Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 05.07.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. júlí 1990 - DAGUR - 3 fréttir Degi hefur borist mynd sem tekin var á Akureyri árið 1941: Þekkir einhver þessa ungu drengi? Nýlega barst Degi bréfstúf- ur frá enskum manni að nafni A. M. Beardshaw en hann starfaði sem hermaður í konunglega breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni og dvaldi m.a. á Akureyri árið 1941. Með bréfinu fylgdi mynd seni Beardshaw tók af ungum drengjum á Akureyri á því herrans ári 1941. í bréfinu seg- ir hann m.a. að drengirnir á myndinni séu í kringum sextugsaldurinn í dag og ef einhver þeirra þekki sig á myndinni og langi til að eign- ast eintak af henni, geti við- komandi haft samband við sig til Englands. Við látum myndina að sjálf- sögðu fylgja hér með og þeir sem áhuga hafa á því að eign- ast eintak af henni, geta fengið heimilsfang A. M. Beardshaw á ritstjórn Dags. -KK Kópasker: Bág staða sveitar- sjóos vegna gjald- rota fyrirtækja Sláttur er almennt ekki hafinn í Öxarfirði þar sem spretta hef- ur verið mjög hæg í þessari kulda- og vætutíð sem verið hefur að undanförnu. Bændur sem gegnið hafa í kríuvarp að undanförnu hafa orðið varir við mjög mikinn ungadauða sem þeir rekja til tíðarfarsins. Að sögn oddvita Presthóla- hrepps verða nánast engar fram- kvæmdir á vegum hreppsins í sumar vegna bágrar fjárhags- stöðu, og orsakanna er fyrst og fremst að leita til þess að Prest- hólahreppur hefur farið mjög illa út úr þeim gjaldþrotum sem verið hafa í hreppnum, t.d. hjá Fiskeldistöðinni Árlaxi hf. og Kaupfélagi Norður-Þingeyinga, en sýslumaðurinn á Húsavík Iýsti Kaupfélagið formlega gjaldþrota nýverið. Frá sl. hausti hefur Kaupfélag Pingeyinga á Húsavík rekið verslun á Kópaskeri í verslunar- húsnæði Kaupfélags Norður- Þingeyinga, en ekki er vitað enn hvað það verður lengi. Seljalax hf., sem er eign heimamanna í hreppunum þrem- ur við Öxarfjörð, hefur boðið í þrotabú Árlax h.f., en Árlax hf. var slegið Fiskveiðasjóði og Byggðastofnun á sínum tíma. Landsmót skáta við Úlfljótsvatn: 1600 sólbrenndir skátar án sólarolíu! - Klakkur frá Akureyri vann til tjaldbúðarverðlauna „Landsmótiö hefur gengiö Þrauta- og metaland, auk þess landinu," mjög vel, hér eru allir sól- sem buslugangur á vatninu heill- taldi að og hressir,“ sagði ar í sólskininu. brenndir og hressir,“ Ingibjörg Jónsdóttir, blaða- fulltrúi Landsmóts skáta, þeg- ar Dagur sló á þráðinn til Úlf- Ijótsvatns. Veðrið hefur leikið við skátana og sagðist Ingi- björg helst vilja láta skrúfa fyr- ir sólina í smá tíma svo skáta- andlitin geti jafnað sig. Þeir fjölmörgu skátar sem nú eru á Ulfljótsvatni hafa örugg- lega lært eitt af dvölinni, að mæta næst með meira af sólarolíu ef veðrið verður eins og það hefur verið. Dagskrá mótsins hefur gengið snurðulaust fyrir sig og allt geng- ið upp. Vinsælasta mótssvæðið er Verðlaun eru veitt daglega fyr- ir hvaða svæði er fallegast og sl. þriðjudag fékk Skátafélagið Klakkur frá Akureyri þau eftir- sóttu verðlaun, sem ganga undir nafninu tjaldbúðaverðlaun. Á laugardaginn verða síðan veitt stærstu verðlaunin, til handa þeim skátaflokki sem hefur stað- ið sig best á landsmótinu. Að sögn Ingibjargar hefur aðsókn í fjölskyldubúðirnar farið fram úr björtustu vonum og spil- ar rjómablíðan þar inn í. „Það liggur við að hér bætist við fjöl- skyldubúðirnar á hverjum klukkutíma, hvaðanæva að af sagði Ingibjörg, og 1500-1600 skátar væru um almennum búðum, auk sístækkandi fjölskyldubúða. -bjb Einnig hefur verið viðruð sú hug- mynd meðal heimamanna að koma á fót tilraunaeldi á bleikju á vegurn ríkisins í núverand seiðaeldisstöð Árlax hf. Kelduhverfi með svipuðu snið og tilraunaeldi ríkisins á laxi Kollafirði, en halda áfram mat- fiskeldi (laxeldi) í aðstöðu Árlax hf. á Kópaskeri. GG Melrakki: Greiðslustöðvun útrunnin Um mánaðamótin rann út framlenging greiðslustöðvunar hjá fóðurstöðinni Melrakka á Sauðárkróki. Ekki er vitað hvað verður gert næst í málum hjá fyrirtækinu, en óformlegar viðræður um nauðungarsamn- inga við lánadrottna eru enn í gangi. Þessir samningar fela í sér að Melrakki greiði 22% skulda sinna og var það lögmaður Mel- rakka sem lagði þá fyrir lána- drottnana. Þegar Dagur hafði samband við Árna Guðmundsson, stjórn- arformann hjá Melrakka, vildi hann ekki staðfesta neitt nema það að samningarnir væru enn í gangi, eftir væri að halda aðal- fund, en eftir hann kæmi eitthvað í ljós. Að sögn Árna verður aðal- fundurinn á næstunni, en þessa dagana stendur yfir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum og er því nóg að gera hjá mörg- um hluthöfum fyrirtækisins í sambandi við það. SBG Salernismál á Akureyri: Könnun reið klósettinu að í liIIu Umræður um salernismál hafa verið býsna heitar á Akureyri að undanförnu. Vegna fréttar af þvagláti fólks í Miðbænum síðla kvölds og að næturlagi er rétt að taka það fram að almenningssalernin undir Þjóðgarðarnir í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum: Vendeg fjölgun gistinátta ferðamanna frá því í fyrra í júnímánuði varð veruleg fjölgun gistinátta ferðamanna í þjóðgörðunum, í Skaftafelli 46% og í Jökulsárgljúfrum 84%, frá því í fyrra en þá var aðsókn raunar með minna móti. Fjölgun í Skaftafelli mið- að við júnímánuð undan- farinna ára er um 10% en í júnímánuði 1987 voru tæplega 9% fleiri gistinætur í Jökuls: árgljúfrum en nú í sumar. I Skaftafelli fjölgaði íslending- um meira en útlendum gestum. Tjaldsvæði þjóðgarðanna komu vel undan vetri, segir í fréttatilkynningu Náttúru- verndarráðs en veðrátta seinni hluta júní hefur verið gróðri óhagstæð, þurrkur í Skaftafelli en kuldi í Jökulsárglúfrum. Tjaldsvæðið í Vesturdal í Jökuls- árgljúfrum fór mjög illa í flóði vorið 1989 en er nú óðum að ná sér og verður leyft að tjalda á hluta þess í sumar en ákveðnum svæðum verður að hlífa svo þau grói upp. Ferðamenn eru beðnir að hafa í huga að ef til viil er ekki alltaf pláss fyrir alla sem vilja af þessum sökum en nóg pláss er í Ásbyrgi. Tjaldsvæði í þjóðgörðunum eru gististaðir og þar gilda opin- berar reglur sem kveða svo á um að þau eiga að vera lokuð frá kl. 23.00 að kveldi til 08.00 að morgni og á enginn kröfu á aðgangi að þeim utan þess. Erfitt er að neita fólki sem komið er langt að, um að fá að tjalda þó komið sé fram á lokunartíma. Ferðamenn eru hvattir til þess að koma fyrir kl. 23.00 því annars geta þeir valdið öðrum óþarfa ónæði. Náttúrverndarráð leggur áherslu á að milli kl. 23.00 og 07.00 sé kyrrð á tjaldsvæðunum. Náttúruverndarráð vill undir- strika enn frekar að tjaldsvæði þjóðgarðanna eru ekki sam- komustaðir til skemmtanahalds um nætur, heldur gististaðir þeirra sem vilja nóta náttúru landsins að degi og friðsældar að kvöldi og nóttu. Allir þeir sem eru tilbúnir að virða þessar reglur eru velkomnir á tjaldsvæði þjóð- garðanna. kirkjutröppunum voru ekki opin á þeim tíma þannig að hér er ekki nýtt ástand á ferðinni. Samkvæmt upplýsingum sem okkur bárust voru almenningssal- ernin aðeins opin frá kl. 10-12 og 14-16 undir það síðasta. Könnun var gerð á notkun þeirra í eina viku og niðurstöðurnar voru þær að meðalaðsókn var fjórir karl- menn á klukkutíma en engin kona. í ljósi þessa var ákveðið að loka snyrtingunni, en þar að auki þótti hún lítt aðlaðandi. í Umferðarmiðstöðinni í Hafn- arstræti er opin snyrting fyrir almenning til klukkan 22 virka daga og fram að kvöldmat um helgar. Þangað geta ferðamenn leitað og fólk sem er á ferð í Mið- bænum fram að þeim tíma. Þeirri hugmynd hefur verið komið á framfæri að setja upp á Akureyri sjálfvirk almenningssal- erni, en þau þekkjast víða er- lendis. Þá borgar maður bara eins og í hvern annan sjálfsala og þetta undratæki hreinsar sig sjálft að lokinni notkun. SS Sundlaugin í Glerárhverfi: Ljóskúplar skemmdust Fyrir nokkru tóku gestir sund- laugarinnar í Glerárhverfi á Akureyri eftir því aö Ijós þau í sundlaugarbotninum sem lýsa vatnið upp, voru slökkt í ein- hverja daga. Ástæöan er sú að skipta þurfti um kúpla á Ijós- unum en því verki er nú lokið og laugin fagurlega upplýst að nýju. Að sögn Eiríks Kristvinssonar hjá Rafmar hf., sem sá um upp- setningu ljósanna, er skýringin sú að fyrir misgáning hafi ljósin ver- ið tendruð áður en vatn var sett í laugina og kúplarnir því ofhitn- að. Vatnið í lauginni hefði átt að virka sem kælikerfi en það var ekki til staðar og kúplarnir því skemmst. Nýja kúpla þurfti að fá frá útlöndum og þess vegna hafi liðið einhver tími áður en hægt var að kveikja á ljósunum aftur. „Þetta var bara eðlilegt óhapp, sennilega hefur einhver bara rek- ið sig í takkann. Þetta er ósköp lítið mál, nema hvað kúplarnir voru ekki til í landinu og tíma tók að fá þá að utan,“ sagði Eiríkur. -vs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.