Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 12
Mikil vinna við rækju- vinnslu á Kópaskeri Rækjuvinnslan Grefla hf. á Kópaskeri hefur haft nægjan- legt hráefni til vinnslu síðan í byrjun aprflmánaðar, og fyrir- sjáanlegt er nægjanlegt hráefni fram á haustdaga. Þrír rækjubátar hafa landað afla sínum hjá Greflu hf., Atlanúpur frá Raufarhöfn, Dag- fari frá Húsavík og Sjöfn 2. frá Bakkafirði. Verksmiðjan hefur fengið um 30 tonn á viku til vinnslu sem er í það mesta miðað við starfsmannafjölda og vinnu- tíma. 12 til 15 manns vinna þar að jafnaði, og er vinnutími frá kl. átta á morgnana til sjö á kvöldin, stundum lengur. Aflann hafa rækjubátarnir aðallega verið að fá norður og austur af Grímsey og norður af Melrakkasléttu, en á þessum tíma eru margir bátar á rækju- slóðinni. GG Akureyri: 30 miUjóna króna gjaldþrot Raforku hf. I gærmorgun var haldinn skiptafundur í þrotabúi Raforku hf. á Akureyri. Fyrir- tækið var úrskurðað gjald- þrota 20. mars sl. Arnar Sigfússon, skiptaráð- andi, segir að lýstar kröfur í búið séu rúmar 30 milljónir króna. Kröfuhafar eru 27 talsins. Lítið sem ekkert fæst greitt upp í lýstar kröfur, því eignir þrotabúsins eru næstum því engar. Skiptaráðandi segir að málinu muni ljúka innan skamms. Hús- eign Raforku hf. við Glerárgötu var boðin upp og seld á nauðung- aruppboði í janúar, og var búið að skipta andvirði eignarinnar milli veðhafa áður en til gjald- þrotaskipta kom. Umrædd hús- eign var aðaleign fyrirtækisins. Raforka hf. rak um langt árabil verslun, viðgerðarþjónustu og lampagerð á Akureyri, auk þess sem fyrirtækið hafði með hönd- um verktakastarfsemi. EHB Slippstöðin hf. Akureyri: Lokað verður í þrjár vikur vegna sumarleyfa Slippstöðin hf, á Akureyri verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 16. júlí til 6. ágúst. Sigurður Ringsted, forstjóri, segir að þrátt fyrir þessa lokun verði ákveðin starfsemi í gangi, því unnið verður við tvö skip þennan tíma. Það eru Tálknfirð- ingur og Jón Vídalín. „Við lok- um opinberlega, skrifstofu og skiptiborði verður lokað, en unn- ið verður við þessi tvö skip í frí- inu. Að öðru leyti fara menn í sumarfrí eins og verið hefur,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar er ekkert að frétta af tilboðum í smíði Vest- mannaeyjaferju, útboðsfrestur rennur út 20. júlí. EHB í ' * Mikill manntjöldi fylgist af athygli með gæðingakeppninni á Landsmótinu á Vindheimamelum í Skagalirði. Mynd: SBG Landsmót hestamanna: Fiirnn þúsund manns á Melunum - mikill Qöldi útlendinga Alltaf fjölgar á Landsmóti hestamanna á Vindheimamel- um, í gær voru þar á fimmta þúsund manns og búist er við því að í dag fjölgi verulega. Flestir þeir útlcndingar sem von var á eru nú komnir á svæðið og mælir því stór hluti gesta á framandi tungum, en að sögn starfsfólks hefur samt enginn stórvægilegur misskiln- ingur komið upp vegna tjá- skiptaörðugleika. Veður hefur verið ágætt það sem af er mótinu, sólin náð að brjótast í gegnum skýin á hverj- um degi. Hitastig hefur samt ver- ið fremur lágt, enda norðlægar áttir og f gær var töluverður vind- ur sem næddi um gesti. Allt geng- ur vel fyrir sig og hafa að sögn öryggisgæslumanna ekki orðið nein teljandi óhöpp það sem af er. í gærkvöld komu margir þeir hópar sem fóru ríðandi á mótið. Á ýmsu hefur samt gengið hjá sumum þeirra, einn villtist og annar týndi nokkrum hestum, enda hefur verið þoka á heiðum síðustu daga. í gær var haldið áfram með dóma á kynbótahrossum. Stóð- hestar voru dæmdir og byrjað að dæma hryssur. Einnig var í gangi, á aðalvellinu, keppni í B-flokki gæðinga og þegar búið var að dæma 60 fyrstu af 90 voru tíu efstu gæðingarnir þessir: Pjakkur frá Torfunesi, S-Þing. með 8.67, Ögri frá Strönd, Rang. og Frúar- jarpur frá Grund, Borgarfirði með 8.61, Háleggur frá Kjartan- skoti með 8.54, Sikill frá Stóra- Hofi og Drangur frá Dröngum, Snæf. með 8.48, Flosi frá Hjalta- stöðum með 8.47, Hnokki frá Voðmúlastöðum, Rang. með 8.46 og Biskup frá Ólafsvöllum, Skeiðum og Atgeir frá Skipanesi með 8.44. í dag hófst dagskráin klukkan 9.00 og eru allir þrír vellirnir í notkun. Síðustu kynbóta- hryssurnar verða dæmdar, keppni fer fram í A-flokki gæð- inga og unglingar, eldri flokkur, kemur fyrir dóm. í kvöld fer síð- an fram forkeppni úrvalstöltara. Dagskrá morgundagsins byrjar klukkan 9.00 með unglingum yngri og sýningu og kynningu á kynbótahrossum. Klukkan 16.00 verða síðan undanrásir kapp- reiða. Alþjóðlcg keppni 5 gangur hefst klukkan 18.30 og alþjóðleg keppni 4 gangur klukkan 19.45. SBG Undirbúningsvinna vegna álvers í Eyjafirði: Malarnámur í grennd við Dysnes og Árskógssand kortlagðar - möguleikar á vatnsöflun fyrir hugsanlegt álver skoðaðir Halldór Pétursson, jarð- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Norðurlands, hefur stundað rannsóknir fyrir Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar í tengslum við hugsanlega bygg- ingu áivers í Eyjafírði. Halldór hefur m.a. kortlagt staði sem henta vel fyrir malarnám og athugaö möguleika á vatnsöfl- un, bæði fyrir Dysnes og Arskógssand. Hann hefur nú skilað þessum gögnum til Iðn- þróunarfélagsins. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félagsins, sagði að þessar rann- sóknir væru að nokkru leyti við- bót við framkomnar staðarvals- upplýsingar og einnig grunnupp- lýsingar fyrir Árskógssand, en þær upplýsingar voru ekki fyrir hendi þegar menn fóru að líta hýru auga þangað. „Nú vitum við betur hvar hugs- anlegar malarnámur eru. Petta er spurning um fjarlægð frá Dysnesi og Árskógssandi, gæði malarinn- ar og staðsetningu slíkra náma, en þær geta þess vegna verið í landi einhvers bónda og ekki aðgengilegar," sagði Sigurður, en ef af byggingu álvers í Eyjafirði verður er ljóst að gífurlegt magn af möl þarf í höfnina og hús- grunna. Sigurður sagði að Halldór hefði einnig kannað vatnsöfl- unarmöguleika og metið þær upplýsingar sem þegar lágu fyrir út frá þörfum hugsanlegs álvers. Iðnþróunarfélagið hefur síðan farið yfir þessar upplýsingar og látið Atlantsálsmönnum í té helstu niðurstöður, enda vilja þeir fá svör við öllum spurning- um sem tengjast staðsetningu álvers. Sigurður sagði að vissulega væri ekki hörgull á möl og vatni í Eyjafirði, en þessi efni væru mis- jafnlega aðgengileg og menn vildu hafa þessi atriði á hreinu. „Árskógssandur var ekkert kannaður að ráði á sínum tíma þannig að við höfum verið að búa til grunnupplýsingar um þann stað. Halldór hefur líka sett á blað þverskurðinn af þeim jarð- vegi sem kom upp þegar holur voru grafnar í Páímholtsmýrinni. Það skiptir miklu máli að við vit- um hvernig samsetningin á jarð- veginum er og við höfum nú nán- ari upplýsingar um hana. Öll þessi vinna miðast að því að hafa nákvæmari upplýsingar tiltækar,“ sagði Sigurður. SS Esso-mót KA: Um 800 manns komatil bæjarins „Búast iná við að í tcngslum við þetta mót komi 7-800 manns til bæjarins. Aðkomnir keppendur og fararstjórar eru um 600 tals- ins og við bætast heimaliðin frá KA og Þór,“ sagði Gunnar Kárason hjá KA en í dag hefst á Akureyri fjöl- mennt knattspvrnumót, árlegt ESSO-mót KA. Þetta er í fjórða skipti sem þetta mót cr haldið á Akureyri en í því taka þátt knattspyrnu- menn úr 5. flokki. Keppendur og fararstjórar gista í Lundar- skóla og í kennslustofum í íþróttahöllinni og má segja að umfang þessa móts sé nú orðið meira cn ætlað var í upphafi. Gunnar segir að spilaðir verði 52 leikir á KA-svæðinu í dag og á morgun en 48 á laugar- daginn. Síödegis þann dag verður mótinu slitið og verð- iaun afhent. Boltinn fær því að rúlla hressilega hjá ungu kyn- slóðinni um helgina. JOH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.