Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 5. júlí 1990 Sýningin Landnám í Eyjafirði í Minjasafninu á Akureyri: Fræðst um lifnaðarhætti Helga magra og afkomenda hans - 1100 ár I ár eru talin 1100 ár frá því að landnám í Eyjafirði hófst með komu Helga magra og fjölskyldu hans og minnist Minjasafnið á Akureyri þessara tímamóta í sumar með sýningu er nefnist Landnám í Eyjafirði. Þar eru sýndir gripir frá landnámsöld sem fundist hafa í héraðinu og segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins, að með þessari sýningu sé safnið fyrst og fremst að höfða til Eyfirð- inga og innlendra ferðamanna sem hafa áhuga á landnámssögunni. Vegleg bronsnæla, en algengustu skartgripir sem finnast í gröfum kvenna frá víkingaöld eru kúptar nælur úr bronsi. Mynd: ss talin frá landnámi Eyjaflarðar Landnáma greinir frá því að Helgi magri hafi farið til Islands með konu sína og börn. Hámundur heljarskinn, maður Ingunnar dóttur Helga, var einnig með í för. Helgi trúði á Krist en hét á í>ór til sjófara og harðræða. Þegar hann sá ísland leitaði hann ráða hjá Þór og vísaði ásinn honum norður um landið. Helgi mun hafa tekið land fyrir innan Svarfaðardal og verið á Hámundarstöðum fyrsta vetur- inn. Hann flutti síðan með sitt hafurtask en Hámundur varð eftir. Helgi bjó á ýmsum stöðum þar til hann settist að á Kristnesi og var þar til æviloka. Landnáma segir að í búfærslunni hafi Þór- unn hyrna, kona hans, orðið létt- ari í Þórunnareyju í Eyjafjarðará og fætt Þorbjörgu hólmasól. Landnám Helga magra hefur verið tímasett og hafa fræðimenn fallist á ártalið 890. Landnám Helga var víðfeðmt, hann úthlut- aði landi til sona sinna og tengda- sona þannig að héraðið byggðist upp á skömmum tíma. Munir frá Granastöðum til sýnis Fornleifar sem fundist hafa í Eyjafirði styðja sögurnar að því leyti sem lýtur að tímasetningu landnáms og uppruna þess fólks sem fyrst settist að í firðinum. Því er talið fullvíst að ísland hafi byggst á víkingaöld, sem nær yfir tímabilið 800-1050. í sýningarskrá Minjasafnsins kemur fram að af fornleifum megi ráða að hingað hafi komið fólk af norrænum uppruna á síð- asta hluta 9. aldar og ljóst að í Eyjafirði hafi verið allþétt byggð þegar á 10. öld. Eitt merki þess er sá fjöldi heiðinna grafa, kumla, sem þekkt eru í héraðinu. Sá siður að leggja haugfé í grafir hefur einnig hjálpað við aldurs- ákvörðun grafanna og eru þeir munir sem fundist hafa í kumlun- um, skartgripir, vopn og hvers- dagslegir nytjahlutir, án efa vík- ingaaldargripir. Bæjarrústir frá landnámstíma hafa einungis ver- iö rannsakaðar á tveimur stöðum í Eyjafirði, að Klaufanesi og Granastöðum. Á báðum stöðum hafa komið í ljós leifar húsa sem eru með því sniði sem þekkt er um víkingabyggðir. Á sýningunni Landnám í Eyja- firði sem stendur yfir í Minja- safninu allt fram til 15. septem- ber eru í fyrsta sinn til sýnis mun- ir sem fundist hafa við fornleifa- uppgröft að Granastöðum. Þar hefur Bjarni Einarsson, forn- leifafræðingur, stundað rann- sóknir frá árinu 1987. Þær rann- sóknir standa enn og má búast við að fleira komi í ljós sem varp- að getur Ijósi á líf fólks í Eyja- firði á landnámsöld. Skartgripir, vopn og nytjahlutir Á sýningunni eru einnig gripir frá landnámsöld sem fundist liafa í héraðinu og eru varðveittir á Þjóðminjasafni íslands, en Minjasafnið á Akureyri hefur fengið þessa gripi lánaða. Með þessa fornmuni í vörslu sinni get- ur safnið nú dregið upp mynd af lifnaðarháttum fólks sem bjó í Eyjafirði á landnámsöld. Guðný Gerður Gunnarsdóttir sýndi blaðamanni gripina á sýn- ingunni og lýsti sögu þeirra. Þarna voru vopn frá víkingaöld sem fundist hafa í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, s.s. sverð og spjótsoddur. Einnig skartgrip- ir sem fundist hafa í gröfum kvenna, kúptar nælur úr bronsi, festi, hringprjónn og armbaugur. Þetta er svokallað haugfé. Þarna er líkan af Gaukstaða- skipinu, sem er víkingaaldarlang- skip er grafið var úr haugi á Gaukstöðum í Noregi. „Það hafa fundist hér bátkuml, grafir þar sem fólk er lagt í báta, og m.a. hafa fundist tvö við Dalvík. Viðurinn eyðist en báts- saumurinn liggur í farinu og segir til um lögun bátsins," sagði Guðný Gerður. Við skoðuðum einnig uppdrátt dr. Kristjáns Eldjárns af skála frá landnámsöld að Klaufanesi í Svarfaðardal, en Kristján rann- sakaði bæjarstæðið árið 1940. Bjarni Einarsson hefur gert uppdrátt af bæjarstæði Grana- staða og jarðhýsi. Þessir upp- drættir eru til sýnis svo og munir Bjarni Einarsson í jarðhýsinu á Granastöðum sumarið 1988, en rannsóknir þar hófust 1987 og standa enn. Mynd: Höröur Geirsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.