Dagur - 03.07.1990, Page 4

Dagur - 03.07.1990, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 3. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 ísland og Evrópubandalagið í árslok 1992 verður tekinn upp sameiginleg- ur markaður ríkja Evrópubandalagsins. Umræður um afstöðu íslands til EB og hvaða leiðir á að fara í samskiptum við bandalagið verða sífellt meira áberandi, enda ekki að ástæðulausu. Efnahagsleg framtíð þjóðarinn- ar er meira og minna undir því komin hvaða niðurstaða fæst í þessum málum. Staðan í dag er sú að EB-ríkin hyggjast ekki veita fleiri þjóðum aðild fyrr en eftir 1992. Afstaða íslendinga með eða móti EB-aðild ræður því ekki eingöngu ferðinni. Ef marka má nýlega skoðnanakönnun á vegum Sam- starfshóps atvinnulífsins er meirihluti þjóðar- innar fylgjandi aðild. Þó er geysileg andstaða við þá hugmynd að skipta á aðgangi að íslensku fiskimiðunum og markaðsaðild. Sú afstaða er öllum skiljanleg, en stóra spurn- ingin er þá hvað íslendingar hafa að bjóða í samningum við Evrópubandalagið gegn tollafríðindum. Þegar ísland gekk í EFTA fyrir tveimur ára- tugum var að margra dómi heillaspor stigið. Það varð þó ekki án sorglegra hliðarverkana. Svo eitt dæmi sé nefnt þá leið innlendur hús- gagnaiðnaður undir lok á fáum árum, og stærstu framleiðendurnir snéru sér að inn- flutningi. En í heildina varð EFTA-aðildin þjóðinni til gagnsemdar, enda var aðlögunar- tíminn rúmur. Fyrir skömmu varaði Sigmundur Guðbjarna- son, háskólarektor, við þeirri hættu að erlend stórfyrirtæki geti á skömmum tíma gleypt margar helstu auðlindir íslands. Fyrir utan þá hættu varar háskólarektor við atgervisflótta, en verði ungu og hæfileikaríku fólki ekki búin aðstaða og tækifæri við hæfi sé þess varla langt að bíða að samkeppnin um hæfustu starfskraftana muni reynast afdrifarík. Aðvaranir háskólarektors eru orð í tíma töluð. Vissulega verða íslendingar að taka við sér hvað þetta snertir, og gera sér grein fyrir afstöðunni til Evrópubandalagsins. Aukin fræðsla um bandalagið og eðli þess skiptir hér höfuðmáli. Sérstaða íslendinga hvað sjáv- arútveg snertir gerir að verkum að búa verður vel um hnútana gagnvart EB-ríkjunum og kanna hvaða forsendur eru fyrir þátttöku íslands í sameiginlegum markaði Evrópu- ríkja. ísland má ekki einagrast innan Evrópu, en þjóðin má heldur ekki fórna hagsmunum sínum og auðlindum með skammtímasjón- armið í huga. EHB lesendahornið Veiðidagur kattarms Kettir ekki vandamál Tommi skrifar: Nú undanfarnar vikur, sem jafn- an áður á þessum árstíma, hafa kattahatarar eytt mikilli prent- svertu til að lýsa fyrir lesendum þessu hryllilega morðóða dýri, er læðist um garða og grundir og kvistar niður fugla himinsins svo að helst er að skilja að ýmsir stofnar þeirra muni þurrkast út. Nú skyldi maður ætla að á tím- um hinnar löngu skólagöngu væri fólk það vel upplýst um eðli nátt- úrunnar að það gerði sér ijóst að lífskeðjan er þannig uppbyggð að þar lifir hver á öðrum, án þess áð hlutföll raskist, og beinlínis virð- ist ráð fyrir því gert að hluti stofns fari í fæðu handa öðrum. Eða hvernig halda menn að ástandið yrði ef allir fuglsungar kæmust á legg. Þá er hætt við að þyrfti að rækta maðka og flugur í stórum stíl. Ekki er vitað til að ein dýrateg- und hafi eytt annarri, nema því aðeins að maðurinn hafi gripið þar inn í, en um það eru allmörg dæmi. Ofstæki þessa fólks í garð katta er með ólíkindum, jafnframt því sem það lokar augunum fyrir sams konar atburðum er snúa að því sjálfu. Nú fyrir stuttu vár svokallaður veiðidagur fjölskyldunnar, m.a. sýndi sjónvarpið okkur á nákvæman hátt er foreldrar horfðu brosandi og með velþókn- un á þegar börn þeirra murkuðu lífið úr fingurlöngum silungslont- um, sem þau voru að veiða, með því að berja hausnum á þeim margsinnis við stein eða spýtu. Já, hvar var nú helvítis köttur- inn? Ekki gat hann skrifað les- endabréf á þessa leið: Hver hleypti mannvillidýrunum út? Var ekki hægt að halda börnun- um inni þangað til að aumingja litlu silungarnir voru orðnir stórir því það er svo gaman að horfa á þá leika sér í vatninu, eða voru börnin kannski svona voðalega svöng? Nei. gott fólk, hættið þessari hræsni og leyfum náttúrunni að hafa sinn gang eins og verið hefur fra örófi alda. Ef við þurfum að grípa þar inn í skulum við beina spjótum okkar að manninum sjálfum, hann er og verður mesti óvinur náttúrunnar. Reykvísk verslun lokar umferðargötu Stgr. skrifar: „Oft höfum við haft lélega bæjar- stjórn á Akureyri en sjaldan eins lélega og þessa sem leyfir Reyk- víkingum að loka helstu umferð- argötunni á Oddeyri svo þeir geti stækkað verslun sína. Innkoman í jjessari verslun fer auðvitað beint suður til Reykjavíkur og það var engin ástæða til að leyfa henni að þenjast út með þessum hætti. í fyrsta Iagi hefðum við aldrei átt að taka við henni og þótt sumir segi að samkeppnin hafi lækkað vöruverð þá held ég að það sé bara yfirskyn. Við eig- um að efla verslun í okkar heima- byggð. Svo vil ég aðeins minnast á fótboltafárið. Það er með ólík- indum að fólk skuli horfa á 22 menn eltast við boltatuðru og hafa gaman af.“ Hanna Guðbjartsdóttir hringdi: „Ég hef lesið í Degi að konur hafa ítrekað skrifað út af köttum á Brekkunni á Akureyri. Ég er ekki kattareigandi, og kettir eru ekki vandamál hjá mér. Ég bý á efri Brekkunni, nokkuð mið- svæðis, og hef aðeins séð tvo ketti frá því í apríl, þannig að ég held að þær konur sem hafa skrif- að um kettina séu haldnar ein- hvers konar ofsóknarofstæki. Við höfum talað saman um þessi mál Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður Þórs, hringdi: „í sambandi við gagnrýni á 17. júní hátíðarhöldin á Akureyri og skrif lesenda um að íþróttafélög- in ættu ekki að sjá um þau, þá finnst mér ekki rétt að draga bæði félögin inn í umræðuna þótt einn aðili hafi e.t.v. klikkað. Við Þórsarar sáum um hátíðarhöldin í fyrra og fengum miklar þakkir fyrir. Við kostuðum miklu til, dagskráin var vönduð, allar tíma- setningar stóðust og við vorum með leiktæki fyrir börnin á íþróttavellinum. Þetta kunni almenningur að meta. Ég gat ekki fylgst með hátíðarhöldunum 17. júní sl. og get því ekki sagt til um hvernig framkvæmd þeirra nokkur, og það er óskemmtilegt gagnvart einni dýrategund að.æsa sig gegn henni í blaði hvað eftir annað. : , Mér finnst umfjöllun pmjþe^si mál óskemmtileg, því það ,ei^iyij't börn sem eiga kettina. Bprhjn lesa blöðin, og ég veit um krakk.a sem hafa hreinlega orðið hrædd- ir, og haldið að nú eigi að skjóta köttinn sinn. Fólk verður að .gá að sér þegar það er með svona skrif.“ tókst hjá KA, en ég vildi bara minna á að dagskráin hjá Þór tókst mjög vel í fyrra og því ekki rétt að segja að íþróttafélögin eigi ekki að sjá um hátíðar- dagskrána.“ Brúin við Efri-Þverá: Vantar leiðara beggja vegna brúarsporðar Kristján Jónasson spyr: Við brúna á Efri-Þverá við Munkaþverá vantar leiðara beggja vegna brúarsporðar. Þarna lá við stórslysi í fyrstu snjóum sl. vetur er bíll með þremur ungum mönnum fór þar næstum útaf og niður í gilið sem er um 10 metra djúpt. Ungu mennirnir hefðu ekki þurft að kemba hærurnar ef þannig hefði farið. Ætlar vegagerðin að gera einhverja bragarbót á þessum stað í sumar? Guðmundur Svafarsson um- dæmisverkfræðingur vegagerð- arinnar: í sumar er ætlað að lagfæra slysagildrur við brýr fyrir um 2 milljónir króna sem veittar voru í þetta forgangsverkefni, en í næstu viku verða þeir staðir skoðaðir sem undir þennan lið falla, þar með talin áðurnefnd brú. 17. júní hátíðarhöld: Þórsarar stóðu sig vel í fyrra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.