Dagur


Dagur - 30.06.1990, Qupperneq 8

Dagur - 30.06.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason KvikmyndaMúbbur stofnaðiir á Akureyri Hinn 12. maí síöastliðinn boðuðu nokkrir áhugamenn um kvik- myndir til stofnfundar kvik- myndaklúbbs á Akureyri. Geng- ið var frá formlegri stofnun félagsins, stjórn kosin og mark- miðin sett. Samþykkt var ein- róma að nafn félagsins yrði Kvik- myndaklúbbur Akureyrar. Félagsmenn hafa nú hafist handa um að afla kvikmynda til sýninga næsta haust. Áformað er að ganga til samninga við forráða- menn Borgarbíós um sýningarað- stöðu og hafa klúbbmeðlimir einna helst augastað á mánudög- um með það í huga að færa Akureyringum „mánudagskvik- myndamenningu1' bíóhúsanna í Reykjavík. Þorgrímur P. Þorgrímsson, fjölmiðlafulltrúi félagsins, segir þó fleira vaka fyrir félagsmönn- um en það eitt að sýna kvik- -ALLT LIFID- Aldrei aftur í megrun Á vegum GRONN eru haldin helgarnámskeið fyrir ofætur (bæði karla og konur) sem vilja hætta ofáti. Ofát getur falist í því að borða of mikið of lítið eða bara of óreglu- lega. Þessi námskeið eru byggð á reynslu tugþúsunda karla og kvenna um allan heim sem hafa nýtt sér þessa leið til varanlegs heil- brigðis og hamingju. Kynningar- fyrirlestur á Hótel KEA, þriðjudags- kvöldið 3. júlí kl. 21.00. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. Námskeið á Hótel KEA, Akureyri, laug- ardaginn 7. og sunnud. 8. júlí kl. 9.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 6.000,- Skráning á námskeiðið fer fram á fyrirlestrinum og nauðsynlegt er að væntan- legir þátttakendur nám- skeiðsins mæti á fyrirlestur- inn til að fá fulla nýtingu út úr námskeiðinu. Leiðbeinandi: Axel Guðmundsson. Upplýsingar í s. 985-22277. Kannski fáum vift, fyrir atbeina hins nýstofnaða kvikmyndaklúbbs, aft sjá einhverja af myndum Richards „Cheech“ Marins - jafnvel þá nýjustu, Born in East L.A., þar sem villst er á honum og ólöglegum mexíkóskum innflytjanda. Fyrir vikift er hann fluttur nauðugur til Mexíkó og á síftan í hinu mesta basli við að komast heim til sín aftur. Andlit í fjöldanum - leikur á móti Sean Connery myndir er að öðrum kosti myndu trauðla koma norður yfir heið- ar: „Markmið félagsins er að afla og miðla upplýsingum um flesta þætti kvikmyndalistarinnar og auka þannig áhuga og þekkingu almennings á listforminu.“ Fleira er á döfinni hjá félaginu og hefur stjórn þess boðað til fundar laugardaginn 30. júní næstkomandi klukkan 14.00 á Hótel Norðurlandi til að taka nánari ákvarðanir þar um. Eru allir áhugamenn um kvikmyndir hvattir til að mæta og að sögn Þorgríms skiptir ekki máli hvort menn eru þegar orðnir félagar í klúbbnum, hyggja á þátttöku eða eru á báðum áttum - allir eru velkomnir. Sumir leikarar eru aðeins andlit í fjöldanum. Bíófarar kannast við svipinn en ekki nafnið. John Mahoney er eitt þessara nafn- lausu en þó kunnuglegu andlita. í Moonstruck var hann ástfangni kennarinn, í Tin Men einn álselj- andinn, í Betrayedofstækisfullur smábóndi og í Eight Men Out framkvæmdastjóri Chicago White Sox. Mahoney er þó í ýmsu frá- brugðinn öðrum nafnlausum Hollywoodleikurum. Fyrir það fyrsta er hann alls ekki banda- rískur heldur breskur, frá Manchester á Englandi. Hann var orðinn fullra 19 vetra þegar hann steig fæti á bandaríska mold. Þá gæti sumum virst að Mahoney væri einn fjöldamargra misskildra og vanmetinna stór- leikara er neyðast, í krafti snilli- gáfu sinnar, til að gefa Holly- wood langt nef. En hann hefur alls ekki eytt ævinni á litlum svið- um sveitabæja eða kröftunum í vonlausar sápuóperur. Sann- leikurinn er sá að Mahoney byrj- aði ekki leikferil sinn fyrr en hann var kominn töluvert á fertugsaldurinn. Þangað til hafði hann reynt fyrir sér í einu og öðru, meðal annars verið ritstjóri læknablaðs nokkurs í Chicago. Það var fyrst 1985 að Mahoney vakti athygli sem sviðsleikari - og árið 1990 eða ’91 gæti orðið happaár hans í kvikmyndaheim- inum. Áður en þetta ár er á enda mun hann birtast á hvíta tjaldinu sem faðir Jeff Daniels í Love John Mahoney mun á yfirstandandi ári leika í að minnsta kosti tveimur stór- myndum. Kannski mun þá nafnlausi leikarinn breytast í nafnkunnan leikara. Hurts og með Sean Connery og Michelle Pfeiffer í kvikmynd gerðri eftir sögu John Le Carres The Russia House. Væntanlegar kvikmyndir Fear No Evil Loksins leggur Hollywood til atlögu við 6. áratuginn og McCarthy-ismann. Þetta er frumraun framleiðandans Irw- ins Winklers (Raging Bull, Rocký) sem leikstjórnanda. Robert De Niro leikur leik- stjóra sem á í miklu sálarstríði vegna kommúnistaveiða Mc- Carthys þingmanns. Warner Bros 1991. L.A. Storv Steve Martin gerist rómantískur í fylgd með kærustunni (þeirri raunverulegu) Victoriu Tennant. Handrit er eftir Mart- in sjálfan en leikstjóri er Mick Jackson. Tri-Star/Columbia, veturinn 1990. Mortal Thoughts Góðkunningjarnir Demi Moore og Glenne Headly reyna í örvæntingu að breiða yfir morð. Bruce Willis er í aðalhlutverki sem landeyða og eiginmaður Headlys. Columbia Pictures, haustið 1990. Shattered Þá er það enn ein „minnislausa myndin“. Tom Berenger lendir í vondum málum, missir minnið GÚMMÍHELLUR HLOÐUM GEYMA GEYMATEST A GANGSTETTINA KYNNIÐ YKKUR VERÐIÐ GÚMMÍVINNSLAN HF., RÉTTARHVAMMI 1, 600 AKUREYRI, SÍMI 96-26776 en áttar sig þó fljótlega á því að eitthvað í fortíðinni kallar á morð í nútíðinni. Wolfgang Petersen leikstýrir en meðal mótleikara Berengers eru Bob Hoskins, Greta Scacchi og Corbin Bernsen. Warner Bros, veturinn 1991. Three Men And A Little Baby Þá er það jólamyndin frá Touchstone. Allir muna vand- ræði þeirra þriggja, Toms Sellecks, Teds Dansons og Steves Guttenbergs, þegar kornabarnið settist upp hjá þeim. Þetta er framhald þeirrar myndar og segir frá ekki minni vandræðum þeirra félaga þegar barnið, fimm árum síðar, yfir- gefur þá í faðmi iðrandi móður sem Nancy Trevis leikur. Leik- stjóri er Emile Ardolino. Too Much Sun Erid Idle og Andrea Martin gera sitt ýtrasta til að uppfylla óskir deyjandi föður síns um barnabarn. Sá gamli er marg- milli og því til nokkurs að vinna. Vandinn er bara sá að bæði hneigjast að eigin kyni þegar kemur að fullnægingu kynhvatarinnar. Þetta er víst það sem kaninn kallar grátt gaman. New Line 1990.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.