Dagur - 30.06.1990, Page 7

Dagur - 30.06.1990, Page 7
Laugardagur 30. júní 1990 - DAGUR - 7 bílar Skoda Favorit 136 LS AKUREYRINGAR & NA- GRANNAR ATH.! BÓKHALDSNÁM Einn af fyrstu bílunum sem ég man eftir að hafa ferðast í sem ungur drengur var Skoda 1200, öðru nafni „blöðruskodi“. Þetta hefur verið á árunum 1955-1958 og því mögulegt að minningarnar séu örlítið litaðar rósrauðum bjarma æskuáranna. En þó svo væri mun engu að síður rétt vera að „blöðruskodinn“ reyndist ágæta vel við íslenskar aðstæður. Síðar fylgdu í kjölfarið Skoda Oktavia og síðan Skoda 1000 MB sem síðar varð Skoda 105, 120 og 130. Þeir síðastnefndu eru Skodarn- ir sem við þekkjum best síðustu tvo áratugina. Sú gerð var með vél í skottinu og afturdrif og var barn síns tíma þegar spara átti í framleiðslu smábíla víða um lönd með því að byggja saman vél, gírkassa og drif aftur í bílnum (a la Volkswagen). Skodinn með „rassmótorinn“ hafði hins vegar varasama aksturseiginleika vegna þyngdarinnar aftur í sem auk þcss lá hátt í bílnum, svo og vegna hjóla- og fjaðrabúnaðar á afturhjólunum. Eiginleikar bíls- ins bötnuðu þó í tímans rás en aldrei varð þó þessi bíll sérlega rásfastur og stöðugur á vegi, enda erfitt að flýja frá 20 ára gamalli hönnun hans. fíönnuðir hinna fornfrægu Skodaverksmiðja tóku því til við hönnun nýs Skoda fyrir nokkrum árum og hófst framleiðsla þessa 1 nýja bíls haustið 1988 undir nafn- ; inu'Skodá Favorit 136. Útflutn- ingurhófst á síðasta ári og fyrstu bflarnir komu til íslands á miðju síðasta ári. Ég átti þess kost að grípa f nýja gerð af þessum tékkneska vagni fyrir skömmu, en þessi nýja LS gerð er nokkuð i betur búin en L-gerðin sem hing- að til hefur verið á markaðinum. Fyrst er þess að geta að hinn ítalski Bertone kom nokkuð við sögu er útlit Skoda Favorit var ákveðið og það eitt er trygging fyrir ágætis árangri. Innréttingin í er svipuð og gengur og gerist í öðrum evrópskum og japönskum | bílum í þessum stærðarflokki. í Stjórntæki og mælar eru ágætlega ' staðsett og þægilegt er að ná til allra þýðingarmestu hluta. Útsýni er ágætt úr bílnum og rýmið nokkuð gott fyrir farþega, en farangursrýmið er lítið en gott að komast að því. Það má þó stækka með því að leggja niður aftursætið í tvennu lagi (l/3:2/3). Sætin eru á hinn bóginn heldur lin og veita Íítinn stuðning við lærin og til hliðanna. Frágangur á innréttingu og áklæði og plastefni í henni eru alllangt frá því sem gengur og gerist í bílum frá V.- Évrópu og Japan. Vélin í Skoda Favorit er 1,3 Stjórntæki og mælaborð eru ágætlega staðsett. Tölvuskóli Reykjavíkur ætlar nú í sumar að halda bókhaldsnámskeið á Akureyri. Þetta er sama námskeið og kennt var í Reykjavík í vetur og naut þar mikilla vmsælda. Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhaldið og annast það allt árið. Boðið er uppá sérstakt grimnnámskeið fyrir þá sem ekki hafa kynnst bókhaldi áður. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: * ítarleg bókhaldsverkefni * Launabókhald * Virðisaukaskattur (reglur og uppgjör) * Víxlar og skuldabréf (vaxta og verðbótareikningur) * Bókhaldslög og reglugerðir * Afstemmingar * Raunhæf verkefni og flokkun fylgiskjala * Tölvubókhald Námskeiðið er 72 klst. og kostar kr. 48.800.- stgr. með öllum námsgögnum. Allar nánari upplýsingar og skráning er í síma 91-687590 hjá Jóhanni Kristjánssyni. Tölvuskóli Reykjavíkur hf. Borgartúni 28 105 Reykjavík s: 91-687590 Hinn ítalski Bertone kom við sögu þegar Favorit var hannaður. Umsjón: Úlfar Hauksson veifur. Skodinn er svo sem ekki sérstakur „götutryllir" en alveg þokkalega lipur í akstri. Gír- skiptingin er þó það sem kemur skemmtilega á óvart í Skodan- um, en luin er nær óaðfinnanleg, sem er meira en búast má við í bíl í þessum verðflokki. Skodinn rennur léttilega milli gíranna cn þó með nákvæmni. Sama má eig- inlega segja um stýrið, það er nákvæmt og nægilega létt þótt ekki sé það vökvastýri. Bremsurnar eru líka góðar. Að öllu samanlögðu er því Skoda Favorit 136 LS bíll sem má að mörgu leyti jafna við bíla sem eru miklu dýrari. Ef frá er talin hávær og dálítið gamaldags vél og frágangur sem ekki er alveg upp á það besta, þarf Skodinn ekkert að skammast sín meðal bíla í þessum stærðarflokki og verðið er 250-300 þús. kr. lægra. lítrar og er í aðalatriðum áþekk þeirri sem var í Skoda 130. Hún er þó öll úr áli, en hefur undir- liggjandi knastás sem skilar sér í hávaðasömum og nokkuð gróf- um gangi. Vélin er nægilega kraftmikil svo Skodinn virðist ekkert slappur, en hávaðinn gef- ur e.t.v. til kynna meiri árangur af bensíngjöfinni en raun ber vitni. Allt sem hægt er að segja um Skoda Favorit til viðbótar þessu er af hinu góða og satt að segja kom þessi bíll mér talsvert á óvart. Má þar nefna ágæta fjöðrun, sem margir dýrari bílar frá ónefndu landi í Asíu gætu verið stoltir af, og ekki síður það hve hljóðlátur bíllinn virðist á malarvegi. Þar er vélarhljóðið ekki eins áberandi og veghljóð er mjög lítið samanborið við marga aðra bíia af þessari stærð. Einnig kom á óvart að ekkert skrölt eða tíst er í innréttingunni enda þótt frágangurinn gæti gefið tilefni til þess. Sama er að segja um aksturs- eiginleikana, sem eru ágætir. Favorit undirstýrir sterklega en er ágætlega viðráðanlegur og ger- ir ökumanni ekki óvæntar skrá- Gerð: Skoda Favorit 136 LS, 5-dyra fólksbíll, vél að framan, fram- hjóladrif. Vél og undirvagn: 4-strokka, fjórgengis bensín- vél, vatnskæld, slagrými 1289 cm\ borvídd 75,5 mm, slag- lengd 72,0 mm, þjöppun 9,7:1, 62 hö við 5000 sn/mín., 100 Nm við 3000 sn/mín., tvö- faldur blöndungur. Drif á framhjólum, 5 gfra gírkassi. Sjálfstæð fjöðrun að framan með þríhyrndum örmum að neðan og McPherson gorm- legg- Að aftan tengdir langsarmar með gormlegg. Tannstangarstýri, aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan, handbremsa á afturhjól- um. Hjólbarðar 165/70 R 13 T, elds- neytisgeymir 47 lítra. Mál og þyngd: Lengd 381,5 cm; breidd 162,0 cm; hæð 141,5 cm; hjólahaf 245,0 cm; sporvídd 140,0/ 136,5 cm; eigin þyngd ca. 870 kg; hámarksþyngd 1.290 kg. Framleiðandi: Skoda (AZNP), Mladá Boleslav. Innflytjandi: Jöfur hf., Kópa- vogi. Umboð: Bifreiðaverkstæðið Skálafell hf., Akureyri. Verð: Ca. kr. 530.000.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.