Dagur - 28.06.1990, Blaðsíða 4
5 - RUOAG - OGör imúi ,8S iiJBBbuímmiR
4 - DAGUR - Fimmtudagur 28. júní 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRfMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sl'MFAX: 96-27639
Sumaríþróttahátíð
íþróttasambandsms
Íþróttahátíð íþróttasambands íslands verð-
ur sett við hátíðlega athöfn í Reykjavík í
kvöld. íþróttasambandið efnir til hátíðar
sem þessarar á tíu ára fresti og er hátíðin í ár
sú þriðja í röðinni. Íþróttahátíðinni er skipt í
tvennt, vetrarhátíð sem ávallt hefur farið
fram á Akureyri og var haldin þar með glæsi-
brag í lok mars fyrr á þessu ári, og sumar-
hátíð, sem jafnan er haldin í Reykjavík. Þetta
fyrirkomulag hefur gefið góða raun.
Íþróttahátíðin í ár er sú stærsta sem hald-
in hefur verið hér á landi fram til þessa og
vegna umfangs hennar fer hún að hluta til
fram í nágrannabyggðum höfuðborgarinnar.
Tilgangur íþróttasambands íslands með
hátíð sem þessari er tvíþættur: Annars veg-
ar er tilgangurinn sá að kynna það starf sem
fram fer innan vébanda íþróttasambandsins
og hins vegar að vekja athygli almennings á
ýmsum greinum sem auðvelt er fyrir fólk að
stunda til að efla líkamlegan, andlegan og
félagslegan styrk sinn og auka þar með eig-
in vellíðan og heilbrigði. Þessi markmið hafa
skipuleggjendur Íþróttahátíðarinnar aug-
ljóslega haft að leiðarljósi. Á hátíðinni er
boðið upp á sýnishorn af nær öllum þeim
íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á
landi auk þess sem aðrar, sem hægt væri að
stunda hér, eru kynntar. Jafnframt er lögð
rík áhersla á að fá sem flesta til að taka virk-
an þátt í því sem fram fer á hátíðinni og dag-
skráin skipulögð með það fyrir augum.
Íþróttahátíð sem þessi hefur tvímælalaust
mikið gildi. Hún sameinar alla íþróttahreyf-
inguna til stórra og samstilltra átaka og sýn-
ir með eftirminnilegum hætti hve margþætt
starf íþróttahreyfingarinnar hér á landi er í
raun. í annan stað opnar hátíðin augu
margra fyrir gildi íþrótta, og þá ekki síður
almenningsíþrótta en svonefndra keppnis-
íþrótta. Höfuðmarkmið allrar íþróttaiðkunar
er að ávinna sér betri heilsu og og aukna
vellíðan og lífsgleði. Á síðustu árum hefur
skilningur almennings á gildi íþrótta, lík-
amsræktar og útivistar vaxið í réttu hlutfalli
við auknar frístundir og meiri möguleika til
að sinna þessum þáttum. Sífellt fleiri gera
sér grein fyrir því að holl hreyfing og útivist
er ávísun á betri heilsu. í ljósi þess að góð
heilsa er dýrmætasta eign sérhvers manns
er til mikils að vinna. BB.
leiklist
Skjaldhamrar
- uppsetning Leikfélags Hólmavíkur
Síðvetrarverkefni Leikfélags
Hólmavíkur á nýloknu starfsári
var leikritið Skjaldhamrar eftir
Jónas Árnason. Leikstjóri upp-
setningarinnar var Arnlín Ola-
dóttir, en hún hefur starfað með
leikfélaginu undanfarin ár.
Leikfélag Hólmavíkur hefur
ferðast mikið með verkið, auk
sýninga á Hólmavík var það sýnt
á Drangsnesi og Broddanesi. Þá
var farin mikil leikferð um Vest-
firði og leikritið sýnt á sex
stöðum. Loks var haidið norður í
Árneshrepp á Ströndum og verk-
ið sett upp þar 23. júní.
Aðstaða í félagsheimilinu í
Árneshreppi er ekki góð. Þrátt
fyrir það tókst leikfélagsmönnum
frá Hólmavík vel að koma verk-
inu fyrir á sviðinu. Leikmyndin
var ekki flókin að gerð, en snyrti-
leg og fullnægjandi. Yfir henni -
sér í lagi húsnæði vitavarðarins
Kormáks - var raunsannur svip-
ur, sem fór vel við verkið. Lýsing
var einnig að jafnaði allgóð og í
raun eftirtektarvert, hvernig
tókst að leysa hana og önnur
atriði við þær frumstæðu aðstæð-
ur, sem fyrir hendi voru. í þessu
Jón Jónsson sem korporállinn og
Hafdís Kjartansdóttir í hlutverki
Birnu.
sem og sviðshreyfingum, sem
gengu árekstralaust fyrir sig, hef-
ur leikstjórinn Arnlín Óladóttir,
unnið gott verk.
Hlutverk í Skjaldhömrum eru
sex. Kormákur, vitavörður var
leikinn af Einari Indriðasyni.
Einar var á margan veg stórgóður
í hlutverki sínu. Hann náði vel
lubbalegum brag persónunnar,
þegar hún fyrst kemur fram, og
einnig var hann trúverðugur í
hinni breyttu mynd í seinni hluta
verksins. Honum tókst vel að
draga fram skoplegar hliðar og
vekja tilætlaðan hlátur.
Gunnar Jónsson í hlutverki Stones
majórs.
katrín Stanton, breskur for-
ingi, var leikin af Ester Sigfús-
dóttur. Ester fór vel af stað. í
upphafsatriði verksins var hún
sannferðug og allheildstæð í tali
og fasi. Því miður brást henni
bogalistin, þegar á dró, ekki hvað
síst í framsögn, en hún varð
miklu of lestrarkennd og blæ-
brigðalaus.
Halldór Jónsson lék Pál Daniel
Nielsen og átti nokkra allgóða
punkta í hlutverkinu. Þeir bentu
til þess, að með meiri natni hefði
Halldór getað gert persónunni í
heild betri skil. Túlkun hans var á
stundum ómarkviss, svo sem á
ástandi persónunnar, þegar hún
hafði ekki gleraugun á nefinu.
Gunnar Jónsson fór með hlut-
verk Stones majórs. Gunnari
tókst að draga fram fákænsku og
staðlaðan hermennskubrag þess-
arar persónu og gerði hlutverki
sínu allgóð skil.
Hlutverk korporálsins var í
höndum Jóns Jónssonar. í túlkun
sinni lagði Jón áherslu á ófram-
færni og unglingsbrag persónunn-
ar og hélt þeirri mynd allvel verk-
ið á enda. Á stundum brá fyrir
einhæfni í handahreyfingum, og
kækur persónunnar að sjúga upp
í nefið var á mörkum hins of-
gerða.
Birna var leikin af Hafdísi
Kjartansdóttur. Hlutverkið er
Ester Sigfúsdóttir sem Katrin Stan-
ton.
ekki stórt, en Birna skilaði því
allvel.
Áhorfendasalurinn í félags-
heimilinu í Árneshreppi var þétt-
setinn sýningarkvöldið og greini-
legt á viðtökum leikhúsgesta, að
heimsókn Leikfélags Hólmavík-
ur var vel þegin. Það hefur verið
háttur leikfélagsins að ljúka
starfsári með sýningu í þessari
afskekktu byggð. Það er afar
lofsvert.
Eftirtektarverð er atorka leik-
félagsins í svo fámennri byggð,
sem Hólmavík er. Skjaldhamrar
var annað verkefni félagsins á
starfsárinu. Fyrir jólin setti félag-
ið upp heimasmíðað verk, sem
kallað var Jóladagatalið. Einnig
hélt félagið námskeið við upphaf
starfsársins, sem fjörutíu áhuga-
menn um leiklist sóttu, og lagði
auk þess til efni við ýmis tækifæri
innan byggðarinnar. Loks eru
ferðir Leikfélags Hólmavíkur
með Skjaldhamra þær lang-
mestu, sem nokkurt leikfélag á
Norðurlandi hefur lagt í á
nýliðnu leikári.
Önn hinna ötulu leikfélags-
manna á Hólmavík er ekki lokið.
Þeir eiga eftir stór verkefni í
sambandi við þá miklu afmælis-
hátíð, sem ákveðin er dagana 27.
til 29. júlí í sumar vegna eitt
hundrað ára afmælis Hólmavíkur
sem verslunarstaðar. Af dugnaði
og átaksvilja félagsmanna Leik-
félags Hólmavíkur undanfarin
starfsár má ganga að því vísu, að
þeir munu leggja sig alla fram og
skila vel sínum hlut.
Haukur Ágústsson.
KEA Nettó við Höfðahlíð:
Odýr matvöruverslun
svar við lesendabréfi
„Hr. ritstjóri.
Vegna tveggja lesendabréfa í
Degi langar mig, fyrir hönd
KEA, til að koma eftirfarandi
upplýsingum á framfæri.
I lok ágúst á liðnu ári hóf KEA
rekstur KEA Nettó við Höfða-
hlíð. Með tilkomu þessarar versl-
unar má segja að blað hafi verið
brotið í verslun á Akureyri. KEA
Nettó hefur gert fólki kleift að
kaupa vörur á lægra verði en ger-
ist og gengur í matvöruverslun-
um.
KEA Nettó er ekki kjörbúð í
þeim skilningi sem yfirleitt er
lagður í það orð. Tilgangurinn
með KEÁ Nettó var að gefa
neytendum möguleika á að
kaupa vörur á lágu verði - sem
hefur tekist ef skoðaðar eru verð-
kannanir sem hafa verið gerðar
frá því verslunin var opnuð - en í
staðinn var þjónustan skert.
Forsendur fyrir verslun á borð
við KEA Nettó eru eftirfarandi:
★ Færri vöruflokkar en í venju-
legum kjörbúðum.
★ Færri starfsmenn en gerist og
gengur í verslunum af þessari
stærð.
★ Takmarkað úrval af frysti- og
kælivörum.
★ Styttri afgreiðslutími.
★ Staðgreiðsluviðskipti.
Það segir sig sjálft að lengri af-
greiðsiutími hefði meiri tilkostn-
að í för með sér. Ef afgreiðslu-
tími KEA Nettó væri aukinn væri
búið að kippa grundvellinum
undan rekstrinum.
Vinsældir KEA Nettó segja
sína sögu um þörfina á verslun af
þessu tagi og það sýndi sig fljót-
lega að rekstur KEÁ Nettó gekk
ágætlega. Það er hagur neytenda
að geta valið á milli mismunandi
verslana - og fullyrða má að
KEA hefur lækkað matarkostnað
fjölmargra heimila eftir að það
opnaði KEA Nettó.“
Áskell Þórisson,
blaðafulltr. KEA.