Dagur - 28.06.1990, Blaðsíða 12
Hinir erlendu gestir og íslenska stóriðjunefndin, með Jóhunnes Nordal i broddi fylkingar, við komuna til Akureyrar
í gær. Mynd: KL
Fulltrúar Atlantsáls og stóriðjunefndar:
Skoðuðu aðstæður
1 Ejjafírði í gær
- norska mengunarskýrslan gerð
opinber á morgun
Fulltrúar erlendu fyrirtækj-
anna þriggja í Atlantsáli og
íslenska stóriðjunefndin skoð-
uðu í gær aðstæður á þeim
tveim stöðum í Eyjafirði sem
nefndir hafa verið til sögunnar
fyrir 200 þúsund tonna ál-
bræðslu.
Gestirnir komu norður laust
fyrir hádegi og fóru aftur suður
síðdegis í gær. Þeir skoðuðu fyrst
aðstæður á Dysnesi og héldu síð-
an út á Árskógsströnd og kynntu
sér þann stað sem kernur til
greina fyrir hugsanlega ál-
bræðslu. Á meðal hinna erlendu
gesta voru aðstoðarforstjórar
allra þriggja fyrirtækjanna i
Atlantsál-hópnum, Graanges,
Hoogovens og Alumax.
„Eg held að mönnum hafi litist
þokkalega á aðstæður. Annars
gefa þeir ekkert upp á þessu
stigi,“ sagði Sigurður P. Sig-
mundsson, framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.
Undanfarna daga hafa staðið
yfir viðræður fulltrúa Atlantsáls
og íslensku álviðræðunefndarinn-
ar. Formlegum fundi lýkur í dag,
en á morgun er gert ráð fyrir að
viðræðuaðilar gefi út sameigin-
lega yfirlýsingu um stöðu ein-
stakra þátta álmálsins. Ekki
verður gefin út yfirlýsing um
staðsetningu álbræðslunnar, en
talið er líklegt að kostirnir verði
þrengdir við tvo staði. Á morgun
verður einnig kynnt norska loft-
mengunarskýrslan, þar sem fram
koma niðurstöður loftmengun-
armælinga frá hugsanlegri
álbræðslu á Dysnesi í Eyjafirði.
óþh
Pólitísk ráðning sveitarstjóra á Skagaströnd:
B. Jónsson nýr sveitarstjóri
Magnós
Nýr sveitarstjóri tók til starfa á
Skagaströnd í gær. Gengið var
frá ráðningu Magnúsar B.
Jónssonar á fundi nýrrar
hreppsnefndar Höfðahrepps
sl. þriðjudagskvöld, en Magn-
ús er fulltrúi Framsóknar-
flokks í hreppsnefnd. Það var
nýr meirihluti á Skagaströnd
sem kom sér saman um ráðn-
ingu Magnúsar, en meirihlut-
inn samanstendur af einum
fulltrúa frá Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og H-lista
framfarasinna. Oddviti var
kjörinn Sveinn Ingólfsson af
H-lista.
Það er því Sjálfstæðisflokkur
sem verður áfram í minnihluta á
Skagaströnd með tvo fulltrúa. H-
listi framfarasinna kemur í stað
Alþýðubandalagsmanna í meiri-
hlutann á Skagaströnd, en það á
eftir að koma í ljós hvort G-list-
inn nær inn manni.
Sem kunnugt er áfrýjaði G-listi
dómi kjörnefndar, um að úrslit
kosninganna skuli standa, til fé-
lagsmálaráðuneytisins. Á meðan
ráðuneytið tók áfrýjunina til
skoðunar hafði ný hreppsnefnd
Höfðahrepps umboð kjörstjórn-
ar til að mynda meirihluta og
ráða nýjan sveitarstjóra. Eins og
komið hefur fram í fréttum vant-
aði G-lista eitt atkvæði til að fella
annan mann á D-lista, en eitt
utankjörstaðaratkvæði þeim til
handa var dæmt ógilt af kjör-
stjórn. Að sögn Húnboga Por-
steinssonar í félagsmálaráðuneyt-
inu er úrskurðar að vænta frá
I haust er fyrirhugað að Ijúka
við lengingu flugvallarins í
Grímsey, en samkvæmt fjár-
lögum eru ætlaðar 8 milljónir
króna í þetta verk.
Búið er að sprengja vegna
lengingarinnar, en eftir er að
leggja jöfnunarlag og slitlag.
Þessi viðbót er um 300 metra
löng, og verður flugbrautin þá
alls 1200 metra löng.
því innan nokkurra daga.
Magnús B. Jónsson er borinn
og barnfæddur Skagstrendingur
og ætti að þekkja vel til mála á
staðnum. Hann er kennari að
mennt og var oddviti í þeirri
hreppsnefnd sem fór frá við nýaf-
staðnar kosningar. í samtali við
Dag í gær sagði Magnús að sveit-
arstjórastarfið legðist vel í sig og
næstu dagar færu í að kynna sér
málin. Magnús starfaði áður í
Búnaðarbankanum á Skaga-
Nú standa yfir hafnarfram-
kvæmdir við Grímseyjarhöfn, og
er áætlað að vinna fyrir um 57
milljónir króna. Verktaki er
ístak hf., en útboðsgögn voru á
sínum tíma send til fimm aðila,
en fjórir þeirra sendu inn tilboð.
Tilboð ístaks hf. var um 75% af
kostnaðaráætlun Hafnamála-
stofnunar. Byggður verður garð-
strönd.
Það voru alls 12 umsækjendur
um starf sveitarstjóra á Skaga-
strönd, en ný hreppsnefnd ákvað
að leita fanga innan meirihlutans,
þannig að um pólitíska ráðningu
er að ræða á Skagaströnd. Magn-
ús vildi þó ekki líta á sig sem póli-
tískan sveitarstjóra því hann
myndi hafa hagsmuni og heill
sveitarfélagsins ávallt í fyrirrúmi.
-bjb
ur frá landinu á móti núverandi
garði sem síðan sveigir inn í
höfnina og tengist aftur landi
með stuttum garði. Síðan á að
sprengja og moka upp úr þessu
og þá myndast þarna eins konar
innri höfn. Það grjót sem losnaði
við lengingu flugbrautarinnar er
nú notað í grjótvarnargerðinni
við höfnina. GG
Grímsey:
Flugbrautin lengd í 1200 metra í haust
Rómantík og slagsmál á sveitaböllum:
Rómantíkin komin í sveftipokana
- í Skjólbrekku í Mývatnssveit
Skyldi sveitaballarómantíkini
vera enn til staðar? Skyldu
piltar og pæjur pukrast í horn-
um á sveitaböllum nú til dags,
eða fflefldir „fírar“ reyna með
sér kraftana? Dagur tók rúnt-
inn á helstu félagsheimili norð-
an heiða með þessar spurning-
ar í huga og kom í Ijós að róm-
antíkin er til staðar, svo og
slagsmálin, en í annarri mynd
en áður var.
Sigrún Skarphéðinsdóttir,
húsvörður í Skjólbrekku í
Mývatnssveit, sagði að sveita-
böllin væru mjög misjafnlega vel
sótt og dreifðust á fleiri staði í
dag. „Húsin líta ekki vel út eftir
böllin, umgengnin finnst mér
vera slæm. Það má vel vera að
þetta hafi verið svona áður. Ann-
ars birtist rómantíkin í ýmissi
mynd,“ sagði Sigrún.
Sigrún hefur verið húsvörður
frá ’73 og sagði hún að fyrstu árin
hafi verið mjög mikið um slags-
mál. „Síðustu árin hefur það
lagast, en það er eins og einhver
hífingur sé að byrja í fólki aftur,“
sagði Sigrún. Sveitaböllunum
hefur fækkað það mikið í Skjól-
brekku að félagsheimilið er farið
að bjóða ferðamönnum upp á
svefnpokapláss. Þannig að þar
finnst rómantíkin frekar í svefn-
pokum en á sveitaböllum!
„Þetta er auðvitað ekki eins og
þegar ég var ungur,“ sagði Sig-
tryggur Björnsson, húsvörður í
Ýdölum, aðspurður um sveita-
ballarómantíkina. „Annars er
það orðið mjög vinsælt hjá ungl-
ingum að fara á sveitaball, það er
allt öðruvísi en að skemmta sér
t.d. á Húsavík,“ sagði Sigtryggur
og bætti við að það væri viðburð-
ur ef slegist væri á balli í Ýdölum.
„Fólk heldur sér frekar við róm-
antíkina og dansar og skemmtir
sér. En þegar ég var ungur þá var
ekkert ball ef ekki var slegist,"
sagði Sigtryggur að endingu.
Það var samdóma álit fleiri
húsvarða félagsheimila á
Norðurlandi að rómantíkin væri
til staðar, ef leitað yrði, en í allt
annarri mynd en áður. „Það er
eins með þetta og annað, að það
stendur ekkert í stað,“ varð ein-
um húsverði að orði. -bjb
Norðurland:
4400 líflömb á
riðusvæðumíhaust
Engin riöuveikitilfelli í
suuöfé eru nú þekkt í Eyja-
firði, en samkvæmt áætlun
sauðfjárveikivarnanefndar
lauk áætlun um niðurskurð
á riðuveiku sauðfé á svæð-
inu árið 1988. Einstaka bæir
fengu þó undanþágu vegna
niðurskurðar fram á haustið
1989.
Ekki er þó loku fyrir það
skotið að upp kunni að konia
ný tilfelli þar sem sjúkdómur-
inn gctur verið í fé í allt að
fimm ár án þess að greinast. í
þeim tilfellum verður fé skorið
niður á viðkomandi bæ sérstak-
lega. Riðuveiki hefur nú orðið
verulega vart á Austurlandi,
þ.c. svæðinu milli Jökulsár á
Brú og Lagarfljóts, og til
athugunar er nú hjá sauðfjár-
veikivarnanefnd að skera nið-
ur allt fé á því svæöi í haust.
í haust munu þeir bændur
scm hafa skorið niður fé vegna
riðuveiki samkvæmt áætlun
Sauðfjárveikivarna fá líflömb,
en á Norðurlandi ntunu þetta
vera um 4.400 lömb, en á
Austur- og Suöurlandi mun
þetta vera um 6.000 lömb
þctta haust.
Lömbin munu koma frá
Svalbarðshreppi og Sauðanes-
hreppi í Þistilfirði og Árnes-
hreppi, Kirkjubólshreppi,
Hólmavíkurhreppi og Fells-
hreppi af Ströndum. Flestir
kaupendur eru í Svaríaðar-
dalshreppi og á Dalvík, eða
alls 39, cn í Skagafirði er 1
kaupandi í Skaröshrcppi, 1 í
Staðarhreppi, 5 í Seyluhreppi,
5 í Lýtingsstaöahreppi og 1 í
Hofshreppi.
í Húnavatnssýslu eru kaup-
endur 4 í Áshreppi, 3 í Svína-
vatnshreppi, 2 í Engihlíðar-
hreppi og 1 í Vindhælishreppi.
í Þingeyjarsýslum er 1 kaup-
andi i Skútustaðahreppi og 2 í
Kelduneshreppi. GG