Dagur - 17.07.1990, Side 7
Þriðjudagur 17. júlí 1990 - DAGUR - 7
Kristján Sveinbjörnsson, formaður Landsmótsnefndar:
„Ánægður með mótið þegar
á heildina er litið“
20. Landsmóti UMFÍ lokið:
Veðrið það eina sem brást
- UMSE náði þriðja sætinu í stigakeppni félaganna
20. Landsmóti UMFI lauk í
Mosfellsbæ á sunnudagskvöld.
Mótið hófst á miðvikudags-
kvöld og stóð keppni yfir frá
morgni tii kvölds alla dagana.
Keppendur voru um 2300 tals-
ins frá 29 sambandsaðilum og
hafa þeir aldrei verið fleiri.
Veðrið setti mikinn svip á
Landsmótið að þessu sinni,
veðurguðirnir sýndu á sér allar
hliðar en sparihliðarnar voru
þó sjaldséðar. Það var Ung-
mennasamband Kjalarnes-
þings sem sigraði í heildar-
stigakeppni félaganna, hlaut
333 stig en Héraðssambandið
Skarphéðinn varð í 2. sæti með
280 stig. I þriðja sæti komu svo
Norðlendingarnir í UMSE
með 212 stig og má segja að lið
UMSE hafi komið skemmti-
Veðrið var ekki með liesta móti um helgina. Þessi mynd var tekin á föstudag
og er nokkuð dæmigerð fyrir ástandið þá.
lega á óvart með þessari glæsi-
legu frammistöðu.
Veður á fimmtudeginum var
þokkalegt, á föstudeginum var
kuldi og nokkuð hvasst, á laugar-
deginum var mjög hvasst og um
kl. 18 um daginn má segja að
ofsaveður hafi verið á svæðinu. Á
sunnudeginum var veður milt og
gott en þó gerði töluverða rign-
ingu um tíma.
Framkvæmd mótsins gekk
nokkuð vel þrátt fyrir að veðrið
ylli ákveðnum vandræðum.
Tímasetningar stóðust yfirleitt
ágætlega og var ekki annað að
heyra á þátttakendum en að þeir
væru ánægðir með skipulagningu
og framkvæmd. Þá vakti hin frá-
bæra aðstaða á Varmárvelli
hrifningu allra sem ekki höfðu
kynnst henni áður.
Á mótinu var keppt í 13
keppnisgreinum og alls 75 flokk-
um sem töldust til stiga í keppni
milli sambandanna um aðalverð-
launagrip mótsins. Að auki var
keppt i 8 öðrum greinum, alls 31
flokki.
Ekki er enn Ijóst hversu mikil
aðsókn var að Landsmótinu en
þó er vitað að hún varð eitthvað
minni en vonir stóðu til og er þar
sennilega að mestu við veðrið að
sakast. Þó er talið að alls hafi um
15000 manns komið á einhvern
hátt nálægt Landsmóti UMFÍ í
Mosfellsbæ.
UMFA vann glæsilegan sigur ■ skákkeppninni. Hér situr Gylfi Þórhallsson í
þungum þönkum.
Hápunktur mótsins var boðskeppni Visa í spjótkasti. Einar Vilhjálmsson
sigraði og hér er sigurkastiö, 78.88, í fæðingu.
„Allt hægt með sam-
stöðu og góðum vilja
- segir Jóhann Ólafsson, formaður UMSE
„Þetta er búið að vera rólegt í
dag og ég segi allt gott. Eg er
ánægður með mótið þegar á
heildina er litið, þetta hefur
gengið vel og öll þau vandamál
sem hafa komið upp, og þau
eru ófá, hafa verið leyst. Veðr-
ið hefur verið að stríða okkur
og það hefur vissulega valdið
okkur öllum vonbrigðum.
Þetta hefur þó ekki haft jafn-
mikil áhrif á mótið sjálft og
búast mátti við,“ sagði Krist-
ján Sveinbjörnsson, formaður
Landsmótsnefndar, þegar
keppni lauk á sunnudagskvöld-
ið.
„Aðsókn ungu kynslóðarinnar
á dansleikina hefur verið mjög
góð. Fjöldi áhorfenda að íþrótta-
viðburðunum hefur hins vegar
verið mun minni en við vonuð-
umst til. Sennilega hefur veðrið
haft mest áhrif á það,“ sagði
Kristján. Hann taldi þó að þegar
allt væri talið mætti skjóta á að
um 15 þúsund manns hefðu kom-
ið á svæðið um helgina.
Það eru orðin fjögur ár síðan
farið var að huga að undirbúningi
þessa 20. Landsmóts UMFÍ en
eiginlegur undirbúningur hófst
fyrir einu og hálfu ári. Talið er að
um eitt þúsund manns hafi komið
nálægt undirbúningi og fram-
kvæmd mótsins. „Þetta er ekki
rétti tíminn til að spyrja hvort
þetta hafi verið allrar þessarar
fyrirhafnar virði. Ég held þó að í
Kristján Sveinbjörnsson.
minningunni hljóti þetta að verða
það.
íþróttalegur árangur þessa
móts er að mínu viti mikill. Það
sést t.d. á því hversu mörg ný
Landsmótsmet voru sett og eins á
fjölda keppenda sem hefur aldrei
verið eins mikill en það er árang-
ur út af fyrir sig. Félagslegan
árangur er erfitt að mæla en ég
held að allir sjái hversu gífurlega
mikill hann er enda hefur Ung-
mennafélagshreyfingin alltaf ver-
ið gífurlega sterk félagslega.
Þelta sameiginlega átak er auð-
vitað mjög mikilvægt í því sam-
bandi,“ sagði Kristján.
- Hver eru lokaorð formanns-
ins?
„Það er fyrst og fremst þakk-
læti til allra keppenda og annarra
fyrir að koma hingað. Eg vil sér-
staklega þakka það umburðar-
lyndi sem fólk hefur sýnt þegar
veðrið hefur bakað okkur vand-
ræði. Svo vil ég bara hvetja alla
til að taka stefnuna á næsta
Landsmót sem fram fer á Laugar-
vatni eftir þrjú ár,“ sagði Kristján
Sveinbjörnsson.
„Ég er auðvitað mjög ánægður
með þessa niðurstöðu. Það
áttu fáir von á þessu en margir
töldu þetta þó möguleika,“
sagði Jóhann Ólafsson, for-
maður UMSE, en sambandið
hafnaði í þriðja sæti í stiga-
keppni félaganna. A síðasta
Landsmóti hafnaði UMSE í 6.
sæti í stigakeppninni og sagði
Jóhann að sambandið hefði
yfirleitt verið á því róli. Þess
má geta að UMSE hafnaði í 2.
sæti í frjálsíþróttakeppninni
nú.
„Strax fyrir þremur árum síðan
var stefnan tekin á Landsmótið
og mestallur undirbúningur hefur
miðast við það síðan. Það hefur
verið staðið vel að öllum málum,
andinn í liðinu er frábær og allir
samtaka um að gera sitt besta. Þá
höfum við fengið mjög góðan
stuðning hér heima. Þessi atriði
hafa fyrst og fremst skapað þenn-
an árangur,“ sagði Jóhann.
Hann sagði að mikill hugur
væri í mönnum eftir mótið og
bjartsýnin réði ríkjum. „Sumir
eru farnir að tala um fyrsta sætið
næst. Það verður erfitt en það er
allt hægt með samstöðu og góð-
um vilja. Það má a.m.k. láta sig
dreyma um það,“ sagði Jóhann
Ólafsson.