Dagur - 26.06.1990, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÖHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÚRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF,
SÍMFAX: 96-27639
Heimsókn
Bretadrottningar
Elísabet II. Bretlandsdrottning kom hingað til
lands í opinbera heimsókn í gær ásamt eiginmanni
sínum, Filippusi prins, og fylgdarliði. Þriggja daga
heimsókn hennar hátignar er tvímælalaust há-
punkturinn á fjölskrúðugum samskiptum Breta og
íslendinga sem þó eiga sér aldalanga sögu. Þau
samskipti hafa verið mjög ánægjuleg þegar á
heildina er litið, með örfáum undantekningum þó.
Helst hefur slest upp á vinskapinn þegar Bretar
hafa komið hingað óboðnir og viljað láta íslensku
þjóðina lúta vilja sínum. Sem betur fer eru slík til-
vik afar fágæt í samskiptum þessara þjóða og ein-
ungis tvö til þrjú þess eðlis að þau hafi verið skráð
á spjöld íslandssögunnar. Þar ber fyrst að nefna er
breski herinn gekk hér á land í lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar og hernam landið og ennfremur eru
landhelgisstríð okkar við Breta mörgum enn í
fersku minni. Jörundur hundadagakonungur var
einnig breskur þegn, sem eins og kunnugt er gerði
misheppnaða tilraun til að gerast konungur á ís-
landi. Að þessum atburðum undanskildum hafa
samskipti íslendinga og Breta jafnan verið hin
ánægjulegustu og gagnleg hvorum tveggja. Lönd-
in hafa lengi átt í blómlegum viðskiptasambönd-
um og haft mikið samneyti, ekki síst á sviði efna-
hags- og menningarmála.
Elísabet II. Bretadrottning er í hópi voldugustu
og auðugustu þjóðhöfðingja heims. Hún hefur set-
ið á valdastóli í 38 ár og á þeim tíma hafa átt sér
stað miklar breytingar á breska konungdæminu og
um leið á þjóðfélaginu og stöðu Bretlands í heimin-
um. Það má jafnvel fullyrða að á valdatíma sínum
hafi Elísabet II. lifað einhverja mestu umrótstíma í
nær tólf hundruð ára sögu bresks konungsdóms.
Þetta sést vel á því að er hún kom til valda ríkti
hún yfir rúmlega 50 löndum og landsvæðum, sem
síðan hafa flest gerst sjálfstæð Samveldislönd.
Hennar hátign hefur gegnt mjög mikilvægu hlut-
verki á þessum umbrotatímum og verið sú kjöl-
festa í bresku þjóðlífi sem Bretar vilja ekki vera án.
Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á
stöðu Bretlands í samfélagi þjóðanna á undanförn-
um árum og áratugum er Bretlandsdrottning sem
fyrr höfuð breska Samveldisins og sameiningar-
tákn þess ríflega eins milljarðs íbúa sem í ríkjum
Samveldisins býr. Mörg þessara ríkja eiga hana
einnig að þjóðhöfðingja.
Elísabet II. Bretadrottning er mikilhæfur þjóð-
höfðingi sem nýtur mikils trausts og ómældrar
virðingar þegna sinna. íslensku þjóðinni er mikill
sómi sýndur með heimsókn hennar. Þann sóma get-
um við endurgoldið með velþóknun, vinsemd og
virðingu í garð hennar hátignar og fylgdarliðs. BB.
g/ lesendahornið 11
Hvers vegna álver?
„Við komum stundum saman
nokkrir bændur, sumir hættir
búskap, aðrir að hætta. Okkur
blöskrar umræðan og áróðurinn
fyrir álveri hér í Eyjafirði. Finnst
okkur hann rekinn á fremur lágu
plani og lítið sem ekkert rætt um
þá mengunarhættu sem frá því
stafar.
Hérna í hinu góðviðrissama og
gróðursæla héraði passar ekki að
staðsetja álver. Við erum ekki
andvígir álveri sé það reist á
opnu svæði þar sem landbúnaður
er ekki stundaður í nánasta
umhverfi. En því aðeins finnst
okkur það rétt að ótvíræður
gróði sé af því, en ekki að þjóð-
arbúið standi nokkrum milljörð-
um skuldugra á eftir.
Við heyrum marga blöskrast út
í mengun í Austur-Evrópu og hér
var stofnað umhverfisráðuneyti,
væntanlega með vænum tilkostn-
aði. Til hvers var slíkt gert ef
ekki til að sporna við mengun,
sem raunar veitir ekki af. Við
teljum að halda ætti fræðslufund
hér í Eyjafirði og fá hina færustu
sérfræðinga á hann. Garðyrkju-
stjóri Akureyrar sagði á fundi í
vetur: „í Eyjafirði á að stunda
matvælaframleiðslu.“ Já, hér skal
stunda matvælaframleiðslu og
héðan á að flytja út vatn og hing-
að á að krefjast þess að ullariðn-
aðurinn komi aftur, því hér er
fólk sem kann til verka við þá
framleiðslu. Munum það sem
þjóðskáldið sagði: „Aldrei ég
Eyjafjörð elskaði nógu heitt.“
Þeir sem það gera reisa hér ekki
álver.“ Gamall eyflrskur bóndi.
Akureyri:
17. júní hátíðarhöld
fyrir neðan allar hellur
Rúnar Þór Björnsson hringdi.
„Ég get ekki orða bundist vegna
dagskrár þjóðhátíðarinnar og
skipulagningar hennar á Akur-
eyri í ár. Þetta var í einu orði sagt
hörmulegt.
Skipulagning dagskárinnar á
Iþróttavellinum var fyrir neðan
allar hellur og geinilegt að ekki
nokkur áhugi var fyrir því að
gera þetta sem best úr garði. Það
er í hæsta máta undarlegt að ekki
var boðið upp á nokkurn skapað-
an hlut fyrir börnin á þessari
þjóðhátíð.
Sem dæmi um slæma skipu-
lagningu má nefna að tímasetn-
ingar stóðust ekki. Tuttugu
mínútur í þrjú hófust dagskrár-
atriði sem áttu að hefjast klukkan
Guðmundur Ármann hringdi:
„Mér finnst fyrir neðan allar
hellur hvað það er lítil reisn yfir
17. júní hátíðarhöldunum á
Akureyri. Aðbúnaður fólks sem
kom fram á íþróttavellinum var
skelfilegur. Lúðrasveitin hafði
hvorki pall né skýli, kórinn stóð
bara á blettinum og það heyrðist
ekkert í honum. Þá er þetta eilífa
fallhlífarstökk orðið æði lang-
dregið og lítið spennandi. Maður
ætlar að fara með börnum sínum
og leyfa þeim að sjá eitthvað
skemmtilegt, en þá er ekkert í
gangi nema peningaplokk, rán-
dýrar blöðrur og sælgæti. Síðan
er setið og beðið en stjórnleysið
KEA Höfðahlíð:
Kvartað yfir
opnunartíma
Húsmóöir í Glerárhverfi
hringdi:
„Mig langar að taka undir með
þeim sem skrifaði nýlega um
opnunartímann í Höfðahlíðarúti-
búinu. Mér finnst þessi opnunar-
tími fyrir neðan allar hellur hjá
kjörbúð. Hún er aðeins opin eftir
hádegi og það kemur sér afskap-
lega illa fyrir húsmæður. Ég mæl-
ist til að kaupfélagið hafi líka
opið á morgnana, þegar við þurf-
uni að kaupa í matinn, eða þá að
einhver annar setji upp verslun í
hverfinu."
tvö. Þá var það með ólíkindum
að ekkert var um að vera á með-
an flugvél hóf sig til lofts frá
Akureyrarflugvelli. Fólki var
gert að fylgjast með flugvélinni
allan tímann sem hún var að
koma sér í rétta hæð. Hefði
skipulagið verið í lagi hefði að
sjálfsögðu eitthvað átt að gerast á
vellinum á meðan.
Akureyringur skrifar:
„Ég var að kynna mér þjón-
ustugjöld Akureyrarbæjar og sá
er algjört og tímasetningar stand-
ast ekki. Það voru allir orðnir
ergilegir því það gerðist ekkert
þarna á íþróttavellinum. Ég legg
til að íþróttafélögin taki sig
ærlega á eða að dagskráin verði
látin öðrum í hendur. Það mætti
kannski láta menningarmála-
nefndina sjá um hátíðarhöldin."
Æfareiöur Sauðkrækingur
hringdi:
„Mig langar til að leiðrétta þann
fáránlega misskilning sem við-
gengst hjá mörgum ljósvakafjöl-
miðlum og í tali fólks þegar það
segir „Sauðkræklingar“. Það ber
vott um ótrúlega vankunnáttu
fólks að geta ekki sagt „Sauð-
krækingar" því ég get ekki séð að
krókur og kræklingur eigi eitt-
hvað sameiginlegt.
Ég hef heyrt virðulegustu
menn segja „Sauðkræklingar" og
séð það prentað þannig í merki-
legustu skýrslu frá hinu opinbera.
Ég geri það að minni tillögu að
skipulagning hátíðarhaldanna
verði eftirleiðis í höndum sér-
stakrar þjóðhátíðarnefndar á
vegum Akureyrarbæjar en
íþróttafélögin komi þar hvergi
nærri. Ljóst er að ef 17. júní há-
tíðarhöld á Akureyri eiga ekki að
heyra liðinni tíð verður að breyta
þeim umtalsvert.
að kirkjugarðsgjaldið hefur verið
hækkað um eitt hundrað prósent.
Það hefur hvergi verið minnst á
þetta í neinu blaði, en gjaldið var
hækkað úr 1,5 prósenti í 3 prósent.
Verkalýðsfélögunum bar auðvit-
að að mótmæla þessu, þar sem
þau sömdu um núll-lausn, eins og
allir vita. Ég sakna þess að ekki
sé rætt um þessa hluti opinber-
lega. Þessi hækkun er ekkert
annað en svívirðileg aðför að
fólki, þegar allir leggjast á eitt við
að halda verðlagi niðri. Svo eru
það hafnargjöldin á trillunum,
þau voru 10 þúsund kr. í fyrra en
15 þúsund núna, þ.e. 50 prósenta.
hækkun. Þessu þarf að mótmæla
harðlega. Bæjarbúar eiga ekki að
sætta sig við að stjórn sveitarfé-
lagsins hafi forgöngu um að
brjóta þjóðarsáttina.“
Ég hafði lengi ætlað mér að
hringja í blöð og kvarta undan
þessu en nú er mælirinn fullur.
Ég vil benda fólki kurteislega á
það að forðast það eins og heitan
eldinn að segja „Sauðkrækling-
ar“, heldur segja það eina rétta;
Sauðkrækingar.
Að lokum vil ég koma því að
að norðlenskir fjölmiðlar hafa
sem betur fer ekki lent í þeirri
gryfju að fara rangt með orðið
Sauðkrækingar og vona ég að svo
verði áfram. Ef fólk nennir ekki
að segja „Sauðkrækingar" skal
því bent á orð eins og „Króks-
ari“.
17. júní á Akureyri:
„Ekkert í gangi
nema peningaplokk“
Bæjaryfirvöld á Akureyri
bijóta þjóðarsáttina
Orðsending til ófróðra:
Það á að segja
Sauðkrækingur
- en ekki „Sauðkræklingur“