylgdist
félagið með og gerði úttekt á
ýmsum mögulegum nýjungum í
atvinnumálum á svæðinu. Ekki
eru komnar niöurstöður úr öll-
um þessum athugunum. Stærsta
einstaka verkefni síðasta árs var
að vinna að framgangi álvers
við Eyjafjörð. Félaginu var fal-
ið að sinna faglegri hlið álmáls-
ins f.h. héraðsnefndar, þ.m.t.
miðlun upplýsinga og tengsl vtö
stofnanir og ráðuneyti.
Af öðru í starfsemi IFE má
nefna þjónustu viö atvinnu-
málanefnd Akureyrarbæjar,
könnun á kaupum þjónustu
fyrirtækja og framkvæmda-
stjórn fyrir Félagsstofnun stúd-
enta.
í stjórn IFE hf. voru kjörin
f.h. Akureyrarbæjar Hálfdán
Örnólfsson og Porsteinn Sig-
urðsson, varamenn Heimir
Ingimarsson og Guðmundur
Stefánsson. f.h. Ólafsfjarðar-
bæjar Bjarni Kr. Grímsson, til
vara Sigurður Björnsson, f.h.
Dalvíkurbæjar Kristján Þór
Júltusson, til vara Jón Gunnars-
son, f.h. verkalýðsfélaganna
Ármann Hclgason, til vara
Guömundur Ó. Guðmundsson,
f.h. hreppsfélaganna við Eyja-
fjörð Guðný Sverrisdóttir, til
vara Birgir Þórðarson og f.h.
KEA Þorkell Pálsson, til vara
Sigurður Jóhannesson.
Stjórnin á eftir að skipta með
sér verkum. Nýir aðalmenn í
stjórn eru Hálfdán, Þorsteinn,
Guðný og Þorkell. Úr stjórn
gengu Sigfús Jónsson, Magnús
Gauti Gautason, Sveinn Jóns-
son og Jön Helgason. óþh
Leikklúbburinn Saga:
Sýningarferð til Síberíu
- ásamt unglingaleikhópum
frá Norðurlöndum
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri hefur að undanförnu æft
af krafti fyrir væntanlega ferð
til Sovétríkjanna. Ferðinni er
heitið til Síberíu, nánar tiltekið
til Baikalvatns og borgarinnar
Ulan Ude. Unglingaleikhópar
frá öllum Norðurlöndunum og
sovéski leikhópurinn Studia
ætla að æfa og setja upp sýn-
inguna Fenris í Síberíu.
Þetta leikverkefni er hugsað
sem framlag æskunnar til friðar-
mála í heiminum. Ferðin, sem
farin verður í júlí, er framhald af
samvinnu unglingaleikhópa á
Norðurlöndunum síðasta sumar,
en þá varð Fenris II til.
Leikritið fjallar um sjö syst-
kini. Einu þeirra er rænt og hin
leggja upp í ævintýraför í leit að
því týnda. Hvert land leggur til
einn eða fleiri þætti í verkið, sem
tengjast síðan saman í ferð syst-
kinanna. Farið var með þetta
sama verk til Norðurlandanna sl.
sumar en nú bætir sovéski hópur-
inn við einum þætti.
I fréttatilkynningu frá Sögu
segir að ferðalagið sé að vonum
dýrt og að mestu fjármagnað
með styrkjum. Þar hefur Akur-
eyrarbær verið mjög rausnarleg-
ur en meðlimir Sögu hafa líka
þurft að leggja á sig mikla vinnu í
fjáröflunarskyni.
„Fram til þessa hafa menning-
artengsl við Sovétríkin nánast
eingöngu miðast við dans, söng
og myndlist því að tungumála-
örðugleikar hafa alltaf verið til
staðar. Fenris verkið byggir hins
Hluti af hópnum frá Akureyri sem ætlar að nema land í Sovétríkjunum og setja þar upp sýningu ásamt fulltrúum
hinna Norðurlandanna og heimamanna.
vegar á leiklist án orða og er tón-
list stór þáttur í sýningunni.
Leiklist byggir á samvinnu og
gagnkvæmum skilningi allra þátt-
takenda þar sem allir leggja sitt
af mörkum til að skapa sýning-
una. Með þessari samvinnu ætti
því að vera lagður grunnur að
samvinnu og skilningi milli þjóða
og þeirra sem erfa skulu löndin,“
segir í tilkynningunni frá Sögu.
SS
Hótel Áning á Sauðárkróki:
Lifandi tónlist í sumar
„I vetur létum við þau boð út
ganga meðal tónlistarfólks að
því væri velkomið að dvelja
hér hjá okkur í fæði og hús-
næði, sér að kostnaðarlausu,
gegn því að það skemmti gest-
um okkar á síðkvöldum,“ seg-
ir Jón Gauti Jónsson einn
þeirra sem reka Hótel Áningu
á Sauðárkróki.
Hótel Áning er sumarhótel
rekið í heimavistarhúsnæði Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki og
í sumar er ýmis nýbreytni í
dagskrá þess fyrir gesti, eins og
það að tónlistarfólk hvaðanæva
af landinu mun skemmta á nær
hverju kvöldi, því undirtekt-
irnar við þessum boðum sem
hótelið sendi út í vetur voru mjög
góðar. Síðan er Jóhann Már
Jóhannsson, söngvari o.fl., á
samningi hjá hótelinu og mun
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.:
Góður þorskafli hjá togunmum
Mazda-umboðið á Akureyri:
Engar breytingar enn
„Að minnsta kosti er ekki vit-
að til þess enn að neinar
breytingar verði enda eru
þessi mál ekki frágcngin milli
Mazda verksmiðjanna og
Ræsis,“ sagði Ingi Þór Jó-
hannssoú hjá Bílasölunni hf.
á Akureyri sem hefur umboð
og viðgerðarþjónustu fyrir
Mazda bíla en sem kunnugt
er standa nú yflr samningar
um nýjan umboðsaðila fyrir
þessa bíla hér á landi.
Ingi Þór sagðist reikna með
að af þessum samningum milli
Ræsis og japönsku verksmiðj-
anna vcrði og næsta skref þar á
eftir verði að fara yfir umboðs-
mannakcrfið úti um land. Hann
sagðist vænta þess að viðræður
fari frarn við Ræsi um umboðs-
málin, ef af samningum verði
við verksmiöjurnar. „Mér þykir
iíklcgt að menn spjalli saman á
næstunni en trúlega munu
Ræsismenn ckki fara í umboðs-
mannamálin úti um landið fyrr
en samningur við verksmiðjurn-
ar verður kominn á," sagði Ingi.
jc5h
Togarinn Björgúlfur EA-312
frá Dalvík er nú kominn aftur
á veiðar eftir slipptöku hjá
Slippstöðinni hf. á Ákureyri
Taka þurfti togarann í slipp
vegna þess að skipta þurfti um
aðalrafal skipsins, en hann þurfti
að taka út um síðu skipsins. Til
stóð að taka skipið í slipp í haust
til botnhreinsunar og málunar,
en vegna þessa óhapps var tíminn
notaður nú til að botnhreinsa og
mála, auk þess sem gert var við
leka í skutrennu.
Björgúlfur fór á veiðar sl.
föstudag og hefur aflað* vel af
þorski á miðum austur af land-
inu. Hinn togari Útgerðarfélags
Dalvíkinga, Björgvin EA-311,
landaði nýlega um 170 tonnum af
góðu hráefni sem fóru til vinnslu
í Frystihúsi KEA á Dalvík. GG
syngja þar annað veifið.
Að sögn Jóns Gauta er góð
aðsókn að hótelinu og stefnir í
mikinn fjölda gistinátta í sumar.
Hótelið hefur boðið upp á svo-
nefnda Sæludaga hjá Hótel
Áningu, fyrir hópa sem vilja
skoða Skagafjörð og sögu hans
og segir Jón Gauti aðsókn í þetta
vera mjög góða og sé júnímánuð-
ur upppantaður í þessu sam-
bandi.
„Það er leiðinlegt að bæjarbú-
ar virðast ekki átta sig á því hve
stórt þetta hótel er orðið í
sniðum. Hér er hægt að halda
litla fundi, fólk getur farið út að
borða hér og núna erum við að
opna koníaksstofu,“ segir Jón
Gauti. SBG
Landsmót harmonikiiunnenda:
Um 700 manns þegar
mest var á Laugum
Landsmót harmonikuunnenda
var haldið á Laugum um síð-
ustu helgi og tókst vel þrátt
fyrir óhagstætt veðurfar. Að
sögn Sigurðar Friðrikssonar
komu margir á mótið og á
laugardaginn voru þar um 700
manns en heldur færri komu á
föstudaginn.
„Úrkoman náði lítið fram í
Mótsgestir streymdu á svæðið
strax á fimmtudagskvöld og mátti
heyra Fram í heiðanna ró, Kötu-
kvæði og fleiri slagara hljóma úr
tjöldum og frá hótelherbergjum
fram eftir kvöldi. Aðalfundur
Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda var haldinn á föstudags-
morgun og síðan tók sjálft lands-
mótið við.
Reykjadalinn fyrr en á sunnu-
dagsmorgun þannig að við vorum
heppin að því leyti. Það var
reyndar dálítið kalt en tón-
leikarnir og dansleikirnir voru
haldnir í íþróttahúsinu og þetta
gekk allt mjög vel,“ sagði Sigurð-
ur.
Hótelið á Laugurn var fullbók-
að og einnig gistu margir í
tjöldum. Sigurður sagði að allir
hefðu skemmt sér og veðrið hefði
ekki haft nein áhrif, þótt það
hefði ekki verið í samræmi við
óskir manna. SS