Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 3. júlí 1990 124. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Hættulegur úrgangur skal til Reykjavíkur: Ónýtar raflilöður hlaðast upp á Akureyri og víðar - sveitarfélögin eiga að greiða flutningskostnaðinn Á íslandi kveða reglur á um að hættulegum úrgangi skuli eyða sérstaklega eða endurvinna og er þetta í samræmi við alþjóð- legar reglur. Lítum á rafhlöður í þessu sambandi. Við eigum ekki að henda þeim á ösku- haugana, því efni í rafhlöðum eru hættuleg þegar þau komast út í jarðveginn, heldur á að safna þeim saman og senda til nánari meðhöndlunar. En hvernig er þessum málum hátt- að á Akureyri? Valdimar Brynjóifsson, heil- brigðisfulltrúi, sagði að tekið væri á móti ónýtum rafhlöðum á öllum bensínstöðvum á Akureyri og í nokkrum verslunum og raf- tækjavinnustofum. Þangað ætti fólk að snúa sér með rafhlöðurn- ar en ekki henda þeim eins og hverju öðru rusli, en svo virðist sem bæjaryfirvöld á Akureyri hafi lítið gert til að kynna þetta umhverfisverndarmál. „I rafhlöðum eru þungmálmar sem brotna ekki niður heldur hlaðast upp í náttúrunni og geta valdið skemmdum. Fólk hefur heyrt talað um kvikasilfursmeng- Grunur um ölvunarakstur: Tveir á sjúkrahús eftir bflveltu Á sunnudagsmorgun fór bifreið út af Ólafsfjarðarvegi við Skriðuland í Arnarneshreppi og valt nokkrar veltur utan vegar. Tveir menn voru í bíln- um og voru þeir lluttir á sjúkrahús töluvert mikið slas- aðir og er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin skemmdist mikið og er jafnvel tálin ónýt. Þá var bifreið ekið út af vegin- um í Víkurskarði en ökumaður slapp ómeiddur frá þessu óhappi og engar skemmdir urðu á bif- reiðinni. Ökumaðurinn er hins vegar grunaður um ölvun við akstur og þurfti Akureyrarlög- reglan býsna oft að hafa afskipti af slíkum tilfellum um helgina. Lögreglan á Akureyri stöðvaði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og þá urðu nokkur óhöpp í umferðinni. Á Sveitarstjórastaða í Skútustaðahreppi: Fimm umsóknir laugardaginn urðu t.a.m. tveir árekstrar í Glerárhverfi, á mót- um Hlíðarbrautar og Hörgár- brautar og Austursíðu og Þver- síðu, en ekki urðu slys á fólki í þessum árekstrum. SS un í fjörðum sem kemur fram í skelfiski. Þetta er svipað og ef málmarnir komast í lífkeðjuna þá geta þeir safnast saman þar og komist í stærri dýr og síðan í okkur,“ sagði Valdimar um mengunaráhrif af rafhlöðum í jarðvegi. Hann sagði að sorpeyðingar- stöð á höfuðborgarsvæðinu ætti í framtíðinni að verða miðstöð fyr- ir eitraðan og hættulegan úrgang á landinu. Mönnum er ráðlagt að senda þangað t.d. leysiefni og rafgeyma og er tekið við slíku sorpi gegn greiðslu. Hvað raf- hlöðurnar á Akureyri varðar þá er þeim safnað saman en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. „Það sem strandar á er að sveitarfélögin hafa ekki tekið ákvörðun um að leggja í kostnað við að senda rafhlöðurnar suður, og það er auðvitað bara byrjunin því annað mun koma í kjölfarið, s.s. brotajárn. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að leggja í neinn flutningskostn- að en öðru máli gegnir um lands- byggðina, en eins og er þá er ætl- ast til að sveitarfélögin sjái um flutninginn,“ sagði Valdimar. SS Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, leggur hornstein að Blöndu- virkjun með aðstoð Ólafs Jcnssonar, yfirstaðarverkfræðings virkjunarinnar. Mynd: bjb Homsteiim lagður að Blönduvirkjun - á 25 ára afmælisdegi Landsvirkjunar Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði horn- stein að Blönduvirkjun að morgni sl. sunnudags. Athöfn- in fór fram í iðrum jarðar, nán- ar tiltekið í stöðvarhússhelli virkjunarinnar 230 m niðri í jörðinni, að viðstöddum fjölda gesta. Þennan dag fagnaði Landsvirkjun einnig 25 ára afmæli fyrirtækisins. Áður en Vigdís lagði horn- steininn flutti dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, ávarp, þar sem hann rakti sögu Landsvirkjunar í stuttu máli og hvernig Blöndu- virkjun kom þar inn í. Athöfn- inni í stöðvarhússhellinum lauk með því að Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti framkvæmdum við Blönduvirkj- un, sem hófust 1984. Fyrsta vél virkjunarinnar af þremur verður gangsett haustið ’91 og haustið ’92 verður Blönduvirkjun komin alveg í gagnið. Boðsgestir við athöfnina, sem voru um 200 manns, fóru næst í skoðunarferð um virkjunarsvæð- ið og þaðan var haldið niður á Húnavelli. Þar bauð Landsvirkj- un gestum í hádegisverð í tilefni dagsins. Nánar verður sagt frá athöfninni í Blönduvirkjun, framkvæmdum þar Landsvirkjunar, í morgun. og afmæli blaðinu á -bjb Norðurland vestra: Tíðindalaus helgi hjá lögreghinni Helgin var stórtíðindalaus að sögn lögreglunnar á Blönduósi og Sauðárkróki, engin slys og bárust Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra Skútustaðahrepps rann út um helgina. Alls bárust Hmm umsóknir og eru allir umsækjendur utansveitar- menn. Að sögn Sigurðar Rúnars Ragnarssonar, oddvita Skútu- staðahrepps, mun hreppsnefndin koma saman til fundar nú í vik- unni til að fjalla um umsóknirn- ar. Eins og kom fram hér að ofan eru allir umsækjendurnir utan- sveitarmenn en að öðru leyti eru umsóknirnar trúnaðarmál. Stefnt er að því að ráða í sveit- arstjórastöðuna sem fyrst og sagðist Sigurður Rúnar vonast til að það gæti orðið innan hálfs mánaðar. -vs Gekk vel þrátt fyrir leiðindaveður sagði Ásgeir Halldórsson „Þetta gekk bara vel, þrátt fyrir leiðindaveður,“ sagði Ásgeir Halldórsson í Hrísey en á laugardaginn brá hann sér yfir Eyjafjörðinn á sund- skýlu einni fata. Þetta var upphaHð að áheitaherferð Ásgeirs sem nefnist Sjósund ’90 og eiga áheitin að renna til byggingar heitra potta við sundiaugina í Hrísey. Frekar slæmar aðstæður voru þegar Ásgeir synti yfir, norðan hafgola og undirstraumur og fyrir vikið bar hann nokkuð af leið og var 35 mínútur í sjónuni en við eðlilegar aðstæður er þetta um 20 mínútna sund, að sögn Ásgeirs. Ásgeir ætlar ekki að láta hér við sitja, þann ætlar að synda í sjónum víðar um landið í sumar og safna áheitum. Sundið á laugardaginn var eins konar tilraunasund og sagði Ásgeir að áætlað væri að hann færi næst vestur á firði. Ekki ætlar hann þó að synda eins mikið þar, ein- ungis innan hafnarsvæðis á við- komandi stað. Búið er aö stofna ávísana- reikning í Sparisjóði Hríseyjar, nr. 300, og geta þeir sem vilja styrkja þetta framtak komið áheitum og framlögunt til skila þar. Einnig taka lionsklúbbar á Eyjafjarðarsvæðinu við fram- lögurn, ásamt lionsklúbbum á hverjum stað þar sem Ásgeir syndir. „Ég á eftir að fara aftur hérna á milli, einhvern tímann seinna í sumar í góöu veðri. Þetta var nánast bara tilraun,“ sagði Ás- geir Halldórsson að lokum. -vs enginn ölvunarakstur. Lögreglan á Blönduósi þurfti lítið að skipta sér af hraða manna, en eftir því sem þeir tjáðu Degi er umferð farin að þyngjast vegna Landsmóts hesta- manna á Vindheimamelum. Strax á föstudag var farið að bera á hestaflutningum og hafa þeir aukist smátt og smátt fram til dagsins í dag. Lögreglan á Sauðárkróki hefur síðastliðna daga tekið 16 manns fyrir of hraðan akstur og segir Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn, það vera töluvert mikinn fjölda miðað við það að engar skipulagðar hraðamælingar hafa verið í gangi og þykir honum fólk vera farið að fara óvenjumikið yfir 110 km hraða á klst. en sá sem hraðast ók var á 152 km hraða. í dag hefst síðan gæsla þeirra í sambandi við Landsmót- ið og er búið að gera klára fleiri bíla og fleiri menn. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.