Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 5
lesendahornið
Fimmtudagur 5. júlí 1990 - DAGUR - 5
Mannúðarmál
að svæfa
flökkuketti
Þóra Björnsdóttir hringdi:
„í DEGI 3. júlí segir Hanna
Guðbjartsdóttir að það sé
óskemmtilegt að æsa sig upp
gagnvart einni dýrategund. Mér
þykir vænt um ketti, og á mínu
heimili hafa verið 4 kettir, en ég
lét svæfa 2 þeirra þegar erfitt
reyndist orðið að hafa þá. Fólk á
frekar að láta svæfa ketti eða
kettlinga en að gefa börnum þá
án þess að hafa samráð við for-
eldrana, því of oft missa börnin
áhugann þegar kettirnir stækka,
og þá lenda þeir oft á vergang.
Ég vil heldur lát svæfa ketti en
horfa upp á illa meðferð á þeim,
eða sjá þá á flakki, grindhoraða!"
Tökum ofan fyrir íslensku ostameisturunum
MUNDU EFT1R QST1NUM
Hann ber meistara sínum hollan vitnisburð
°° »«»10»»^
Klóaksrör til óprýði við Strandgötuna
Lesandi
Dag:
hafði samband við
„Mér ofbýður sinnuleysi þeirra
sem með umhverfismál fara á
Akureyri. Við Strandgötuna fara
árlega um hundruð ef ekki þús-
undir útlendinga. Þessir ferða-
menn koma t.d. úr skemmti-
ferðaskipum sem leggjast við
bryggju á athafnasvæði Émskipa-
félags íslands. Hvað sjá þessir
ágætu ferðamenn svo þegar þeir
ganga eftir Strandgötunni?
Klóaksrör, sem liggja út í sjóinn,
öllu umhverfi til óprýði. Þetta sjá
ferðamennirnir þegar þeir eru að
fylgjast með öndunum synda
með ungana sína. Við sem búum
hér vitum að rörin eru ekki leng-
ur notuð, en það er sama, þau
eru til óprýði og er næsta furðu-
legt að bæjaryfirvöld skuli ekki
taka við sér. Hér ríkir alltaf sama
sinnuleysið, ár eftir ár, í
umhverfismálum."
Álver á Dysnesi
Jóhann Skírnisson hringdi:
„Það kom á daginn að Stefán
Valgeirsson hafði rétt fyrir sér er
hann sagði: „Það hefur aldrei
staðið til að reisa álver utan Suð-
Vesturlands." Reykjavíkurvaldið
hefur frá upphafi reynt að finna
tylliástæðu til að álverið verði
ekki reist utan seilingar þjónustu-
svæðis Reykjavíkur, vegna hinna
eftirsóttu margfeldisáhrifa.
Þær ástæður sem tilgreindar
hafa verið eru mismerkilegar, frá
ófærum eða óhæfum iðnaðar-
mönnum nyrðra til mikils kostn-
aðar við mengunarvarnir. Fyrri
röksemdin féll um sjálfa sig og
hin síðari með Nilo-skýrslunni.
Ekki hafa þeir enn gefist upp
því nú er það dýr jarðvinna á
Dysnesi og er látið í veðri vaka
að þetta fé, u.þ.b. 500 milljónir,
raski allri arðsemi þessara fram-
kvæmda fyrir þjóðarbúið í heild.
Mig langar til að benda á
nokkrar opinberar framkvæmdir
til samanburðar, þar sem ekki er
spurt um arðsemi, enda eru þær
allar á suðvesturhorninu. Endur-
bygging Þjóðleikhússins er talin
kosta um 250 milljónir og endur-
bætur Bessastaða annað eins.
Handboltahöllin er talin munu
kosta yfir 1000 milljónir. Alls
munu þessar framkvæmdir lík-
lega kosta hátt í 2000 milljónir
króna, að mestu af almannafé.
í lokin vil ég ítreka að við
landsbyggðarfólk eigum enn full-
trúa á Alþingi til að gæta okkar
er tylliástæðan fundin?
hagsmuna. Er ekki kominn tími
til að þeir standi saman í þessu
mikilvæga máli, ef ekki hér, þá á
Reyðarfirði?“
Brvfritari bendir á þá óskemmtilegu sjón sem blasir við ferdamönnum sem
stíga frá borði og ganga eftir Strandgötunni á Akureyri.
AUK/SlA k9d21-505