Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 5. júlí 1990 f/ myndasögur dagi ~1 ÁRLAND ANDRÉS ÖND HERSIR En ég kann líka vel viö fólk sem veit hvenær það á að gefa eftir! BJARGVÆTTIRNIR # Grasmótorar Nú er {fullum gangi hesta- mannamót á Vindheimamel- um og ku það vera eitt það stærsta sem um getur i sögu landsins ef ekki heímsins. Þarna munu vera samankomnir allir mestu og bestu hestar og áhugamenn um hesta sem fyrirfinnast á Fróni og þó víðar sé leitað. Annars hefur S&S heyrt alveg ágætis nýyrði yfir hesta og það er orðið „gras- mótorar“. Ekki er nú vitað hvaðan þetta orð er komið, en eflaust hefur það verið einhver orðhagur véla- aðdáandi sem brúkað hefur þetta manna fyrst og má auðvitað til sanns vegar ,færa að hestar séu gras- mótorar ef fram hjá því er litið að þeir eru gerðir af holdi og blóði. • Skálog syngja Ef S&S þekkir hestamanna- samkomur rétt, þá munu vafalaust vera nokkrir fleyg- ar með i farteski manna á Vindheimamelum, enda geta menn varla verið þekktir fyrir annað þegar f Skagafjörðinn er komið en að eiga brjóstbirtu og söngvatn. Eftir því sem sög- ur herma mun fjörðinn nefnilega byggja eitthvert mesta gleðifólk landsins samanber þessar línur sem oft hlióma í því héraði þar sem Örlygsstaðabardagi var háður og Grettir sterki stundaði afrekssund á árum áður: Skál og syngja, Skagfirðingar skemmta sér og gera hifí Framhaldið kunna síðan þeir sem hafa eytt nokkrum klukkustundum i það að heimsækja Skagafjörð og skemmta sér með þeim sem þar búa. Allir íslendingar vita að Skagfirðingar eru umtalaðir og annálaðir hestamenn svo það er ekki bara þegar Landsmót er í Skagafirði sem allt gengur út á það hvort þessi eða hinn fákur- inn sé fræknari að einu eða öðru leyti. Mestu kostagrip- irnir eru víst þeir sem koma eigendum sínum klakklaust heim eftir að þeir hafa verið að „kaupa jarðir“. Sögur herma að það sé hreint og beint dásamlegt að horfa á það hvernig góður hestur gengur undir glaseygan reiðmann þegar hann hall- ast til hlíðar í hnakknum. Hér er síðan ein visa í lokin sem getur engan veginn verið eftir sannan Skagfirð- ing. Ég er allur af mér genginn ekki veit ég hvað þvi veldur þvi kvennamaður er ég enginn og ekki drykkjumaður heldur. Sjónvarpið Fimmtudagur 5. júlí 17.50 Syrpan (10). 18.20 Ungmennafélagið (10). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismærin (120). 19.25 Benny Hill. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Skuggsjá. Kvikmyndaþáttur í umsjá Hilmars Odds- sonar. 20.450 Max spæjari. (Loose Cannon). Nýr bandarískur sakamálamyndaflokkur í sjö þáttum. Lögreglumaðurinn Max Monroe er óstýrilátur og svo erfiður í umgengni að enginn vill vinna með honum. Aðalhlutverk: Shadoe Stevens. 21.35 íþróttasyrpa. 22.00 Anna og Vasili. (Rötter í vinden). Fjórði og síðasti þáttur. Leikin myndaröð byggð á skáldsögu Veijo Meris sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Anna og Vasili. Framhald. 23.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 5. júlí 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Morgunstund með Erlu. 19.19 19.19. 20.30 Sport. 21.25 Aftur til Eden. (Retum to Eden.) 22.15 Brúður mafíunnar. (Blood Vows). Ung kona telur sig hafa himin höndum tekið þegar hún kynnist ungum myndar- legum manni. Þau fella hugi saman og fyrr en varir em þau gengin í það heilaga. En þegar brúðurin fer að grennslast fyrir um lifibrauð gumans kemur ýmislegt gmggugt í ljós. Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Joe Penny og Eileen Brennan. Bönnuð börnum. 23.45 Frumherjar. (Winds of Kitty Hawk). Um aldamótin hófu ungir og ómenntaðir reiðhjólasmiðir, Orville og Wilbur Wright, að fikta við vélknúnar svifflugur á slétt- unum við Kitty Hawk. Þótt þeim hafi tek- ist að skjóta hámenntuðum verkfræðing- um ref fyrir rass með því að verða fyrstir til að fljúga reyndist það einungis vera upphafið á þrautagöngu þeirra. Aðalhlutverk: Michael Moriarty og David Huffman. 01.25 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 5. júlí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sumarljóð kl. 7,15, menningarpistiU kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Guðni Kolbeinsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn „Litla músin Píla pína" eftir Kristján frá Djúpalæk. Tónlist er eftir Heiðdísi Norðfjörð sem einnig les (3). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.10 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Saga hlutanna. Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu Kölska" eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hjalti Rögnvaldsson les (10). 14.00 Fréttir. 14.03 Gleymdar stjörnur. 15.00 Fróttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Ef ekki í vöku, þá í draumi" eftir Ásu Sólveigu. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Fágæti. 20.30 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 21.30 Sumarsagan: „Dafnis og Klói". Vilborg Halldórsdóttir les (3). 22.00 Fróttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 Sagan af manninum sem bað um inngöngu í lögin. Um dæmigerða dæmisögu eftir Franz Kafka. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 23.10 Sumarspjall. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 5. júlí 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fróttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. Sólarsumar heldur áfram. 14.03 HM-hornið. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskífan. 21.00 Paul McCartney og tónlist hans. 22.07 Landið og miðin. 23.10 Fyrirmyndarfólk. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Með hækkandi sól. 2.00 Fréttir. 2.05 Ljúflingslög. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fréttir. 04.03 Sumaraftann. 04.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Zikk zakk. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- gönpum. 6.01 Afram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 5. júlí 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 5. juli 07.00 7-8-9... Hallur Magnússon og Kristin Jónsdóttir ásamt Talmálsdeild Bylgj- unnar. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 11.00 Ólalur Már Björnsson. 14.00 Helgi Rúnar Óskarsson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavik síðdegis. 18.30 Listapopp. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 5. júlí 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.