Dagur - 30.06.1990, Side 2

Dagur - 30.06.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990 Ytri-Vík á Árskógsströnd: Sjóstangveiði á Eyjafirði Sigurjón Þorvaldsson, frá versluninni Eyfjörð hf. Ferðafólki, og öðrum þeim sem leið eiga um Eyjafjörð, gefst nú kostur á að fara í sjó- stangveiði úti á Eyjafirði. Ferðaþjónustubærinn Ytri-Vík á Arskógsströnd stendur fyrir skipulögðum ferðum tvisvar í viku með 29 tonna fiskibát. Lagt er upp frá Hauganesi og verður fyrsta ferðin farin í kvöld, laugardagskvöld. Auk þess sem siglt er á fengsæl fiskimið er farið kringum Hrís- ey og út undir Olafsfjarðar- múla. Fjölmiðlamenn tóku hins veg- ar forskot á sæluna sl. fimmtu- dagsmorgun, en þá var þeim boðið í sjóstangveiði með bátn- um Níels Jónssyni og ferðaþjón- ustubændunum á Ytri-Vík, þeim Hólmari Ástvaldssyni og Erlu Sveinsdóttur. Veður var hið besta og ákjósanlegt til veiða. Þótt ferðin hafi ekki tekið nema tvo tíma sýndu fjölmiðla- menn að þeir geta snapað fleira en fréttir, því alls fengust tæp 100 kíló af fiski, aðallega vænum þorski. Nánar verður sagt frá sjóstangveiðinni og fjölmiðla- ferðinni í blaðinu eftir helgi. -bjb fréttir Sigurjón og Hólmar Ástvaldsson, ferðaþjónustubóndi á Ytri-Vík, gera að aflanum eftir fyrstu ferðina. Myndir: kl Sauðárkrókur: Litlir kassar á lækjarbakka Síðustu vikurnar hefur verið að rísa nýtt íbúðahverfi á Sauðárkróki skamnit frá Sauðánni sjálfri. Þar eru að verki duglegir krakkar sem veigra sér ekkert við að byggja hús án þess að taka lán. Þau sveifla bara verkfærum sínum og hafa gaman af. Mynd: sbg Vélaverkstæði Jóns og Erlings: Löndunarkranar á færibandi Dagskrá Landsmóts hestamanna Mikið fjör á hestamannamóti á Vindheimamelum árið 1985. Vélaverkstæði Jóns og Erlings á Siglufirði hefur framleitt 23 löndunarkrana til notkunar fyrir smærri báta og trillur, og hafa kranarnir verið settir nið- ur víðs vegar við hafnir landsins. Löndunarkranarnir eru hann- aðir af vélaverkstæðinu, og er lyftigeta þeirra flestra um 800 kg og eru þeir búnir vökvasnúningi sem gerir alla notkun þeirra mjög auðvelda. Verð er um 830.000 krónur, en uppkomnir kosta þeir um eina milljón króna. Vita- og hafnamálaskrifstofan hefur veitt styrki vegna kaupa á þessari gerð af löndunarkrönum. Nú eru í smíðum 2 kranar hjá Vélaverkstæði Jóns og Erlings og er annar þeirra þegar seldur, en einnig eru framleidd stöðluð grandaspil, bómuspil og bómu- svingar. GG Það hefur víst ekki farið fram hjá ncinum að fyrir dyrum stendur Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skaga- firði. Dagskrá mótsins, sem hefst á þriðjudag, liggur nú fyrir. Mótið hefst kl. 13 á þriðjudag með dómum kynbótahrossa (afkv. hr.) og þeim verður fram haldið á miðvikudag (stóðh. hryssur) og fimmtudag (hryssur). Klukkan 9 á fimmtudag hefjast einnig dómar B-flokks gæðinga og dómar unglinga (eldri). For- keppni úrvalstöltara verður á fimmtudagskvöld kl. 20-24. Á föstudagsmorgun kl. níu hefst dagskráin með dómum unglinga (yngri) og sýningu og kynningu kynbótahrossa. Þessu verður fram haldið eftir hádegi, frá kl. 13 til 15. Klukkan 16 til 18 sama dag hefjast undanrásir kappreiða. Alþjóðleg keppni fimmgangur, verður kl. 18.30- 19.30 á föstudagskvöld og kl. 19.45 til 20.45 verður alþjóðleg keppni, fjórgangur. Dagskráin hefst á laugardags- morgun kl. 9 með mótssetningu og kl. 9.15 verða unglingar yngri með kynningu og kl. 10 unglingar eldri. Klukkan 10.45 hefst kynn- ing B-flokks gæðinga og 11.30 kynning á A-flokki gæðinga. Að því búnu, eða kl. 12.30 verður kynbótadómum lýst. Síðdegis, eða kl. 17, verða úrslit kappreiða og úrslit alþjóðlegs móts kl. 19.30. Klukkustund síðar hefjast úrslit í úrvalstölti og dagskrá laugardagsins lýkur með kvöld- vöku kl. 21. Á sunnudag hefst dagskráin með hópreið, helgistund og ávörpum kl. 10.30. Klukkan 12.30 verða úrslit í yngri flokki unglinga og kl. 13.15 verður verðlaunaafhending í flokki kyn- bótahrossa. Kl. 15.15 verður sýn- ing ræktunarbúa og klukicu- stundu síðar hefjast úrslit í B- flokki. Klukkan 17.00 verða úr- slit í eldri flokki unglinga og því næst úrslit í A-flokki. Mótsslit eru áætluð kl. 18.30. óþh Forráðamenn sveitarfélaga 1990-1994 Búið er að kjósa oddvita og ráða bæjarstjóra og sveitar- stjóra í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi nema Skútustaða- hreppi eftir sveitarstjórnar- kosningarnar 26. maí og 9. júní sl. Lesendum til glöggvunar birtum við hér skrá yfír þá sem halda um stýri sveitarfélag- anna næsta kjörtímabil. Feit- letruð eru nöfn þeirra sem eru nýir í þessum embættum. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar. Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri Sauðárkróksbæjar. Björn Valdimarsson, bæjarstjóri Siglufjarðarbæjar. Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri Ólafsfjarðarbæjar. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Dalvíkurbæjar. Halldór Jónsson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Einar Njálsson, bæjarstjóri Húsavíkurbæjar. Þórarinn Þorvaldsson, Þórodds- stöðum, oddviti Staðarhrepps. Eggert Pálsson, Bjargshóli, oddviti Fr. Torfustaðahrepps. Jón Jónsson, Skarfhóli, oddviti Yt. Torfustaðahrepps. Þórður Skúlason, sveitarstjóri Hvammstangahrepps. Heimir Ágústsson, Sauðadalsá, oddviti Kirkjuhvammshrepps. Agnar Levy, Hrísakoti, oddviti Þverárhrepps. Ólafur B. Óskarsson, Víðidals- tungu, oddviti Þorkelshóls- hrepps. Jón B. Bjarnason, Ási, oddviti Áshrepps. Björn Magnússon, Hólabaki, oddviti Sveinsstaðahrepps. Erlendur G. Eysteinsson, Stóru- Giljá, oddviti Torfalækjar- hrepps. Sigurjón Lárusson, Tindum, oddviti Svínavatnshrepps. Erla Hafsteinsdóttir, Gili, odd- viti Bólstaðahlíðarhrepps. Valgarður Hilmarsson, Fremsta- gili, oddviti Engihlíðarhrepps. Jónas B. Hafsteinsson, Njáls- stöðum, oddviti Vindhælis- hrepps. Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps. Sveinn Sveinsson, Tjörn, oddviti Skagahrepps. Bjarni Egilsson, Hvalnesi, odd- viti Skefilsstaðahrepps. Úlfar Sveinsson, Ingveldarstöð- um, oddviti Skarðshrepps. Þorsteinn Ásgrímsson, Varma- landi, oddviti Staðarhrepps. Sigurður Haraldsson, Grófargili, oddviti Seyluhrepps. Elín Sigurðardóttir, Sölvanesi, oddviti Lýtingsstaðahrepps. Broddi Björnsson, Framnesi, oddviti Akrahrepps. Árni Gíslason, Eyhildarholti, oddviti Rípurhrepps. Birgir Haraldsson, Bakka, odd- viti Viðvíkurhrepps. Trausti Pálsson, Hólum, oddviti Hólahrepps. Jón Guðmundsson, sveitarstjóri Hofshrepps. Örn Þórarinsson, Ökrum, oddviti Fljótahrepps. Þorlákur Sigurðsson, Garði, oddviti Grímseyjarhrepps. Atli Friðbjörnsson, Hóli, oddviti Svarfaðardalshrepps. Guðjón Björnsson, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps. Sveinn Jónsson, Ytra-Kálfs- skinni, oddviti Árskógshrejips. Ingimar Brynjólfsson, Ásláks- stöðum, oddviti Arnarneshrepps. Hreiðar Aðalsteinsson, Öxnhóli, oddviti Skriðuhrepps. Ari H. Jósavinsson, Auðnum, oddviti Öxnadalshrepps. Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, oddviti Glæsibæjarhrepps. Ólafur Vagnsson, Hlébergi, odd- viti Hrafnagilshrepps. Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli, oddviti Saurbæjarhrepps. Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum II, oddviti Öngulsstaðahrepps. Jónas Reynir Helgason, sveitar- stjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Jón Óskarsson, Illugastöðum, oddviti Hálshrepps. Baldvin Bjarnason, Rangá, oddviti Ljósavatnshrepps. Skarphéðinn Sigurðsson, Úlfsbæ, oddviti Bárðdælahrepps. Benóný Arnórsson, Hömrum, oddviti Reykdælahrepps. Dagur Jóhannesson, Haga II, oddviti Aðaldælahrepps. Þorgrímur J. Sigurðsson, Skóg- um II, oddviti Reykjahrepps. Kristján Kárason, Ketilsstöðum, oddviti Tjörneshrepps. Björn Guðmundsson, Lóni, odd- viti Kelduneshrepps. Björn Benediktsson, Sandfells- haga, oddviti Öxarfjarðarhrepps. Bragi Benediktsson, Grímstungu II, oddviti Fjallahrepps, Ingunn St. Svavarsdóttir, Duggu- gerði 12, oddviti Presthóla- hrepps. Sigurbjörg Jónsdóttir, sveitar- stjóri Raufarhafnarhrepps. Jóhannes Sigfússon, Gunnars- stöðum, oddviti Svalbarðs- hrepps. Daníel Árnason, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. Kristín Kristjánsdóttir, Syðri- Brekkum, oddviti Sauðanes- hrepps.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.