Dagur - 30.06.1990, Síða 4

Dagur - 30.06.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990 Náttúrulegt grjót hefur lítið verið notað í görðum hingað til en nú hefur notk- unin aukist og grjótið breyst í nokkurs konar tískufyrirbæri. Sumir tóku sig til og fluttu nokkra steina í garðinn á meðan aðrir notuðu stórvirkar vinnu- vélar og breyttu garðinum í hálfgerðan „grjótgarð“. En allt er best í hófi og staðreyndin er sú að það að fá náttúrulegt grjót í garðinn breytir algjörlega heildarmynd hans og myndar andstæður á móti aðalbyggingarefnum húsa þ.e. steinsteypu og timbri. Grjót og steinhæðir Sprengigrjót notað í tjörn. um hægra megin á síðunni og fyllt af mold. Ef vanda á til verks- ins er best að grafa vel niður og skipta um jarðveg, þ.e. setja undir möl og „púkka“ hana. f>eg- ar þetta allt er búið er ekkert eftir annað en planta í steinhæðina. Fjörugrjótið er erfiðara að hlaða nema steypt sé bak við það, en fjörugrjótið er þeim mun fallegra stakt á milli plantna. Bæði fjöru- grjótið og sprengigrjótið er ákaf- lega fallegt til að nota í tjarnar- gerð og sem hleðslugrjót við tjarnir. Þar skapar það náttúru- lega heildarmynd og gerir tjörn- ina raunverulegri. Plöntuval í steinhæðir Margar plöntur þrífast vel í stein- hæðum og ganga oft undir nafn- inu steinhæðaplöntur vegna þess. Það fer mikið eftir stærð og lögun steinhæðarinnar hvernig plöntur verða fyrir valinu t.d. er ómögu- legt að setja stóra og grófgerða plöntu í litla og lága steinhæð. En það er ekki bara stærðin sem er rnikið atriði heldur líka það að plönturnar séu duglegar að blómstra. Það skal leitast við að velja plöntur í steinhæðina sem blómstra á mismunandi tíma þannig að það sé alltaf eitthvað að gerast í henni á hvaða tíma sem er. Plöntur sem ekki blómstra (blaðplöntur) eru alltaf fallegar í steinhæðir inn á milli. Hér á eftir fer upptalning á nokkrum góðum steinhæðaplöntum sem fólk ætti endilega að ná sér í ef það ætlar að búa sér til steinhæð eða steina- beð. Plöntur í lágar steinhæðir Vorírís, Iris reticulata, er sér- kennileg og óalgeng planta með blá blóm eitt á stöngli. Blómgast mjög snemma og hentar sérstak- lega vel við tjarnir eins og aðrar liljur. Silkibygg, Hordeum jubat- um, er planta sem ómissandi er við tjarnarsvæði og hentar mjög vel í steinhæðir. Hún myndar brún og gljáandi öx seinni hluta sumars. Hún er góð til þurrkun- ar. Snæklukka, Leucojum Náttúrulegt efni Við hér á Akureyri höfum úr mjög fáum tegundum náttúrulegs efnis að velja. Það er þá helst sprengigrjót og fjörugrjót ýmiss konar. Sprengigrjótið er með náttúrulegum brúnum lit og það hefur alltaf hvassar brúnir sem verða til við sprenginguna. Fjörugrjótið hefur hins vegar alltaf mjúkar brúnir sem verða til í veltingi hafsins, það er oft blá- leitt og mjög fallegt í steinhæðir. Sprengigrjótið hefur mikla bind- ingu og er auðvelt að hlaða því upp til að búa til steinhæðir Fjörugrjótið hefur aftur á móti litla bindingu vegna þess hversu ávalt það er og er því heppilegra til að raða inn á milli plantna frekar en hlaða úr því. Gerð steinhæða og aðferðir Þegar gera á steinhæð eða hleðslu er mikið atriði að grjótið sé valið vel saman þ.e. sé af svip- Umsjón: Baldur Gunnlaugsson, skrúðg.yrkjufr. aðri stærð og af svipaðri lögun. Hugsum okkur að við ætlum að búa okkur til steinhæð úti á gras- flötinni í garðinum, þá er fyrsta verk að mæla út hvar og hvernig hún á að vera. Til að auðvelda okkur að sjá hvernig hún verður að lögun er best að fá sér lakk- brúsa í skærum Iit og lakka útlín- ur í grasið. Þegar það er búið eru þökurnar fjarlægðar eða geymd- ar þangað til á eftir til að laga í kringum steinhæðina. Síðan er grjótinu, sem búið var að velia, raðað upp eins og sést á myndun- Rautt hraun er það allra fallegasta efni sem notað er í garða. Gróður 09 garðyrkja Myndin sýnir aðferðir við gcrð steinhæðar. stórum gulum blómum snemma sumars. Hjartasteinbrjótur, Bergenia cordifolia er stórgerð planta með glansandi laufblöð og glæsileg blóm, hvít en oftast rauð. Alpa- þyrnir, Eryngium alpinum er sjaldgæf planta með blá þyrna- blóm, góð til þurrkunar. í stærri steinhæðir er fallegt að nota gróf- gerðar tegundir eins og bjarnar- kló, skessujurt, risahvönn og æti- hvönn. Beðið fullgert. vernum, er lágvaxin planta sem blómstrar hvítum blómum snemma sumars. Vetrargosi, Galanthus nivalis, er planta sem blómstrar hvítum drúpandi blómum snemma vors. Þess eru dæmi að hann hafi komið nánast blómstrandi undan snjó. Rottu- eyra, Cerastium biebersteinii, er planta náskyld íslenska músar- eyranu og hefur eins blóm nema bara stærri, hvít að lit. Hún er skriðul en þó ekki hættulega. Dvergadrotting, Dianthus deltoi- des, er lágvaxin planta sem fær dökkrauð blóm í ágúst. Oftast kölluð nellika. Blómstrar mikið. Stjörnublaðka, Lewisia cotyl- edon, sem oftast gengur undir nafninu lewisía er planta sem blómstrar bleikum blómum snemma sumars. Geitabjalla, pulsatilla vulgaris, er ómissandi í steinhæðabeðið, blómstrar snemma sumars, fjólubláum klukkublómum, smávaxin. Bumi- rót, Sedum rosea, er ákaflega falleg, harðgerð og gróskumikil jurt af helluhnoðraætt. Blómstrar gulum blómum snemma sumars. Það er eins með allar jurtir af þessari ætt, þær þrífast vel í stein- hæðum og má nefna stjörnu- hnoðra, völvuhnoðra, fjalla- hnoðra og þann íslenska, hellu- hnoðra. Dverghjarta, Dicentra formosa, blómstrar rauðum, smáum blómum. Blómstrar mik- ið yfir sumarið. Plöntur í stórar steinhæðir Silfursóley, Ranunculus aconiti- folius, er einstök planta, harð- gerð, falleg og blómstrar litlum hvítum blómum. Gullhnappur, Trollius europaeus, blómstrar —plöntukynning------- I ambartmni Lambarunni, Viburnum lantana er lágvaxinn runni hérlendis með loðin, stór og egglaga blöð, ljós- græn. Hann er einungis í einstaka görðum en virðist þrífast ágæt- lega þar sem hann nýtur birtu og skjóls. Blómin koma í klasa áþekkum og á ilmreyni, hvít og smágerð. Hann verður sjaldan þéttur heldur gisinn. Greinarnar fínlegar og yngstu sprotar hærðir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.