Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990
Stiv Bators aJlur
Uppboð á eigum Buddy Holly
LedZeppelin
Fyrst minnst er á Led Zeppelin og
umboðsmann hennar Peter Grant
þá er ekki úr vegi að geta þess
að ennþá einu sinni eru kviknað-
ar sögusagnir þess efnis að þeir
þrír eftirlifandi meðlimir sveitar-
innar, John Paul Jones, Robert
Plant og Jimmy Page ætli að
endurreisa hana við fjórða mann,
sem væntanlega yrði þá Jason
Bonham sonur trommarans látna
Johns Bonham. Herma sögusagn-
irnar ennfremur að ætlunin sé að
hljómsveitin fari í heljarmikla tón-
leikaferö um Ameríku á næsta
ári og af því tilefni sé nú þegar
búið að smíða risastórt svið og
að þeir Plant og Page liggi yfir
hönnun á Ijósakerfi fyrir það. En
allt eru þetta sögusagnir og til
þessa hefur þeim öllum verið vís-
að á bug, en eins og bent hefur
veriö á þá er þetta oft spurning
um peninga og ef vel er boðið þá
er aldrei að vita.
Þær fregnir berast nú frá Frakk-
landi að einn af frumherjum
pönksins, söngvarinn Stiv Bators
hafi látist af völdum umferðar-
slyss í París. Það virðist þó vera
eftir þessum fyrstu fregnum að
dæma, að um ótímabæran
dauðdaga söngvarans hafi verið
að ræða. Var atburðarásin á
þann veg að Bators og kærasta
hans Caroline voru í
verslunarleiðangri og er Caroline
kom út úr einni búðinni fann hún
Bators liggjandi á gangstéttinni
illa á sig kominn og ruglaðan.
Hafði bíll ekið á hann en að
athuguðu máli taldi hann sig ekki
það slasaðan að ástæöa væri að
fara á sjúkrahús og fór því heim
ásamt Caroline. Seinna um dag-
inn fór honum að líða illa og
Umsjón:
Magnús Geir
Guðmundsson
ákvað að leggja sig, en var látinn
þegar Caroline kom að líta eftir
honum um miðnættið.
Stiv Bators var eins og áður
sagði einn af frumherjunum í
pönkinu en sem slíkur kom hann
fram með hljómsveitinni The
Dead Boys árið 1976. Var sú
hljómsveit illræmd í meira lagi en
með henni hljóðritaði Bators eina
plötu sem hét Young, loud and
Snolty.
Bators flutti til Lundúna frá
New York og þar stofnaði hann
árið 1982, hina bráðskemmtilegu
sveit Lords of the New Church
ásamt Steve Jones fyrrum gítar-
leikara Sex Pistols og öörum.
Ferill hennar var ærið skrykkjótt-
ur og mótaðist hann af sífelldum
mannabreytingum og öðrum
vandræðum. Leysti Bators hana
uþp á síðasta ári eftir sjö ára
starf og einar fjórar eða fimm
plötur. Er dauðinn knúði dyra hjá
Bators var vinnu að mestu lokið
við nýja plötu þar sem Bators
naut aðstoðar ýmissa tónlistar-
manna og poppsíðan hefur skýrt
frá áður. Mun platan væntanlega
B/CNDURI
í heystrekkifílmu
skipta gæðin
öllu máli
Stiv Bators horfinn yfir móðuna miklu.
Hitt og þetta
Brían Eno
Brian Eno sem var eitt sinn með-
limur í gáfumannapopphljóm-
sveitinni Roxy Music en nú á
seinni árum þekktastur fyrir störf
sín sem upptökustjóri, er nú aftur
kominn á fullt sem tónlistarmað-
ur. Ekki er hægt að segja annað
en Eno hafi brett upp ermarnar
því það er ekki ein plata í vinnslu
hjá honum heldur tvær og er
áætlað að þær báðar komi út
með haustinu. Er annars vegar
um að ræða hreinræktaða sóló-
plötu en hins vegar plötu í sam-
starfi við John Cale fyrrum meðlim
Velvet Underground Þetta er
reyndar ekki í fyrsta skipti sem
þeir tveir vinna saman því
umsjónarmann þoppsíðunnar
rekur minni til aö Eno hafi verið
upptökustjóri á plötu Cales sem
út kom í fyrra eða fyrir tveimur
árum.
Malcolm McLaren
Malcolm McLaren sem eitt sinn
var umboðsmaður pönkgoðanna
Sex Pistols en nú á seinni árum
tónlistarmaður sjálfur, er nú önn-
um kafinn við að skrifa handrit
fyrir kvikmynd um umboðsmann
Led Zeppelin sálugu Peter Grant.
Var Grant þessi litríkur persónu-
leiki og áður en hann snéri sér að
umboðsstarfinu hafði hann unnið
fyrir sér sem fjölbragðaglímu-
kappi auk þess aö koma fram í
kvikmyndum sem áhættuleikari
eða aukaleikari.
verða gefin út bráðlega, en með
þeirri breytingu að fyrrum gítar-
leikari The Dead Boys, Cheetah
Chrome, mun koma fram á henni
til heiðurs minningunni um
Bators.
\>/
o
/' \
Skarð höggvið í raðir gamalla pönkara:
poppsíðon
HEILDVERSLUN
aoCdlc^DODŒicp G8(södMi[jLi©©®[rí]
Við Hvannavelli • Sími (96) 21344 • Pósthólf 158 • 602 Akureyri
Nú bráðlega verður haldið í New
York uþpboð á ýmsum merkum
hlutum sem í eigu voru eins af
rokkátrúnaðargoðum sjötta ára-
tugarins Buddy Holly. Er búist við
mikilli ásókn í þessa hluti en
þeirra á meðal er t.d. Fender
Stratocaster rafmagnsgítar sem
talið er að muni fara á um sextíu
til sjötíu þúsund dollara eða í
kringum fjórar milljónir íslenskra
króna.