Dagur - 30.06.1990, Side 12

Dagur - 30.06.1990, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990 Leiðir þroskans Hugleiða? Hvað er það og til hvers? Hver er tilgangurinn með þeirri hugleiðslu sem hinir ótal yogar og heimspekingar iðka? Sjálfsagt hafa allir ein- hverja ákveðna hugmynd um hver tilgangur hugleiðslu er þótt þeir hafi ekki kynnt sér hana sérstaklega, en þó kemur mönnum yfirleitt á óvart hvað hún í rauninni er. Fyrr í þessum pistlum höfum við rætt um ár- una og samtengingu jarðlíkam- ans við ljósvakalíkamann, geð- líkamann og orsakalíkamann sem tengjast allir í innra eðli sínu og það verður að hafa í huga þegar verið er að ræða um eðli hugleiðingar. Pað fólk sem hefur gert sér grein fyrir nauð- syn þess að þroskast andlega í þá átt að hið æðra sjálf nái stjórn yfir persónuleikanum og hinu lægra sjálfi, á ekki erfitt með að sjá hver tilgangur hug- leiðingar er. En nútímamaður- inn er hins vegar yfirleitt svo önnum kafinn að vitundarstill- ing hans er algerlega bundin lægra sjálfinu. Þess vegna finn- ur fólk enga þörf hjá sér né löngun til að hugleiða. Það er ekki fyrr en menn hafa öðlast margháttaða reynslu á sviði lægra sjálfsins og þurft að bergja á bikar sælu og þjáningar að þeir komast að þeirri niður- stöðu að þar sé hvorki svör né fullnægingu að finna. Þá loksins fer maðurinn að þrá hið óþekkta og skynja innra með sér dulin lögmál alheimsins og finnur fyr- ir hugsjónum sem hann hefur aldrei áður órað fyrir. Það er sjálfsagt ekki algilt en í flestum hugleiðingarskólum er gengið út frá endurholdgunarkenning- unni sem ákveðnum grundvelli. Það gildir einu í hvaða landi eða hvaða tegund hugleiðingar um er að ræða. Um endurholdgun- arkenninguna eru flestir sam- mála. Hún er fastur þáttur í hugleiðingarkerfi yogans. Menn þurfa ekki að „trúa“ á endur- holdgun til þess að sjá tilgang hugleiðslu eða stunda hana. En þeir sem iðka hugleiðslu rekast yfirleitt á endanum á þetta lögmál þar sem það er órjúfan- legur þáttur í rökfærslunni fyrir andlegri þroskaleið mannsins. Þess vegna er það sem ég á við með því að segja að menn hafi þurft að bergja á bikar sælu og þjáningar á sviði lægra sjálfsins í mun teygjanlegri merkingu en svo að um sé að ræða einungis reynslu einnar ævi. Það kemur að því hjá öllum að þeir láta sér ekki nægja svör- in sem þeir hafa við hinum ýmsu ráðgátum og kenningum og fara þess vegna að horfa inn á við og hugleiða. Snemma á reynslubrautinni þegar maður- inn hefur notið alls hins besta sem lægra eðlið hefur upp á að bjóða og er orðin „saddur“ á hinum „lægri“ sviðum lffsins, þá byrjar hann að hugleiða. í fyrstu eru allar tilraunir til hug- leiðingar reikular og það geta liðið mörg æviskeið þar til hið æðra sjálf þvingar persónuleik- ann til umþenkingar og alvar- legrar hugleiðingar. En hugleið- ingartímabilin verða æ tíðari og loks eyðir maðurinn nokkrum æviskeiðum' í launspekilega hugleiðingu og innri þrá sem rekur hann áfram. Loks endar það með æviskeiði sem er alger- lega helgað slíkum hugleiðing- um og þar er komið hástig hinn- ar andlegu innri leitar sem þó getur verið rétt að byrja á þessu stigi. Það þarf varla að taka það fram að leiðirnar sem mennirnir fara í vali á hugleiðingarkerfum eru verulega mismunandi. En markið er hið sama. Æðra sjálf- ið verður að ná stjórninni yfir hinum lægri hvötum. Yfirleitt er ekki auðvelt að tala um „árang- ur“ af hugleiðingu en hans verð- ur fyrst vart í auknu andlegu samræmi og jafnvægi og fylgj- andi því er aukin velgengni í öllu hvort sem unt er að ræða námsárangur, reglusemi, skiln- ing á háleitum málum eða ann- að sem fylgir því að hafa stjórn á því sem gerist í lífinu . Þetta gefur þér kannski örlítinn skiln- ingsglampa til þess að átta þig á því hvers vegna menn sem eru á þessari braut uppgötva að and- legur þroski er hinn eini raun- verulegi ávöxtur lífsins. Leiðirnar til andlegs þroska og þess að æðra sjálfið taki stjórnina af lægra sjálfinu eru ýmsar. Það er engin ástasða til að halda að menn þurfi endilega að setjast niður í hugleiðslu til þess að öðlast skilning á innra eðli sínu. Menn geta þroskast á leiðum tónlistar, myndlistar, trúarbragða eða til dæmis á vegi vísinda og þekkingar. Sú aðferð er góð til að taka sem dæmi. Hún er í því fólgin að maðurinn beitir huganum af alefli til þess að leysa ákveðið vandamál sem veldur mannkyninu örðugleik- um. Hann þrautnýtir hverja einustu eigind hugarins og nær þannig stjórn á lægra eðli sínu og með einu allsherjar átaki brýst hann í gegnum múrinn sem hindrar niðurstreymi æðri þekkingar. Árangurinn er sá að hin þráða vitneskja er dregin með valdi úr uppsprettu allrar þekkingar. Það er þess vegna hugeðlið sem knýr manninn áfram á leið til fullkomnunar og þvingar hann til að nýta alla þekkingu sem hann aflar sér í kærleiksríkri þjónustu við meðbræður sína. Sjálfsagt eru sumir lesendur orðnir í þungum þönkum yfir öllu þessu en í sjálfu sér er ekki verið að halda því fram að hér sé um einhvern einn og ákveð- inn sannleika að ræða. Hver og einn maður býr yfir sínum eigin sannleika sem mótast af reynslu hans og þroskastigi og hann verður því að taka til sín ein- ungis það sem samræmist hans eigin sannleikshugsun. Menn þurfa ekki að vera sammála um öll atriði, en það gildir einu hvaða reynslu og þekkingu menn búa yfir eða hvaða trúar- hópi þeir tilheyra. Markmiðið er hið sama hjá öllum. Mark- miðið er á leið hins andlega þroska sem sýnir okkur að við erum öll komin frá sömu upp- sprettunni og erum eins í eðli okkar og erum á sömu leið, þótt við séum ekki öll á sama vegin- um. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Um eiturhernað Þegar ég var svo búinn að fara fyrstu umferð yfir kartöflugarð- inn í þeim tilgangi að murka lífið úr arfanum verður mór litið upp úr moldinni á næsta tré sem stóð þar styrkt á sinni rót ekki fjarri mér. Þá varð ég svo aldeil- is hissa aö mér féllust hendur. Blöðin á greinunum þess voru öll með götum. Það var rétt eins og skotið hefði verið á þau með haglabyssu eða notaður á þau gatari. Þótt ég hafi til þessa ekki umgengist tré né átt þau að vin- um fram að þessu þóttist ég þess þó fullviss að svona ættu laufblöð á birkitré ekki að vera og ég hélt að öspin ætti ekki heldur að vera með götótt blöð en hún var það nú samt og blá- toppurinn sem er notaður í staðinn fyrir gaddavír til að marka lóðina hann skartaði nú líka svo mörgum götum að undrum sætti. Ég hafði haldið að arfinn væri erkifjandi minn og ærin vinna að slást við hann innan um kart- öflugrösin. En ég átti í fullu tré við hann vegna þess að ég sá hann og gat fylgst með honum hvenær hann væri tilbúinn í slaginn. Gegn stórgötóttum laufblöðum af ýmsum gerðum stóð ég hins vegar öldungis ráðalaus. Fyrst datt mér auðvit- að í hug að látast bara ekkert hafa tekið eftir þessu vegna þess aö tilsýndar virtust trén býsna braggleg. Einhvern veg- inn leið mér ekki nógu vel með það svo ég fór að velta fyrir mér hvort lækning fyndist. Skyldi ég eiga að plástra blöðin eða væri kannski ráð að bera á þau sól- arolíu ef þetta væri eins konar sólbruni. Ekkert þýddi að spyrja trén fremur en venjulega. Þau hristu bara götótt höfuðin yfir mér. Þegar ég fór að rýna betur í gegnum götin sá ég aflöng kvik- indi ekki giska stór en virtust geta passað í götin. Þetta voru þá eins konar ormar og svo fjöl- mennir að sums staðar virtust greinarnar á hreyfingu. Ef arfa- tínsla er tafsöm sá ég að sú ormatínsla sem nú blasti við yrði mér aldeilis ofviða. Það virt- ist nefnilega Ijóst að ormarnir nærðust á þessum götum og bjuggu þau til á matmálstímum. Nú var við ofurefli að etja og ég kunni ekki svona ormatínslu eða átti kannski að rota einn og einn í einu? Á sumum stöðum virtust skepnur þessar komnar inní húsbréfakerfið og voru famar að byggja úr tiltæku byggingarefni. Vöfðu blöðunum utan um sig og kúrðu sig inní þessu skýli sínu og brostu að örvæntingu minni. Eg varsíðan ekki fyrr kominn í hús en frú Guðbjörg benti mér á skærgula glókolla fíflanna í lóðinni. Ég gladdist yfir þessari sjón. Mér hafa alltaf fundist fíflar falleg blóm og fagnaði þvt að loksins væri þó komin sjálfbjarga jurt í landareignina með gatalaus og ormalaus blöð og enginn arfi i kring. En þá upphefur frú Guð- björg raust sína segjandi að þetta sé nú Ijótur skolli og verði að útrýma með til þess gerðu eitri hið snarasta. Þá var mér öllum lokið. Þess vegna ætla ég að hafa hér greinaskil á meðan ég þurrka mér um augun og snýti mér. Nú eru nokkrir dagar liðnir frá því ég setti greinaskilin. Ég er búinn að snýta mér og þurrka tárin úr augunum og þar að auki hefur þetta gerst. Tveir menn í geimbúningum og með grímur fyrir andlitinu komu og úðuðu banvænu eitri yfir birki og aspir, blátopp og víði, rósarunna og birkikvist. Ég var sendur að kaupa fíflaeitur á flösku og vann að því að snafsa vini mína með gulu kollana. Svo baneitr- aður var drykkurinn að þeir hneigðu höfuðið til jarðar eftir fyrsta snafsinn og hrörnuðu óðar. Síðan var útdeilt mosa- eyði þar sem það átti við. Þar með er búið að eitra nánast allt sem í garðinum lifir nema arfann. Því var þó lætt að mér að ekki skyldi ég kvíða því vegna þess að til væri ágæt ólyfjan á hann líka sem ég skyldi notfæra mér næst rétt áður en kartöflugrösin kæmust á legg. Þar með yrði allur gróð- ur garðsins eitri ausinn og svo- leiðis eignaðist maður alvöru skrúðgarð. Svona skilst mér að sé í hverjum garði sem vill standa undir nafni. Þessar aðferðir notuðu þeir líka í Víet- nam forðum ef ég man rétt. Ég held mig mest innan dyra síðan þessi eiturherferð hófst. Þótt maður ekki kunni við sig í eimyrjunni má þá alltaf hugga sig við það að tilsýndar er þetta skrúðgarður í blóma en með götótt blöð, fölnaða fífla og dauða orma ef nánar er að gáð. Og svoleiðis á þetta víst að vera. Mikil ókjör þarf af eitri til að eignast náttúrulegan garð. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.