Dagur - 26.06.1990, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 26. júní 1990
Kodak
Express
Gæöaframköllui
★ Tryggðu f ilmunni þinni
UoA ^ ^
fbesta ^PedíSmyndir
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Vegagerð ríkisins:
Kjalvegur
opnaður í gær
Kjalvegur var opnaður í gær
og er ástand á honum bara
nokkuð gott að sögn vegagerð-
arinnar á Blönduósi. Þar er
aðeins leyfð umferð jeppa og
eru menn varaðir við því að
reyna fara hann á minni bílum
því að töluvert er um stórgrýti
á stöku stað og eins eru óbrú-
aðar ár margar á leiðinni.
Vegagerðin á Blönduósi fór og
kannaði ástand og lagfærði Kjal-
veginn nú fyrir helgina og sögðu
þeir sem þar voru að bæði ástand
vega og gróðurs væri ekkert mik-
ið verra þarna uppi en niðri í
byggð. .
Vegurinn um Þverárfjall milli
Sauðárkróks og Skagastrandar er
lokaður enn og að sögn vega-
gerðarinnar á Sauðárkróki verð-
ur hann ekki opnaður næsta hálfa
mánuðinn. Á honum eru ennþá
allt að tveggja metra þykkar
fannir og ekkert þýðir að moka
meðan leysingavatn er enn til
staðar. Vegurinn er samt farinn
að þorna á köflum og verður trú-
lega í góðu ásigkomulagi þegar
opnað verður. I fyrra var hann
opnaður 11. júlí og verður opn-
unardagurinn á svipuðu róli í ár.
SBG
„Golfl)rú5kaup“ áAkureyri
Menn hugsuðu ekki bara um
golf á Arctic Open golfmótinu
sem haldið var á Akureyri um
helgina. Ritstjóri Golf Illustrated
Weekly, Neil Elsey, notaði
tækifærið og gekk að eiga Elisa-
beth Bateman. Jón E. Baldvins-
son, sendiráðsprestur í Lundún-
um, gaf brúðhjónin saman í
Minjasafnskirkjunni á laugar-
dagsmorgun og hélt síðan áfram
að spila golf með þeim árangri
að hann fór holu í höggi og
vann 1200 þús. kr. Opel bíl fyrir
vikið. Nánar er fjallað um mót-
ið á íþróttasíðum blaðsins.
SS/Mynd: KL
Ólafsflarðarmúli:
Mikið gijóthnm um helgina
- en engin óhöpp
Mikið grjóthrun var í Ólafs-
fjarðarmúla um helgina og
seinni partinn á sunnudag var
hann nær lokaður á meðan
vinnuvélar hreinsuðu grjótið
burtu af veginum. Þar til síð-
degis í gær höfðu engin óhöpp
orðið í Múlanum vegna grjót-
hrunsins, eða frá því á föstu-
dagsmorgun þegar grjótskriða
féll yfir Þjóðverja í húsbíl.
Mikið rigndi um helgina og
héldu ferðalangar að sér höndum
ef ferð fyrir Múlann var á
dagskrá. Vitað er um fólk sem
ætlaði frá Ólafsfirði til Dalvíkur
um Múlann, en fór yfir Lágheið-
ina í staðinn. Það er lenging á
leiðinni um rúma 200 kílómetra!
Vegna dansleiks í Ólafsfirði á
laugardagskvöldið með Stjórn-
inni vinsælu, óttaðist lögreglan
mikla umferð um Múlann en hún
varð minni en ætlað var.
Aðkomnir ballgestir komu flestir
yfir Lágheiði. Á sunnudag voru
símalínur hjá lögreglunni í
Ólafsfirði glóandi, þar sem fólk
var að spyrja um ástand Múlans.
Þetta sýnir að fólk fer með gát,
sem er vel, en líklega verður
minna um álag á símalínum lög-
Miklar framkvæmdir í sumar við Ólafs@arðarhöfn:
Samþykkt að semja við heimamenn
8. maí sj. samþykkti Hafnar-
stjórn Ólafsfjaröarbæjar að
Ieita eftir því viö bæjarstjórn
að farið verði í svæðisbundið
útboð vegna fyrirhugaðrar
byggingar grjótgarðs við Ólafs-
fjarðarhöfn.
í bókun hafnarstjórnar segir:
„Hafnarstjórn felur hafnarstjóra
að kanna hjá heimamönnum til-
boð í verkið á samkeppnisverði.
Gangi það ekki eftir verði farið í
svæðisbundið útboð á verkinu.
Þetta verði gert í fullu samráði
við Hafnamálastofnun ríkisins."
Þorsteinn Björnsson bæjar-
tæknifræðingur Ólafsfjarðarbæj-
ar segir að rætt hafi verið við
heimamenn um þetta verk, og
þeir hafi síðan skilað inn tilboði á
grundvelli þeirra gagna sem
Hafnamálastofnun vann fyrir
Ólafsfjarðarbæ. Á fundi hafnar-
stjórnar sl. þriðjudag var síðan
samþykkt að ganga til samninga
við Árna Helgason, sem er verk-
taki á staðnum.
Samningsverðið er kr. 20.438.51X)
eða 85,8% af áætlun Hafnamála-
stofnunar sem hljóðaði upp á kr.
23.828.000. Þessi nýi garður mun
ganga inn í höfnina, og kyrra eða
minnka til muna allar hreyfingar
í henni. Einng verður byggður
annar grjótgarður til að verja
norðurgarðinn, en í hann þarf
mjög stóra steina, eða allt að 8
tonnum. Einnig þarf í tengslum
við þessa framkvæmd að rífa
gamla trébryggju.
í sumar er einnig fyrirhuguð
viðgerð á svokölluðum loðnu-
kanti sem eru nokkuð viðamiklar
framkvæmdir, en við þennan
kant er loðnu landað og hann
notaður sem viðlegukantur fyrir
togarana, en í sumar er áætlað að
framkvæma viðhald fyrir 4 millj-
ónir króna. Þær framkvæmdir
verða unnar af heimamönnum,
en framkvæmdin er styrkhæf frá
Hafnamálastofnun, og fylgjast
fulltrúar þeirrar stofnunar með
framkvæmdum.
Fyrirhugað var að hefja fram-
kvæmdir við grjótgarðinn um
mánaðamótin, en enn er snjór í
námunni sem er í 4 km fjarlægð
vestan megin í firðinum í landi
Garðs. Áætlaður framkvæmda-
tími er 3 mánuðir, þannig að
verkinu verði skilað í lok sept-
embermánaðar.
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar á eft-
ir að samþykkja tilboð Árna
Helgasonar, en fyrir iiggur bréf
frá Hafnamálastofnun þar sem
hún fellst á tilboð Árna Helga-
sonar. Verktakar við þessa fram-
kvæmd eru nánast þeir sömu og
voru við síðustu grjótvarnargerð,
en Hafnamálastofnun hafði þar
verkstjórn á hendi. GG
Landsmót UMFÍ 1990:
Norðlendingar með 1000 skráningar
- svipaður flöldi og á Húsavík ’87
Það styttist óðum í Landsmót
UMFÍ, sem haldið verður í
Mosfellsbæ 12.-15. júlí nk. Að
sögn Ómars Harðarsonar,
framkvæmdastjóra mótsins,
stendur lokaundirbúningur yfir
og búist er við góðri þátttöku.
Frá norðlenskum ungmenna-
félögum liggja fyrir 1002
skráningar, en félögin hafa
frest til 4. júlí að tilkynna
endanlegan keppendafjölda.
Bensíndæla tengd í Grímsey,
bfleigendum til ánægju:
„Þetta er orðið memiingarlegt“
„Þessi dæla hefur staðið hér í
fjögur eða flmm ár án þess að
vera tengd. Bensínið hefur
verið afgreitt í brúsum og hellt
á bílana eins og hjá molbúum.
Það stóð bara á því að grafa
niður tankinn og tengja dæl-
una og þetta gerðum við. Þetta
er því orðið menningarlegt
núna,“ sagði Sigurður Bjarna-
son í Grímsey en hann tengdi á
dögunum bensíndælu fyrir
Olíufélagið hf. Esso í eynni.
Nú eru milli 10 og 20 bílar í
Grímsey og því var orðið tíma-
bært að koma upp afgreiðslubún-
aði á eldsneyti. Til stendur einnig
að tengja olíudælu við hlið bens-
índælunnar og á vegum Olíufé-
lagsins er í athugun að koma á
sjálfsafgreiðslu á olíu fyrir bátana
og verður sú afgreiðsla á bryggj-
unni.
í tengslum við frágang bens-
índælunnar voru fengin 15 tonn
af hörpumöl frá Þverá í Önguls-
staðahreppi í Eyjafirði og hún
send með Ríkisskipum til Gríms-
eyjar. Malarsendingin fór nokk-
urn krók því skipið fór frá Akur-
eyri til Húsavíkur og komst ekki
til Grímseyjar vegna veðurs á
sunnudag eins og til stóð.
Á síðasta landsmóti, á Húsavík
’87, voru 363 keppendur frá
ungmennasamböndum af
Norðurlandi, og búist við að sú
tala nálgist 400 í ár.
Svipaðar skráningartölur eru
hjá ungmennasamböndunum frá
síðasta landsmóti, mesta aukn-
ingin verður líklega hjá UÍÓ,
Ungmenna- og íþróttabandalagi
Ólafsfjarðar. Þá tekur nýstofnað
Ungmennafélag Akureyrar
(UFA) í fyrsta þátt á landsmóti,
er með 47 skráningartilkynning-
ar.
Ef litið er yfir skráningarnar,
þá er USVH með 100, USAH
með 163, UMSS með 127, UÍÓ
58, UMSE 205, UFA 47, HSÞ
270 og UNÞ 32 skráningar. Af
þessum tölum má sjá að líklega
verða Þingeyingar fjölmennastir
Norðlendinga í Mosfellsbæ.
Formlega hefst landsmótið
12. júlí en kvöldið áður hefst
undankeppni í körfubolta og fót-
bolta kvenna. Að sögn Ómars er
reiknað með 8-15 þúsund gestum
á mótið, fer allt eftir veðri, og
keppendur og starfsmenn verða
um 5000 talsins. -bjb
reglunnar þegar Múlagöngin
komast í gagnið. -bjb
Veiðidagur fjöl-
skyldunnar á Nl.-vestra:
Heim með
öngul í rassi
Leiðindaveður var að venju á
veiðidegi fjölskyldunnar á
Norðurlandi vestra. Virðist
það vera orðin föst hefð hjá
veðurguðunum að steypa yfir
menn regni og roki á þessum
árlega degi og hindra fólk í því
að veiða.
StangveiðiféLögin á Siglufirði,
Sauðárkróki og í Austur-Húna-
vatnssýslu buðu fólki að koma í
veiði og grillveislu á sunnudag-
inn var, í tilefni veiðidags fjöl-
skyldunnar. Svo fór þó að ekkert
veiddist og urðu menn að halda
heim með öngulinn í rassinum að
þessu sinni.
Á Sauðárkróki mættu milli 40
og 50 manns til veiða í Vesturósi
Héraðsvatna að morgni sunnu-
dagsins. Ætlunin var að grilla
pylsur og hafa það huggulegt, en
vegna veðurs varð varla nokkurs
fisks vart né unnt að grilla. Sömu
sögu er að segja frá Stangveiði-
félagi Austur-Húnvetninga, hjá
þeim mættu um 80 manns og lítil
veiði. Þeir voru samt svo forsjálir
að hafa tvo yfirbyggða vörubíla
undir veitingar svo að hægt var
að grilla og snæða innandyra þó
að úti væri votviðri.
Hjá Stangveiðifélagi Siglu-
fjarðar átti að veiða í Miklavatni
í Fljótum, en vegna veðurs varö
ekkert af því og héldu fjölskyldur
sig frekar heima við heldur en
fara að kasta í vitlausu veðri og
vonlausri veiði. SBG
Baldur EA-108:
Seldur til
Namibíu?
Dalvíkurtogarinn Baldur
EA-108, sem legið hefur
bundinn við bryggju síðan
snemma í vor eftir að KEA
keypti lilut Dalvíkurbæjar í
Útgerðarfélagi Dalvíkinga
hf., er nú á söluskrá hjá
enskum skipasölum.
Skipasmíðastöðin í Flekke-
fjord í Noregi sem m.a. hefur
smíðað nokkra íslenska tog-
ara, hefur verið að kanna
mögulcika á sölu á Baldri
gegnum enska skipamiölara,
og helst hafa verið taldir
möguleikar á að selja skipið til
Chile, Kanada eða Namibíu.
Namibískir útgerðarmenn
hafa á undanfömum misserum
keypt nokkur evrópsk skip til
veiða á botnfisktegundum
(,,skítfiskveiðar“), og borgað
mjög gott verð fyrir þau.
Togarinn Björgvin sem
gekk upp í kaupsamning á
nýju skipi með sama nafni hjá
Flekkefjord skipasmiðastöð-
inni haustið 1988, var seldur til
Chile, og heiti nú Pelican.
GG