Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. júlí 1990 - DAGUR - 13
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið:
Ný reglugerð um
hækkun frítekjumarks
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra hefur sett reglugerð um
hækkun frítekjumarks almanna-
trygginga.
I samræmi við loforð ríkis-
stjórnarinnar í tengslum við
kjarasamninga fyrr á þessu ári
verður frítekjumark nú mismun-
andi eftir því hvaðan viðbótar-
tekjur elli- og örorkulífeyrisþega
koma. Frítekjumark þeirra sem
ekki hafa lífeyrissjóðstekjur
hækkar um 15,6%. Frítekjumark
þeirra sem eingöngu hafa lífeyris-
sjóðstekjur til viðbótar tekjum
almannatrygginga hækkar um
48,4%. Þeir sem hafa blandaðar
tekjur njóta hlutfallslega hækk-
unarinnar sem verður á hækkun
frítekjumarks vegna lífeyris-
sjóðstekna.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
sem hafa til viðbótar lífeyri
almannatrygginga aðrar tekjur,
þó ekki lífeyrissjóðstekjur, mega
hafa kr. 177.600 á ári eða kr.
14.800 á mánuði án þess að
tekjutryggingin skerðist. Hjá
hjónum eru þessar upphæðir kr.
248.640 á ári eða kr. 20.720 á
mánuði.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
sem hafa til viðbótar lífeyri
almannatrygginga tekjur úr líf-
eyrissjóði mega hafa kr. 228.000
á ári eða kr. 19.000 á mánuði án
þess að tekjutryggingin skerðist.
Hjá hjónum eru þessar upphæðir
kr. 319.200 á ári eða kr. 26.600 á
mánuði.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
sem hafa blandaðar tekjur njóta
hlutfallslega þeirrar hækkunar
sem verður á frítekjumarki
þeirra sem hafa tekjur úr lífeyris-
sjóðum. Áður en til útreiknings
tekjutryggingar þeirra kemur
skal draga frá lífeyrissjóðstekjum
viðkomandi kr. 50.400 á ári eða
kr. 4.200 á mánuði (kr. 19.000-
14.800) hjá einstaklingum og kr.
70.560 á ári eða kr. 5.800 á mán-
uði (kr. 26.600-20.720) hjá
hjónum.
Þessar nýju reglur um frítekju-
mark taka gildi frá og með júlí-
greiðslu bóta almannatrygginga.
Við útreikninga er stuðst við
framtalsgögn. Þess má vænta að
einhver brögð séu að því að
skattframtöl hafi ekki verið rétt
útfyllt þannig að lífeyrissjóðs-
tekjur hafi skráðst sem almennar
tekjur. Slíkar villur munu valda
þvf að viðkomandi einstaklingar
njóta ekki þess hagræðis sem
hækkun frítekjumarks vegna líf-
eyristekna á að hafa í för með
sér. Það er því mjög mikilvægt að
elli- og örorkulífeyrisþegar kanni
gaumgæfilega greiðsluseðla sína
er þeir berast í byrjun þessa mán-
aðar og komi athugasemdum á
framfæri við lífeyristrygginga-
deild Tryggingastofnunar ríkisins
telji þeir að leiðréttinga sé þörf.
Hestamannafélagið Léttir:
Mikið um að vera hjá yngsta
hostafólkinu um næstu helgi
Dagana 20.-22. júlí n.k. verður
mikið um að vera hjá yngsta
hestafólkinu. Unglingaráð
Léttis í samvinnu við Kolbrúnu
Kristjánsdóttur, unglingafull-
trúa LH, hyggst standa fyrir
æskulýðsmóti á Melgerðismel-
um þessa daga. Öðrum hesta-
mannafélögum á Norðurlandi
hefur verið boðin þátttaka í
mótinu.
Aðstaða á Melgerðismelum er
öll hin ágætasta en rétt hjá er
gisti- og ferðaþjónustan Melgerði
þar sem krakkarnir fá gistingu í
smáhýsum eða herbergjum. Þar
er einnig eldunaraðstaða og
aðstaða til að geyma hross. Gert
er ráð fyrir að foreldrar sem
koma með börnum sínum og
annað áhugasamt fólk geti gist í
tjöldum á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að börnin
mæti á svæðið á 'föstudagskvöld.
Krakkar frá Akureyri fara vænt-
anlega öll saman ríðandi á Mel-
gerðismela. Á laugardagsmorgni
verða ýmis konar námskeið í
hestaljósmyndun, hindrunar-
stökk o.fl. Eftir hádegi hefst
keppni í hinum ýmsu greinum,
flestum óhefðbundnum, en
grímutölt, þrautakeppni, tölt-
keppni og parakeppni verða
meðal keppnisgreina sem boðið
er upp á. Að kvöldi laugardags
verður vegleg grillveisla, leikir og
söngur.
Sunnudagur hefst með kynn-
ingu á þátttakendum og sýningu
á því sem þau lærðu á námskeið-
unum daginn áður. Mótið endar
með sameiginlegum reiðtúr út
Eyjafjarðarárbakka og endar á
Kaupangsbakka þar sem leiðir
skiljast fyrir flesta þátttakendur.
Allir krakkar yngri en 16 ára geta
tekið þátt í þessu móti svo fram-
arlega sem þau hafa hest til um-
ráða. Ekki er skilyrði að vera í
hestamannafélagi.
Skráning er hjá Guðrúnu í
síma 23862 og þarf að skrá sig
sem allra fyrst.
Þrítugsaímæli Bmdindismótsins
fagnað í Galtalækjarskógi
um verslunarmannahelgma
Um verslunarmannahelgina
3.-6. ágúst nk. verða 30 ár liðin
frá því fyrsta Bindindismótið
var haldið á frídegi verslun-
armanna.
í áranna rás hefur Bindindis-
mótið unnið sér fastan sess sem
ein fjölmennasta fjölskylduhátíð
sumarsins. Með þaulvönum starfs-
mönnum og afbragðsgóðri
aðstöðu í Galtalækjarskógi
(fjöldi vatnssalerna, fjölbreyttum
leiktækjum á þar til gerðu leik-
svæði fyrir börn, Ævintýralandi,
allri heístu þjónustu, s.s. veiting-
um o.þ.h.) hefur jafnan farið vel
um 5-7000 mótsgesti hverju sinni.
Þá hefur áhersla verið lögð á
fjölbreytta og vandaða dagskrá
við allra hæfi. Þess hefur verið
vandlega gætt að börnin fái sér-
staka barnadansleiki við undir-
leik hljómsveitar, leiksýningar,
grín o.fl. Unglingum er boðið
upp á hljómleika og dansleiki
með áhugaverðum hljómsveit-
um. Sem dæmi má nefna að
Greifarnir, Bjarni Ara o.fl. stigu
sín fyrstu frægðarspor á Bindind-
ismótinu í Galtalækjarskógi. Síð-
an er einnig séð um að fullorðið
fólk fái veglega dagskrá með
dansleikjum, leiksýningum og fl.
Uppistaðan í dagskrá Bindindis-
mótsins er þó ávallt blandað efni
fyrir alla fjölskylduna.
Nú er frumundirbúningur fyrir
Bindindismótið í Galtalækjar-
skógi 1990 á lokastigi. Sigurður
B. Stefánsson er mótsstjóri og
verið er að leggja síðustu hönd á
plóginn með frágang á dagskrá.
Þegar er fullfrágengið að meðal
skemmtikrafta verða hljómsveit-
irnar Greifarnir, Busarnir,
Hljómsveit Ingimars Eydals,
Elsku Unnur, Raddbandið o.fl.,
revíuleikhús, eftirhermur, Halli
Og Laddi O.fl. (Fréttatilkynning.)
AHUGAFOLK UM
FERÐAMÁL
Munið þriðjudagsfundinn í dag kl. 13.00 í
Alþýðuhúsinu 4. hæð.
©) IDNÞRÓUNARFÉLAG
J EYJAFJARÐAR HF.
Ættarmót
Niðjar hjónana Halldórs Jónssonar og Þórunnar
Gunnlaugsdóttur frá Bjarnargili, Austur-Fljótum,
halda ættarmót dagana 10. og 11. ágúst 1990
að Sólgörðum í Fljótum.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku og fáið upplýsingar
í síma 95-36583, Alda og 95-37429, Sigrún,
fyrir 3. ágúst.
Fjölmenniðl
Tilkynning til launa-
skattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi
launaskatts fyrir júní er 16. júlí. Sé launaskattur greiddur
eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem
vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðandi að greiða til innheimtu-
manns ríkissjóðs, í Reykjavík, tollstjóra, og afhenda um
leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
AKUREYRARBÆR
Kartöflugeymslur
Aku rey rarbæjar
Vinsamlegast athugið að hreinsun úr kart-
öfluhólfum þarf að vera lokið fyrir 1. ágúst.
Eftir þann tíma verður geymslan tæmd.
Kartöflugeymslan verðuropin kl. 13.00-17.00, frá
23.-31. júlí.
Umhverfisdeild.
STEINUNN DAVÍÐSDÓTTIR,
frá Stóru-Hámundarstöðum,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. júlí
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. júlí kl.
13.30.
Árni M. Rögnvaldsson,
Hákon Árnason, Bertha Sigtryggsdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir, Hrafn Bragason,
Gerður Árnadóttir, Stefán Ólafsson
og barnabörn.
Útför,
PÁLS H. JÓNSSONAR,
frá Laugum,
verður gerð frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Minning-
argjafasjóð Dvalarheimilis aldraðra Húsavík eða Hjartavernd.
Fanney Sigtryggsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir, Þórhallur Hermannsson,
Aðalbjörg Pálsdóttir, Þórsteinn Glúmsson,
Dísa Pálsdóttir,
Heimir Pálsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir,
Páll Þ. Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.