Dagur


Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 11

Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 11
tóniist Þriðjudagur 26. júní 1990 - DAGUR - 11 21. júní hélt Háskólakórinn tón- leika í Akureyrarkirkju. Söng- stjóri kórsins var Guðmundur Óli Gunnarsson, en hann tók við því starfi á síðastliðnum vetri. Háskólakórinn er einn þeirra kóra íslenskra, sem ætíð er til- hlökkunarefni að eiga kost á að hlýða á. Kórinn hefur mjög gjarnan verið óragur við að halda út á ótroðnar brautir og reyna sig við óvenjuleg verkefni, svo sem nútímaverk, þar sem ofið er sam- an ósamhljómum, nýstárlegri hljómasetningu, óþægilegum tónbilum, taktbreytingum af ýmsu tagi, óvenjulegri raddbeit- ingu og flóknum styrkleikasveifl- um ásamt fleiru, sem tónskáldum og útsetjurum nú á dögum kemur í hug í leit sinni að tjáningarmáta og leið til þess að draga fram í verkum sínum hughrif og túlkun þess, sem um er fjallað í til dæmis Háir tónar - háleit markmið - tónleikar Háskólakórsins í Akureyrarkirkju textanum, sem sunginn er. Það er langt frá því að vera vandalaust að flytja verk af þessu tagi og það er líka engan veginn sama, hvernig farið er með þau. Þau eru oft viðkvæm eins og blóm, slungin saman af mikilli natni og kröfuhörð á áheyrendur ekki síður en flytjendur. Háskólakórinn hefur á að skipa góðum söngvurum með ferskar raddir og hefur jafnan haft við stjórnvölinn hæfa menn og vel skólaða. Kórinn hefur líka iðulega sýnt, að hann er vel fær um það, að takast á við verkefni af því tagi, sem rætt var um hér að framan. Svo var einnig á þess- um tónleikum í mörgum tilfellum - en því miður ekki öllum. Sérstaklega glæsileg var frammi- staða kórsins í flutningi á íslensku þjóðlögunum Ég veit... í útsetningu Atla Ingólfssonar og Móðir mín í kví, kví í útsetningu Jakobs Hallgrímssonar. Útsetn- ingarnar báðar eru fínlegar og natnislega unnar og meðferð kórsins var í samræmi við það. Ánægjulegt var einnig að hlýða á flutning kórsins á þjóðlögum í útsetningum eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Árna Harðarson, sem báðir eru fyrrverandi stjórn- endur kórsins. Pá var „Suite de Lorca“ eftir Enjojuhani Rauta- vaara afar forvitnilegt verk. í því dregur tónskáldið ýmis brögð úr pússi sínu og fellir þau inn í verk- ið á áhrifamikinn hátt. Gott hefði verið að eiga þess kost aö heyra þetta verk endurtekið og mætti sá háttur gjarnan vera á tónleikum, þegar um nýstárleg og flókin verk er að ræða. Á tónleikunum í Akureyrar- kirkju flutti Háskólakórinn nokkur alþekkt lög. í þessum lögum gerði kórinn tilraunir til þess að lita flutninginn á ýmsan veg. Allvel tókst til í laginu Land míns föður, þar sem nýstárleg markering gaf þessu gamalkunna lagi talsvert nýjan svip, og all- bærilega í Hver á sér fegra föður- land, þar sem meðal annars var beitt snoturlega afslætti á tals- verðum styrk. Miklu lakar tókst til með lögin Hvað er svo glatt og Úr útsæ rísa ísiands fjöll. Sér í lagi var hið síðarnefnda beinlínis illa flutt og miklu ot' „forserað". Annað, sem tókst verulega miður, var Ave verum eftir Edward Elgar. í þessu verki virt- ist kórinn aldrei komast á strik heldur vera óákveðinn og hik- andi svo til allt verkið á enda. Nýstárlegt atriði á söngskránni var Valse, verk fyrir talkór og slagverk eftir Ernst Toch. Talkór er aðlaðandi form kórverka, sem miklu of lítið hefur heyrst hér á landi. í þessu verki komst kórinn sæmilega frá verkefni sínu, en því miður ekki meira en það. Þó var skemmtilegt að hlýða á það og ljóst, að hér er á ferðinni verk, sem er vel þess virði að við það sé glímt og því náð að fullu. Þó að hér hafi verið að ýmsu fundið - og hefði reyndar mátt fleira til tína og þá einnig til lofs - stendur óhaggað, að tónleikar Háskólakórsins voru, þegar á heildina er litið, hinir skemmti-, legustu. Þeir færðu áheyrendum í Akureyrarkirkju andblæ nýrra hluta og eftirtektarverðra, sem unnendur tónlistar almennt mega ekki loka eyrum fyrir, heldur verða að kynna sér, þegar tæki- færi gefast. Haukur Ágústsson. Guðmundur Ármann í liam í vinnustofu sinni á Akureyri. Myndlist: Guðmundur Ármairn sýnir í Svíþjóð Guðmundi Ármanni, mynd- listarmanni á Akureyri, var fyrir nokkur boðið að halda grafíksýningu í Svíþjóð. Boðið kom frá Tidaholms Konsthall, sem er í bænum Tidaholm. Tidaholm (Tíðarhólmi) er lítill bær í vesturhluta Gautlanda, nálægt einu stærsta vatni Sví- þjóðar, sem heitir einfaldlega Vatten. Tidaholm er meðal ann- ars vagga sænska bílaiðnaðarins og þar var ein fyrsta og stærsta eldspýtnaverksmiðja heims. Þessa sögu geymir og segir Tidaholms Konsthall í dag og jafnframt eru listsýningar þar fastur liður á dagskrá. Sýning Guðmundar Ármanns verður opnuð 7. júlí næstkom- andi og stendur hún yfir fram að 2. september. Á sýningunni verða 25 dúkristur, flestar unnar á árunum 1989 og 1990. SS Endurskoðun íyrirtækjaskatta Fjármálaráðherra hefur skip- að nefnd til að endurskoða skattlagningu atvinnufyrir- tækja og peningastofnana. Nefndinni er ætlað að skoða skattlagningu fyrirtækja í Ijósi samkeppnisstöðu þeirra gagn- vart erlendum keppinautum. Sérstaklega verður tekið mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað innan Evrópu- bandalagsins. Endurskoðun skattlagningar atvinnufyrirtækja og peninga- stofnana er í samræmi við loforð sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við kjarasamninga. Nefndin mun hafa samráð við fulltrúa atvinnu- líísins og peningastofnana um þessa endurskoðun og mun efna til sérstakra viðræðna við samtök vinnuveitenda og launafólks. Formaður nefndarinnar er Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðaneytinu. Aðrir nefndarmenn eru: Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri, fjármálaráðuneyti; Eyjólf- ur Sverrisson forstöðumaður, Þjóðhagsstofnun; Garðar Valdi- marsson, ríkisskattstjóri; Már Guömundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra og Snorri Olsen, skrifstofustjóri, fjármála- ráðuneyti. Friðleifur Jóhannsson viðskiptafræðingur verður starfs- maður nefndarinnar. Handritasýning opnuð í Ámagarði Mánudaginn 18. júní sl. var opnuð í Arnagarði í Reykjavík handritasýning á vcgum Stofn- unar Árna Magnússonar. Á sýningunni er úrval handrita sem afhent hafa verið hingað heim frá Danmörku á undanförn- um árum. Þar á meðal er eitt merkasta handrit Snorra-Eddu, Konungsbók. Af öðrum handrit- um má nefna Staðarhólsbók Grágásar frá lokum þjóðveldis- aldar, Jónsbók frá upphafi 14. aldar, eitt aðalhandrit Stjórnar og Oddabók Njálu, sem er ineð merkilegustu skinnhandritum þcirrar sögu. Að auki eru sýnd brot úr Lárentíus sögu biskups og pappírshandrit Nikulásar sögu erkibiskups, Jóns sögu helga Ögmundarsonar og Þorláks helga Þórhallssonar. Sýningin verður opin alla virka daga í sumar fram til 1. septem- ber, á milli kl. 14 og 16. Á sunnu- dögum verður lokað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.