Dagur - 28.06.1990, Blaðsíða 3
fréftir
Fimmtudagur 28. júní 1990 - DAGUR - 3
Sala á lambakjöti á lágmarksverði gengur vel:
Brandaraflug yfír grillinu!
„Vertu ekki svona hryggur,
fáðu þér læri.“ Eitthvað í lík-
ingu við þessi orð hefur mátt
heyra á öldum Ijósvakans að
undanförnu í auglýsingatím-
um. Það eru Spaugstofumenn
sem hafa auglýst lambakjöt á
lágmarksverði og tilgangurinn
er að fá landsmenn til að setja
lambið á grillið. Að sögn Þór-
halls Arasonar í landbúnaðar-
ráðuneytinu hefur salan á kjöt-
inu gengið vel, en stefnt er á að
selja 1700 tonn af lambakjöti á
lágmarksverði ofan í landann,
þar af 1200 tonn í sumar.
Það náðist á Þórhalli þar sem
hann var á ferð um landið að
kynna kjötið fyrir kaupmönnum.
Sölutölur fyrir júnímánuð liggja
ekki fyrir en Þórhallur sagði að
sala hafi gengið nokkuð vel. Sent
dæmi um það þá var Afurðasalan
í Reykjavík búin að selja jafn
mikið af lambakjöti um miðjan
júní eins og í öllum maímánuði,
en Afurðasalan hefur haft 30-
35% markaðshlutdeild af heild-
arsölu lambakjöts í landinu.
Aðspurður um hvort auglýs-
ingaherferðin í kringum lamba-
kjötið væri dýr, sagði Þórhallur
að auðvitað kostaði hún sitt, en
ekkert í líkingu við veltu og
framleiðsluverðmæti kjötsins.
„Annars er ég hræddur um að
þeim þætti þetta lítið hjá Kók
t.d. Það er oft verið að hnýta í
landbúnaðinn og þá sérstaklega
lambakjötið. Ef við auglýsum þá
erum við að eyða peningum, en
ef við auglýsum ekki, þá erurn
við sagðir staðnaðir og óhollir
neytendum," sagði Þórhallur.
Þórhallur var ánægður með
samstarfið Spaugstofumenn.
„Við tengjunt grillið við sól,
sumar, gleðskap og gleði. Að
grilla er mjög félagslegt og upp-
lagt að láta brandarana fljúga yfir
grillinu. Þess vegna var ákveðið
að leita samstarfs við Spaugstofu-
menn," sagði Þórhallur að lok-
um. -bjb
Samgöngu- og landbúnaðarráðuneytið:
Flagga nú grænum símanúmerum
Laufás-
Kaupmannahöfn:
Bolli Gústavsson
í fræðimannsíbúð
Fræöimannsíbúð í húsi Jóns
Sigurðssonar í Kaupmanna-
höfn hefur verið úthlutað fyrir
tímabilið 1. september 1990 til
31. ágúst 1991. Alls fengu fjór-
ir úthlutun og var sr. Bollí
Gústavsson, sóknarprestur í
Laufási, einn þeirra.
Séra Bolli fær fræðimanns-
íbúðina frá 1. mars til 31. maí
1991 til að kynna sér gögn vegna
dvalar sr. Björns Halldórssonar,
skálds, í Kaupmannahöfn 1850-
51. Jafnframt ætlar Bolli að
kanna tengsl Prestaskólans í
Reykjavík, sem stofnaður var
1874, við guðfræðideild Kaup-
mannahafnarháskóla.
Aðrir sem fengu úthlutun voru
Gunnar Steinn Jónsson, vatna-
Félagslegi hluti húsnæðis-
kerfisins tók umtalsverðum
breytingum með nýjum Iögum
sem gengu í gildi nýverið. Með
þessum lögum eru settar fram
nýjar áherslur og markmið í
húsnæðismálum landsmanna.
Lögð er áhersla á að fólk eigi
val um þá kosti sem í boði eru,
að fólk geti eignast eða leigt
íbúðir eftir aðstæðum hvers og
eins.
Áhersla er lögð á að aðstoð til
húsnæðismála miðist jafnt við
eignar- og leiguíbúðir. Einnig að
félagsleg aðstoð í húsnæðismál-
um miðist við aðstæður einstakl-
inga hverju sinni en ákvarðist
ekki í eitt skipti fyrir öll. í lögun-
um er skýrar kveðið á um ábyrgð
sveitarfélaga á félagslegu hús-
næði en í eldri lögunum.
Stjórnir verkamannabústaða
eru með þessum lögum aflagðar
og húsnæðismál sveitarfélagsins
færð undir sérstakar húsnæðis-
nefndir sveitarfélaga. Þessar
nefndir fara með stjórn og sam-
ræmingu félagslegs húsnæðis í
líffræðingur, Sveinn Skorri
Höskuldsson, prófessor, og dr.
Sverrir Tómasson, handritafræð-
ingur, en alls barst 31 untsókn um
fræðimannsíbúöina. SS
sveitarfélaginu í umboði sveitar-
stjórnar.
Lánshlutfall er nú 90% af
byggingarkostnaði eða kaupverði
íbúðar í stað 85% áður. Lánstím-
inn er jafnframt lengdur úr 43
árum í 50 ár.
Viðurlög við óleyfilegri útleigu
eru hert þannig að íbúðareigend-
um er óheimilt að leigja út íbúð
sína nema að fengnu leyfi sveitar-
stjórnar eða húsnæðisnefndar.
Með nýju lögunum varð einnig
breyting á þeim tekjumörkum
sem gilda urn rétt manna til að
festa kaup á félagslegri eignar-
íbúð eða félagslegri kaupleigu-
íbúð. Tekjuviðmiðun hjóna var
hækkuð um 25% fra því sent
áður gilti. Þá eru ákvæði urn að
hámarksstærðir félagslegra íbúða
skuli vera 130 fermetrar brúttó.
Framlög sveitarfélaga vegna
félagslegra eignaríbúða verða
framvegis í formi skuldabréfaláns
í stað afturkræfs framlags áður.
Kaupskylda sveitarfélaga á fé-
lagslegum íbúðum varir nú í 10 ár
í stað 15 áður. JÓH
Samgöngu- og landbúnaðar-
ráðuneytið hafa tekið í notkun
svokölluð græn símanúmer, en
ef hringt er í þau greiðist
kostnaðurinn vegna langlínu-
sambands af þeim sem hringt
Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna fékk á
dögunum aflient fyrstu verð-
laun í keppni breskra samtaka
í matvælaiðnaði um bestu
uppskriftirnar fyrir fískréttinn
„Cod En Croute“, sein frain-
leiddur er undir vörumerkinu
„Marico“.
Hér er um að ræða frosinn
fiskrétt tilbúinn beint í ofninn þar
sem þorskur er uppistaðan ásamt
rækjum í ostasósu.
Verðlaunin eru veitt árlega af
samtökum breskra matvælafram-
leiðenda „British Frozen Food
Federation“ og eru veitt fyrir
nýjungar í gerð tilbúinna rétta.
Keppt er annars vegar um besta
tilbúna réttinn fyrir neytenda-
markað og hins vegar bestu fram-
leiðsluna fyrir veitingahús. Tekið
er tillit til atriða eins og útlits,
bragðs, umbúða, leiðbeininga á
umbúðum og verðs. Í dómnefnd
sitja fulltrúar frá samtökum
matreiðslumeistara sem starfa
m.a. sem yfirkokkar á hótelum,
brytar og við þróun uppskrifta
hjá matvælaframleiðendum og
þykja þessi verðlaun mjög eftir-
Mesta mildi var að ekki fór illa
á mánudaginn, þegar bíll fór út
af veginum í Biöndudal og
endaði niðri á gilsbotni.
Um eittleytið sl. mánudag var
bíl ekið niður Blöndudalinn og
virðist vera að ökumaður hafi
dottað við stýrið. Bíllinn fór út af
veginum og hélt áfram för
sinni utan hans, um 100 metra
er í en ekki þeim sem hringir
eins og venja er. Sá sem hring-
ir greiðir aðeins samkvæmt
staöartaxta. Græna símanúm-
er samgönguráðuneytisins er
91-996900 og 91-996800 í land-
sóknarverð. í niðurstöðu dóm-
nefndar segir nt.a.: „Tilbúnir
fiskréttir njóta vaxandi vinsælda
og falla vel að hugmyndum
manna um holla fæöu og heilbrigt
líferni. Þessi tilhnciging markað-
arins og aukinn áhugi á hráefnum
til matargerðar hefur leitt til
þessarar vönduðu framleiðslu."
Vesturdalur í þjóðgaröinum í
Jökulsárgljúfrum hefur ekki
enn verið opnaður fyrir ferða-
menn til umferðar eða gisting-
ar, en vegna óvenju mikilla
flóða í Vesturdalsá í fyrra kem-
ur svæðið óvenju illa undan
vetri.
Sigurborg Rögnvaldsdóttir
landvörður segir að sú undan-
tekning hafi þó verið gerð, að
vegalengd. Ökumaðurinn vakn-
aði síðan þegar bíllinn var kom-
inn á gilbarminn og náði að kasta
sér út úr honum áður en hann fór
niður í gilið. Fallið á bílnum var
um 100 metrar og ekki til í hon-
um heill bútur að sögn lögregl-
unnar á Blönduósi, en maðurinn
sem var einn í bílnum slapp
ómeiddur. SBG
búnaðarráðuneyti.
Þessi þjónusta hefur notið
mikilla vinsælda í þeim löndum
sem hún hefur verið boðin, segir
í frétt frá samönguráðuneytinu.
Þar segir að græn númer henti vel
fyrir stjórnsýslustofnanir vegna
þess að með þcim sé fólki á
landsbyggðinni gert kleift að
hringja þangað án þess að greiða
meira fyrir símtalið heldur en ef
stofnunin væri í viðkomandi
bæjarfélagi.
Þegar hringt er í grænt númer
fer símtalið í gegnunt stafrænu
langlínumiðstöðina í Reykjavík
sem afgreiðir þaö sjálfvirkt beint
í annað eða önnur símanúmcr
handhafanna. í símstööinni er
fjöldi og lengd símtalanna
skráður. Handhafi græna
númersins greiðir meðallanglínu-
gjald fyrir símtölin sem felur í sér
að 30 sek. eru í skrefi á dagtaxta,
45 sek. á kvöldtaxta og 60 sek. á
nætur- og helgartaxta.
göngufólk sem kemur úr Mý-
vatnssveit á lcið niður í Ásbyrgi
hefur fengið að tjalda á smábletti
á svæðinu, því það nær ekki að
ganga þessa leið á einum degi.
Venjulega standa flóð í Vest-
urdalsá ekki nerna í nokkra daga,
en í fyrra stóð flóðið í 5 til 6 vikur
og stórskemmdi allan grasvöxt,
því áin ber alltaf með sér eitthvað
af aur og sandi. Fyrirhugaðar eru
einnig lagfæringar á íverustað
landvarðar og útisalernum, en
ástand þessara bygginga er nú
orðið rnjög bágborið. Ekki er
reiknað með að leyft veröi að
tjalda í Vesturdal fyrr en fyrsta
lagi í annarri viku júlí.
Búið er að opna veginn í þjóð-
garðinum upp að Dettifossi, en
hann er ekki mjög góður og hefur
eitthvað spillst í rigningunum að
undanförnu. Vegagerðin var
búin að gera fyrstu vorlagfæring-
ar á veginum, en hann þarfnaðast
betri „meðhöndlunar“ til að
mæta þeirri umferð sem venju-
lega er á þessu svæði í júlímán-
uði. GG
Ný lög um félagslegar íbúðir:
Hækkað lánshlutfaU og
lánstími lengdur um 7 ár
Dótturfyrirtæki SH í Bretlandi:
Krækti í eftirsótt
bresk matvælaverðlaun
Bíll ofan í gil í Blöndudal
- ökumaður stökk út á síðustu stundu
oþh
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum:
Tjaldsvæði enn
lokuð í Vesturdal