Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 3. júlí 1990
Þriðjudagur 3. júlí 1990 - DAGUR - 9
fþróttir
F-
Öldungamót í golfi:
Karl Hólm vann
Jóhannsbikarmn
í fyrradag fór fram á Jaðarsvelli við Akur-
eyri öldungamót í golfi þar sem keppt var
um Jóhannsbikarinn. Leiknar voru 18
holur, með og án forgjafar. Mót þetta gef-
ur stig til landsliðs öldunga í golfi og
mættu 54 keppendur til leiks.
Karl Hólm úr Golfklúbbnum Keili náði
fyrsta sæti í flokki án forgjafar og lék á 78
höggum. Annar varð Guðmundur Valdi-
marsson, Golfklúbbnum Leyni á 83 höggum
og í þriðja sæti hafnaði Pétur Antonsson úr
Golfklúbbi Grindavíkur á 83 höggum.
í flokki með forgjöf var mjög jöfn keppni.
Sverrir Einarsson úr Nesklúbbnum náði
fyrsta sætinu á 71 höggi en í öðru sæti varð
Karl Hólm sem einnig lék á 71 höggi. í þriðja
sæti varð Guðmundur Vaidimarsson á 72
höggum og í fjórða sæti varð Ragnar Stein-
bergsson úr Golfklúbbi Akureyrar á 72
höggum. 1ÓH
3. deild
Úrslit í 6. umferð:
Þróttur R.-Reynir
BÍ-Völsungur
Haukar-Einherji
Þróttur N-TBA
Dalvík-ÍK
Þróttur R. 6 6-0-0
Haukar 6 5-0-1
ÍK 6 4-0-2
Þróttur N. 6 3-1-2
Daivík 6 2-1-3
Reynir 6 2-1-3
Völsungur 61-3-2
BÍ 61-2-3
TBA 61-0-5
Einherji 6 0-2-4
Markahæstir:
Óskar Óskarsson, Þrótti R.
Jóhann Ævarsson, BÍ
Þráinn Haraldsson, Þrótti N.
Júlíus Þorfinnsson, ÍK
Brynjar Jóhannesson, Haukum
Garðar Níelsson, Reyni
Hörður Már Magnússon, ÍK
4. deild - D-riðill
2:0
1:1
2:0
10:0
3:5
21: 5 18
14: 7 15
19:11 12
20: 9 10
11:15 7
9:13
7: 8
15:14
2:25
6:17
7
6
5
3
2
9
8
8
6
5
4
4
Úrslit í 4. umferð:
Kormákur-Hvöt
Geislinn-Þrymur
Hvöt
Kormákur
Neisti
Geislinn
Þrymur
1:3
3:0
3 3-0-0 9:4 9
3 2-0-1 14:4 6
3 2-0-1 11:3 6
3 1-0-2 3:18 3
4 0-0-4 3:11 0
Markahæstir:
Albert Jónsson, Kormáki
Magnús Jóhannesson, Neista
Hörður Guðbjörnsson, Kormáki
Oddur Jónsson, Neista
Ásgeir Valgarðsson, Hvöt
4. deild - E-riðill
Úrslit í 5. umferð:
Magni-UMSE-b
HSÞ-b-Austri
SM-Narfi
HSÞ-b
UMSE-b
Magni
S.M.
Austri Rau.
Narfi
6
5
4
4
3
2:2
6:0
7:1
5 4-1-0 22: 3 13
5 2-2-1 17: 6 8
4 2-2-0 12: 6 8
5 2-1-2 11: 8 7
5 1-0-4 5:19 3
4 0-0-4 3:28 0
Markahæstir:
Viðar Sigurjónsson, HSÞ-b
Ásgrímur Reisenhaus, UMSE-b
Kristján Kristjánsson, Magna
Ari Hallgrímsson, HSÞ-b
Skúli Hallgrímsson, HSÞ-b
Jón Þorberg, SM
6
4
4
4
4
4
Knattspyrna/3. deild:
Þróttarar burstuðu TBA
- unnu 10:0 á Neskaupstað
TBA fór litla frægðarför á
Neskaupstað. Liðið fékk stór-
an skell þar sem Þróttarar léku
á als oddi og gerðu 10 mörk án
þess að TBA næði að svara
Sigurpáll Aðalsteinsson og félagar í
TBA fóru heim til Akureyrar frá
Neskaupstað með 10 mörk á bak-
inu.
fyrir sig. Þráinn Haraldsson
gerði 4 mörk, Ólafur Viggós-
son 3 og Kristján Svavarsson,
Árni Freysteinsson og Bergvin
Haraldsson eitt hver. Þetta var
fimmta tap TBA liðsins í deild-
inni og hefur Iiðið fengið á sig
25 mörk en aðeins skorað 2.
Þrenna Örvars dugði ekki til
Mikið markaregn var á Dalvík á
föstudaginn þegar heimamenn
fengu IK í heimsókn. Örvar
Eiríksson gerði þrennu fyrir Dal-
vík en það framtak dugði ekki til
því gestirnir gerðu 5 mörk og
fóru með öll stigin þrjú.
ÍK lék undan stekkings vindi í
fyrri hálfleik og tókst oft að leika
svifaseina vörn Dalvíkinga grátt.
ÍK menn gerðu fjögur mörk fyrir
leikhlé en Örvar náði að minnka
muninn með einu marki. í síðari
hálfleik var vindurinn genginn
niður og þá varð meira jafnræði
með liðunum. Örvar bætti öðru
marki við en ÍK-menn svöruðu
með fimmta marki sínu. Örvar
átti síðan síðasta orðið stuttu fyr-
ir leikslok þegar hann skoraði
þriðja mark sitt.
Einherji lá í Hafnarfirði
Einherjamenn máttu þola 2:0 tap
gegn Haukum í Hafnarfirði.
Framan af leiknum virtist Ein-
herjaliðið sterkara en þá kom
óvænt mark. Haukar fengu horn-
spyrnu og eftir hana var boltinn
skallaður inn á markteig þar sem
Haukamanni tókst að pota hon-
um í markið. Þrátt fyrir markið
hélt Einherji áfram ágætum tök-
um á leiknum en ekki lánaðist að
binda endi á sóknirnar. Færin
voru nokkur fyrir hendi en ekki
tókst að nýta þau. Skömmu fyrir
leikslok var dæmd vítaspyrna á
Einherja þegar brotið var á sókn-
armanni við vítateigslínuna.
Margir töldu þennan dóm vafa-
saman þar sem brotið hafi átt sér
stað utan teigs en dómnum varð
ekki haggað og úr vítaspyrnunni
gulltryggðu Haukar 2:0 sigur.
Jafnt á ísafírði
Á fimmtudagskvöldið fóru
Völsungar til ísafjarðar og spil-
uðu þar við BÍ. Leiknum lauk
með jafntefli sem verður að telja
sanngjörn úrslit en oft á tíðum
vantaði einhvern brodd í sóknir
Völsunga til þess að þeir næðu að
ljúka sóknunum með marki.
Völsungarnir komust í 1:0 með
marki Jóhannesar Garðarssonar
en Jóhann Ævarsson jafnaði
fáum mínútum síðar og 1:1 urðu
lokatölur leiksins. JÓH
Knattspyrna/4. deild E-riðill:
HSÞ-b og SM uirnu
bæði heimasigra
- jafntefli á Grenivík
HSÞ-b styrkti stöðu sína enn á
toppi E-riðils 4. deildar um
helgina þegar liðið lagði Austra
stórt á heimavelli. Þá gerðu
Magni og UMSE-b jafntefli á
Grenivík í leik þar sem bæði
lið þurftu á sigrinum að halda
til að geta haldið í við HSÞ-b.
Staða Magna er þó betri þar
sem liðið á einn leik til góða.
Leikurinn á Grenivík var mjög
kaflaskiptur. UMSE-b sótti mun
meira í fyrri hálfleik og réði þá að
mestu yfir miðju vallarins. Fyrsta
markið kom á 20. mínútu þegar
Gísli Úlfarsson þrumaði boltan-
um í marknet Magna. Fimmtán
mínútum síðar bætti Arnar Krist-
insson við öðru marki fyrir
UMSE-b eftir mikil mistök hjá
varnarmönnum Magna og þannig
var staðan í leikhléi. í síðari hálf-
leik virtust leikmenn UMSE-b
missa tök sín á miðjunni og það
dró dilk á eftir sér. Strax á 3.
mínútu áttu Magnamenn hörku-
skot í slána eftir mikinn darrað-
ardans við markið. Þremur
mínútum síðar skoraði Bjarni
Áskelsson gott mark eftir horn-
spyrnu og segja má að nær allan
hálfleikinn hafi meira legið á
UMSE-b vörninni. Allt virtist þó
líta úr fyrir að þeir næðu að verja
markið þar til á síðustu mínút-
unni þegar dæmd var auka-
spyrna. Varnarmenn UMSE-b
gleymdu þá Ingólfi Ásgeirssyni
algerlega í teignum og hann
þakkaði fyrir sig og skallaði í
markið.
Stórt hjá HSÞ-b
HSÞ-b vann stóran sigur á Austra
í Mývatnssveit. Lokatölurnar
urðu 6:0 eftir að staðan í hálfleik
var 5:0. Yfirburðirnir voru miklir
eins og markatalan gefur til
kynna en ekki hefði verið ósann-
gjarnt þó Austri hefði fengið
dæmda vítaspyrnu þegar brotið
var á sóknarmanni. HSÞ-b átti
nokkur fleiri færi sem fóru for-
görðum og hefði því sigurinn get-
að verið stærri.
✓
Atta mörk í Hörgárdal
SM sigraði Narfa með sjö mörk-
um gegn einu í Hörgárdal. Narfa-
menn fengu fá hættuleg færi í
leiknum en SM nýtti betur sín
færi þó góð færi hafi misnotast.
Staðan í hálfleik var 4:1 og SM
bætti þremur mörkum við í þeim
síðari. Þeir Jón Þorberg, Heimir
Finnsson og Helgi Steinsson
gerðu tvö mörk hver en Guð-
mundur Gíslason gerði mark
Narfa. JÓH
Kvennahlaup í Kjama
Á laugardaginn fór fram Kvennahlaup í Kjarnaskógi sem í tóku þátt konur á öllum aldri. Þetta hlaup
var liður í dagskrá sumaríþróttahátíðar ÍSÍ og fór fram víðar um landið. Mjög góð þátttaka var í hlaup-
inu í Kjarnaskógi og skráðu um 240 konur sig til leiks. Hér má sjá nokkra þátttakendur skokka hringinn
í Kjarnaskógi. Mynd:KL/JÓH
Ðrengjalandsliðið í knattspyrnu valið:
Fyrsti Dalvíkingurinn
í knattspymulandsliði
- SigurbjömJfeiðárssqn leikur við hlið tveggja Akureyringa í liðinu
Sigurbjörn Hreiðarsson frá-
Dalvík hefur veriðn valinn í
drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu og er hann fyrsti Dal-
víkingurinn til að komast í
! landslið í knattspyrnú. Valinn
hefur verið 16 manna hópur
fyrir Norðurlandamótið sem
fram fer í Finnlandi í lok mán-
aðarins og voru þrír leikmenn
af Norðurlandi valdir í hópinn,
auk Sigurbjörns þeir Guð-
mundur Benediktsson úr Þór
og Brynjólfur Sveinsson úr
KA.
Drengjalandsliðið kom samah:;
í æfingabúðum á Dalvík um helg-
ina en þjálfari þess er Kristinn
Björnsson, þjálfari 3. deildarliðs
Dalvíkinga. Á föstudagskvöldið
var æfing á Árskógsstrandarvelli
og á laugardagsmorgun kom hóp-
urinn saman á létta æfingu fyrir
leik við úrval úr 2. flokki karla
hjá Akureyrarfélögunum KA og
Þór. Leikurinn fór fram á Þórs-
vellinum og lyktaði með 2:2
jafntefli. Mörk drengjalandsliðs-
ins skoruðu þeir Guðmundur
Benediktsson og Pálmi Haralds-
son úr IA.
Á sunnudagsmorgun mætti
drengjalandsliðið 4. deildarliði
SM á Dalvíkurvelli. Reyndar
mætti SM með styrkt lið til leiks-
ins því í raðir þeirra bættust tveir
leikmenn frá Dalvík. Drengja-
landsliðið sýndi hvað í því býr í
þessum leik og lauk honum með
6:1 sigri þeirra. Guðmundur
Benediktsson skoraði 3 mörk en
þeir Sigurbjörn Hreiðarsson,
Helgi Sigurðsson og Jóhann
Steinarsson skoruðu hvert sitt
mark. JÓH
Knattspyrna/4. deild D-riðill:
Hvatarmenn komnir
í toppsætið
Hvatarmenn frá Blönduósi
tóku forystuna í D-riðli 4.
deildar um helgina þegar þeir
sóttu Kormák heim á
Hvammstanga. Þá fengu
Geislamenn á Hólmavík sín
fyrstu stig í riðlinum.
Hvöt náði fljótlega yfirhönd-
inni í leiknum gegn Kormáki.
Heimamönnum tókst ekki að ná
valdi á leiknum og spilinu og það
nægði Hvöt til að skora. Staðan í
hálfleik var tvö mörk gegn engu
en fljótlega í síðari hálfleik
minnkaði Örn Gunnarsson mun-
inn fyrir Kormák. Þrátt fyrir að
eiga færi komust Kormáksmenn
ekki lengra en Hvöt bætti þriðja
markinu við og gerði út um leik-
inn.
Á Hólmavík mættust Geislinn
og Þrymur og þar beið síðar-
nefnda liðið sinn fjórða ósigur í
riðlinum. Geislinn sigraði í leikn-
um með fjórum mörkum gegn
engu og fékk sín fyrstu stig jafn-
framt sem þetta eru fyrstu mörk
Geislamanna í riðlinum. JÓH
Knattspyrna/2. deild:
Selfyssingar í ham
gegn Tindastólsmönnum
Norðanliðin biðu öll ósigur
þegar leikin var heil umferð í
2. deildinni á föstudagskvöld-
ið. Eftirtektarverðast er stórt
tap Tindastóls á heimavelli
gegn Selfyssingum en Leiftur
og KS töpuðu bæði leikjum
sínum sunnan heiða.
Fimm mörk á Króknum
Fyrri hálfleikur var frekar slapp-
ur á Sauðárkróki, en Tindastóls-
liðið átti þó heldur meira í hon-
um og nokkur góð marktækifæri
fóru forgörðum hjá heimamönn-
um.
Eftir leikhlé komu Selfyssingar
inn á völlinn með allt öðru
hugarfari heldur en í fyrri hálf-
leik og þar hafði e.t.v. eitthvað
að segja að Heimir Karlsson,
þjálfari þeirra, skipti sjálfum sér
inn á í hléinu.
Á 65. mín. kom síðan markið
sem hafði legið í loftinu frá upp-
hafi síðari hálfleiks. Dervic fékk
boltann eftir mistök varnar-
manna Tindastóls og skoraði
örugglega framhjá Stefáni mark-
verði. Þremur mínútum seinna
kom útspark frá Stefáni sem
hafnaði hjá Heimi Karls. og hann
kom Selfyssingum í 2:0. Núna
átti Tindastólsliðið nokkur færi
sem sköpuðu hættu í teig Selfyss-
inga, en samt virtust þeir vera
orðnir hálfdaufir. Þegar Heimir
Karls. náði síðan boltanum eftir
enn ein varnarmistökin og skor-
aði 3. mark Selfyssinga, var allur
vindur úr Tindastólsliðinu og
voru þeir heppnir að fá ekki fleiri
mörk á sig en tvö í viðbót. Það
voru þeir Dervic á 86. mín. og
Páll Guðm. á 88. mín. sem luku
leiknum með 5:0 sigri Selfyss-
inga.
Tindastólsliðið virðist vera far-
ið að treysta ansi mikið á línu-
vörðinn í varnarleik sínum og þar
sem að mjög óákveðinn línu-
vörður var með þeirra vallar-
helming í seinni hálfleik skapað-
ist mikil hætta hvað eftir annað
við markið. SBG
Blikarnir sterkari
í fyrri hálfleik í leik KS og
Breiðabliks í Kópavogi áttu Sigl-
firðingar í vök að verjast. Til
marks um það komust þeir
aðeins fjórum sinnum í hálfleikn-
um fram fyrir miðju en aldrei inn
í teig. Blikarnir héldu knettinum
án þess að skapa sér færi og mark
kom ekki fyrr en á 43. mínútu
þegar Guðmundur Guðmunds-
son sendi fyrir markið þar sem
Willum Þór Þórsson hamraði
knöttinn í netið með skalla,
gjörsamlega óverjandi fyrir
Kristján í marki KS.
Sama sagan hélt áfram í byrjun
seinni hálfleiks og sunnanmenn
sóttu án afláts. Breyting varð
hins vegar á 55. mínútu þegar KS
skipti Henning Henningssyni
inná. Þá gjörbreyttist leikurinn
og KS náði meiri tökum á leikn-
um. Hvorugt liðið skapaði þó
færi fyrr en á 63. mínútu þegar
Hlynur Eiríksson skallaði yfir
Blikamarkið í dauðafæri. Fjórum
mínútum síðar small boltinn í
stöng KS-marksins eftir skot
Arnars Grétarssonar en KS náði
að hreinsa. Fleiri umtalsverð færi
voru ekki í leiknum og Breiða-
blik hrósaði sigri.
Mark Duffield var besti maður
KS og reyndar besti maður vall-
arins. HB/JÓH
Malarleikur á miðju sumri
Leifursmenn sóttu ekki gull í
greipar ÍR. Leikurinn fór fram á
malarvelli og setti það mjög mark
sitt á leikinn. Leiftursmenn urðu
fyrri til að skora þegar Örn
Torfason skoraði með skalla á 5.
mínútu. Hlynur Elísson jafnaði
leikinn á 65. mínútu og 10 mínút-
um seinna skoraði Bragi Björns-
son sigurmark ÍR.
Fyrri háfleikur einkenndist af
mikilli baráttu en jafnræði var
með liðunum. ÍR átti hins vegar
meira í síðari háfleiknum.
Tryggvi Gunnarsson var besti
maður vallarins en Ómar Torfa-
son var besti maður Leifturs en
hann lék að þessu sinni sem aft-
asti maður í vörninni. HB/JÓH
Sumaríþróttahátíð ÍSÍ:
Góður árangur UFA-keppenda
Frjálsíþróttakrakkar úr Ung-
mennafélagi Akureyrar gerðu
góða ferð suður yfir heiðar um
helgina. Þeir kepptu á laugar-
daginn á barnamóti 12 ára og
yngri í tengslum við ISI-hátíð-
ina og á sunnudaginn átti UFA
fulltrúa í Æskuhlaupinu.
Á barnamótinu voru fjórir
keppendur í hverju liði og þurfti
Lið UFA sem tók þátt í barnainótimi í Mosfellsbæ. Frá hægri: Sigríður
Hannesdóttir, Smári Sigurðsson, Jóhann Finnsson og Sigurbjörg Ólafsdótt-
ir.
Jaðarsvöllur:
Halldór og Öm Blöndumeistarar
Blöndumótið í golfi, sem er
unglingamót, fór fram á Jaðars-
velli á sunnudag. Keppt var í
tveimur unglingaflokkum og
spilað með og án forgjafar.
Verðlaun á mótinu gaf Mjólk-
ursamlag KEA.
í eldri flokknum, án forgjafar,
## Holukeppni í golfi:
Om og Anna efst
Ur leik Magna og UMSE-b á Grenivík á föstudaginn. Hér kljást þeir um boltann Ásgrímur Rciscnhaus og Jón
lllugason. Ásgrímur tekur hér flugferðina en þeir Jón, Ingólfur Asgeirsson Magnamaður og Arnar Kristinsson
félagi Ásgríms í UMSE-b fylgjast með. Ingólfur og Arnar gerðu hvor sitt mark fyrir lið sín. JÓH
Liður í sumarhátið ÍSI um
helgina voru golfmót sem sam-
tímis fóru fram á öllum völlum
landsins. Á Jaðarsvelli við
Akureyri mættu margir kepp-
endur til leiks og var leikið
með og án forgjafar. Úrslit í
holukeppninni urðu þannig:
Án forgjafar: högg
1. Örn Arnarson 73
2. Viðar Þorsteinsson 76
3. David Barnwell 77
4. Ólafur Gylfason 77
Með forgjöf:
1. Anna Freyja Eðvarðsd. 64
2. Halla Björg Arnardóttir 66
3. Sigurpáll Sveinsson 67
sigraði Örn Arnarson á 73
höggum, í öðru sæti varð Sigur-
páll Sveinsson á 79 höggum og í
þriðja sæti varð Þorleifur Karls-
son á 83 höggum. í þessum flokki
með forgjöf sigraði Björn Gísla-
son á 66 höggum, í öðru sæti varð
Kristófer Einarsson á 67 höggum
og þriðja varð Halla Árnadóttir á
sömu skor.
í flokki 14 ára og yngri, án for-
gjafar, sigraði Halldór Halldórs-
son á 8ó höggum, annar varð
Haukur Dór Kjartansson á 89
höggum og þriðji Birgir Haralds-
son á 101. I þessum flokki með
brgjöf sigraði Birgir Haraldsson
á 65 höggum, Haukur Dór
Kjartansson varð annar á 69
höggum og Halldór Halldórsson
þriðji á sömu skor. JÓH
Unnur Kristín Friðriksdóttir, sigur-
vegari í flokki 13 ára telpna í Æsku-
hlaupinu.
hver keppandi að keppa í þremur
greinum. í stigakeppninni varð
UFA í öðru sæti með 62,5 stig á
eftir ÍR sem hlaut 70 stig. UFA
átti sigurvegara í þremur grein-
um af 12. Smári Stefánsson sigr-
aði í 50 m hlaupi og langstökki og
Sigríður Hannesdóttir sigraði í
spjótkasti.
Á sunnudaginn var keppt í
Æskuhlaupinu sem fram fór í
Reykjavík. Árangur UFA kepp-
endanna var mjög góður þar sem
Jóhann Már Sigurðarson sigraði í
flokki 14 ára pilta, Smári Stefáns-
son sigraði í flokki 12 ára pilta og
Unnur Kristín Friðriksdóttir sigr-
aði í flokki 13 ára telpna.
Sigurður P. Sigmundsson, far-
arstjóri og formaður UFA segir
að þessi árangur sýni að
unglingastarfið sé smám saman
að skila sér. Óhætt sé að segja að
UFA eigi nú nokkra keppendur á
landsmælikvarða. JÓH
Golf:
Akureyrarmót
hefst á morgun
Akureyrarmót í golfi hefst á
morgun á Jaðarsvelli og stend-
ur í fjóra daga. Keppt verður í
fimm flokkum karla, öldunga-
flokki, þremur flokkum
kvenna og unglingaflokki.
Keppendur geta tilkynnt þátt-
töku fram til kvölds en fyrstu
keppendur hefja keppni á
morgun. Annar flokkur kvenna
spilar 36 holur og öldungaflokkur
54 holur en að öðru leyti leika
flokkarnir 72 holur og spila því í
fjóra daga. Mótinu á því að ljúka
á laugardagskvöld. JÓH