Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 3. júlí 1990 Yoga og hugleiðsla 6. - 8. júlí • Helgamámskeið á Akureyri • Endumæring hugar og líkama • Reynsla sem nýtíst þér í dagsins önn • Leiðbeinandi er Síta Skráning, bœklingar og nánari upplýsingar hjá Önnu. Stmar: (96)27678 og 21772, daglega. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNiN Utboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang póst- og símahúss á Bakkafirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeild- ar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð gegn skilatryggingu kr. 20.000,-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar Pósts og síma, Landsíma- húsinu v/Austurvöll fimmtudaginn 12. júlí 1990 kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. UTBOÐ VEGAGERÐIN Styrking Norðurlandsvegar um Bólstaðahlíðarbrekku 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 5,6 km, magn 10.600 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. september 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á Sauðárkróki frá og með 2. júlí 1990. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 mánudaginn 16. júlí 1990. Vegamálastjóri. Kennarar! Kennara vantar í grunnskóla Svalbarðsstrandar í alm. kennslu yngri barna, hannyrðir og mat- reiðslu. Örstutt frá Akureyri. Nánari uppl. veita skólastjóri í síma 96-26125 eða 96-24901, eða formaður skólanefndar í síma 96- 27910 eða 96-26866. Skólanefnd. AKUREYRARBÆR Umsjónarmenn félagsmiðstöðva Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: Umsjón með félagsmiðstöðinni í Lundarskóla - hálf staða. - Umsjón með nýrri félagsmiðstöð í Síðuskóla - hálf staða. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Launakjör samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Umsóknareyðublöð fást í Starfsmannadeild, Geislagötu 9. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs, Strandgötu 19 b, sími 22722 og hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar í síma 21000. Starfsmannastjóri. _ Minningar- og kveðjuorð: Tf Friðrik Vilhjálmur Grímsson bóndi, Rauðá Fæddur 26. júní 1903 - Dáinn 9. júní 1990 Bújörðin Rauðá í Ljósavatns- hreppi blasir við umferð austan Skjálfandafljóts þar sem Goða- foss er: Allbreitt landsvæði vafið grasi neðan frá jökulfljótinu á mörkum þriggja hreppa upp brekkur Fljótsdalsheiðar til 200 metra hæðar yfir sjó stendur bærinn. Áfram upp og drjúglangt austur um víðáttuland Fljóts- heiðar; það er Rauðárland. Algróið, þar sem fjallagrös voru sem matarbúr fyrr og leynist jafn- vel veiðivatn. „Vegna þess hvað bærinn stendur hátt er útsýnið vítt og blasir við Ljósavatns- skarðið og héraðið allt frá sjó til öræfa“, segir Jón í Ystafelli í sinni Þingeyjarsýslulýsingu. Frá Rauðá sér niður til gljúfranna þar sem Goðafossúðinn stígur uppúr, og þar sem eitt sinn bjó sakamað- ur sér skjól í skúta og góðhjarta húsfreyjan á Rauðá færði honum vistir með leynd. Það sér líka um skarðið til Vaðlaheiðar og í fjöll- in vestan Eyjafjarðar og höfuð- bólið Ljósavatn og samnefnt vatnið sem speglar skógarhlíðina sem þjóðvegurinn liggur hjá, þegar þannig viðrar. Rauðárland var svo rúmt og grösugt að það mátti sjá af erfðafestulandi til Fosshóls þegar það býli reis til varanlegrar og þjóðkunnrar frægðar rétt fyrir 1930 og Sigurð- ur Lúther gerði staðinn kunnast- an þar rétt gegnt Goðafossi, sem enn endist þótt þar séu aðrir sem veita forsjá; gamla kaupfélagið og nýtt fólk flutt á staðinn sem hlúir að velferð manna og allir vænta sér góðs af. Á Rauðá bjuggu hjónin Grím- ur Friðriksson og Ingibjörg Jóns- dóttir frá 1902-1938. Grímur var utan búsýslu sinnar þjóðhaga smiður, bæði á tré og járn. Hann var bróðir Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þó ekki væru nema hálf- bræður, og Ingibjörg var bróður- dóttir Björns Jóhannssonar bónda á Ljósavatni, sem smíðaði kirkjuna þar og stóra íbúðarhús- ið, og líka var Jón, faðir Ingi- bjargar, smiður sem bjó bæði á Rauðá og Holtakoti. Friðrik Vil- hjálmur Grímsson hét hann fullu nafni, húsbóndinn á þessari góðu jörð á árunum 1938-1970 með sinni góðu konu, Hólmfríði Hall- dórsdóttur, sem fædd var á Stöng í Mývatnssveit 11. september 1908. Góð og gjöful er sú minning frá æsku þegar þau Villi og Fríða léku á hljóðfæri saman, fiðlu og orgel, og fóru yfir heiði á milli sveita og spiluðu fyrir dansandi fólk. Sú tónlist var ekki hættuleg heyrn manna sakir hávaðaláta og þurfti ekki eyrnahlífar. Hólm- fríður dó fyrir aldur fram frá sínu fólki hinn 12. apríl 1983 á sjúkra- húsi, eftir nokkurra ára vanheilsu og fötlun og var jarðarför hennar gerð á Ljósavatni síðasta vetrar- dag þess árs. Börn þeirra Rauð- árhjóna eru: Grímur, kvæntur Sögu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn og búa á Rauðá; Þórhildur, sem býr með manni sínum Gunn- ari Marteinssyni á Hálsi í Kinn og eiga þau fimm börn; Erlingur, fjölhæfur handverksmaður og bóndi á Rauðá og Hreinn, sem er tæknimenntaður atvinnumaður í Reykjavík. Guðný Sæmundsdóttir kom sjö ára telpa að Rauðá og varð fóst- urdóttir þeirra Ingibjargar og Gríms og því fóstursystir þess þekkta Villa á Rauðá, sem ætlun- in var að nefna frekar til sögunn- ar. Friðrik Vilhjálmur hét hann fullu nafni, þó lítt væri gripið nema til annars og oftar ekki að fullu. Hann var snemma og reyndar nlla tíð mikill atgervis- maður, sem best sýnir mynd af honum ungum, en hann sat sjald- an fyrir hjá myndasmið. Kunnug- ir vissu hann skarpgreindan en mikinn innra með sér af skaps- munum en þó drengskap og fágætlega listrænan. Lék mjög vel á orgelið sitt góða, sem hann lærði til hjá Jóni Pálssyni í Reykjavík, þegar hann annars fórnaði einum vetri þar til náms í Samvinnuskóla Jónasar Jónsson- ar, frænda síns. Því má lauma hér að, að konan mín hún Friðrika og Vilhjálmur eru bræðrabörn svo mér má síst verða að mis- gjöra í nokkru gagnvart honum, en oft sátum við saman að tali hin síðustu ár, ef ég tafði hann frá rennismiðjunni, sem auðgert var. Og við ræddum stundum um lög- málin. Víst kom mér á óvart, svo þrekmikill sem var, að hann skyldi þurfa að beinbrotna og líða aðra kvöl og bágindi og fá ekki að ljúka verki sem hann hafði nærri því boðið heim. Ég get varla flokkað undir miskunn neitt af því, síst þess almáttka. Þó heimilsró og nokkur sálar- friður verndaði Vilhjálm frá um- stangi og vafstri sveitar- eða þjóðmála, sem mörgum virðist valda óróleika og sumum full- nægju, svo hjálpsamur sem hann var grönnum og gangandi var hann þó allmörg ár formaður Búnaðarfélagsdeildar í sinni sveit, sem hann hafði tekið við af föður sínum, en lengur var hann þó í forsvari fyrir lestrarfélag sitt, keypti því bækur og batt þær eig- in hendi og sendi á göngu um svæðið, gætti þeirra síðan riúmer- uðum í skáp í bæ sínum. Ég átti þess eitt sinn kost að ganga með Vilhjálmi um hans fjölskrúðuga Rauðárbæ og síðast með Erlingi syni hans. Þetta er líkast og ganga um fjögurra og reyndar fimm kynslóða ræktun- ar-, framleiðslu- og menningar- lönd. Niðri í djúpi jarðar má finna hluta af gömlu kjallarafjósi, hlaðið úr strógrýti, þar sem björgin hafa fengið „andiit“ af höggum setthamars hjá Jóni, langafa nútímans; þeir kunnu þá til verka að gera réttan flöt á kletta í grunni. Þar niðri má finna blöð og bókfell eins og væru frá trúaðra ög leyndri tíð en ofar rís bærinn með hinum miklu ummerkjum andans, sem rís upp til guðs sem gaf hann. Frá hinum fögru skýjaborgum húsbóndans birtast myndir og málverk um veggi, með skyggni- gáfu og skapandi list lífs- reynslunnar sjálfrar. Þannig varð það líka með bæina og önnur hús sem hann byggði og víða má sjá, því hálft var stundum verk hans rið að byggja fyrir fólk. Búskap- ur var eins konar félagsbú við hans annan mann. Hin síðustu tuttugu ár eða svo voru afrek Vilhjálms á Rauðá mikil að endurgera innri veruleik bæja. Það runnu sem á færibandi hinir sundurleitustu húsmunir til viðgerðar á Rauðá, eins konar þjóðarsátt fór fram í viðgerðar- stofu. Aftur hurfu heim til sín með æskublæ hin gömlu skatthol, stofuorgel, slaghörpur, kommóð- ur, rekkjur og rennismíði, eða málmmunstruð sigurverk svo nærsýnum þótti naumast einleik- ið og nútíminn fer að hluta til að meta sitt erfðafé og gæta fremur en glata. Hér er jafnvel lærdóm að fá í öfgafullu og ógætnu þjóð- lífi, sem eyðir um efni fram. Kunnugir vita að Þórhildur, eina systirin, átti margar ferðir til föð- ur sfns að gefa kúptum kistulokj- um yfirbragð rósa og tákna, mé^ hugkvæmni sinni og ofurlítiþ skjálfandi handstyrk listamanná. Kunnugir vita líka að hann Kormákur, sá ljúfi drengur, sem ekki var kallaður fóstursonur en óx þar upp sína æsku og hús- bóndinn hafði orðin um: „jafn- góður smiður og við“; hann er mjög í huga gamals manns sem hér er enn að skrifa. Þó nostursemi Vilhjálms á Rauðá væri viðbrugðið, og hand- bragði, gat hann brugðist við sem hamrammur ef lagðist af orku í verk sem því hæfði. Þannig heyrði ég sagt frá því, og þá var ekki veggjarbrot ellegar mishæð í ræktarlandi öfundsvert. Ailtaf er mjótt bilið inn í blómastofuna í nýja húshlutanum á Rauðá, sem er með nokkrum hætti í jörð ásamt þar lestrarfélagsbóka- skápnum. Þar mun fóstursystir Guðný hafa stutt best að starfinu, enda er þarna ekki jarðhiti svo hann verður að fást ofanjarðar. Sú Flóra íslands sem Rauðár- bóndinn bjó að í barmi sínum en safnaði sér þó í möppur og geymdi frá samfylgd Helga grasa- fræðings á Gvendarstöðum, hún er líka í litlu ávöxtuð í heimilis- garðinum þar sem tré, runnar og blóm búa saman. Víst hljóðnar þar um nætur á þessu fegursta júnívori 1990. Laugaskóli hefur löngu síðan borgað lánið sem Vilhjálmur á Rauðá og félagar hans gengu í ábyrgð fyrir 1924 og svo miklu varðaði þá. Enn eiga þó margir ógreidd sín lán. Ég þakka því lögmáli sem við lútum þess góðu guðsgjafir og góðra manna verk. 20. júní 1990, Jón Jónsson, Fremstafelli. Birting afmælis- og miimingargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.