Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÖSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÖN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLYSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Umhverfismál í ólestri íslendingar eru mörgum árum á eftir flestum Evr- ópuþjóðum þegar umhverf- isvernd er annars vegar. Ef til vill stafar þetta andvara- leysi okkar í umhverfismál- um af því að við höfum lengst af staðið í þeirri trú að mengun væri svo til óþekkt fyrirbrigði hér á landi og fyrst og fremst vandamál annarra þjóða. En við erum smám saman að vakna upp við vondan draum. Skolpinu er víðast hvar veitt í sjóinn í fjöru- borðinu og í flestum tilfell- um lítt eða ekkert hreinsuðu. Afleiðingarnar eru augljós- ar hverjum þeim sem legg- ur leið sína um strandlengj- una í nágrenni þéttbýlis- staða. í annan stað er sorp- hirða hér á landi almennt í miklum ólestri. Til dæmis þekkist flokkun sorps varla hér á landi, þótt hún hafi verið stunduð um langt árabil í nágrannalöndum okkar. Fyrir vikið gerum við okkur sek um að henda á sorphaugana hlutum, sem eru stórskaðlegir umhverf- inu. Má þar t.d. nefna raf- hlöður. Ekkert eftirlit er haft með því hverju fólk hendir á „haugana" né heldur er kapp lagt á að endurvinna þann hluta sorpsins sem endurvinnanlegur er, þótt það sé mjög stór hluti. Þannig er t.d. talið að um 40 hundraðshlutar alls sorps sé pappír. Þótt urðun hans sé mjög kostnaðarsöm fer nær allur sá pappír sem til fellur í neysluþjóðfélaginu hér á landi á sorphaugana eða fýkur um landið. Þrátt fyrir fámennið er pappírs- notkun íslendinga gífurleg. Talið er að við flytjum inn um 36 þúsund tonn af pappír árlega, eða sem nemur 150 kílógrömmum á hvert mannsbarn. Til þess að framleiða slíkt magn er talið að þurfi um 24 þúsund hektara af skóglendi. Það gefur auga leið að út frá náttúru verndars j ónarmiði væri mjög æskilegt að endurvinna allan þann pappír sem hægt er að endurvinna og í raun er það siðferðisleg skylda hverrar þjóðar. Ljóst er að ríkisvaldið og sveitarstjórnir hafa ekki staðið sig sem skyldi í umhverfismálunum. Það er engan veginn sanngjarnt að skella skuldinni á almenning þegar rætt er um slæma stöðu sorphirðu- mála hér á landi. Það er bor- in von að hver og einn taki það upp hjá sjálfum sér að flokka sorp í heimahúsum í þeim tilgangi að draga úr umhverfismengun. Slíkt er enda með öllu tilgangslaust meðan skipuleg móttaka og flokkun sorps er ekki til staðar hjá opinberum aðil- um. Stjórnvöld verða að hafa frumkvæðið í þessum efnum, þ.e. ríkisvaldið og sveitarstjórnir um land allt. Ef einhver stendur í þeirri trú að ísland sé fyrirmynd- arland á sviði umhverf- isverndar er það mikill mis- skilningur. Meginástæðan fyrir því að á íslandi er þó ekki meiri mengun en raun ber vitni er sú að hér býr fámenn þjóð í stóru landi. Við þurfum að reka af okkur slyðruorðið í umhverfismál- unum. Ef við ætlum að gera ísland að fyrirmyndarlandi á þessu sviði verðum við að láta hendur standa fram úr ermum. BB. úr hugskotinu t Staurblankír millar Reynir Antonsson skrifar Fyrir nokkrum árum fór sá sem þetta ritar í ferðalag til Ítalíu, þið vitið stígvélsins, þar sem þeir eru að sparka í gríð og erg þessa dagana. Svo sem vera bar keypti maður sér gjaldeyri, og fékk fyrir einhverja tugi þúsunda íslenskra lágkróna, tvö hefti af ferðatékkum, sem hvort um sig innihélt upphæð sem nam hálfri milljón líra, og auk þess einhver hundruð þúsunda í seðlum. Mikið hvað manni þótti það nú dýrðlegt að vera allt í einu orðinn milli, ef til vill í fyrsta og eina skiptið á ævinni (þetta var fyrir daga lottósins). Manni fannst næstum litlu máli skipta sú staðreynd, að ef til vill kostaði einn kaffibolli einhver hundruð í þessum gjaldmiðli, eitt bjórglas einhver þúsund, og tíu þúsund þótti vel sloppið fyrir þokkalega máltíð. Núllfjölgun Því er þetta hér upp rifjað, að nú um þessar mundir er sá árvissi tími upp runninn, að veðurfræðingar, náttúru- fræðingar, lögfræðingar í ríkisþjónustu og aðrir fáfræðingar eru farnir í aðgerðir, allt vegna þess að samningana á sko að setja beint í launaumslögin eins og hann Palli, sem er stund- um svo einn í heiminum, segir. f launaumslögin á þessi samn- ingur að leggjast í formi einhvers fjölda af núllum sem bætast við þá upphæð sem fyrir var. Þessi núllafjöldi mun svo, að því er vísir menn segja, herja á það ágæta kjaranúll sem þjóðar- sátt var gerð utanum í fyrravetur, og eyðileggja þennan þjóð- ardýrgrip. Allir munu fá eitthvað hærri upphæð í launa- umslagið sitt, og ef til vill með tíð og tíma upphæð í stíl við þær sem Ítalíufarar fá. Vitaskuld verður verðlagið líka ítalskt. En hvað gerir það til. Allir verða orðnir staurblankir millar. Á sjóaravísu Nú dettur manni vitaskuld ekki í hug, að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn séu neitt ofboðslega vel launaðir margir hverjir, raunar eru það frekar fáir íslenskir launaþrælar, svona yfirleitt. Peir bara miða sig við einhverja sem þeir halda að hafi hærri laun, líkt og krakkar í sandkassaleik sem grípa til þess þegar allt um þrýtur vegna yfirgangs þess sterkasta, að fara að gorta af því að pabbi eigi miklu fínni bíl eða miklu fínna hús en hinir pabbarnir. Satt er það, víða má finna háskólamenntaða menn í þjónustu einkafyrirtækja sem hafa það barasta gott í samanburði við hina sem starfa hjá ríkinu, það er að segja okkur, og kann það ef til vill að vera ein skýringin á því hverju afspyrnulélega mörg íslensk fyrirtæki eru rekin, þó svo að einstakt örlæti ríkismömmu, og einstakt aðhaldsleysi í verðlagsmálum eigi hér nokkurn þátt líka. Pað kunna því að vera ýmsar ofur eðlilegar orsakir fyrir því, aðrar en fyrrnefndur millakomplex, að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn vilji bæta kjör sín, og er þá vitanlega undan- skilin þessi eina og sanna, „að mikill hlýtur alltaf að vilja meira", og það þótt slíkar kjarabætur kunni að þýða endalok kjaranúllsins góða. En hvergi hefur maður þó heyrt minnst á þá leið til kjarabóta handa þessu fólki sem ef til vill gæti bjarg- að núllinu líka, en það er að semja á „sjóaravísu". Um all- nokkurt skeið hefur orðið um það þegjandi samkomulag milli sjómanna og útgerða á ýmsum stöðum að fækka í skipshöfn- um, þannig að þeir sem eftir hafa orðið hafa borið oft veru- lega betri hlut úr býtum. Enginn vafi er á því að þetta mætti gera líka í verulegum mæli innan ríkiskerfisins. Einhvern veg- inn hefur maður það nú á tilfinningunni, að víða mætti fækka allskyns sérfræðingum sem á stundum virðast lítið gera annað en skapa umhverfisvandamál með því að skilja eftir sig fjall- háa skýrslustafla, á meðan þeir eru ekki bara beinlínis að þvælast hver fyrir öðrum í leit sinni að hinum eina og sanna stórasannleik. Og hvað með alla þessa lögfræðinga, eins og til dæmis þennan sem Ríkisútvarpið borgar fyrir að búa til svo spaklegt álit um það að ákveðinn kjaftaklúbbur hafi til þess rétt að ákvarða hvort frétt er sönn ellegar login, að sjálfsögðu svo fullt af flókinni skrúðmælgi að enginn venjulegur maður skilur, enda beinlínis ekki ætlast til þess að venjulegt fólk skilji málfar hins opinbera, rétt eins og prelátarnir á miðöld- um sem lögðu sig í framkróka um að sauðsvartur almúginn skildi sem allra minnst af biblíu þeirri sem kirkjan grundvall- aði kenningar sínar á. Hnignandi Ríkisútvarpið bætir raunar enn um betur með því að veita sér þann lúxus sem ekki mörg fyrirtæki og stofnanir í almennings- eigu leyfa sér, að hafa lögfræðing sem yfirrukkara, enda þarf lögfræðing til að geta útskýrt orðið afnot á nógu loðinn hátt og óskýran til þess að almenningur skilji útskýringuna ekki. Að viðbættu svo öllu fréttaliðinu sem er komið í BHMR af því að það er svo miklu skemmtilegra að vera í kjaraleik en framleiða fréttir sem eru svo ómerktar af einhverjum öðrum háskólamenntuðum aðilum, sérstaklega ef þær reynast nú sannar. En á sama tíma og þeir háskólamenntuðu eru í þessum „lírukassaleik" sínum, þá hefur maður það einhvern veginn á tilfinningunni að þjónustunni hjá þeim fari sífellt hrakandi. Petta er ef til vill ekkert undarlegt. Það ríkir nefnilega að því er manni finnst sú tilhneiging meðal hinna háskólamenntuðu, eins og raunar margra annarra ríkisstarfsmanna, að þeir séu ekki að vinna í þágu almennings, heldur „hins opinbera" sem í augum svo margra er ekkert annað en einhver vondur, ljótur karl sem er sífellt heimtandi peninga, dælandi gluggabréfum sínum í stríðum straumum gegnum bréfalúgurnar. Sem eitt af mörgum dæmum um þessa hrakandi þjónustu getum við hér ekki tekið íþróttadeild Ríkisútvarpsins, en samsafn það af blaðurskjóðum hefur rækilega afsannað gildi sitt nú á þessari heimssparktíð, þar sem ekki er vitað hvort menn hafi þar á bæ önnur háskólapróf en í því að vita hve gamlir hinir ýmsu leikmenn og þjálfarar eru. Miklu sniðugra er að nefna til að mynda Veðurstofuna. Þar eru menn einkar duglegir í kjaraleiknum. Látum vera þó að þeir sleppi að gefa út spár af því þeir þurfi í aðgerðir. Verra er þegar þær spár sem gerðar eru reynast bæði vitlausar og ónákvæmar vegna þess hversu spásvæðin eru stór. Fyrir nokkru mátti þannig oft heyra í fjölmiðlum sérstakar spár fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Af einhverjum ástæðum hefur þeim nú að því er virðist verið hætt, og við orðin hluti af einhverju Norðurlandi eystra, þó svo að allir viti að veður þar er oft með allt öðru móti. Hins vegar fær hið svo- kallaða höfuðborgarsvæði enn sína sérspá, meira að segja í síma, þó svo að allir viti að þar er ekkert sérveðurfar annað en á Suðvesturlandi. Orð skulu . . . En hvað sem þessu öllu líður, þá er nú ástandið ósköp dæmalaust hjá honum Denna og félögum hans þessa dagana. Þeir voru víst búnir að skrifa undir samning í fyrra sem þeir geta ómögulega staðið við. Nú er það að sönnu ekkert til- tökumál fyrir pólitíkusa, þótt þeir þurfi að svíkja svo sem eitt loforð eða svo. Það er reyndar enginn pólitíkus sem ekki get- ur slíkt. Verra er þegar loforðin eru skrifleg. Þá kallast þau samningar, og þá skulu orð víst standa, þótt menn hafi að sönnu stöku sinnum leyft sér að gleyma því þegar mikið hefur legið við. En það er auðvitað alltaf frekar leiðinlegt að þurfa að grípa til samningsrofa. Allt er þetta auðvitað hið versta mál, eins og borgarstjórakandidat sjónvarpsstöðvarinnar með ákveðna greininn segir. Lausn í hans anda og ef til vill ekkert vitlausari en aðrar væri ef til vill sú, að farið væri með BHMR liðið eins og ferðalanga á leið til Ítalíu. Afhenda þeim ein- hverjar milljónir í umslögin sín, en láta þá í staðinn greiða þúsundkall fyrir einn kaffibolla, fimm þúsund fyrir bjórglasið og fimmtán fyrir eina góða máltíð. Þannig eru kjörin jú á Ítalíanó, þangað sem öll heimsbyggðin mænir um þessar mundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.