Dagur - 28.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 28.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. júní 1990 KaffibollaspjaHið sem varð að kvennasmiðju - skagfirsk kvennasmiðja orðin að veruleika Til eru ýmiss konar karla- og kvennaklúbbar eða félög hér á Fróni og starfa þau á mismunandi vegu. Eitt af þessu eru svokallaðar kvennasmiðjur sem eru nú orðnar fjórar á landinu öllu. I Reykjavík er sú elsta, Hlaðvarpinn, og síðan er það Hús frú Láru á Seyðisfirði og Kvennasmiðjan í Vest- mannaeyjum. A kvennadaginn þann 19. júní sl. var stofnuð sú nýjasta og eru það skagfirskar kon- ur sem að henni standa. Þennan dag voru einmitt 75 ár liðin frá því konur fengu kosningarétt á Is- landi. Aðsókn á fundinn varð eftir því og mættu á hann yfír 120 konur víðs vegar úr Skagafírðinum, af þeim gerðust síðan um 90 stofnfélagar í kvenna- smiðjunni. Á fundinum var m.a. kosið í fímm manna stjórn og lög félagsins ákveðin. Blaðamað- ur Dags leit aðeins inn á fúndinn, en þar sem hann er karlkyns sá hann að réttast væri að mæla sér mót við fámennari hóp kvenna en 120 til að ræða um kvennasmiðjuna og lét sér því nægja að smella af nokkrum myndum. Nokkrum dögum seinna hitti hann síðan að máli fjórar stjórnarkonur úr félaginu. Þær Herdísi Sæmundardóttur, Sigríði Friðjónsdóttur, Sigríði Pálmadóttur og Ónnu Hróðmarsdóttur. - Hvaö er kvennasmiðja? Herdís: „Kvennasmiðja er menningar- og fræðslumiðstöð kvenna, með það að markmiði að skapa konum aðstöðu til að vinna að sínum hugðarefnum í sam- vinnu við aðrar konur, í þeim til- gangi m.a. að auka samheldni og sjálfstraust kvenna og stuðla þannig að virkri þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélags- ins.“ Sigríður F.: „Petta spannar ansi vítt svið og starfið mótast af þátttakendum. Stjórnin mun ekki verða sá hluti félagskvenna sem gerir mest eins og hjá mörg- um félagasamtökum.“ Sigríður P.: „Starfsemin fer eftir virkni kvennanna sem eru í kvennasmiðjunni hverju sinni, en ekki endilega eftir dugnaði stjórnar." Herdís: „Virknin ræðst bara af konunum sjálfum, hvað þær vilja leggja mikið á sig. Ef þær vilja ekkert leggja á sig, þá er félagið einfaldlega óvirkt.“ Anna: „Petta er einmitt það sem gerir félagið frábrugðið öðr- um félögum, þú getur komið og farið þegar þér hentar.“ Kaffíbollaspjall að kvennasmiðju - Hvernig stóð á því að þið fóruð út í það að stofna kvennasmiðju? Herdís: „Ætli þetta hafi ekki byrjað yfir kaffibolla hjá okkur nokkrum konum hérna í lok síð- asta árs. Við fórum að ræða þetta mál og um kvennasmiðjurnar sem voru þá starfandi á landinu. í janúar fórum við síðan að ræða málin af meiri alvöru og vinna í þessu. Þegar við ræddum við aðrar konur kom í ljós að margar höfðu áhuga á að kynna sér þetta og við héldum nokkra svona óformlega þreifingafundi." Sigríður F.: „Hópurinn stækk- aði stöðugt og að lokum var hon- um skipt niður í fjóra undirbún- ingshópa sem að unnu að stofn- fundinum. Þetta voru lagahópur, hugmyndahópur, kynningarhóp- ur og dreifingarhópur.“ Sigríður P.: „Hóparnir unnu svo hver í sínu lagi, en síðan var þetta allt samræmt. Við sendum út bréf til allra kvenna, á aldrin- um tuttugu til sjötíu ára, í Skaga- firði þar sem þeim var boðið á stofnfundinn og sagt í stórum dráttum hvað kvennasmiðja væri og hvaða starfsemi gæti fyrir- fundist innan hennar veggja. Kaffibollaspjallið endaði því með stofnfundi kvennasmiðju í Skaga- firði. “ Ekkert afmarkað hlutverk - Haldið þið að það sé þörf fyrir þennan félagsskap í Skagafirði? Anna: „Tvímælalaust. Á fund- inum var skipt upp í fjóra hópa: Fræðslu- og ráðgjafarhóp, menn- ingarhóp, atvinnuhóp og hug- myndahóp. í þeim komu konur með tillögur að því hvað ætti að gera og hvað þær langaði til að gera.“ Herdís: „Ég held að konum hafi fundist það aðlaðandi að við höfum engin afmörkuð markmið, við höfum ekki afmarkað hlut- verk eins og flest félög hafa, heldur gerum við allt sem konum kemur vel og það eru konurnar sjálfar sem stjórna því.“ - Er þetta þá hálfgert kven- rembufélag? Herdís: „Nei, nei. Eins og þú veist þá er allt sem konur gera, í þágu einhvers. Kvenfélögin í gegnum aldirnar hafa alltaf verið að styðja einhver málefni eða verið starfandi í líknarmálum." Sigríður F.: „Við ætlum að reyna að gera meira fyrir okkur sjálfar í kvennasmiðjunni, en vaninn er að konur geri.“ Sigríður P.: „Það skilar sér síð- an náttúrlega beint inn á heim- ilin, þar sem konan getur loksins fengið útrás í eigin verkefnum. Ég veit að margir karlar eru mjög spældir yfir því að fá ekki að ger- ast félagar, en þeir geta verið styrktarfélagar, komið á nám- skeið hjá okkur og tekið þátt í starfinu að stórum hluta.“ Karlmenn ekki félagar Sigríður F.: „Hjá Húsi frú Láru á Seyðisfirði hafa þær velt þessu mikið fyrir sér, hvort eigi að hleypa karlmönnum inn í félagið. Pær hafa komist að því að ef það yrði gert myndu þeir smám sam- an taka völdin í sínar hendur eins og í öðrum málum í þjóðfélaginu og það viljum við ekki.“ - Nú eru mörg kvenfélög í Skagafirði í virku starfi, er ekki of mikið að bæta þessu ofan á fé- lagsstörf skagfirskra kvenna? Herdís: „Ætlun okkar er ekki að taka nein verkefni frá kvenfé- lögunum, heldur starfa við hlið þeirra.“ Sigríður P.: „Það eru heldur ekki allar konur sem kæra sig um að starfa í kvenfélögunum. Þær vilja frekar starfa þegar þeim hentar, ekki þegar safna þarf fé fyrir einhverjum tækjum, eða baka og sjá um erfidrykkjur þeg- ar einhver deyr.“ Herdís: „Kvennasmiðjan verð- ur að einhverju leyti í hugarfars- mótun. Við viljum breyta við- horfi til kvenna og við ætlum t.d. að styðja við bakið á þeim kon- um sem sækja inn á hinn hefð- bundna karlamarkað í atvinnu- og félagsmálum." Sigríður P.: „Þær geta í raun leitað til kvennasmiðjunnar um stuðning þegar þær vilja og þurfa á honum að halda." Markmiðið að kaupa hús - Verður ekki þörf á húsnæði undir starfsemi félagsins? Herdís: „Markmiðið hjá okkur er, eins og þær hafa gert í Reykjavík og á Seyðisfirði, að kaupa hús. Við auglýsum því hér með eftir hentugu húsi í gamla bænum á Sauðárkróki undir starf- semina." Sigríður P.: „Hús er auðvitað nauðsynlegt til að kvennasmiðjan geti starfað, en við teljum að það sé líka gott að leigja fyrsta árið. Þá sjáum við hvernig þetta þróast, við skellum okkur ekki út í skuldir eins og þær þurftu að gera á Seyðisfirði. Þær fengu hús- ið mjög skyndilega og ákváðu að þær vildu ekki missa það og steyptu sér í skuldir. Það er það sem við viljum ekki að gerist hjá okkur og síðan sjáum við líka eft- ir eitt ár hvernig kvennasmiðj- unni verður tekið yfir höfuð.“ - Eruð þið búnar að fá leigu- húsnæði? Anna: „Það var samþykkt á fundinum að leigja aðstöðu í Gránu þegar hún losnar í sumar.“ Sigríður P.: „Við myndum samt ekki hafna húsi ef einhver vildi gefa hús. Þá kæmi líka til greina að skíra félagið í höfuðið á gefandanum og gera hann með því ódauðlegan." Hræðsla við orðið „kvennasmiðja“ - Félagið er sem sagt ekki komið með neitt nafn ennþá? Herdís: „Á fundinum var ákveðið að halda því opnu og láta kvennasmiðju bara vera einskonar vinnuheiti á félaginu. Annars er kvennasmiðja ágætis nafn.“ Sigríður F.: „Sumir hræðast það orð samt, sennilega vegna þess að þeir skilja það ekki.“ Símaþjónusta í vandamálaráðgjöf - Ef við lítum á hugmyndir að starfsemi félagsins, hvað er á stefnuskránni? Herdís: „Eitt af því sem við viljum, er að öll sú reynsla og handmennt sem íslenskar konur búa yfir, glatist ekki heldur vilj- um við koma gömlu handbrögð- unum yfir til yngri kynslóða. Þetta er einmitt í mikilli útrým- ingarhættu í þessu tækniþjóðfé- lagi sem við lifum í.“ Anna: „Á fundinum skiptum við í fjóra hópa sem punktuðu niður hjá sér hugmyndir að starf- semi kvennasmiðjunnar. Þær hreint og beint streymdu niður á blað og getum við t.d. tekið hér nokkrar sem komu upp í fræðslu- og ráðgjafarhópi: Slökun, sam- skipti foreldra og barna, kyn- fræðsla, breytingaskeiðið, áhuga- félag um brjóstagjöf, framsögn, leikræn tjáning, námskeið í að hætta að reykja, upplýsingakvöld og opið hús á mánudögum fyrir mömmur eða pabba með börnin sín. Þetta og margt fleira yrði allt á vegum kvennasmiðjunnar, en öllum væri frjálst að vera með.“ Herdís: „Síðan ráðgerum við að hafa símaþjónustu í vanda- málaráðgjöf fyrir konur og börn. Ráðgjafa sem þessir hópar gætu leitað til þegar á þyrfti að halda.“ Sigríður P.: „Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd Frú Láru að hafa viðgerðarstofu á vegum kvennasmiðjunnar. Þá gætir þú t.d. komið með buxurnar þínar og látið stytta þær eða gera við þær. Fyrir það myndir þú síðan greiða vægt gjald.“ Herdís: „Af allri sölu, sem verður á vegum kvennasmiðj- unnar, verður að greiða ákveðna prósentu sem kemur til með að verða hluti af fjáröflun okkar til reksturs væntanlegs húss.“ Sigríður P.: „Skiptimarkað ætlum við að setja upp. Þar verð- ur t.d. hægt að skipta á fötum sem börnin eru vaxin upp úr o.s.frv. Slíkt er mjög gott í sam- bandi við barnafjölskyldur, þá er hægt að skipta á leikföngum, bókum o.fl.“ Herdís: „Það er samt alveg augljóst að nauðsynlegt er fyrir okkur að hafa hús undir slíka starfsemi og annað sem á döfinni er og vonandi að við fáum það fljótlega." Bókakaffí - Eitt af því sem stendur til að gera kallið þið bókakaffi, hvað er það eiginlega? Sigríður F.: „Þá geturðu kom- ið, tekið þér blað eða bók í hönd, fengið þér kaffi og með því fyrir lítinn pening og sest svo niður og slappað af. Slíkt þýðir samt að Fjórar af fimm stjórnarkonum kvennasmiójunnar. Frá vinstri: Sigríður Friðjónsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Sigríður Pálmadóttir og Anna Hróðmars- dóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.