Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 17. júlí 1990
134. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Krossanesverksniiðjan verður byggð upp
- skuldir minnka en dregið verður úr afkastagetu verksmiðjunnar
Hluthafafundur í Krossanesi
hf. ákvað í gær að halda áfram
uppbyggingu verksmiðjunnar,
með verulega breyttum áhersl-
um þó. Verksmiðjan verður
höfð afkastaminni en áður var
reiknað með, og áhætta Akur-
eyrarbæjar mun minnka. Bær-
inn mun ekki þurfa að auka
hlutafé sitt umfram þær 200
milljónir sem þegar hafa verið
lagðar fram. Krossanes mun
bræða milli 20 og 30 þúsund
tonn árlega í stað þeirra 60 til
70 þúsund tonna, sem útreikn-
ingar voru miðaðir við sl.
vetur.
I fréttatilkynningu frá hlut-
hafafundinum segir að Akureyr-
arbær hefði, miðað við fyrri áætl-
anir, þurft að auka hlutafé sitt
um 150 milljónir umfram þær 200
sem lofað var að leggja fram um
síðustu áramót, þegar Krossanes
varð hlutafélag. Þá hefði Akur-
eyrarbær tekið verulega beina
áhættu af rekstri fyrirtækisins, ef
haldið hefði verið áfram á þeirri
braut.
„Þá munu skuldir félagsins
stórlækka þar sem að í stað þess
að haldið verður áfram í fjárfest-
ingu verður nú hægt að grynnka á
skuldum félagsins og mun skuld-
setning að loknum aðgerðum
verða viðráðanleg. Með þessari
ráðstöfun er tryggt að meginþorri
starfsmanna félagsins mun halda
atvinnu sinni. Þá er ljóst að veru-
lega auknar líkur eru nú á að
hægt verði að gangsetja verk-
smiðjuna í haust, en í fyrri upp-
byggingaráformum var það mikið
áhyggjuefni að verksmiðjan næði
ekki að taka til starfa fyrir ára-
mót,“ segir í fréttatilkynning-
unni.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður Bæjarráðs Akureyrar,
ikveðst sáttur við þessa niður-
stöðu. Um tvær aðrar leiðir hafi
verið að velja, þ.e. að selja S.R.
þau tæki verksmiðjunnar sem
ekki nýttust til fiskimjölsfram-
leiðslu og hafa eingöngu beina-
vinnslu í Krossanesi, eða halda
áfram við upprunalegu áætlun-
ina. Fyrrnefndi kosturinn hefði
þýtt að fiskimjölsverksmiðjan
hefði samt sem áður skuldað 130
milljónir. Miðað við þær forsend-
ur sem menn gerðu nú ætti
afkoman að geta verið viðun-
andi. Tilboð S.R. í vélarnar hefði
í sjálfu sér ekki verið slæmt, en
við nánari athugun á málinu
hefði það þó ekki verið talinn
vænlegasti kosturinn.
Sigurður segir að aldrei hafi
komið til greina að leggja vinnslu
beina niður í Krossanesi. Auk
Mokstri er nú lokið á veginum
um Siglufjarðarskarð. Miklar
fannir voru á leiðinni, en hinni
stóru jarðýtu, sem notuð var
við verkið, tókst þó að vinna
þennan spotta af snækonungn-
um.
Siglufjarðarbær sá um að opna
skarðið og að sögn Þráins Sig-
urðssonar, bæjartæknifræðings,
voru 5-6 metra þykkir skaflar á
miklum hluta leiðarinnar og því
engin furða þó að seint gengi, en
byrjað var að ryðja af veginum í
síðustu viku.
Vegurinn verður eins og áður
hefur fram komið notaður að ein-
hverju leyti meðan endurbætur
þess hafi ekki verið geðfellt fyrir
eigendur Krossanesverksmiðj-
unnar að skuldbinda sig til að
bræða ekki loðnu næstu árin.
„Það er erfitt að svara þeirri
spurningu hvort hafi vegið
þyngra við þessa ákvörðun, pen-
ingasjónarmið bæjarins eða
atvinnu- og þjónustusjónarmið.
Miðað við upprunalega áætlun
hefði Akureyrarbær líklega þurft
að greiða tugi milljóna króna tap
árlega, en á hinn bóginn er einnig
slæmt að missa þá þjónusttf sem
er í kringum loðnuverksmiðju úr
bænum. Ég tel því að þetta hafi
verið farsælasta lausnin. Þess má
einnig geta að eins og staðið
verður að enduruppbyggingunni
eru stækkunarmöguleikar fyrir
hendi síðar, ef vel gengur,“ segir
Sigurður. EHB
verða gerðar á Strákagöngunum.
Aðeins mun þó verða hægt að
fara um Skarðið á jeppum og litl-
um bílum ráðið frá því að leggja
á þennan hæsta fjallveg landsins.
Þráinn sagði að vegurinn yrði
að þorna næstu tvær til þrjár vik-
urnar, en hann er svo blautur
núna að ekki er einu sinni hægt
að fara um hann til að gera við
ræsi sem aflagast hafa á þeim
langa tíma sem er síðan ekið var
um hann á hverjum degi. Það
verður því í fyrsta lagi upp úr
mánaðamótunum sem jeppa-
menn geta farið um Siglufjarðar-
skarðið á leið sinni út á Siglu-
fjörð. SBG
Siglufjarðarskarð:
Mokað í gegnum
himinháa skafla
„Hlýtt verður áfram“
Eins og Norölendingar urðu
áþreifanlega varir við um
helgina hafa veðurguðirnir
ekki að fullu gleymt þeim.
Kvikasilfur hitamælanna
teygði sig víða um norðan-
vert landið yfir 20 gráðu
strikið.
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar má reikna
með að hlýtt verði í veðri
næstu daga á Norðurlandi.
Suðlægar áttir ráða ríkjum og
verður að mestu þurrt. Þó
skyldi fólk vera viðbúið síð-
degisskúrum á stöku stað.
Hugsanlegt er að skil fari yfir
landið síðdegis í dag með til-
heyrandi skúr, en þó er ekkert
öruggt í þeim efnum. óþh
Álafoss hf.:
Hluti yfírstjómar til Mosfellsbæjar fyrir 1. september
- yfirstjórn fatadeildar flutt til Akureyrar samfara tækniuppbyggingu hennar
Á föstudaginn var starfsmönn-
um á skrifstofu Álafoss hf. á
Akureyri kynntar þær breyt-
ingar sem verða á starfsmanna-
haldi fyrirtækisins á næstunni.
Þar er um að ræða flutning á
nokkrum starfsmönnum sem
áður voru á Akureyri suður í
Mosfellsbæ en jafnframt viða-
mikilli tækniuppbyggingu í
fatadeild flyst yfirmaður henn-
ar úr Mosfellsbæ til Akureyr-
ar. Þá liefur Jón Sigurðsson
verið ráðinn framkvæmda-
stjóri íjármála Álafoss og tek-
ur hann við af Inga Björnssyni
sem nú hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Ólafur plafsson, forstjóri Ála-
foss, segir þær breytingar sem nú
standa fyrir dyrum nákvæmlega
þær sömu og komið hafi fram í
vor.
Þær tæknibreytingar sem eru
liður í uppbyggingu fatadeildar
verða á Akureyri og jafnframt
flyst Hermann Sigurbjörnsson,
nýr verksmiðjustjóri fatadeildar
úr Mosfellsbæ til Akureyrar.
Ólafur segir að áfram verði þó
framleiðsla í Mosfellsbæ á ein-
faldari fatnaði, t.d. treflum fyrir
Rússlandsmarkaðinn. Öll
nýsköpun í fatadeild fari hins
vegar fram á Akureyri.
Jón Sigurðsson var á dögunum
ráðinn framkvæmdastjóri fjár-
mála Álafoss hf. Hann er for-
stöðumaður utanlandsdeildar
Eimskips en þar hefur hann starf-
að síðastliðin þrjú og hálft ár.
Hann er rekstrartæknifræðingur
að mennt og hefur MBA-próf frá
Bandaríkjunum. Áður en hann
hóf störf hjá Eimskip vann hann
hjá Bang & Olafsen í Danmörku.
Jón mun hafa aðsetur á skrif-
stofu Álafoss hf. í Mosfellsbæ en
jafnframt munu þangað flytjast
fyrir 1. september tveir sölumenn
fyrirtækisins, tveir fatahönnuðir,
svo og Ólafur Ólafsson forstjóri.
Þá mun í Mosfellsbæ verða stað-
settur einn gjaldkeri og nýr fram-
kvæmdastjóri Austur-Evrópuvið-
skipta, Ásbjörn Björnsson.
Áð öllum þessum breytingum
samanlögðum er niðurstaðan sú
að sex manns flytjast í störfum
sínum frá Akureyri í Mosfellsbæ
en að hluta til er þar um að ræða
fólk sem fluttist fyrir þremur
árum síðan til Akureyrar við
sameiningu Álafoss og Iðnaðar-
deildar Sambandsins.
Ólafur segir að áfram fari stór
hluti skrifstofustarfsins fram á
Akureyri. Þar verði upplýsinga-
og tölvukerfið áfram, einnig yfir-
stjórn áætlanagerðar, og fleira.
Ólafur segir að hafa verði í huga
þegar rætt er um tilfærslu á skrif-
stofu fyrirtækisins að verulega
hafi skrifstofuhald verið skorið
niður frá því sem var.
„Hér verða áfram yfir 200
manns í vinnu og víst þarf ákveð-
ið skrifstofuhald í tengslum við
það. Lögheimili og varnarþing
félagsins er á Akureyri og mun
verða það áfram eins og kveðið
er á um í stofnsamþykktum fé-
lagsins,“ segir Ólafur. JÓH
Þetta cr ilugvélin scm lörst í gær. af gerðinni Pipcr Warrior með einkenn-
ÍSStafina TF-BIO. Mynd: -bjb
Flugvél frá Akureyri
fórst í Ásbyrgi:
Maður lét Mð
Einn inaður lét lífið og annar
slasaðist þegar lítil flugvél
sem þeir voru í rakst á raflínu
og hrapaöi í Ásbyrgi síðdegis
í gær. Flugvélin var frá Akur-
eyri, 4ra sæta af gerðinni Pip-
er Warrior með einkennis-
stafina TF-BIO.
Raflínan liggur þvert yfir
Ásbyrgi og að sögn sjónarvotta
var flugvélin búin að fljúga lág-
flug yfir Kelduhverfi skömmu
áður en slysið átti sér stað. Þrjár
bandarískar hjúkrunarkonur
voru í höpi ferðamanna í
Ásbyrgi og tóku þær að sér
björgunarstjórn þar til þyrla
Landhelgisgæslunnar kom á
slysstað.
Ekki er hægt að birta nafn
hins látna að svo stöddu. -bjb